Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVERSU SLÆMT ER MINNISLEYSIÐ? HRÆÐILEGT, ÉG MAN EKKI NEITT. SEGÐU MÉR ALLT UM SJÁLFAN ÞIG... ÞAÐ HEFUR SVO SEM EKKERT MERKILEGT GERST... ÞAÐ ER FRÁ ÞVÍ ÉG KOM ÚR SÍÐASTA GEIMSKOTI HÆ, LAUF HOBBES ER NÚ MEIRI HÁLFVITINN! ÉG GET EKKI HREYFT MIG VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER MEÐ BÝFLUGU Á BAKINU, ÞANNIG AÐ HANN FÓR INN AÐ LESA MYNDASÖGURNAR MÍNAR HANN RUGLAR ALLTAF RÖÐINNI OG BEYGLAR SÍÐURNAR! ÉG ÞOLI EKKI HVERNIG HANN FER MEÐ MYNDASÖGUBLÖÐIN HVERNIG VINUR NOTFÆRIR SÉR AÐSTÖÐU SÍNA SVONA Á MEÐAN ÉG GET EKKI HREYFT MIG. HANN ER SKO ENGINN VINUR! HANN ER BARA LEIÐINDAPÚKI! VILTU VITA HVERNIG NÝJA BLAÐIÐ UM KAFTEIN NAPALM ENDAR? EKKI SEGJA MÉR! EKKI GERA ÞAÐ! Í ÞESSU LYFI ER SALAMÖNDRUHALI, AUGA ÚR EÐLU, VÆNGIR AF MÝFLUGU, KÓNGULÓARTÆR OG MÖLUÐ SNÁKAHÚÐ ER ÞETTA EITTHVAÐ HÆTTU- LEGT? AUÐVITAÐ EKKI! NEMA AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ OFNÆMI EF ÞÚ VILT GANGA Í FÉLAGIÐ OKKAR ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ BAÐA KÖTT Á ÉG AÐ HENDA HONUM Í BAÐKAR OG SPRAUTA Á HANN VATNI? NEI, Á HINN VEGINN HVAÐ ÁTTU VIÐ? GRÍMUR, ÞÚ GLEYMDIR MJÓBAKINU ÞETTA ER ÓGEÐSLEGT! ÉG SKAL LÁTA ÞIG FÁ 2 SNIGLA FYRIR LITLA KABBANN ÞINN ÉG SKAL LÁTA ÞIG FÁ 5 LITLA KRABBA FYRIR GRÆNA KRABBANN ÞINN ÉG SKAL LÁTA ÞIG FÁ GRÆNA KRABBANN OG 3 RÆKJUR FYRIR STÓRA, BLÁA KRABBANN ÞINN HVAR FANNSTU EIGINLEGA ÞENNAN? JÁTAÐU ÞAÐ, ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞÚ MUNDIR RÁÐA MIG AFTUR... ÞÚ ÆTTIR AÐ LÁTA ATHUGA Í ÞÉR HEYRNINA PETER ÉG SAGÐI AÐ ÉG MUNDI KANNSKI RÁÐA ÞIG... EN ALDREI FYRIR ÞANN PENING SEM ÉG BORGAÐI ÞÉR ÁÐUR JÆJA, ÞÁ FER ÉG BARA Á NÆSTA BLAÐ ÉG GET EKKI LEYFT ÞÉR AÐ FÓRNA SJÁLFUM ÞÉR. EIGUM VIÐ EKKI AÐ TALA AÐEINS SAMAN? Alþingi samþykkti á dög-unum frumvarp félags-málaráðherra um lög umættleiðingarstyrki. Björg Kjartansdóttir er deildar- sérfræðingur í Félagsmálaráðu- neytinu: „Með lögunum eiga þeir sem ættleiða börn erlendis frá þess kost að fá styrk frá hinu opinbera til að mæta kostnaði við ættleiðingar- ferlið,“ segir Björg. Það er mjög kostnaðarsamt að ættleiða börn erlendis frá: „Bæði þarf að standa straum af ýmsum opinberum gjöldum í hinu erlenda ríki og sömuleiðis af kostnaðarsöm- um ferðalögum,“ segir Björg. „Sam- kvæmt upplýsingum frá Félagi ís- lenskrar ættleiðingar, sem er eina löggilta ættleiðingarfélagið á Íslandi, er kostnaður við ættleiðingu að jafn- aði frá 1,3 til 1,5 milljónum króna. Þá má ætla að stór hluti þeirra sem ætt- leiða barn erlendis frá hafi áður bor- ið kostnað af tæknifrjóvgunum. Er því ljóst að um töluverðan kostnað er að ræða fyrir fjölskylduna.“ Styrkurinn sem um ræðir nemur 480 þúsund krónum og skal fjárhæð styrksins endurskoðuð í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á tveggja ára fresti. Styrkurinn er óháður tekjum og sömuleiðis óháður því hvort ætt- leiðendur eru par eða einstaklingar. „Styrkurinn er veittur í formi ein- greiðslu þegar erlend ættleiðing hef- ur verið staðfest hér á landi og er styrkurinn greiddur með greiðslu úr fæðingarorlofssjóði,“ segir Björg. „Starfshópurinn hafði það að mark- miði við samningu frumvarpsins að lágmarka kostnað stjórnkerfisins við alla umsýslu tengda ættleiðing- arstyrkjum, og var því meðal annars farin sú leið að fela Vinnumálastofn- un umsjón með greiðslu styrkjanna, en stofnunin annast einnig greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.