Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Guðni Sigurjónsson bíla-smiður var frumkvöðull ífjallabílaferðum og smíð-aði hús á marga trukka sem fóru vegleysur með ferðamenn um miðja síðustu öld. Þótt Guðni sé rúmlega sjötugur starfar hann enn þann dag í dag sem bílasmiður á verkstæði Strætós bs. við Kirkju- sand í Reykjavík þar sem hann lagar þá gulu vagna sem lenda í óhöppum í höfuðborgarumferðinni. Fæstir gleyma fyrstu ástinni og það má ljóst vera að ein er sú lang- ferðabifreið sem líður Guðna seint úr minni, hún heitir Soffía og er númer tvö, hún hóf ferilinn sem Bedford QL-hertrukkur með stýr- ishúsi og palli árið 1939. Samstarf þeirra Soffíu og Guðna hófst 1963 er hann smíðaði hið fallega rúnnaða rútubílahús sem hvílir á Bedford- grunninum enn þann dag í dag. Trukkurinn kom upphaflega hingað til lands undir merkjum breska hersins í hernáminu og var á Fljóts- dal er Guðni keypti hann við annan mann, Guðmund Kjerulf, og saman breyttu þeir honum í öndvegisfarið Soffíu. „Það voru til tveir hertrukkar af þessari gerð þarna fyrir austan, annar hét Drottinn og hinn hét Sat- an,“ sagði Guðni og bætti því við að þeir Guðmundur hefðu keypt Drott- in sem þá var í mjög góðu og upp- runalegu ástandi. Soffía byrjaði sem magasleði Sagan er reyndar flóknari en svo því Soffíurnar voru í raun fjórar og sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1955. Útsendari Morgunblaðsins fór með kvikmyndatökumann með sér að heimsækja Guðna á vinnustað hans til að taka við hann stutt sjón- varpsviðtal um Soffíurnar fyrir vef- varpið á Fréttavef Morgunblaðsins og birtist það á vefvarpi mbl.is um leið og þessi blaðagrein. Guðni fór síðan með okkur út í nepjuna í Straumsvík til að heilsa upp á hina öldruðu Soffíu II sem þar hvílir á opnu geymslusvæði innan um brota- járn og tjónabíla. „Við vorum þrír á Bílaverkstæði Sambandsins sem tókum okkur til og smíðuðum fjögurra manna maga- sleða sem við nefndum Soffíu og renndum okkur töluvert mikið á, til dæmis uppi á Hellisheiði,“ sagði Guðni. Sleðinn Soffía fékk nafnið sitt fallega letrað á tvö emaljeruð skilti á báðum hliðum. En það dugði ekki að ferðast bara á magasleða og ári síðar smíðuðu þeir félagar bíl undir sleðann og færðist nafnið Soffía yfir á bílinn. „Það var svona Bedford QL sem við settum átta manna boddí á og þar með var Soffía komin á hjól. Og því má segja að Soffía hafi verið eitt ár á skíðum og fimmtíu ár á hjólum,“ sagði Guðni og það var engu líkara en að hann væri að tala um drottningar með raðtölur á eftir nöfnunum. Að fyrsta trukknum sem bar nafnið Soffía stóðu ásamt Guðna þeir Guðmundur Kjerulf og Andrés Pétursson sem lengi vel rak ferða- skrifstofuna Arena, en Guðni og Guðmundur keyptu Andrés fljót- lega út úr Soffíurekstrinum og stunduðu þá útgerð saman allt til ársins 1982. Soffíurnar sinntu alla tíð tvíþættu hlutverki; þær voru notaðar í fjalla- ferðir á sumrin og skólaakstur á veturna og voru því í erfiðisvinnu allt árið um kring. „Soffíu I smíð- uðum við bara úti á götu í Reykjavík fyrir utan heimili Andrésar en Soffía II var smíðuð í Reykholti í Borgarfirði þar sem Guðmundur Kjerulf var með verkstæði og þar voru smíðaðar margar rútur og margir trukkar,“ sagði Guðni sem telur að á því verkstæði hafi verið smíðaðar um það bil þrjátíu yf- irbyggingar á trukka og lang- ferðabíla og var sú starfsemi í gangi til ársins 1982. Pallsögur og Merkurferðir Soffía III kom síðan til sögunnar 1972 og var í grunninn af gerðinni Mercedes Benz. Smíðuð var á hana yfirbygging í Reykholti í Borg- arfirði