Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
ÓFAGRA VERÖLD
Fim 28/12 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000
Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS.
Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort
Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort
Fim 18/1 kl. 20 4.sýning Græn kort
Sun 21/1 kl. 20 5.sýning Blá kort
Lau 30/12 kl. 20
Fös 5/1 kl. 20
Lau 13/1 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík
og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14
Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14
Sun 20/5 kl. 20
Miðaverð 4.800
Sun 7/1 kl. 20 AUKAS.
Sun 14/1 kl.20 AUKAS.
Lau 20/1 kl. 20 AUKAS.
Lau 27/1 kl. 20 AUKAS.
Síðustu sýningar
GJAFAKORT
Gjafakort í Borgarleikhúsið, frábær jólagjöf
sem gildir endalaust. Gjafakortin fást í
miðasölu Borgarleikhússins.
DAGUR VONAR
Mið 10/1 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000
Fim 11/1 Afmælissýning UPPS.
Fös 12/1 kl. 20
Fim 18/1 kl. 20
Sun 21/1 kl. 20
Fös 26/1 kl. 20
Sun 7/1 kl. 20
Sun 14/1 kl. 20
Lau 20/1 kl. 20
Allra síðustu sýningar
Lau 6/1 kl. 20
Fim 11/1 kl. 20
Fim 18/1 kl. 20
Lau 27/1 kl. 20
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 30/12 kl. 14
Sun 7/1 kl. 14
Sun 14/1 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fös 29/12 kl. 20
Lau 6/1 kl.20
Lau 13/1 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
Kammersveitin Ísafold ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Ágústi Ólafssyni barítón
flytja verk eftir Mahler. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
6. janúar kl. 17.00 í DUUS - húsum í Keflavík
7. janúar kl. 20.00 í Íslensku óperunni
Miðaverð kr. 2.000 - Námsmenn: 2 fyrir 1
Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus - 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20
FLAGARI Í FRAMSÓKN - HALLDÓR ER KOMINN AFTUR! - Nánari upplýsingar á www.opera.is
3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 - FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
Þorláksmessa í Óperunni - Óperukareokí
Davíð Ólafsson, óperusöngvari, heldur uppi fjörinu - Húsið opnar kl. 20
Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu
Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning!
Gjafakort – afmælistilboð!
Einstakt afmælistilboð í tilefni 100 ára
afmælis Samkomuhússins.
Gjafakort í leikhúsið er frábær jólagjöf sem lifir.
Svartur köttur – forsala hafin
Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT
Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT
Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin!
www.leikfelag.is
4 600 200
Gjafakort
- góð
jólagjöf
bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15
Bjarni Klemenz
Fenrisúlfur
Á MORGUN
Jökull Valsson
Skuldadagar
MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLLBlóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu
Stóra sviðið kl. 20:00
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1
kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1
kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evripídes
Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti
laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá
sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson
Fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt.
Leikhúsloftið
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1
Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
Bakkynjur, frumsýning 26. desember. Aðdáendur Beðmála í borginni (e.Sex and the City) geta tekið
gleði sína ef marka má orð leikkon-
unnar Kim Cattrall, sem leikur hina
kynóðu Samönthu Jones, en hún
segir að verið
sé að undirbúa
kvikmynd um
vinkonurnar
fjórar.
Frá því að
síðasti þátt-
urinn fór í loft-
ið árið 2004
hefur orðróm-
ur verið uppi
um að leik-
ararnir myndu
koma aftur
saman til þess að færa beðmálin á
hvíta tjaldið.
Cattrall hefur undanfarna þrjá
mánuði leikið í verki David Mamets,
The Cryptogram, í London.
Hún viðurkennir að hún hafi fyrst
aðeins frétt af kvikmyndinni þegar
hún kom aftur til Bandaríkjanna.
Fjölmiðlar hafa áður haldið því
fram að ekkert hafi orðið úr gerð
kvikmyndarinnar sökum þess að
Cattrall hafi ekki viljað koma fram
með þeim Söruh Jessicu Parker,
Kristin Davis og Cynthiu Nixon.
Catrall blés á allt slíkt og bætir
við: „Ég er einfaldlega svo glöð yfir
því að það sé ekki búið að gleyma
okkur.“
Fólk folk@mbl.is
inni. Hann ól
manninn á Aust-
fjörðum og var
trymbill í hinni
goðsagnakenndu
þungarokkssveit
frá Eiðum, Tröss-
unum, sem heil tónlistarstefna er
kennd við (ehemm … trassarokk).
