Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Anney Bæringsdóttir lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Tryggvi Kornelíusson sölumaður Gíslína Hákonardóttir ritari Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Starfsfólk Heimili fasteignasölu. UNDANFARIÐ hafa sjúkraliðar verið að skrifa í blaðið vegna stöðu menntunarmála sjúkraliða. Á þessu ári eru 40 ár liðin síð- an fyrstu sjúkralið- arnir voru útskrifaðir héðan frá Akureyri. Á þeim tíma var mikil vöntun á fagfólki til hjúkrunarstarfa. Á þessum fjórum áratugum hafa sjúkraliðar þurft að berjast fyrir tilveru sinni, mannsæmandi launum og aukinni menntun. Þetta hefur þokast upp á við með tímanum og hafa sjúkraliðar lagt mikla vinnu í að berjast fyr- ir þessu. Í mínum huga var því mikill ham- ingjudagur þegar leyfi fékkst fyrir framhaldsmenntun sjúkraliða í öldr- unarhjúkrun. Stór draumur okkar margra rættist þann dag. Var ég strax ákveðin í að fara í það nám, sem ég og gerði. Þarna vorum við að fá aukin réttindi til að starfa meira sjálfstætt en við höfðum gert. En þessi sæla varði ekki lengi því á meðan ég var að klára námið heyrði ég að verið væri að gjald- fella sjúkraliðanámið um helming. Ungt fólk rétt rúmlega tvítugt gæti, eftir að hafa unnið í fjögur til fimm ár við aðhlynningu og tekið einhver námskeið, tekið námið á helmingi styttri tíma. Það hefur nú ekki gengið svona vel hingað til að fá metin námskeið til launaflokka- hækkunar. Er þetta sprottið frá heilbrigðisráðuneytinu eða er stjórn sjúkraliðafélagsins svona skammsýn? Nema hvort tveggja sé. Ég rétt sæi það í anda að ég, sem hef 40 ára starfsreynslu og framhaldsnám að baki, fengi helm- ingsgjaldfellingu á hjúkrunarfræði- námi. Ég hugsa að hjúkrunarfræð- ingar yrðu ekki sáttir. Í mínum huga er þetta nákvæmlega sama staðan sem blasir við okkur sjúkra- liðum í dag. Það sem við erum búin að berjast fyrir er fyrir bí. Það er út í hött að halda að ungt fólk leggi á sig meira nám en það þarf, ef sömu réttindi fást að námi loknu. Þær raddir heyrast að námið sé að færast nær byrjuninni, eða jafnvel neðar því við sem byrjuðum vorum flestar ef ekki allar með gagn- fræðapróf sem gilti til að mynda í hjúkrunarskólann. Til hvers var þá baráttan? Ég skil heldur ekki þessa um- ræðu um það að Sjúkraliðafélagið hafi þurft að bregðast við vegna þess að erfitt er að fá faglært fólk í umönn- un. Er félagið orðið að líknarfélagi? Tökum við á okkur ábyrgð stjórnvalda? Við ættum frekar að einbeita okkur að því að styðja við fagstétt- ina okkar og gera hana betri og stærri. Með meiri menntun og sam- stöðu gætum við átt meiri möguleika á að vinna okkur upp í starfi og semja um launahækkanir. Allar líkur eru nú á því, í framhaldi af þessum nýju breytingum, að laun sjúkraliða lækki. Það hlýtur allavega að segja sig sjálft að það verður mun erfiðara að ná fram launahækk- unum eftir þetta. Ég vil sjá félagið berjast fyrir okkur upp á við, ekki niður. Það er margt hægt að gera til að auka fagmenntun á stofnunum. Öldrunarheimili Akureyrarbæjar fóru þá leið fyrir nokkrum árum að bjóða ófaglærðum starfsmönnum sínum, sem voru búnir að starfa í nokkur ár, styrk til að taka tvær annir á sjúkraliðabraut með vinnu. Þetta var mjög vinsælt og voru margar sem héldu síðan áfram og luku námi. Sömu aðstoð fengum við sem fórum í framhaldsnámið og einnig hafa þau styrkt hjúkr- unarnema. Þetta hefur skilað sér í því að fagmenntuðu fólki fer nú fjölgandi við heimilið og starfs- fólkið finnur sér hag í því sem það hefur lagt á sig. Með mér vinna nýútskrifaðir sjúkraliðar sem hafa, margir hverj- ir, stundað sjúkraliðanám með vinnu í mörg ár. Þeir hafa lagt mikið á sig vegna námsins, til þess eins að fá svo í útskriftargjöf frá sjúkraliðafélaginu að búið sé að helmingsstytta námið og þær hefðu nú ekki þurft að hafa svona mikið fyrir þessu. Eitt er víst, að við hljótum að krefjast þess að stjórn sjúkraliða- félagsins fari í endurskoðun með þetta mál. Það er ekki gott að sitja í fílabeinsturni án tengsla við þá sem borga stéttarfélagsgjöldin. Alla vega hefur þetta ekki verið nógu vel kynnt. Ásættanlegra hefði verið að með þessari styttingu náms hefðu eingöngu verið valdir nemendur sem hefðu starfað á öldrunarstofnunum í 15 til 20 ár og náð 40 ára aldri og þeir hefðu ein- göngu fengið réttindi til að vinna á öldrunarheimilum. Ég veit að það hefði ekki yngt upp stéttina, en það verður heldur ekki gert nema með aukinni menntun og betri kjörum. Stjórn sjúkraliðafélagsins með Kristínu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar hefur til þessa unnið mik- ið og gott starf innan sjúkraliða- félagsins, barist í kjaramálum og menntunarmálum og sjúkraliðar