en hún virðist ekki hafa haft jafn stóra sál og fyrirrennarar hennar. Á pall fyrstu Soffíunnar var fyrst smíðað átta manna hús og fyrir aft- an það var kassi fyrir farangur. „Stundum þurfti að segja sögur sem þóttu ekki hæfa öllum og þá var klifrað, jafnvel á ferð, aftur á pallinn og þar voru sagðar það sem kallað var pallsögur,“ sagði Guðni og brosti í kampinn. Síðar var sögu- pallinum fórnað fyrir stærra hús. Hvaðan kom Soffíunafnið, var magasleðinn skírður í höfuðið á ein- hverri fríðleiksstúlkunni? „Nei, það spyrja margir að þessu, en þetta nafn kom bara eins og – Hvaðan skyldu þeir félagar nú hafa fengið hugmyndir að útliti bílanna og hönnun? Guðni segir að það hafi ekki verið til neinar teikn- ingar að fyrstu bílunum en þeir komust fljótt að því að það var betra að vinna eftir forskrift. „Þegar við vorum að byrja sáum við einfaldlega hvernig bíla var verið að smíða í Bílasmiðjunni og við gripum það bara með eigin augum,“ sagði Guðni er ég innti hann eftir því hvar þeir hefðu fengið hið sígilda rúnnaða út- lit fyrir Soffíu II. „Það var farið í margar ferðir í Mörkina, margar ógleymanlegar ferðir, og Soffía spurði aldrei hversu mikið vatn væri í ánni, hún fór það sem hún var beðin um að fara,“ sagði Guðni. „Það þurfti held- ur aldrei að biðja um leyfi til að fá að sofa hjá henni Soffíu, hún veitti það ávallt fúslega,“ bætti Guðni við og kímdi. Trukkar með sál eru að hverfa Guðni segir að það sé mikil eftir- sjá eftir góðum gripum frá gullöld trukkanna sem engin leið er að varðveita nema kosta til miklum fjármunum. „Það eru til margir góðir bílar frá þessum tíma enn í dag en þeir eru að deyja út,“ sagði Guðni og það er ljóst að hann telur Stoltur af Soffíu Þau Guðni og Soffía II eiga margar góðar stundir að baki. Soffía með sleða Fysta útgáfan af Soffíu með sleðann á húsþakinu. » „Það eru til margirgóðir bílar frá þess- um tíma enn í dag en þeir eru að deyja út.“ Hálfrar aldar ferðasaga Soffíu Það eru engar ýkjur að margir Íslendingar tengjast bílunum sínum órjúf- anlegum tilfinningaböndum, persónugera þá, gefa þeim gælunöfn og telja þá jafnvel hafa sál. Dagur Gunnarsson heilsaði upp á gamla bifreið með stóra sál og ræddi við Guðna Sigurjónsson, einn skapara hennar, um bílasöguna og trukkatímabilið. Í HNOTSKURN »1955 Fjögurra manna maga-sleði smíðaður og nefndur Soffía. »1956 Átta manna hús sett ápallinn aftan við stýrishúsið á Bedford QL-hertrukki og sleð- anum Soffíu komið fyrir með gúmmífestingum ofan á stýr- ishúsinu. Nafnið Soffía var letrað á skilti á sleðanum og yfirfærðist nafnið fljótt á bílinn. »1963 Falleg og rúnnuð yf-irbygging var sett á „Drott- in“, annan Bedford QL-hertrukk sem keyptur var í góðu ásig- komulagi frá Fljótsdal. Þar var Soffía II komin til sögunnar og gat hún flutt 32 farþega. Sama ár var Soffía I jörðuð og undirvagn- inn nýttur í heyvagn. »1973 Soffía III smíðuð utanum Mercedes Benz-grunn. »1982 Soffía III seld.»1987 Soffía II tekin af núm-erum. Bílasmiður að störfum Guðni Sigurjónsson starfar enn sem bílasmiður. Sorglegt ástand Svona lítur Soffía út í dag þar sem hún kúrir í kulda og trekki. hvert annað nafn og Soffía hefur sjálf alveg staðið fyrir fríðleik- anum,“ sagði Guðni og roðnaði eilít- ið, hann verður sposkur á svipinn og sá grunur læðist að mér að hann sé ekki að segja allan sannleikann. Það má leiða getur að því að ást bifreiða- smiðanna á kvikmyndaleikkonunni Soffíu Loren hafi eitthvað með nafngiftina að gera en Guðni segist ekki geta staðfest slíkt. ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.