Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 43
Trésmiðir óskast
Mótás hf. óskar eftir trésmiðum vönum kerfis-
mótum, næg verkefni, uppmæling.
Upplýsingar í síma 696 4646.
Atvinnuauglýsingar
Aðstoðarmaður
tannlæknis
í Grafarvogi óskast í fullt starf. Reynsla æskileg
en ekki skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf í byrjun janúar. Umsóknir berist til
auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is
merktar: ,,T - 19380 ’’ fyrir 31. desember nk.
Fræðslu- og
menningarfulltrúi
Dalvíkurbyggð auglýsir lausa til umsóknar
stöðu fræðslu- og menningarfulltrúa.
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur umsjón
með fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs- og menning-
armálum á vegum sveitarfélagsins. Fræðslu-
og menningarfulltrúi hefur frumkvæði og stýrir
stefnumótunarvinnu í sínum málaflokkum.
Fræðslu- og menningarfulltrúi undirbýr mál
fyrir fræðsluráð og íþrótta-, æskulýðs- og
menningarráð og ber ábyrgð á eftirfylgni með
ákvörðunum þeirra. Fræðslu- og menningar-
fulltrúi er sviðsstjóri hjá Dalvíkurbyggð og tek-
ur þátt í samstarfi yfirstjórnar sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri er yfirmaður sviðsstjóra.
Hæfniskröfur:
● Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
● Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri.
● Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu.
● Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
● Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku.
●Lipurð í mannlegum samskiptum.
● Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu,
einkum sveitarfélaga, æskileg.
Laun og starfskjör eru samkvæmt Starfsmanna-
stefnu Dalvíkurbyggðar. Frekari upplýsinga um
starfið veitir bæjarstjóri, Svanfríður Jónasdótt-
ir, í síma 460 4902/ 862 1460, eða sij@dalvik.is.
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar ræður í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem
fyrst. Umsókn um starfið, ásamt ferilskrá skal
senda til Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dal-
vík fyrir 15. janúar, merkt Fræðslu- og menning-
arfulltrúi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Dal-
víkurbyggðar eru konur, jafnt sem karlar, hvatt-
ar til að sækja um starfið.
Dalvíkurbyggð er framsækið sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð.
Þar er blómlegt og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfi er
sérlega fjölskylduvænt og góðar aðstæður til útivistar jafnt sumar
sem vetur. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á
www.dalvik.is.
Til sölu
Bækur til sölu
Bólstaður og búendur í Stokkseyrarhreppi. Tröllatunguætt 1-4.
Skýrslur um landshagi á Íslandi 1-5. Fréttir frá Íslandi 1871-90. Hun-
dabærinn, Dagur Sig. Íslenska alfræðiorðabókin 1-3. Íslenskur
söguatlas 1-3. Skútuöldin 1-5. Ættir Austfirðinga 1-9. ó.b. Fuglar í
náttúru Íslands. Blöndal Íslensk-dönsk. Ævisaga Kjarvals 1-2. Frank
Ponzy Ísland á 18. og 19. öld. Íslensk myndlist 1-2 Björn Th. Íslenskir
sjávarhættir 1, 2, 4, 5. Mikines 1990. Biskupasögur 1-2, Sögufélagið.
Sturlunga 1-2 Vigfússon. Hringur Jóhannesson. Þjóðsagnabók
Ásgríms. Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-6. Grjót, Kjarval. Stokkseyring-
asaga 1-2. Saga mannkyns 1-16. Sléttuhreppur. Ættir Síðupresta.
Nokkrar Árnesingaættir.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Guðmundur frá Miðdal
3 vasar úr Listvinahúsinu, 15, 18 og 26 cm háir.
Einnig hafmeyjaröskubakki frá 1941.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Tilboð/Útboð
Grindavíkurbær
Alútboð
Grindavíkurbær óskar hér með eftir tilboðum í
verkið: ,,Fjölnota íþróttahús við Austurveg
í Grindavík”.
Verkið felst í að fullklára fjölnota íþróttahús og
er forsendum lýst nánar í útboðsgögnum.
Upphaf framkvæmdatíma er í apríl 2007 og
skal verkinu vera lokið fyrir þann
15. nóvember 2007.
Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofunni
Hnit, Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík, og á Bæj-
arskrifstofum Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda-
vík, frá og með fimmtudeginum 21. desember
2006.
Tilboð skulu hafa borist til skrifstofu Grinda-
víkurbæjar, Víkurbraut 62, Grindavík, eigi síðar
en mánudaginn 29. janúar 2006 kl. 10:00 og
verða þau þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóð-
enda sem viðstaddir verða.
Verð á útboðsgögnum er 7.500 kr.
Bæjarverkfræðingur
Grindavíkurbæjar.