“ Ættleiðingarstyrkir eru þegar í boði á öllum hinum Norðurlöndun- um: „Sá styrkur sem veittur er á Ís- landi er þó í hærri kantinum miðað við nágrannalönd okkar. Í Finnlandi eru styrkirnir á milli 167 og 396 þús- und krónur, reiknað á gengi septem- bermánaðar, á meðan Færeyjar veita hæstan styrk sem nemur um 590 þúsund krónum. Danir, hins veg- ar, eru nær okkur og veita styrk að upphæð tæplega 475 þúsundum.“ Undanfarin ár hafa að jafnaði um 25 börn verið ættleidd til Íslands er- lendis frá: „Gert er ráð fyrir að með lögunum verði fleirum gert kleift að ættleiða börn en hingað til hefur ver- ið,“ segir Björg. „Evrópskar rann- sóknir hafa sýnt fram á að ættleið- ingum erlendra barna fjölgar í löndum þar sem styrkir af þessu tagi hafa verið teknir upp og því ljóst að fjárhagsleg byrði vegna ættleiðing- arferlisins hefur veruleg áhrif.“ Nýju lögin taka gildi 1. janúar og ná lögin til allra ættleiðinga sem lýk- ur eftir þann tíma en ekki til ættleið- inga sem þegar er lokið. Þannig eiga rétt til styrks, samkvæmt lögunum, kjörforeldrar barna sem ættleidd eru eftir gildistöku laganna. Nýju lögin má finna á www.felags- malaraduneyti.is. Fjölskyldan | Ný lög um styrki vegna kostn- aðar við ættleiðingu barna erlendis frá Hjálpar nýjum fjölskyldum  Björg Kjart- ansdóttir fæddist í Reykjavík 1967. Hún lauk stúd- entsprófi frá MS 1988, B.A gráðu í sálfræði frá HÍ 1999 og hlaut sama ár starfs- réttindi í félags- ráðgjöf frá sama skóla. Árið 2000 lauk Björg mastersnámi í evrópu- samanburðarfélagsfræði frá Maas- trichtháskóla og diplómanámi í frönsku frá Strassborgarháskóla 2001. Björg starfaði við rannsóknir hjá Evrópuráðinu í Strassborg, síð- ar hjá Velferðarsviði Reykjavíkur- borgar og hóf árið 2002 störf sem deildarsérfr. hjá Félagsmálaráðun. Björg er gift Benedikt Stefánssyni hagfr. og eiga þau þrjá syni. Leikarar þáttaraðarinnar Grey’sAnatomy, eða Líffærafræði Greys, eru skemmtikraftar eða skemmtiefni ársins að mati tímarits- ins Entertainment Weekly. Ástæðan er sögð menningarleg áhrif leikaral- iðsins. Tímaritið velur undir lok hvers árs það besta í skemmt- anageiranum í Bandaríkjunum það árið. Tímaritið segir leikarana hafa haft menningarleg áhrif á fleiri en áhorfendur Grey’s Anatomy, en þeir eru víst 20 milljónir í viku hverri. Í þáttaröðinni segir af ungum læknum sem eiga í margs konar vandræðum í vinnu, einkalífi og ástamálum. Þessar læknaþrautir eru vinsælt umræðuefni á bandarískum vinnu- stöðum og skólastofnunum. Enterta- inment Weekly segir þættina ekki bara þætti heldur fyrirbæri. Þegar lokaþáttur seinustu raðar hafi verið sýndur hafi New York-búar til að mynda haldið sig heima og hægt hafi verið að fá borð á bestu veit- ingastöðum borgarinnar. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.