Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 350. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FÁNAR FEÐRANNA ÍSLENSKIR AUKALEIKARAR SEGJA FRÁ ÞVÍ HVERNIG VAR AÐ TAKA ÞÁTT Í MYNDINNI >> 28 Gleðileg jól ÍSFIRÐINGURINN Herdís Alberts- dóttir lét sig ekki muna um að slá upp skötuveislu fyrir fjölskyldu sína þrátt fyrir að vera orðin 98 ára gömul en Herdís hefur alla tíð eldað skötu á Þorláksmessu og boðið af- komendum sínum. Hún brá ekki út af vananum í gær en alls voru tólf gestir í mat hjá Her- dísi og fjórir ættliðir samankomnir í húsinu til að smakka á lostætinu. Kristjana Sigurðardóttir, barna- barn Herdísar, sagði að skatan smakkaðist afar vel en að þessu sinni útvegaði Kiwanisklúbburinn Básar skötuna. Herdís sér um elda- mennskuna sjálf en fær aðstoð frá fjölskyldunni. Hún hefur búið alla sína tíð í sama húsinu við Sund- stræti á Ísafirði, sem stundum er nefnt Albertshús. Hún er elst þeirra Ísfirðinga sem eru fæddir í bænum en elsti íbúi bæjarins er 102 ára. Sú fæddist hins vegar á Ströndum. Herdís hefur haldið heilsu sinni vel, þótt sjónin sé farin að versna. Hún gaf sér ekki tíma til viðtals þegar Morgunblaðið hringdi, enda nóg að gera að sinna eldamennsk- unni. Skötuveisla Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Einbeiting Herdís Albertsdóttir, 98 ára, lítur til með skötunni. Morgunblaðið/ÞÖK Gleðileg jól London. AFP. | Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa stefnt lífi þúsunda kristinna íbúa Mið-Austurlanda í hættu með „skammsýnni“ og „fávíslegri“ stefnu sinni í málefnum Íraks, að sögn Rowans Williams, erki- biskups af Kantaraborg og leiðtoga ensku bisk- upakirkjunnar. Erkibiskupinn segir þetta í grein sem birt var í breska dagblaðinu The Times í gær. Hann er þar óvenju harðorður í garð breskra og bandarískra stjórnvalda og var- ar við því að kristnir íbúar Mið-Austurlanda kunni að verða hraktir þaðan vegna innrás- arinnar í Írak. Hún hafi valdið mikilli óvild í garð þeirra á meðal annarra Mið-Austur- landabúa sem líti á þá sem stuðningsmenn „vestrænna krossfara“. Erkibiskupinn er í Betlehem og segir að kristnum íbúum borgarinnar hafi fækkað um þrjá fjórðu. „Fyrstu kristnu mennirnir voru Mið-Austurlandabúar,“ segir Willi- ams. „Það er nöturlegt að hugsa til þess að við lifum það ef til vill að sjá síðustu kristnu heimamennina í þessum heimshluta.“ Segir kristið fólk gjalda stríðsins í Írak Rowan Williams Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BANDARÍSKA fyrirtækið Plexus Consulting Group fær greidda um eina milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að sinna almennri hags- munagæslu og til að kynna sjónarmið Íslands um sjálfbæra nýtingu hafsins í Bandaríkjunum. Frá árinu 2000 hafa greiðslur til fyrirtækisins numið samtals um 87 milljónum króna. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur Plexus vinna gott og nauðsynlegt starf og álítur að alþjóðleg hagsmunagæsla verði í fram- tíðinni ríkari þáttur í starfi ráðuneytisins. Plexus er svokallaður hagsmunavörður (e. lobbyist). Einar sagði að erfitt væri að meta starf Plexus til króna og aura en almennt væri það svo að fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins hefðu átt góðan aðgang að stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum í Bandaríkjunum. „Við teljum að einn þátturinn í því sé að við höfum getað ræktað sambandið við þessa aðila í gegn- um þennan hagsmunavörð.“ Einar tók fram að starf Plexus einskorðaðist ekki við að koma sjónarmiðum íslenskra stjórn- valda um hvalveiðar á framfæri heldur um hvað- eina sem lyti að íslenskum sjávarútvegi og hags- munamálum hans. Þá tæki fyrirtækið saman upplýsingar um hvaðeina sem ritað væri um Ís- land í fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar. Hann benti á að undanfarið hefði mikið verið rætt um botnvörpuveiðar og í því máli væri afar mikilvægt að Íslandi tækist að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Umræða um hvers kyns atriði sem sneru að sjálfbærri nýtingu auðlinda væri vaxandi í heiminum og því teldi hann að þessi þáttur í starfi sjávarútvegsráðuneytisins myndi aukast á næstu árum. Einar sagði starfsemi „lobbýista“ einfaldlega hluta af þeirri hagsmunagæslu sem fram færi í Bandaríkjunum. „Þegar ég kom í ráðuneytið hugleiddi ég hvort þetta væri kostnaðarliður sem komast mætti af án. En ég hef ekki talið verjandi að hverfa frá þessu. Fyrirkomulagið er í sífelldri endurskoðun og vel getur komið til greina að sinna hagsmunagæslunni með öðrum hætti ef það er talið fullnægjandi og hagkvæm- ara.“ Fá milljón á mánuði fyrir hagsmunagæslu Washington. AP. | Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna trúir á engla ef marka má nýja viðhorfskönnun. Trúin á engla er mest meðal hvítra og kristinna Bandaríkjamanna. Könnunin bendir til þess að 97% þeirra trúi á engla. Rúmur helmingur þeirra, sem sögðust ekki vera trúaðir, kvaðst trúa því að engl- ar væru til, þótt þeir væru ef til vill ekki með vængi og geislabaug. Trúin á engla er ívið minni meðal há- skólamenntaðra Bandaríkjamanna en þeirra sem eru með minni skólamenntun. 73% háskólamenntaðra sögðust trúa á engla. Alls trúir 81% Bandaríkjamanna á engla samkvæmt könnuninni. Englatrúin sterk vestra ♦♦♦ ♦♦♦ POLISARIO, sjálfstæðishreyfing Vestur- Saharamanna, vonar enn að þeim verði leyft að ákveða framtíð sína í þjóðaratkvæða- greiðslu þrátt fyrir andstöðu Marokkó- manna. Frönsk stjórnvöld hafa stutt Mar- okkómenn í málinu en forystumenn Polisario vona að afstaða Frakka breytist þegar nýr forseti tekur við á næsta ári, að því er fram kemur í grein í Morgunblaðinu í dag eftir Kristján Jónsson blaðamann sem dvaldi í viku í flóttamannabúðum Vestur- Saharamanna í Alsír. Polisario-menn segja að ástæðan fyrir stuðningi Frakka við Marokkó í málinu sé sú að á sínum tíma hafi Hassan, þáverandi konungur Marokkó, lagt fé í kosningasjóð Jacques Chiracs Frakklandsforseta. Chirac hafi lofað konungnum því á dánarbeði hans að „annast“ afkomendur hans. | 48–49 Vonast enn eftir sjálfstæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.