Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 55
Kæru viðskiptavinir!
Við óskum ykkur gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða
Dögg Pálsdóttir hrl. lögg. fast.sali ● Þýri Steingrímsdóttir lögg. fast.sali
Andri Sigurðsson sölustjói ● Ólafur Finnbogas sölumaður
Fasteignasala
Ármúla 21 - Reykjavík - Sími 533 4040 - Fax 533 4041 - Netfang: kjoreign@kjoreign.is - Heimasíða: www.kjoreign.is
Starfsfólk Kjöreignar
óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða og liðnum árum.
!
"
!
!#!!
! $!%!
& ' ! (
)#%!
! $ $ !#
*!+#
,! - *.!#
'
+
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. faste ignasal i
Markarflöt
Tvöfaldur skúr
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Mjög fallegt 267 fm einbýli á einni hæð og hálfur kjallari. Sex til sjö herbergi. Góðar
stofur ásamt sólstofu. Bílskúr er tvöfaldur með rafmagni, hita og fjarstýrðum hurðaopn-
urum. Sunnan við húsið er timburlögð sólverönd. Lóðin, sem er 1.200 fm, er vel gróin
og í góðri rækt. Húsið er í góðu ástandi búið að klæða með steniklæðningu. Laust strax
Verð 68,0 millj.
FYRIR gamlan kennara er það
mikið gleðiefni að finna þegar ljós
skilnings kviknar hjá nemendum. Á
grein Njáls Gunnlaugssonar í
Morgunblaðinu 21.
desember sl. sem er
svar númer tvö við
greinum undirritaðs
má merkja að ljóstýra
skilnings hefur kvikn-
að. Njáll dregur nú
mjög í land frá fyrri
fullyrðingum um
meintan háska af víra-
vegriðum og segir
fullum fetum að nafn-
giftin „ostaskeri“ um
þau sé ekki réttnefni
og lýsi ekki vel þeim
hættum sem víravegr-
ið skapi mótorhjólafólki.
Það er athyglisvert að Njáll er
hættur að tala um váleg víravegrið
heldur um vegrið almennt og vitnar
nú til 23 rannsókna sem færi sönn-
ur á hættur vegriða gagnvart mót-
orhjólafólki og að rauði þráðurinn í
þeim öllum sé að vegrið með óvarða
staura skapi mesta hættu. Þetta
var nú einmitt það sem ég tók fram
í mínum greinum sem Njáll var svo
ósammála í grein sinni í Morg-
unblaðinu 12. desember sl.
Atlaga að öryggismáli
Kveikjan að mínum skrifum sem
vöktu reiði Njáls í upphafi var hin
mjög svo gagnrýniverða undir-
skriftasöfnun mótorhjólasamtak-
anna Snigla undir mótmæli gegn
víravegriðunum í Svínahrauni og
kröfu á hendur ráðherra að láta
fjarlægja þau. Ekkert var minnst á
að eitthvað ætti að koma í staðinn
fyrir víravegriðin, einungis að þau
skyldi fjarlægja. Ekkert var heldur
minnst á staurana undir vegr-
iðunum að skipta ætti þeim út
vegna þess að þeir væru hættulegir
bifhjólafólki.
Óhætt er að fullyrða að vegriðin
umræddu eru fyrsta markvissa að-
gerðin til að aðskilja umferð úr
gagnstæðum áttum í þjóðvegakerf-
inu og draga úr hættu á framanáá-
rekstrum og ægilegum afleiðingum
þeirra. Samgönguráðherra á mik-
inn heiður skilið fyrir að hafa tekið
af skarið með að vegriðin voru sett
upp. Sömu sögu er að segja um
Kjartan Magnússon borgarfulltrúa
sem flutti tillögu um uppsetningu
vegriðs milli gagnstæðra aksturs-
stefna í Ártúnsbrekku og barðist
fyrir samþykkt hennar. Báðar
þessar aðgerðir má skoða sem
fyrstu róttæku aðgerðirnar í því að
fækka dauðaslysum í umferðinni.
Krafa Snigla um að rífa upp vegr-
iðin í Svínahrauni án þess að benda
á nokkurn skapaðan hlut í þeirra
stað var því gróf niðurrifsstarfsemi
og ómögulegt annað
en að gera alvarlegar
athugasemdir við
hana.
