Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
D
rungaleg neð-
anjarð-
argöngin og
skuggalegir
rangalarnir
bjóða hætt-
unni heim.
Maðurinn,
sem myndavélin eltir, er ekki einn.
Þegar hann snýr sér snögglega við er
myndavélin í sporum morðingjans.
Á öðrum stað hrekkur annar mað-
ur upp úr svefni. Er dauði hins mar-
tröð hans?
Köld slóð, nýja íslenska spennu-
myndin, hefst svona. Um leið hefst
rannsókn Baldurs Maríusonar, blaða-
manns á Síðdegisblaðinu, (Þröstur
Leó Gunnarsson) þar sem hann fetar
kalda slóð til eigin uppruna.
Kristinn Þórðarson handritshöf-
undur, sem einnig framleiðir mynd-
ina í samvinnu við Magnús Viðar Sig-
urðsson, og Björn Brynjúlfur
Björnsson leikstjóri hafa mikla og
víðtæka reynslu í íslenskum kvik-
mynda- og sjónvarpsbransa, en samt
er Köld slóð fyrsta leikna bíómynd
þeirra í fullri lengd.
„Jú, það er gamall draumur að
rætast hjá mér sem handritshöf-
undi,“ segir Kristinn, sem starfar við
handritsgerð og framleiðslustjórn hjá
Saga Film. Þar á bæ er líklegt að
fleiri slíkir draumar geti ræst því fyr-
irtækið hefur stofnað sérstaka kvik-
myndadeild sem ætlunin er að fram-
leiði eina til þrjár bíómyndir árlega.
Kristinn og Magnús Viðar veita
deildinni forstöðu.
„Fyrir mig er þessi draumur ekki
mjög gamall,“ segir Björn Brynj-
úlfur. „Ég lærði grafíska hönnun og
vann við auglýsingagerð, fyrst fyrir
prentmiðla en síðan einnig sjónvarp;
þá kviknaði áhugi á kvikmyndaform-
inu og leiddi mig út í heimildamynda-
gerð. Þess vegna er ekkert mjög
langt síðan ég fór að hugsa um að
gera leikna bíómynd. Njálumyndin
mín, sem er blanda af leikinni mynd
og heimildamynd, var fyrsta skrefið í
þá átt.“
Kristinn: „Ég fór í nám til Los
Angeles með það í huga að læra til
kvikmyndaframleiðslu og vinn enn
við hana. Ætli séu ekki tíu ár síðan ég
svissaði náminu yfir í handritsgerð.
Núna finnst mér gott að fást við hvort
tveggja; við handritsskrifin er maður
einn með sjálfum sér og persónum
verksins, en framleiðslan er sam-
vinna við fjölda fólks.“
Úr öldusogi íslensku
krimmabylgjunnar
Uppspretta samstarfsins um Kalda
slóð var löngun til að segja sögu. „Við
byrjuðum að ræða hugmyndina fyrir
fimm árum,“ segir Björn, „um svipað
leyti og íslenska krimmabylgjan fór
að ná verulegri fótfestu. Köld slóð er í
rauninni partur af þeirri þróun. Okk-
ur langaði að segja í bíómynd spennu-
sögu sem virkaði í íslensku samfélagi.
Það var okkar verkefni.“
„Útgangspunkturinn er íslenskur
raunveruleiki,“ segir Kristinn. „Það
hafði ekki verið gerð slík mynd hér-
lendis í mörg ár og okkur fannst hún
liggja í tíðarandanum.“
„Ég er skrifaður fyrir sögunni og
Kristinn fyrir handritinu,“ segir
Björn, „og í grófum dráttum var það
þannig. En auðvitað unnum við verk-
ið í nánu samstarfi allt handritsferlið,
sem stóð í fjögur ár af þessum fimm
sem myndin hefur verið í smíðum.“
„Og síðasta árið kom einnig til
samvinna við Sveinbjörn I. Baldvins-
son, ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð
Íslands,“ bætir Kristinn við. „Allt
þessa manns að svörum, eins konar
ódysseifsferð sem ætlað er að finna
það sem hann vantar í eigin sögu,“
segir Björn. „Hann er óheill; á erfitt
með að mynda tengsl, ekki síst við
aðrar konur en móður sína. Hann
finnur fyrir eyðu í sálarlífinu og því er
hann knúinn til að leggja í þennan
leiðangur. Þetta er grunnstefið í
myndinni, einsog svo mörgum verk-
um af þessu tagi. Mér finnst áhuga-
verðara að aðalpersónur í spennu-
myndum séu ekki ofurhetjur, heldur
fólk sem berst við demóna í eigin sál.“
Nafn Þrastar Leós Gunnarssonar
kom snemma upp í umræðum um
hlutverkaskipan. „Handritið var ekki
unnið með tiltekna leikara í huga,“
segir Kristinn, „en þegar það var að
nálgast leiðarenda fórum við að svip-
ast um og Þröstur kom strax upp.
