Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ástralski Hollywood-leikarinn ogkvikmyndagerðarmaðurinn Mel
Gibson hefur neitað orðrómi þess efn-
is að hin 29 ára Carmel Sloane sé
dóttir hans. Carmel þessi heldur því
fram að móðir sín, Marlyn, hafi verið
á puttaferðlagi árið 1976 þegar Mel
tók hana upp í bifreið sína. Hún segir
þau svo hafa átt náin kynni í kjölfarið
með þeim afleiðingum að hún var get-
in.
„Okkur er nauðugur einn kostur að
fara lagalegu leiðina til að komast til
botns í málinu. Einfalt DNA-próf
mun leiða hið sanna í ljós,“ sagði Car-
mel við fjölmiðla.
Talsmaður Mels Gibsons hefur hins
vegar hafnað fullyrðingum Carmel og
segir að Mel, sem á sjö börn með konu
sinni Robyn, kannist ekkert við málið.
Fólk folk@mbl.is Samkvæmt tilkynningu frá PaulaShugart, forseta samtakannaMiss Universe Organization, semsér um keppnina um val á fegurstu
konu Bandaríkjanna á hverju ári,
hefur hin tuttugu og tveggja ára
gamla Katie Rees verið svipt titl-
inum ungfrú Nevada. Titilinn vann
hún í október síðastliðnum og stóð til
að hún keppti í keppninni um ungfrú
Bandaríkin á næsta ári fyrir vikið.
Ásæða sviptingarinnar er myndir
sem birtust af henni á vefnum
TMZ.com en á þeim sést hún kyssa
aðra stúlku og þukla á brjóstum
hennar.
Sú sem lenti í öðru sæti í keppn-
inni mun taka við titlinum sem
ungfrú Nevada og um leið keppa um
titilinn ungfrú Bandaríkin.
Umboðsmaður Rees segir í yf-
irlýsingu að hún hafi einungis verið
sautján ára þegar umræddar mynd-
ir voru teknar og að um dómgreind-
arskort hafi verið að ræða.