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja hf, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbær
Sími: 422 5200 - www.hs.is - hs@hs.is
ORKUVER 6, SVARTSENGI
Samningsútboð F0217-20
Uppsetning rafbúnaðar
Hér með er auglýst eftir aðilum sem áhuga hafa á að taka þátt
í lokuðu samningsútboði á uppsetningu rafbúnaðar í orkuveri 6
í Svartsengi. Verkið felst í útvegun, lagningu og tengingu á
strengjum fyrir allan búnað í vinnsluferlum og hluta húskerfa
virkjunarinnar ásamt útvegun og uppsetningu á ýmsum skápum
og öðrum verkþáttum samkvæmt útboðsgögnum.
Útboð þetta fer fram með forvalsformi þannig að valdir verða
3-5 hæfir verktakar er gefinn verður kostur á að gera tilboð í
verkið. Stefnt er að því að endanleg útboðsgögn verði tilbúin til
afhendingar 1. febrúar 2007 og að tilboð verði opnuð um mán-
aðamót febrúar/mars 2007.
Umsóknum um þátttöku í útboði ásamt tilskildum gögnum skal
skila á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf.,
Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en
mánudaginn 15. janúar 2007 kl. 14.00.
Forvalsgögn, sem eru á íslensku, er unnt að nálgast á
heimasíðu Hitaveitunnar, www.hs.is.
Útboð þetta er auglýst á EES-svæðinu.
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja hf, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbær
Sími: 422 5200 - www.hs.is - hs@hs.is
ORKUVER 6, SVARTSENGI
Útboð F0217-13
Afldreifiskápar 400V og 690V,
jafnstraumsskápar 110V og 24V og
straumskinnukerfi
Óskað er eftir tilboðum í hönnun, framleiðslu og fob-afhendingu
ásamt uppsetningu á 400V og 690V afldreifiskápum, DC-, mæla-
og spennuskápum ásamt straumskinnukerfi fyrir Orkuveri 6
Svartsengi.
Afhendingardagsetningar eru frá 15. mars 2007 til 1. ágúst 2007.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf,
Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en þriðjudaginn
30. janúar 2007 kl. 14.00.
Útboðsgögn, sem eru á íslensku, er unnt að nálgast á heimasíðu
Hitaveitunnar, www.hs.is.
Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja hf, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbær
Sími: 422 5200 - www.hs.is - hs@hs.is
ORKUVER 6, SVARTSENGI
Samningsútboð F0217-19-1
Uppsetning vélbúnaðar
Hér með er auglýst eftir aðilum sem áhuga hafa á að taka þátt í
lokuðu samningsútboði á uppsetningu vélbúnaðar í orkuveri 6 í
Svartsengi.
Verkið fellst m.a. í uppsetningu og tengingum á 30 MW gufuhverfli,
rafala, eimsvala og gassogskerfi, smíði og uppsetningu á gas- og
gufuháfum, stálgrindargólfum og pípuundirstöðum og öðrum
verkþáttum samkvæmt útboðsgögnum.
Útboð þetta fer fram með forvalsformi þannig að valdir verða 3-5
hæfir verktakar er gefinn verður kostur á að gera tilboð í verkið.
Stefnt er að því að endanleg útboðsgögn verði tilbúin til afhendingar
24. janúar 2007 og að tilboð verði opnuð í seinni hluta febrúar 2007.
Umsóknum um þátttöku í útboði ásamt tilskildum gögnum skal skila
á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ
eigi síðar mánudaginn 15. janúar 2007 kl. 15.00.
Forvalsgögn, sem eru á íslensku, er unnt að nálgast á heimasíðu
Hitaveitunnar, www.hs.is.
Útboð þetta er auglýst á EES-svæðinu.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Reykjavíkurborg
Þjónustu- og rekstrarsvið
Innkaupa- og rekstrarskrifstofa,
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.
Símar 411 1042/411 1043, bréfsími 411 1048.
Netfang: utbod@reykjavik.is
ÚTBOÐ
F.h. Framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar – mannvirkjaskrifstofu,
Orkuveitu Reykjavíkur og Símans:
Hallar atvinnusvæði - 1. áfangi,
gatnagerð og lagnir
Vakin er athygli á því að verktaki á að útvega efni (plast
eða stein) í fráveitulagnir.
Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 í upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur, frá og með föstudeginum
22. desember 2006.
Opnun tilboða kl. 10.00 föstudaginn 12. janúar 2007,
í Ráðhúsi Reykjavíkur.
10887
14147 - Nýtt afgreiðslukerfi
fyrir Íbúðalánasjóð
Ríkiskaup fyrir hönd Íbúðalánasjóðs óska eftir til-
boðum í nýtt afgreiðslukerfi.
Óskað er eftir tilboðum í kerfi, ásamt vinnu við
greiningu, uppsetningu, prófanir, innleiðingu og
kennslu. Jafnframt er leitað eftir tilboðum í þjón-
ustu- og uppfærslusamning.
Gert er ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun í sep-
tember 2007.
Opnun tilboða verður 1. febrúar 2007 kl. 11.00 hjá
Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík. Útboðsgögn
verða aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is frá og með fimmtudeginum
21. desember.
ÚU T B O Ð
Raðauglýsingar 569 1100