Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fasteignablað Morgunblaðsins
kemur næst út 2. janúar.
Auglýsingum ber að skila
í síðasta lagi fimmtudaginn
28. desember.
Í HNOTSKURN
» Í Krabbameinsmiðstöðinnni er unnið aðýmiss konar rannsóknum og upplýs-
ingaöflun um krabbamein.
» Þegar mest var var kostnaður á árs-grundvelli 30 milljónir en er mun minni
á þessu ári.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FJÁRFRAMLÖG sem áttu að tryggja rekstur
Krabbameinsmiðstöðvar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss brugðust og því hefur stjórnarnefnd
spítalans ákveðið að leggja miðstöðina niður frá og
með næstu áramótum.
Við stofnun miðstöðvarinnar í janúar 2002 kom
fram að líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld
(UVS) myndi leggja henni til 250 milljónir á næstu
sjö árum. Ennfremur að UVS myndi leggja til 50
milljónir í stofnfé og Íslensk erfðagreining annað
eins í stofnfé. Rekstur UVS stóð ekki undir vænt-
ingum og í árslok 2005 var öllum starfsmönnum
fyrirtækisins sagt upp til að greiða fyrir sölu og í
janúar á þessu ári var tilkynnt um kaup Íslenskrar
erfðagreiningar á fyrirtækinu fyrir 350 milljónir.
Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameins-
lækningum á Landspítalanum og forstöðumaður
Krabbameinsmiðstöðvarinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að verið væri að færa starfsemi
miðstöðvarinnar yfir á lyflækningasvið 2, sem er
krabbameinslækningasvið spítalans. Þar yrði
starfseminni haldið áfram en í breyttri mynd. Í
dag störfuðu fjórir starfsmenn í miðstöðinni og
þeir myndu allir færast yfir á lyflækningasvið 2.
„Þetta eru meira áherslubreytingar heldur en
eitthvað annað,“ sagði hann.
Eftir að útfæra breytingar
Helgi minnti á að miðstöðin hefði ávallt verið
rekin sem sérstök eining af Landspítalanum en
UVS og ÍE hefðu greitt í sérstakan sjóð sem not-
aður hefði verið til rekstrarins. Eftir að UVS lenti
í rekstrarerfiðleikum hefði dregið úr fjárframlög-
um frá fyrirtækinu og eftir að það rann inn í ÍE
hefðu skuldbindingar þess gagnvart spítalanum
fallið niður. Aðspurður hvort starfsemin yrði jafn-
viðamikil og fyrr sagði Helgi að það ætti eftir að
koma í ljós. „Það á eftir að útfæra það betur og það
verða áherslubreytingar,“ sagði hann.
Krabbameinsmiðstöð Land-
spítalans verður lögð niður
Morgunblaðið/Þorkell
Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir að starfseminni verði haldið áfram
FYRRINÓTT var frekar róleg hjá
lögreglu á höfuðborgarsvæðinu,
þrátt fyrir að stefnt hafi í slæmt veð-
ur. Tilkynnt var um fok á þremur
stöðum í Kópavogi, en allt var það
minniháttar og virðist veðrið sem
gekk yfir landið í nótt hafa valdið
litlum sem engum vandræðum. Sex
voru teknir grunaðir um ölvun við
akstur í Reykjavík í fyrrinótt og einn
í Kópavogi. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík er ölvunarakstur áber-
andi á þessum árstíma og eru öku-
menn hvattir til að setjast ekki undir
stýri eftir að hafa neytt áfengis.
Þá sökk trilla í Hafnarfjarðarhöfn
og marar þar í hálfu kafi. Ekki er vit-
að hvernig það gerðist, en ákveðið
var að bíða til dagsins í dag með að
bjarga trillunni.
Rólegt hjá
lögreglunni
♦♦♦
neita að það getur verið snúið að
finna eitthvað nýtt að segja á hverj-
um stað.“
Góður bílstjóri mikilvægur
Þetta er 15. veturinn sem Sigríður
þjónar á Hólmavík. Á þessum árum
hafa þrjú prestaköll í kringum henn-
ar verið lögð niður. Hún tók við
Árnesprestakalli og hinum tveimur
að hluta. En hvernig hefur gengið að
komast til kirknanna um jólin?
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
EINU víðfeðmasta prestakalli
landsins er þjónað af séra Sigríði
Óladóttur á Hólmavík. Hún messar
fimm sinnum um þessi jól og ferða-
lagið til og frá þeirri kirkju sem
lengst er frá Hólmavík tekur heilan
dag.
Sigríður sagðist ekki komast yfir
að sinna öllum kirkjum prestakalls-
ins um jóladagana. Hún messar
tvisvar á aðfangadag, á Hólmavík kl.
18 og á Drangsnesi kl. 21. Á jóladag
er messa á Kollafjarðarnesi í Kolla-
firði kl. 14 og kl. 16 á Óspakseyri í
Bitrufirði. Annan í jólum er svo
messað í Árnesi í Árneshreppi.
Ferðalagið þangað og aftur heim
tekur heilan dag og horfur á að
þangað verði fært um jólin. Í Bitru-
fjörð eru tæpir 60 km og um 100 km
í Árneshrepp frá Hólmavík. Sigríður
sagði að þótt vegalengdirnar milli
kirkna næmu mörgum tugum kíló-
metra segði það ekki alla söguna því
á sumum leiðum væru heiðar og alls
konar hindranir. En getur hún notað
sömu ræðuna í messunum?