hafa getað treyst því að betur væri ekki hægt að gera. Því voru þetta mikil vonbrigði fyrir okkur margar og ég set spurningarmerki við það hvernig stjórnin muni geta starfað áfram með þessa miklu óánægju sem ríkir meðal sjúkraliða um allt land. Það eru ekki bara nokkrir ný- útskrifaðir sjúkraliðar sem eru ósáttir. Ég tel þetta ekki gæfuspor sem stigið var og óttast að þetta sé bara byrjunin á sundrungu innan stéttarinnar. Jólakveðjur. Jólahugvekja sjúkraliða Þorgerður Þorgilsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða Þorgerður Þorgilsdóttir »Eitt er víst,að við hljót- um að krefjast þess að stjórn sjúkraliða- félagsins fari í endurskoðun með þetta mál. Höfundur er öldrunarsjúkraliði. Í aðdraganda jóla birtist landsmönnum skýrsla um fátækt barna sem unnin var að beiðni Samfylking- arinnar undir forystu Helga Hjörvar. Tæp- lega 5.000 börn í 3.000 fjölskyldum, eða á bilinu 10–12.000 manns, eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Hjálp- arstofnanir eru þeirra skjól um þessa hátíð. Þegar barnlaust fátækt fólk er talið með er áætlað að a.m.k. 18–20.000 Íslend- ingum sé gert að lifa undir fátækt- armörkum. Fólk í sárri neyð Skuggi fátæktar hvílir því yfir ná- lægt 20 þúsund landsmönnum um þessi jól. Þetta fólk er oft í sárri neyð. Því er skammtað úr hnefa. Laun þeirra, lífeyrir eða atvinnuleys- isbætur, eru svo smátt skömmtuð að þau duga ekki fyrir brýnustu nauð- þurftum. Sama hve mikið er sparað. Sama þótt unninn sé fullur vinnudagur. Þetta fólk biður ekki um mikið. Aðeins að það geti staðið upprétt og átt fyrir nauðþurftum. Það vill geta glatt börn sín á jólunum. Gefið þeim smágjöf. Átt fyrir jólamatnum. Betri mat en hina daga ársins. Það spyr áleitinna spurninga: Af hverju getur ein af ríkustu þjóðum heims ekki fært okkur ögn meira, til þess að við getum líka átt jól án aðstoðar hjálp- arsamtaka? Veruleikinn er annar. Enn einu sinni eru það hjálp- arsamtökin sem bjarga jólunum á fjölda heimila í landinu. Það fólk sem þar vinnur á þakkir skildar fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu þeirra verst settu – fátæks fólks sem ríkisstjórnin hefur skilið eftir í góðæri undanfarinna ára. Afneita fátækt Á sl. 10 árum hafa þrjár skýrslur um fátækt komið fram á Alþingi og hafa jafnaðarmenn kallað eftir tveim- ur þeirra. Allar hafa þær að geyma tillögur um aðgerðir. Eftir hverju er þá beðið? Viljaleysi ríkisstjórnarinnar til aðgerða er æpandi og er þar af mörgu að taka. Í öllum skýrslunum þremur er m.a. lögð áhersla á auknar barnabætur. Það er því kaldhæðn- islegt að 10 árum eftir að fyrsta skýrslan um fátækt kom fram hafa barnabætur verið skertar um 10 milljarða að raungildi eða um einn milljarð á hverju ári frá árinu 1996. Allir þekkja líka þær miklu skerð- ingar sem orðið hafa á lífeyr- isgreiðslum í tíð þessarar rík- isstjórnar sem er auðvitað til háborinnar skammar. Það er engu líkara en stjórnvöld stjórni landinu úr fílabeinsturni og nánast afneiti því að til sé fátækt á Íslandi. Aðgerðaráætlun strax Í hópi fátækra eru aðallega tekju- lægstu barnafjölskyldurnar, lífeyr- isþegar, einstæðir og forsjárlausir foreldrar og atvinnulaust fólk. Frum- kvæði um bætt kjör þessara hópa hef- ur á sl. árum komið ýmist frá verka- lýðshreyfingunni eða samtökum lífeyrisþega. Hlutur ríkisins aftur á móti hefur verið að leggja mestu skattbyrðina á þessa hópa, m.a. með gífurlegri skerðingu á skattleys- ismörkum, sem ættu nú að vera 40–50 þúsund krónum hærri á mánuði ef þau hefðu haldið í við vísitölu. Skatta- hækkanir og skerðing barnabóta ásamt mikilli hækkun á húsnæð- iskostnaði og lyfja- og lækniskostnaði hafa þannig umsvifalaust hirt til baka allan ávinning sem verkalýðshreyfing eða samtök lífeyrisþega hafa náð fram á undanförnum árum. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Á Al- þingi hefur Samfylkingin krafist þess að sett verði fram fimm ára aðgerða- áætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins sem fylgt verður fast eftir þegar þing kemur saman að loknu jólaleyfi. Um leið og ég nota hér tækifærið og sendi landsmönnum mínar bestu óskir um gleðilega og friðsæla jólahá- tíð er ástæða til að segja einnig: Megi nýtt ár færa landsmönnum aukinn jöfnuð og réttlæti – og nýja rík- isstjórn jafnaðarmanna. Jól í skugga fátæktar Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um fátækt á Íslandi og aðgerðir þar að lútandi » Það er engu líkara enstjórnvöld stjórni landinu úr fílabeinsturni og nánast afneiti því að til sé fátækt á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Sagt var: Tilheyrendur komu hvaðanæva að. RÉTT VÆRI: Áheyrendur komu hvaðanæva. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.