Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 65
staðurstund Árni Matthíasson fjallar um gamla brýnið Kim Larsen sem er hvergi nærri hættur þó kom- inn sé á sjötugsaldurinn. » 68 tónlist Donald Trump og Rosie O’Don- nell keppast nú við að svívirða hvort annað á opinberum vett- vangi. » 68 fólk Í sjónspegli Braga Ásgeirs- sonar fjallar hann um ítalska málarann Cimabue sem var uppi á þrettándu öld. » 66 sjónspegill Fjallað er um geisladiskinn Atl- antshaf með samnefndri sveit. Gagnrýnandi segir um fallegan og vandaðan grip að ræða. » 76 tónlist Talsmaður Mels Gibsons segir það af og frá að stjarnan sé fað- ir Carmel Sloane eins og sú síð- arnefnda heldur fram. » 74 fólk Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Jólin heldur hver með sínusniði. Hjónin Áslaug Thorla-cius og Finnur Arnar verðayfir hátíðirnar stödd í Kína ásamt fjórum börnum sínum en þau hafa dvalið í Xiamen undanfarna fjóra mánuði. „Ineke Guðmundsson, eiginkona Sigurðar Guðmundssonar myndlist- armanns, er með prógramm í gangi þar sem hún leigir út íbúðir og vinnustofur til listamanna auk þess sem hún rekur sýningarsal í sam- starfi við háskólann hér,“ sagði Ás- laug í samtali við Morgunblaðið. „Við ákváðum að það væri orðið tímabært fyrir okkur að prófa eitt- hvað nýtt og sóttum um og fengum. Það er búið að vera alveg frábært og sérstaklega gott fyrir börnin að prófa að búa í öðru landi.“ Börnin eru sem fyrr segir fjögur talsins, Salvör er elst eða 17 ára og svo koma Kristján, Hallgerður og Helga sem eru 10, 8 og 6 ára. Litla farandakademían Í fyrradag opnaði fjölskyldan myndlistarsýningu í sýning- arsalnum fyrrnefnda. „Við köllum hana Ævintýri litlu farandakademíunnar. Fljótlega eft- ir að við komum hingað fórum við að kalla okkur litlu akademíuna því við erum búin að vera að kenna börnunum okkar heima á hverjum degi. Það hefði ekki haft mikið upp á sig að setja þau í kínverskan skóla í svona stuttan tíma. Við tókum því allt námsefni þeirra úr skólanum með og kennum þeim heima. Eftir hádegið unnum við svo í myndlist og krakkarnir líka. Það sem við sýnum er eiginlega okkar sameig- inlegi árangur af þeirri vinnu,“ út- skýrir Áslaug en á sýningunni má meðal annars sjá ljósmyndir, skúlp- túra og málverk. „Sýningin er undir áhrifum frá þeirri rosalegu endurvinnslu sem er í gangi hér út um allt. Alls staðar er verið að safna saman alls konar rusli, blöðum og flöskum, sem menn binda saman mjög smekklega og fara um með í stórum stöflum. Það er mikið handverk í þessu hjá þeim,“ segir Áslaug. „Við gerðum okkur svona vagn sem notaður er til flutninga. Sonur minn hefur reyndar aðallega séð um að draga systur sínar um. Við höfum verið að safna að okkur því skemmtilega sem við sjáum og gera það á okkar hátt,“ bætir hún við. Gleðileg jól 2007 Jólahaldið verður ekki með hefð- bundnum hætt í ár hjá fjölskyld- unni, sem þó er búin að fjárfesta í jólatré. „Við fundum eitt í dótabúð. Það er reyndar mikið um jólaskraut hér og jólalögin hljóma víða þó svo að fáir hér haldi jól að kristnum sið. Þeim finnst þetta greinilega bara svona skemmtilegt,“ segir Áslaug. „Marry Christmas 2007 stóð Fjölskyldan Áslaug og Finnur ásamt yngstu börnum sínum þremur og handvagninum góða. Litla farandakademían Myndir af fjölskyldumeðlimum á veggj- um, en í kínverskum fyrirtækjum má sjá myndir af starfsfólkinu. Hjónin Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar opnuðu myndlistarsýningu í Kína í fyrradag ásamt fjórum börnum sínum og ætlar fjölskyldan að eyða saman jólunum þar í landi Sýningin Hér má sjá hluta sýningarinnar sem fjölsyldan nefnir Ævintýri farandakademíunnar. Duglegur Kristján dregur Hallgerði og Helgu um í vagninum. Undir áhrifum endurvinnslunnar Í kvöld ætlar fjölskyldan svo út að borða og þá verður líklega lítið um rjúpur, rauðkál og jólaöl. „Ætli við borðum ekki bara kín- verskan mat á einhverju veitinga- húsi,“ sagði Áslaug að lokum. sókn fyrr í vikunni með skötu „Þau höfðu meðferðis 6 kg af skötu, dálítinn hnoðmör og hangi- kjöt. Við elduðum úti í góða veðrinu svo lyktin hyrfi fljótt,“ segir Ás- laug. reyndar stórum stöfum á einu fín- asta hótelinu hér í borg,“ bætir hún við og hlær. Í gær gæddi fjölskyldan sér þó á skötu að íslenskum sið en tengda- foreldrar Áslaugar komu í heim- |sunnudagur|24. 12. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.