Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 61 ALDARMINNING ÞAÐ er við hæfi að minnast þess í dag að góður vinur og félagi, Skúli Þorsteinsson, fyrrum formaður kenn- arasamtakanna, fædd- ist þennan dag fyrir réttum hundrað árum. Skúli var Austfirð- ingur að uppruna, son- ur Þorsteins Mýr- manns Þorsteinssonar á Óseyri í Stöðvarfirði og konu hans Guðríðar Guttormsdóttur. Skúli var hár vexti og vörpu- legur, fyrirmannlegur í fasi og vand- aður til orðs og æðis. Við kynntumst haustið 1957 þegar Skúli flutti bú- ferlum með fjölskyldu sína til Reykjavíkur frá Eskifirði. Hann settist að í kennarablokkinni við Hjarðarhaga og hóf kennslu við Melaskólann. Við áttum náin sam- skipti í starfi og búsetu um 16 ára skeið. Hann hafði þá þegar lagt að baki ótrúlega mikið og fjölþætt fé- lagsstarf, einkum í þágu ungmenna- félagshreyfingarinnar sem formaður félaga og fjórðungssambanda, en var auk þess virkur í Rauða krossinum, skógræktarfélaginu og samtökum kennara á Austurlandi. Skúli var skólastjóri á Eskifirði frá 1939 til 1957 og leysti það starf vel af hendi. Hann var þá þegar orðinn kunnur skólamaður; hafði árin 1932–1939 verið kennari í Austurbæjarskólan- um á fyrstu árum þeirrar stofnunar í hópi framsækinna kennara, undir stjórn Sigurðar Thorlacius, sem þekktir urðu að mannúðlegri sýn á nemendur og fjölbreytni í kennslu- háttum. Þeirri uppeldisstefnu sem þar réð og kölluð var nýskólastefna var hann trúr alla ævi. Þegar Skúli gerðist kennari við Melaskólann var hann jafnframt ráð- inn í hálft starf sem framkvæmda- stjóri UMFÍ. Þessi ábyrgðarstörf nægðu þó ekki félagsmálatröllinu Skúla Þorsteinssyni. Það leið tæp- lega eitt ár þar til hann var kosinn í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík og fór að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Árið 1960 var hann kjörinn formaður Sambands ís- lenskra barnakennara og gegndi þeirri stöðu til ársins 1972, var auk þess formaður norrænu kennara- samtakanna árin 1970 og 1971. Á stjórnarárum Skúla í kennarasam- tökunum urðu miklar breytingar á starfsemi heildarsamtakanna. Um- svif urðu svo mikil að ráða varð fast- an starfsmann á skrifstofu SÍB. Samskipti margfölduðust við stjórn- völd og félög annarra opinberra starfsmanna. Ábyrgð formanns óx að sama skapi. Ólgan út af lélegum launakjörum leiddi til þess að BSRB fékk samningsrétt árið 1962. Í kjara- málum var tekist á af hörku og árið 1963 voru gerðir fyrstu kjarasamn- ingarnir. Fundir voru tíðir á þessum árum og deilur harðar. Skúli var ein- arður baráttumaður, en svo drengi- legur og heiðarlegur að hann naut virðingar andstæðinga jafnt og sam- herja. Á þessum árum var einnig mikil umræða um uppeldis- og skóla- mál; skipulag skyldunámsskólans og menntun og réttindi kennara. Forysta kennarasamtakanna var þar virkur þátttak- andi og hafði að mínu mati úrslitaáhrif á þró- un ýmissa framfara- mála á þessu skeiði. Ég nefni í fyrsta lagi stofn- un framhaldsdeildar við Kennaraskóla Ís- lands árið 1968, en sú deild tók fyrstu árin fyrir menntun sérkenn- ara sem mikil þörf var á, í öðru lagi flutning kennaramenntunarinnar upp á há- skólastig með lögunum árið 197l, og í þriðja lagi lögin um réttindi og skyld- ur kennara. Allt höfðu þetta verið áköf og langvarandi baráttumál stórnar SÍB og þar munaði svo sann- arlega um tilstyrk Skúla sem sat í nefndum ráðuneytisins um endur- skoðun laga um þessi mál. Eins og þessi dæmi bera vott um var Skúli mjög farsæll í störfum sem hann kom að af hálfu kennarasamtakanna og verður það seint fullþakkað. Það var því sannarlega verðskuldað að Samband íslenskra barnakennara, Ungmennafélag Íslands og Rauði krossinn gerðu öll Skúla að heiðurs- félaga samtakanna þriggja. Skúla var haustið 1964 falin námsstjórn á Austurlandi, vandasamt ábyrgðar- starf sem hann rækti af dugnaði og samviskusemi síðustu starfsár sín á vegum hins opinbera. Þar miðlaði hann skólunum í heimabyggð sinni ótæpilega af fjölþættri