Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 57 AUÐLESIÐ EFNI FÉLAGS-MÁLA-RÁÐHERRA hefur óskað eftir fundi með stjórn Byrgisins. Byrgið er kristi-legt líknar-félag. Það fær styrki frá ríkinu. Forstöðu-maður Byrgisins heitir Guðmundur Jónsson. Hann hefur verið sakaður um kynferðis-brot, sem hann hafi framið á konum sem dvöldu í Byrginu. Þetta kom fram í frétta-þættinum Kompási. Fólk sem dvelur í Byrginu á allt við mikinn vanda að stríða, m.a. út af vímu-efnum. Einnig er sagt að mikil fjármála-óreiða sé í rekstri Byrgisins. Óreiða og kyn- ferðis- ofbeldi Guðmundur Jónsson. BJÖRGUNAR-SVEITIR og Landhelgis-gæslan hafa haft í nógu að snúast. Flutninga-skip frá Kýpur strandaði rétt hjá Sand-gerði. Danskt varð-skip sendi út 2 björgunar-báta. Bátunum hvolfdi báðum. 7 menn björguðust en einn lést. Það tókst að bjarga öllum skip-verjunum á flutninga-skipinu. Skipið er illa farið. Flóð og aur-skriður Í vikunni fór að hlýna og víða flæddu ár yfir bakka sína. Björgunar-sveitir björguðu hrossum bæði á Suður-landi og í Skaga-firði. Miklar leysingar voru fyrir norðan. Bíll lenti ofan í Djúpa-dalsá í Eyja-firði. Jón Sverrir Sigtryggsson og hundur hans björguðu sér á land. Aur-skriður í Eyja-fjarðar-sveit ollu miklum skemmdum. Fjöldi kálfa dó á bænum Grænu-hlíð. Þá hafa björgunar-sveitar- -menn verið til taks út af slæmu veðri. Skip-strand, flóð og aur-skriður Morgunblaðið/RAX Þessir hestar stungu sér ekki til sunds í gamni. Þeir spjöruðu sig þó og komust á þurrt land. Margir þurfa aðstoð Þúsundir Íslendinga þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Flestir leita til félaga-samtaka. Umsóknir eru fleiri nú en í fyrra. Margir eldri borgara þurfa aðstoð. Feitari fyrir-sætur Ítölsk stjórn-völd vilja að fyrir-sætur fiti sig. Þau ætla að setja reglur um það og starfa með tísku-fyrir-tækjum. Margar fyrir-sætur grenna sig hættu-lega mikið. Ákærður fyrir rað-morð Karl hefur verið ákærður fyrir morð á 5 vændis-konum í Englandi. Hann heitir Stephen Wright. Konurnar fundust látnar með stuttu milli-bili. Líkin voru öll nakin. Slæmt ástand í Sómalíu Hreyfing íslamista í Sómalíu hefur lýst yfir stríði. Sómalía er Austur-Afríku. Íslamistarnir segjast vera í stríði við her-lið Eþíópíu-manna sem er í landinu. Þeir hafa náð höfuð-borginni og fleiri svæðum á sitt vald. Barna-þrælkun í heiminum 16 af hverjum 100 börnum í heiminum er þrælað út í vinnu. Þau þurfa oft að nota hættu-leg verk-færi. Börnin eru ekki vernduð fyrir eitur-efnum. 2 milljónir barna eru í kynlífs-ánauð. StuttJAPANSKUR maður lifði af 24sólar-hringa án vatns og matar. Hann hafði dottið niður hlíðar Rokko-fjalls og slasast. Maðurinn missti með-vitund á degi númer tvö. Hitinn var aðeins um 10 gráður. Þegar hann fannst var hann með lítinn púls. Líf-færin voru hætt að starfa og líkams-hitinn var bara 22 gráður. Hann ætti með réttu að vera dáinnn. Lagðist í híði Talið er að maðurinn hafi lagst í híði. Þá stöðvast efna-skipti í líkamanum. Bjarn-dýr leggjast í híði á veturna á sama hátt. Heilinn á manninum skemmdist því ekki við vos-búðina. 24 dagar án vatns Í TIL-EFNI af jólunum er deilt um vin-sælt jóla-lag. Lagið er „Jólasveinar ganga um gólf“. Sumir segja að textinn sé svona: Uppi á stól stendur mín kanna Aðrir segja hann vera svona: Uppi á hól stend ég og kanna Pétur Gunnarsson er rit-höfundur. Hann segir að könnu-stóll sé þekkt fyrir-bæri. Á stólinn hafi menn lagt öl-krúsirnar sínar. Það er líka þrætt um hvort jóla-sveinninn sé með gylltan eða gildan staf í hendi. Í gömlum heimildum er sungið um gylltan staf. Sé farið lengra aftur er bara talað um jóla-sveina sem hafa staf í hendi. Talið er að því hafi verið breytt til að vísan stuðlaði betur. En lík-lega er jóla-sveinunum sjálfum alveg sama. Þeir hafa staðið sig vel síðustu daga. Það hlýtur að taka langan tíma að gefa öllum þessum börnum í skóinn. Gleðileg jól og jóla-lög! Gleðileg jól og jóla-lög Morgunblaðið/BFH Þessi er hvorki með gylltan né gildan staf. ÁTTA banda-rískir her-menn hafa verið ákærðir fyrir morð á sak-lausu fólki í Írak. Her-foringi er ákærður fyrir að hafa myrt 12 manns og skipað fyrir um morð á 6 öðrum í bænum Haidtha. Hinir eru ákærðir fyrir þátt-töku í drápunum eða að hafa ekki sagt frá. Sak-sóknarar Banda-ríkja-hers segja að mennirnir hafi skotið á óvopnaða íbúa. Ástæðan hafi verið að félagi her-mannanna dó í sprengju-árás í bænum. Rann-sóknin hófst eftir að tíma-ritið Time sagði að saklaust fólk hefði verið myrt. Her-menn ákærðir fyrir morð í Írak Reuters Enn er óöld í Írak. Þessi maður missti búðina sína. REYKJAVÍKUR-BORG eyðir 50-60 milljónum á ári í mála yfir graffiti og veggja-krot. Á næstu árum á að hækka þessa upp-hæð. Hún verður lík-lega 100-200 milljónir á ári. Borgin leyfði áður graffiti á ákveðnum stöðum. Nú hefur því verið hætt. Starfs-maður borgarinnar segir að ef graffiti sé leyft breiðist það enn meira út. Þá sé líka graffað á aðra veggi. Ómar Ómar er graffari. Hann segir að veggja-krot og ljótt graffiti hafi aukist eftir bannið. Ómar vill að borgin leyfi graffiti á ákveðnum stöðum. Almenningur þurfi að átta sig á að sumt er bara krot en annað er list. Að sama skapi þurfi að fræða þá sem vilja stunda graffiti. Hundruð milljóna í að hreinsa veggi Morgunblaðið/Jim Smart Áður mátti graffa á þennan vegg við Miklu-braut. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.