Blekkingar?
Miðað við það sem
Njáll nú segir virðist
hann átta sig á þessum
kjarna málsins. Hann
finnur sig þó knúinn til
að reyna áfram að
lumbra á undirrit-
uðum og í sjálfu sér
má hann reyna það ef
það þjónar lund hans.
En það er greinilega að renna upp
smáljós fyrir manninum því að nú
eru það staurarnir undir vegriðum
almennt sem eru hættulegir mót-
orhjólafólki. Meginhættan stafar
ekki lengur frá vírunum. Þá vaknar
sú spurning: Var fólk þá blekkt til
að leggja nafn sitt við þessa marg-
nefndu undirskriftasöfnun sem
Njáli var áður svo umhugað um að
taka til varna fyrir?
Njáll virðist vera ansi tvöfaldur í
roðinu og af greinum hans er
ómögulegt að ráða hvað hann eig-
inlega vill og hver sýn hans til
öruggari umferðar er. Þrátt fyrir
þá hættu af vegriðum fyrir bif-
hjólafólk sem hann gerir mikið úr
segir Njáll: „Enginn sem ég veit
um á bifhjóli setur sig heldur upp á
móti því að aðgreina aksturs-
stefnur með þessum hætti, enda
keyrum við líka bíla.“ Til hvers var
þá farið af stað með þessa vanhugs-
uðu undirskriftasöfnun?
Öryggi – fyrir alla
Sem bifhjólamaður veit Njáll og
félagar hans mætavel að það er
ekkert auðvelt að samræma örygg-
ishagsmuni bílaumferðar og mót-
orhjóla-. Að að því er þó unnið.
Þannig er t.d. sænska vegagerðin,
TRL í Bretlandi og fleiri aðilar í
náinni samvinnu við ACEM sem
eru samtök framleiðenda mót-
orhjóla í Evrópu að vinna að þess-
um málum og því alveg óþarfi fyrir
hann að tala í lítilsvirðingartóni um
Svía sem hafi … „lengst allra Evr-
ópuþjóða þrjóskast við að leggja
þau (víravegriðin) niður“. Svíar
hafa lagt þjóða mest í slysarann-
sóknir og umferðarslysavarnir og
náð meiri árangri en flestir aðrir.
Maður sem, eins og Njáll lýsir
sér sjálfur – … „hefur tekið þátt í
fjölda verkefna með öruggari um-
ferð bifhjóla að leiðarljósi,“ hlýtur
líka að vita að flestallt í umhverfi
vega er hættulegra mótorhjólafólki
en öðrum vegfarendum – hlutir
eins og vegstikur, gangbraut-
argirðingar, tengibox, ljósastaurar,
umferðarmerki, strætóskýli. Allt er
þetta hættulegt bifhjólafólki og það
er verið að leita lausna. Þær lausnir
eru flestar ófundnar ennþá, en
hvort heldur sem þær finnast ein-
hvern tímann eða ekki, þá verða all-
ir að haga akstri sínum í samræmi
við áhættuna á hverjum tíma og við
sérhverjar aðstæður.
Þegar vegriðin í Svínahrauni
voru sett upp þá var einmitt leitast
við að taka tillit til öryggis mót-
orhjólafólks með því að velja sér-
staklega staura sem gefa eftir ef
mótorhjól eða bifhjólamaður lendir
á þeim. Þá var ennfremur haft
lengra bil milli stauranna undir vír-
unum. Algengt bil milli þeirra í Sví-
þjóð er 2,70 m en í Svínahrauni er
bilið 3,20.
Að lokum þetta: Örugg umferð
hlýtur að vera sameiginlegt mark-
mið okkar allra og keppikefli. Um-
ferðaröryggi hlýtur að eiga að ná til
allra vegfarenda, ekki bara sumra.
Skilningsljós kviknar
Stefán Ásgrímsson
skrifar lokasvar til Njáls
Gunnlaugssonar
» Örugg umferð hlýturað vera sameiginlegt
markmið okkar allra og
keppikefli. Umferðarör-
yggi hlýtur að eiga að ná
til allra vegfarenda, ekki
bara sumra.
Stefán Ásgrímsson
Höfundur er ritstjóri og bif-
hjólamaður og starfar hjá FÍB.