Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Mercedes-Benz á sér langa sögu í yfirburðum hvað varðar fágun og glæsileika í hönnun. ASKJA býður nú sérstaka þjónustu þar sem þú getur pantað sérsniðna útgáfu af Mercedes-Benz, algjörlega eftir þínu höfði. Þú getur valið um marga mismunandi liti og áferð á innréttingum svo eitthvað sé nefnt, allt eftir þörfum þínum og smekk. Komdu í glæsilegan sýningarsal okkar að Laugavegi 170. Við aðstoðum þig við að sérpanta draumabílinn þinn svo þú getir upplifað þá sérstöku tilfinningu að eiga einstakan Mercedes-Benz - eins og þú vilt hafa hann. Einstakur – eins og þú vilt hafa hann H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Systrunum Ástu og LaufeyjuIngibjartsdóttur fannstekkert sérkennilegt við aðeiga afmæli á aðfangadag þegar þær voru yngri og finnst raunar ekki enn. Sem börn fengu þær alltaf afmælisgjöf að morgni dagsins og afmæliskaffið var klukk- an fjögur síðdegis. Þegar afmælið var frá gátu jólin hafist. Ásta á 42 ára afmæli í dag en Laufey verður fertug. Þær segja að mömmu þeirra hafi orðið mikið um þegar allt stefndi í að hún eignaðist aðra stelpuna í röð á aðfangadag. „Hún harðneitaði að taka þátt í þess- ari vitleysu á spítalanum og ætlaði heim en Laufey fæddist nú samt,“ segir Ásta. Fjölskylda þeirra sækir í helgi- dagana. Föðurbróðir þeirra fæddist á aðfangadag og frændi þeirra líka. Þær eiga eina yngri systur, sem á af- mæli 30. maí, en fæðingardag henn- ar bar upp á hvítasunnudag. „Þetta er allt saman háheilagt,“ segja þær, mátulega hátíðlegar á svip. Dagur þeirra og allra hinna Laufey segir að krakkar velti áreiðanlega ekki mikið fyrir sér hve- nær þeir eigi afmæli, alla vega hafi henni ekki þótt neitt óvenjulegt við daginn. Ásta tekur undir þetta en segir að á unglingsárunum hafi þetta pirrað sig dálítið. „Og stund- um hef ég velt því fyrir mér hvernig það væri að eiga sinn eigin dag sem enginn annar í fjölskyldunni ætti. Við systurnar höfum alltaf deilt af- mælisdeginum og ekki bara hvor með annarri heldur með Jesú og öll- um heiminum!“ Heima hjá þeim var alltaf haldið upp á afmælið með tvennum hætti, fyrst með fjölskyldukaffiboðinu á aðfangadag og svo með afmæl- isveislu á öðrum degi jóla. „Mamma hélt fast við þá reglu,“ segir Laufey og Ásta bætir við að þá hafi jólatréð verið fært fram í hol og dansað í kringum það. „Afmælisveislan okk- ar var eins og litlu jólin fyrir krakk- ana í hverfinu,“ segja þær. Laufey man eftir einni afmæl- isveislu sem haldin var sérstaklega fyrir hana. Þær systur komast að þeirri niðurstöðu að það hljóti að hafa verið á meðan Laufey taldist enn til barna en Ásta var skriðin yfir á unglingsaldur. Þá breikkaði bilið á milli þeirra, tímabundið. Stórafmæli detta upp fyrir Ættingjar, vinir og kunningjar eiga auðvelt með að muna afmæl- isdag þeirra systra, sem er ágætt. Þær segja þó báðar að gallinn við af- mæli á aðfangadag sé sá að stór- afmæli vilji líða án þess að blásið sé til sérstakra hátíðarhalda. „Ég var úti í Frakklandi þegar ég varð fer- tug og enn hefur nú ekki orðið úr stórveislunni sem átti að halda mér þegar færi gæfist,“ segir Ásta og hvessir augun á Laufeyju. Laufey segir að sjálf hafi hún ekki skipulagt neina veislu í tilefni eigin fertugs- afmælis í dag. Þær systur eiga eina yngri systur, sem fæddist árið 1971. „Dísa systir naut góðs af afmælinu okkar á að- fangadag, því mamma setti alltaf líka pakka á náttborðið hennar svo hún yrði ekki út undan. Við fengum nú samt aldrei pakka á afmælinu hennar í maí,“ segja þær og hlæja að endurminningunni. Þeir sem fæðast seint á árinu skammast stundum yfir því að þeir komist seinna inn á böll og fái öku- skírteinin seinna en bekkjarfélag- arnir. Ásta tók reyndar ekki bílpróf fyrr en um tvítugt, en Laufey fékk að sækja ökuskírteinið sitt á lög- reglustöðina eftir miðnætti á Þor- láksmessu, rétt skriðin inn á 17. af- mælisdaginn. Það var einn af kostunum við að alast upp í litlu plássi eins og Akranesi. Litlu munaði að börn þeirra Ástu og Laufeyjar fengju sama afmæl- isdag. „Stelpan mín fæddist 27. júní árið 1993 og þegar Laufey átti von á tvíburum í fyrra stóð ég mig að því að vona að þeir myndu fæðast á sama degi,“ segir Ásta. „Það tókst ekki alveg, strákarnir hennar fædd- ust 30. júní.