Eftir það lá leiðin inn í Sól-
strandagæjana, dúett sem hann
stofnaði ásamt vini sínum Unnsteini
Guðjónssyni, sem hafði getið sér
orðs sem gítarleikari í pönksveitinni
Niturbösum. Sólstrandagæjarnir
JÓNAS Sigurðsson á nokkuð
skrautlegan feril að baki í tónlist-
nutu óhemju mikilla vinsælda þann
stutta tíma sem þeir störfuðu, eink-
anlega vegna lagsins „Rangur mað-
ur“.
Eftir það ævintýri nam Jónas
kerfisfræði og starfar hann nú fyrir
Microsoft-risann í Danmörku. Tón-
listarleg sköpunarþrá lét hann þó
aldrei í friði og er hún nú sloppin út í
líki þeirrar plötu sem hér er til um-
fjöllunar.
Það viðurkennist að ég átti nú
ekki von á miklu, taldi þetta vera
eina af þeim plötum þar sem menn
hrúga saman misgóðu efni sem hef-
ur safnast upp, bara til að koma því
út. En svo er ekki með „Malbikið“.
Hér er komin ein sú furðulegasta
poppplata sem ég hef lengi heyrt,
bráðgóð sem slík en styrkur hennar
felst einmitt í því að á köflum er hún
algjört „malbik“.
Það er eitthvað afskaplega óhefð-
bundið við allt hérna. Lagasmíð-
arnar eru frekar minimalískar og
línulegar; malla áfram í hægðum sín-
um, endurtekin stef sem sökkva
hægt og bítandi í heilann. Eitt besta
lag plötunnar, „Ofskynjunarkonan
(#2)“, er í hálfgerðu Can-grúvi
(þýsk súrkálssveit, eða „kraut-rock“
sveit frá sjöunda/áttunda áratugn-
um), vel fönkað og það prýðir líka
blásturssveit. Lúðrarnir kom enn
sterkar inn í hinu skringilega „Bar-
áttusöngur uppreisnarklansins á
skítadreifurunum“. Stórskrítið
lag … en stórgott um leið.
Textarnir geta þá verið mjög súr-
realískir; eitt lagið heitir „Ást henn-
ar er fáránleg á myndbandi“ og í
„Sláttuvél minninganna“ segir „Ég
slæ yfir pælingarnar … dusta ryki
yfir sauðina/sem ég deyði til vara/af
því bara.“ Jónas sýnir þó líka á sér
„eðlilegri“ hliðar, eins og heyra má í
hinu fallega „Hver vill vera hann?“
Platan er einkennilega letileg, en
mjög þægileg áhlustunar, þrátt fyrir
alltumlykjandi furðulegheitin. Það
er eiginlega pínu erfitt að lýsa plöt-
unni en eitt er víst að Jónas hefur
hér snarað inn einum óvæntasta
glaðningi ársins.
Vel til fundin djöflasýra
TÓNLIST
Geisladiskur
Lög og texta á Jónas Sigurðsson utan að
Ásgrímur Ingi Arngrímsson kemur að ein-
um textanum. Fjöldi tónlistarmanna sá
um undirleik en platan var tekin upp á
tveggja ára tímabili í Noregi, Danmörku
og á Íslandi. Haffi Tempó hljóðblandaði
en Jónas stýrði upptökum og gefur jafn-
framt út plötuna.
Jónas Sigurðsson – Þar sem malbikið
svífur mun ég dansa
Arnar Eggert Thoroddsen
SVEINN Lúðvík Björnsson hefur
látið lítið á sér bera þrátt fyrir að
hafa helgað sig tónsmíðum eingöngu
síðan 1994. Þó hafa verk hans verið
flutt af fjölmörgum íslenskum tón-
listarmönnum hérlendis sem erlend-
is. Caput hefur oft komið við sögu á
ferli Sveins, meðal annars á fyrri
hljómdiski hans Hvar væri ég þá,
Smekkleysa 1998. Er samstarf hans
við hópinn því þrautreynt og hefur
það hingað til verið mjög farsælt.
Með geisladisknum Egófóníur verð-
ur þar engin breyting á. Einleik-
ararnir hafa næman skilning á tón-
máli hans og ná að koma íhugulum og
tilfinningaþrungnum stíl hans vel til
skila.