uppeldis- fræðilegri reynslu sinni. Þegar litið er til þeirra embættis- og fé- lagsstarfa sem Skúli náði að sinna vekur það furðu að hann skyldi hafa fundið tíma til þess að rita þrjár bækur sem urðu vinsælar; Börnin hlæja og hoppa, Hörður á Grund og Jólavaka. Skýringin er sú að Skúli var skáldmæltur vel, orti ljóð sem birtust þó aðeins fáein í tímaritum og lét gjarnan lausavísur fljúga í kunn- ingjahópi. Skúli var vinsæll maður og góður félagi og hvar sem hann fór var líf og fjör. Við yngri menn dáðum þrek hans og kjark. Hann var rót- tækur í skoðunum og tók jafnan mál- stað þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu. Skúli Þorsteinsson lést 25. janúar 1973. Skúli var kvæntur dr. Önnu Sigurðardóttur, stofnanda Kvenna- sögusafns Íslands. Börn þeirra eru Þorsteinn lögmaður, Ásdís fé- lagsfræðingur og Anna leikskóla- kennari. Þorsteinn Sigurðsson. Nú eru hundrað ár frá fæðingu merks skólamanns og frumherja æskulýðs- og íþróttamála. Skúli Þor- steinsson gekk að vísu ekki hinn hefðbundna menntaveg, en naut góðs undirbúnings undir ævistarf sitt. Ég, sem þessar línur rita, naut ekki langra kynna við Skúla, en góðra. Hann bjó með sinni mikilhæfu konu, Önnu Sigurðardóttur, í sama fjölbýlishúsinu og ég um árabil. Kom ég nokkrum sinnum til þessara ágætu hjóna, en þó einkum eftir að ég varð kennari við Lýðháskólann í Skálholti. Helgaðist það sjálfsagt af því, að Anna var alin upp í skjóli slíkrar stofnunar, sem faðir hennar, Sigurður Þórólfsson, stofnaði og rak um árabil. Gaf Anna mér litla bók, sem mun í fárra höndum, að ég tel, og heitir Lýðskólaljóð. Mér þykir vænt um þessa bók. En þetta átti víst að vera um hann Skúla aðallega. Þegar ég heimsótti hann skömmu fyrir andlátið var hann að hagræða ýmsum hlutum í sinni eigu, eins og myndum og prent- uðu máli. Þá komst ég að því, hversu mikill hirðumaður hann var. Allt var í röð og reglu. Þessu gleymi ég ekki. Honum var ljós reglan gullvæga: Hver hlutur á sínum stað. Heimili þessara hjóna bar menningu vitni. Margt var þar bóka, og átti húsmóð- irin sinn hlut þar ekki lítinn. Hún vann að ritverki um konur, sem afl- aði henni doktorsnafnbótar við Há- skóla Íslands. Skúli studdi konu sína mjög til þessa afreksverks, og má hlutur hans þar ekki gleymast. Hann lifði það raunar ekki að stofnað væri Kvennasögusafn Íslands, en það varð að veruleika á heimili Önnu á Hjarðarhaga 26, 4. hæð, 1. janúar 1975. Örugglega hefði Skúli glaðst að geta verið viðstaddur slíkt upphaf merkilegrar starfsemi. Skúli andaðist á heimili sínu á Hjarðarhaga 26 hinn 25. janúar 1973. Urðu margir til að minnast hans í blöðum. Íslendingaþættir Tímans birtu margar greinar eftir vini hans og samherja í skóla- og uppeldismál- um. Ég flutti erindi um Skúla í Skál- holtsskóla, sem síðar var prentað í fyrrgreindu riti. Fannst mér fara vel á því að minnast þessa mæta skóla- manns í hinum nýstofnaða skóla fyr- ir ungmenni. Því var þá fleygt, að þarna væri fyrsti lýðháskóli risinn hér á landi. Þessu mótmælti Anna, kona Skúla. Skólinn á Hvítárbakka, þar sem hún sleit barnsskónum, var á sömu nótum og langt á undan í tím- anum. Ritið „Faðir minn – skólastjórinn“, sem ég bjó til prentunar og kom út á vegum Skuggsjár 1982, birti ævi- minningu Skúla, eftir Þorstein lög- mann, son hans. Skúli var yngstur þeirra skólastjóra, sem þarna var rit- að eftir. Þótti mér vænt um, að hans skyldi þarna minnst. Skúla muna margir enn, þó að rúmir þrír áratugir séu síðan hann kvaddi fólk og frón. Að lokum skal þess getið, að Skúli var ritfær vel. Hann samdi sögur og ljóð og skrifaði margt greina í blöð og tímarit. Blessuð sé minning merks manns, Skúla Þorsteinssonar. Auðunn Bragi Sveinsson. Skúli Þorsteinsson ✝ Sendum öllum vinum og ættingjum þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EMILÍU SÍMONSEN sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 7. desember. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild A 3 á Hrafn- istu fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð veri með ykkur öllum. Eggert, Brynja, Maggý, Ken, Guðný, Ásgeir, Sigrún, Bill, Þórunn, Dennis, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÞÓRUNN ÁGÚSTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudag- inn 27. desember kl. 13.30. Hulda Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Klemenz Gunnlaugsson, Dýrleif Eggertsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ SESSELÍA HELGA JÓNSDÓTTIR, áður á Smyrilsvegi 31, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtudaginn 30. nóvember. Bálför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðinesi. Jón Hallur Jóhannsson, Björk Guðjónsdóttir, Sigurður H. Jóhannsson, Anna Karlsdóttir, Eyjólfur Örn Jóhannsson, Pauline Pearce, Jósefína Friðriksdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Systir okkar og mágkona, ÁSTA ENGILBERTSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, andaðist á sjúkrahúsi í Glostrup, Danmörku, fimmtudaginn 21. desember. Jarðsett verður frá Glostrup kirkju föstudaginn 29. desember. Ragnar Engilbertsson, Berta G. Engilbertsdóttir, Eyjólfur Davíðsson. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri/Framkvæmdarstjóri S. 892 8947 / 565 6511 En það er víst komið að kveðju- stund í bili, elsku Ásgeir minn. Svo ég kveð þig í bili með minningar um þig í hjarta mínu, „vinur minn“. Farinn ertu yfir hæstu hæðir, floginn upp í bláa himininn. Á vindsins vængjum þú áfram æðir en farðu varlega, vinur minn. Vinur, við gleymum þér ekki og vitnum í þig á hverjum degi. Það brosa allir sem ég þekki þegar sögur ég af þér segi. Það skýtur bara svo skökku við að þú hafir á undan okkur staðið við himnanna hlið. Að eilífu englarnir yfir þér vaki, í augum þér sólin skín. Kvöl er í hjarta, kuldi og klaki er kveð ég þig, ástin mín. Að vori þú fangaðir einmana hjarta, sem hreyfðist í brjósti mér, það ætlar þér gæfu, framtíð bjarta, það aldrei mun gleyma þér. Nú heiminn í hinsta sinn augu mín líta, hugur minn allur er þinn, að endingu mætumst á himninum hvíta, nú hverf ég þér, vinur minn. Í huganum við plötum okkur með að lífið sé lengi að líða, en sannaðu til þess verður ekki langt að bíða, að komum við og fáum aftur að líta andlitið þitt brosandi fríða. Kristín Agnes Bæringsdóttir. „Kveðja“ Úr augum skín, sú ást sem mig ávallt nærir. Höndin sem mig ávallt styður, hvar sem vegur minn liggur aldrei sleppandi taki hvar sem ég er. Þú ert mín birta, sú trú sem heldur í mér voninni. Er þín leið heldur af stað, er þú ferð á nýjan stað. Finn ég en samt hendi þín hér, hjá minni. Er ég stend hér, enn á þessum stað. Kveðjum við þig að sinni, og óskum þér góðrar ferðar. Því kveðjur eru aldrei eilífar. Bara eilítil bið. Bið ég að heilsa nú og sé þig seinna. Því ég veit að þú kemur mig að hitta, þegar ég kem sömu leið. Ávallt verður þú okkur nærri, svo léttur í lund. Svo langt í burt, en samt svo nærri. Vitum við vel, að þú ert okkur hjá. Við elskum þig og við vitum að þú ert ávallt skammt frá í huga og í sál. Elsku Kristín, Raggi Maggi, Linda og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um Kristín Agnes, Magnús og Magnús Pétur. var svarað. Þess vegna brá mér er ég heyrði um andlát hennar í út- varpinu. Hafði meinið tekið sig upp og nú varð ekki við neitt ráðið. En ég las í minningargreinum að hún hefði komist til útlanda með dætr- um sínum. Það var líkt henni að gefast ekki upp. Ég var farin að hlakka til endurfundanna á sam- verustundunum í haust. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Nú á ég aðeins góðar minningar um ein- staka konu, sem gladdi alla með nærveru sinni. Mér þótti vænt um að geta fylgt Sigrúnu síðasta spöl- inn þótt andlátið væri ekki tíma- bært. Ég þakka Sigrúnu innilega sam- verustundirnar, sem voru allt of fáar. Ég sendi öllum ástvinum hennar nær og fjær innilegustu samúðar- kveðjur. Elín S. Kristinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.