“ Morgunblaðið/Kristinn Systur Afmælisveislur Laufeyjar og Ástu Ingibjartsdætra voru eins konar Litlu jól fyrir krakkana í hverfinu. „Þetta er allt saman háheilagt“ Það er stór dagur hjá Mar-gréti Björnsdóttur í dag– hún er sextug. Fædd áaðfangadag 1946. Margrét hefur lengst af búið í Garðabæ en flutti búferlum snemma á þessu ári til Wash- ington, þar sem eiginmaður henn- ar, Baldvin Jónsson, starfar við markaðssetningu íslenska fjalla- lambsins og fleiri afurða. Margrét er stödd á landinu og mun verja deginum á heimili dóttur sinnar. Börn hennar þrjú verða þar öll saman komin en elsti sonurinn kemur heim frá Los Angeles til að samgleðjast móður sinni á þessum merku tímamótum. Á föstudaginn kemur verður Margréti svo haldin mikil veisla á Hótel Óðinsvéum. „Maðurinn minn tók að sér að skipuleggja þessa veislu og ég veit satt best að segja ekkert um hana. Ég bara mæti. Mér skilst þó að búið sé að bjóða rúmlega hundrað manns,“ segir Margrét. Hún kveðst óvön því að halda upp á afmælið sitt með pomp og prakt, í raun sé þetta bara í annað sinn. „Ég hélt upp á fertugs- afmælið mitt á Borginni og það var afskaplega gaman. Kristján vinur minn Jóhannsson mætti m.a. og söng. Það var eftirminnilegt.“ Við fótskör meistarans Kristján og eiginkona hans, Sig- urjóna Sverrisdóttir, eru vinafólk Margrétar og Baldvins og hafa síðarnefndu hjónin oftar en einu sinni haldið jól með þeim á Ítalíu. „Dóttir okkar var á sínum tíma fyrsta barnapía Kristjáns og Jónu. Nú er hún orðin svakamikill kokk- ur en það lærði hún af Kristjáni. Hann hefur mikið yndi af því að búa til góðan mat.“ Margrét fæddist á Siglufirði „rétt fyrir steik“, þ.e. um klukkan fjögur síðdegis. Hún segir að sér hafi alla tíð fundist stórkostlegt að eiga afmæli á aðfangadag. „Ég hef alltaf litið á þetta sem forréttindi. Það eru allir í hátíðarskapi á jól- unum og stemningin yndisleg. Ég hef líka alltaf verið mikið jólabarn. Væri það raunar örugglega ef ég ætti einhvern annan afmælisdag.“ Margrét kveðst aldrei hafa orð- ið fyrir óþægindum af þessum sök- um og enginn vorkennt henni. „Fólk rekur samt oft upp stór augu þegar það sér kennitöluna mína. „Áttu afmæli á aðfanga- dag?“ spyr það. Þá á ég til að slá á létta strengi og spyrja á móti. „Nú, sérðu það ekki eða er geisla- baugurinn farinn?“ Rjúpan hollari en svínið Enginn annar fjölskyldu- meðlimur á afmæli yfir hájólin en tengdadóttir Margrétar á afmæli á nýársdag. „Við erum báðar stein- geitur,“ segir hún hlæjandi. Um árabil hefur Margrét haldið konuboð á heimili sínu í hádeginu á aðfangadag, þar sem boðið er upp á sérrí, púrtvín og konfekt, og saknar þess að geta það ekki nú. Að öðru leyti er jólahaldið hefð- bundið hjá henni. „Ég ólst upp við hamborgarhrygg en eftir að ég kynntist manninum mínum skipti ég yfir í rjúpu. Mér þykir rjúpan virkilega góð og ef ég fæ hana ekki hef ég verið með gæs. Fugla- kjötið er ólíkt hollara en svínið.“ Margrét kveðst sjaldan hafa brugðið út af vananum á að- fangadag en man þó eftir skemmtilegri ferð til Lundúna með allri fjölskyldunni fyrir hálf- um öðrum áratugi. „Þá borðuðum við á kínverskum matsölustað á aðfangadag sem var reglulega skemmtilegt.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Mikið jólabarn Margrét Björnsdóttir hefur alltaf litið á það sem for- réttindi að eiga afmæli á aðfangadag. Er geislabaugur- inn farinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.