Verkin eru þannig gerð að fyr-
irfram samin tónlist og hljóð eru tek-
in upp á nokkrar rásir. Allt efnið er
leikið og framið af sama einleik-
aranum, sem notast við ólíka mögu-
leika bæði hljóðfæris síns og raddar.
Í úrvinnslu þeirra gætir Sveinn Lúð-
vík þess vísvitandi að þær fái að hald-
ast hráar en markmiðið er að það
heyrist að um upptökur sé að ræða.
Þegar heildarmynd er komin á þær
er hinn eiginlegi einleikspartur tek-
inn upp meðan upptakan spilast og
leikur því hljóðfæraleikarinn í raun á
móti upptökum af sjálfum sér.
Þessi aðferð, sem hefur verið að
ryðja sér nokkuð til rúms á und-
anförnum árum, virðist henta Sveini
og samstarfsfólki hans ákaflega vel.
Innhverf og persónuleg tónsköpun
Sveins blandast saman við – verður í
raun órofa – persónuleika einleik-
arans sem berskjaldar sig einnig
með notkun raddarinnar svo úr verð-
ur ein allsherjar innhverf íhugun, þar
sem margskonar tilfinningar koma
ljóst eða óljóst upp á yfirborðið, ým-
ist í rólegum einleikslaglínum eða
villtu eins manns samspili.
Egófóníurnar eru áleitnar og hríf-
andi, hver á sinn hátt. Fyrir mína
parta var ég þó einna hrifnust af
Egófóníu III sem leikin er af Eydísi
Franzdóttur, óbóleikara. Hljóð-
myndin undir verkinu hljómar eins
og mitt á milli þess að vera fugla-
bjarg í vindi og kvenfélagsfundur og
kemur ótrúlega skemmtilega út.
Leikur Eydísar sem er glettinn og
gáskafullur fékk mig til að hlæja af
kátínu. Þegar gaggið þagnar kemst
eins konar svefnástand á verkið og
Eydís seiðir mann upp úr skónum í
angurværum laglínum sem ágerast í
hraða ásamt andandi gegnumblæstr-
inum sem verður örari samhliða.
Egófóníur Sveins Lúðvíks Björns-
sonar eru um margt mjög merki-
legar tónsmíðar sem vert er að skoða
nánar. Þær virðast spretta af ein-
skærri innri þörf tónskáldsins til að
semja og eru ekki til þess fallnar að
skilgreina á nokkurn hátt. Vissulega
eru þær með kynlegri kvistum í út-
gáfutrénu í ár en fyrir þær sakir er
útgáfa þeirra einmitt mikilvæg, því
skárra væri það nú ef ekki væri hægt
að setja á fóninn ögrandi tónlist af
jaðri heildarmyndarinnar til að víkka
aðeins sjóndeildarhringinn.
Innhverfar og áleitnar Egófóníur
TÓNLIST
Geisladiskur
Meðlimir CAPUT hópsins flytja Egófóníur
I-V fyrir einleikshljóðfæri og upptökur eft-
ir Svein Lúðvík Björnsson. Flytjendur:
Sigurður Halldórsson selló, Pétur Jón-
asson gítar, Eydís Franzdóttir óbó, Guðni
Franzson klarinetta og Kolbeinn Bjarna-
son flauta.
Hljóðritað í Víðistaðakirkju af Halldóri
Víkingssyni hjá Fermata hljóðritun, nema
Egófónía IV í Salnum í Kópavogi af Sveini
Kjartanssyni hjá Stafræna hljóðrit-
unarfélaginu. Upptökur á margröddun
gerði Sveinn Lúðvík Björnsson. Hljóð-
blöndun: Sveinn Lúðvík Björnsson og
Guðni Franzson, Klipping: Guðni Franz-
son. Upptökustjórn og frágangur: Halldór
Víkingsson hjá Fermata hljóðritun.
Smekkleysa gefur út.
Sveinn Lúðvík Björnsson – Egófóníur/
Egophonies – CAPUT hópurinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áleitnar „Egófóníur Sveins Lúðvíks Björnsonar eru um margt mjög
merkilegar tónsmíðar sem vert er að skoða nánar,“ segir í dómi.
Ólöf Helga Einarsdóttir