Hann sagði já og þar með var það af-
greitt.“
Björn: „Við fengum óskaleikhóp og
héldum ekki margar leikprufur.“
Kristinn: „Þetta var afburðahópur
og náði mjög vel saman.“
Björn: „Við æfðum óvenjumikið.
Hópurinn kom saman í eina viku
þremur mánuðum fyrir tökur og vann
í persónunum, fór heim og melti þá
vinnu þar til við byrjuðum aftur sex
vikum fyrir tökur og hófum æfingar
samkvæmt handritinu. Þetta tókst
mjög vel og hafði það í för með sér að
þegar tökur byrjuðu hefðum við get-
að leikið alla myndina frá upphafi til
enda í einum rykk; svo vel sátu allir í
hlutverkunum og handritinu. Að-
stæður við tökurnar voru oft erfiðar
svo þessi mikli undirbúningur skilaði
sér vel.“
Kristinn: „Annað sem nýttist vel
var að við læstum ekki samtalatext-
Köld slóð til eigin upp
Morgunblaðið/Ómar
Höfundar handtaka aðalleikara Kristinn, Þröstur Leó og Björn Brynjúlfur bregða á leik eftir ánægjulegt samstarf.
Dularfullt dauðsfall í
afskekktri virkjun uppi
á hálendi leiðir blaða-
mann á vit gamalla og
nýrra myrkraverka í ís-
lensku spennumynd-
inni Köld slóð sem
frumsýnd verður 29.
desember. Í samtali við
Árna Þórarinsson
segja höfundarnir,
Kristinn Þórðarson og
Björn Brynjúlfur
Björnsson, „áhuga-
verðara að aðalpersón-
ur í spennumyndum
séu ekki ofurhetjur,
heldur fólk sem berst
við demóna í eigin sál.“
Faðir fundinn sem liðið lík Harald G. Haralds og Þröstur Leó Gunn-
arsson í hlutverkum feðga sem aldrei hittust í lifanda lífi.
Sverfur til stáls uppi á hálendinu Baldur og Freyja (Elva Ósk
Ólafsdóttir). Danski leikarinn Lars Brygman í bakgrunni.
er fæddur árið 1956. Hann nam grafíska hönnun við
Myndlistarskóla Íslands og starfaði við hana hjá aug-
lýsingastofunni Góðu fólki. Árið 1988 sneri hann sér
að leikstjórn sjónvarpsauglýsinga sem margar hafa
unnið til verðlauna. Það hafa ýmis önnur verk hans
einnig gert, t.d. Njálssaga, Sönn íslensk sakamál og
20. öldin – brot úr sögu þjóðar, sem öll hrepptu Eddu-
verðlaunin. Meðal annarra heimildamynda Björns má
nefna Svövu, Dópstríðið, Sex í Reykjavík og Skálda-
tíma.
Björn Brynjúlfur Björnsson
er fæddur árið 1966. Hann nam kvikmyndafram-
leiðslu við The American Film Institute og handrits-
gerð við Columbia College í Los Angeles. Kristinn
framleiddi íslensku bíómyndina Stuttur frakki og
óháðu bandarísku myndina Missing Brendan með Ed
Asner í aðalhlutverki. Síðastliðin ár hefur hann starf-
að við framleiðslustjórn á sjónvarpssyrpum á borð
við Svínasúpuna og Stelpurnar og stýrir nú kvik-
myndadeild Saga Film ásamt Magnúsi Viðari Sig-
urðssyni.
Kristinn Þórðarson
þetta samstarf var mjög skemmtilegt
og skapandi, þótt ég væri sá sem sæti
við skriftirnar. Og skrifaði aftur og
aftur. Ég held að þegar upp var stað-
ið hafi útprentaðar útgáfur af hand-
ritinu verið um fimmtíu.“
Björn: „Og þótt margt hafi breyst
milli versjóna var grunnsagan frá
upphafi sú sama.“
Kristinn: „Mesta vinnan fór í þróun
persónanna, að gera þær heilsteyptar
og spennandi, og þéttingu atburða-
rásarinnar svo allir þættir hennar
gengju upp, hliðarsögur jafnt sem að-
alfléttan. Það var ekki alltaf auðvelt.
Svo ég taki dæmi, breyttum við aðal-
persónunni úr rannsóknarlögreglu-
manni í blaðamann og bara sú breyt-
ing hafði í för með sér víðtækar aðrar
breytingar.“
Eyða í sálarlífinu
Þeir segja að tiltölulega snemma á
ferlinu hafi komið upp sú hugmynd að
meginþungi sögunnar gerðist í virkj-
un í óbyggðum og þangað færi að-
alpersónan til að grafast fyrir um eig-
in uppruna. „Þetta er saga um leit
Freyja og virkjunargengið Elva Ósk, Helgi Björns-
son, Tómas Lemarquis og Hjalti Rögnvaldsson.
kvikmyndir