„Ég geri það nú ekki að öllu leyti.
Nenni ekki að hlusta á sjálfa mig
flytja sömu ræðuna fimm eða sex
sinnum,“ sagði Sigríður og hló við.
„Það getur verið að sömu hugmynd-
irnar séu notaðar, en því er ekki að
„Það er mesta furða. Þessi seinni
ár hefur veðráttan breyst mikið til
hins betra,“ sagði Sigríður og að hún
hefði aldrei orðið veðurteppt um jól í
útkirkjunum. „Það má segja að síðan
þennan blessaða vetur 1995, sem var
afleitur, hafi þetta gengið þokkalega
vel. Við búum þetta norðarlega og
hann getur brostið á fyrirvaralítið.
Maður verður að vera með góðan bíl
og góðan bílstjóra og það er ég.
Maðurinn minn, Gunnlaugur
Bjarnason, er mjög viljugur að fara
með mér. Ég myndi ekki fara ein
norður. Það er ekki gott símasam-
band á leiðinni og maður gerir ekki
mikið einn. Fyrir kemur að það þurfi
að gera við eitt og jafnvel tvö dekk í
hverri ferð.“
Einfaldur jólamatur
Hið tíða messuhald tilheyrir orðið
jólahaldi þeirra hjóna. Þau eru tvö í
heimili og eldamennskan á aðfanga-
dagskvöld er einföld.
„Við steikjum okkur humar þegar
við komum heim og höfum ekki
miklar áhyggjur. Það er ósköp nota-
legt. Tími til eldamennsku er ekki
mikill og þetta er fljótlegt og gott.
Það eru líka jól að hitta fólkið í söfn-
uðunum,“ sagði Sigríður. Fólki hef-
ur fækkað mikið í prestakallinu, sér-
staklega í sveitunum, en kirkjusókn
er góð um jólin. Unga fólkið kemur
þá heim, en það hleypir flest heim-
draganum sextán ára til að fara í
skóla. Sigríður segir að sér þyki
gaman að sjá unga fólkið í kirkju.
Jólaundirbúningurinn hjá Sigríði
felst ekki síst í því að undirbúa hátíð-
arguðsþjónusturnar. Auk þess að
vera sóknarprestur er sr. Sigríður
einnig stjórnandi kvennakórsins
Norðurljósa. Í kórnum eru yfir 20
konur og auðvitað voru haldnir jóla-
tónleikar og kórinn er að undirbúa
söngferðalag til útlanda næsta vor.
Líka jól að hitta fólkið í söfnuðunum
Morgunblaðið/Kristín Einarsdóttir
Jólatré Séra Sigríður við jólatré frá ömmu sinni í stofunni.
VERÐ á vörum og þjónustu á Ís-
landi er það hæsta í Evrópu og er
verðlagið hér á landi 50% hærra en
meðaltalið í Evrópu á síðasta ári,
samkvæmt upplýsingum sem birtar
eru á vef norsku hagstofunnar.
Þar kemur fram að Ísland er dýr-
asta landið og munar níu prósentu-
stigum á Íslandi og næstdýrustu
löndunum, Noregi og Danmörku,
þar sem vöruverð reyndist 41%
hærra en meðaltalið í Evrópu. Finn-
land og Svíþjóð skera sig talsvert úr
hópi Norðurlandanna, en þar mæld-
ist vöruverðið 22% og 19% yfir
meðaltalinu í Evrópu.
Hjá norsku hagstofunni kemur
fram að vöruverð í Bretlandi, Þýska-
landi og Hollandi er 4–6% yfir
meðaltalinu, en á Spáni er það 10%
undir meðaltalinu í Evrópu. Lægst
reyndist vöruverðið í Austur-Evr-
ópu, t.d. Póllandi 46% undir meðal-
talinu.
Í könnuninni er einnig borin sam-
an landsframleiðsla Evrópulanda á
hvern íbúa og trónir Lúxemborg þar
á toppnum, en þar er landsfram-
leiðslan á hvern íbúa 151% hærri en
að meðaltali í Evrópu. Noregur sker
sig einnig úr, en þar er landsfram-
leiðsla á íbúa 69% hærri en meðaltal-
ið og Írland er ekki langt undan, 39%
yfir meðaltali. Samkvæmt rannsókn-
inni er landsframleiðsla á hvern íbúa
á Íslandi 29% hærri en meðaltalið í
Evrópu. Austur-Evrópa er neðar-
lega og er landsframleiðsla á hvern
íbúa aðeins 50% af meðaltali Evrópu
í Póllandi.
Ísland
dýrast í
Evrópu
MIKIÐ hvassviðri var á Ísafirði í gærmorgun, þar var
vindhraðinn um 40 metrar á sekúndu í mestu hvið-
unum. Háflóð var klukkan tíu og þegar bætti í vindinn
gekk sjór á land með þeim afleiðingum að mikill vatns-
elgur myndaðist og götur bæjarins urðu margar hverj-
ar ófærar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu
nokkrar skemmdir á húsum og bifreiðum, auk þess sem
þakplötur fuku. Þá var rafmagnslaust um tíma í nótt en
rafmagn komst aftur á í morgun.
Björgunarsveitir, starfsmenn Ísafjarðarbæjar og
slökkviliðsins hafa unnið við að þurrka upp vatn sem
flætt hefur inn í íbúðarhús.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sjórinn gekk á land á Ísafirði