Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
24. desember 1976: „Kirkjan
og kristnin hafa mótað líf
þjóðarinnar í ríkari mæli en
flestir gera sér grein fyrir.
Þjóðararfleifð okkar er sam-
ofin kristnum boðskap og sið-
fræði. Kristinn dómur er fyrir
löngu óaðskiljanlegur hluti af
þessari þjóð. Engu að síður
hefur mannlegur breyskleiki
sagt til sín með öllum kyn-
slóðum Íslendinga, sem
naumast er orð á gerandi, en
því miður einnig hugs-
unarháttur og hegðan, sem er
fordæmanleg. Þessa sjáum
við ekki sízt merki í samtíð
okkar. Afbrot, sem ekki eiga
rætur í neyð og fátækt, heldur
ágirnd og fyrirlitningu á
landsins lögum, eru með öllu
óafsakanleg. Í þeim efnum
þarf að grafast fyrir rætur
meina. Það verður ekki gert
með neinni einni lækn-
isaðgerð. Strangari löggæzla
sem að er stefnt, er óhjá-
kvæmileg.“
. . . . . . . . . .
21. desember 1986: „Sam-
skipti ríkissjóðs og borg-
arsjóðs hafa verið mikið til
umræðu á lokastigum fjár-
lagaafgreiðslunnar vegna
þeirra álitaefna, sem hafa ris-
ið við þá ákvörðun að setja
Borgarspítalann á föst fjár-
lög. Borgarstjóri setti fram þá
ósk af þessu tilefni, að ríkið
tæki alfarið að sér rekstur
spítalans, ef hann yrði tekinn
af svonefndu daggjaldakerfi,
og ríkið eignaðist hlut borg-
arinnar í spítalanum. Helstu
rök hans eru þau, að saman
fari framkvæmd og fjár-
hagsleg ábyrgð þannig að sá
aðili, sem greiðir allan rekstr-
arkostnað, beri einnig ábyrgð
á stjórn spítalans og komi
fram sem samningsaðili við
starfsfólk hans.“
. . . . . . . . . .
22. desember 1996: „Frá því
að staðgreiðsla skatta var tek-
in upp fyrir tæplega áratug
hefur hún hækkað úr 35,2% í
41,98%. Skattleysismörk eru
nú rúmlega 60 þúsund krónur
á mánuði en væru rúmlega 78
þúsund krónur, ef þau hefðu
verið látin fylgja lánskjara-
vísitölu. Þar að auki hefur sér-
stakur hátekjuskattur verið
lagður á í nokkur ár.
Ekki er við öðru að búast en
að á því samdráttarskeiði,
sem hófst á miðju ári 1988 og
reyndist hið lengsta í hagsögu
okkar á þessari öld, mundu
fylgja umtalsverðar skatta-
hækkanir. Það var einfaldlega
ekki hægt að ráða við rík-
isfjármálin með öðrum hætti,
þótt hart væri gengið fram í
niðurskurði.
Ríkisstjórnin hefur líka gert
rétt í því, að ráðast ekki í
skattalækkanir um leið og
betur árar. Sú ákvörðun að
framlengja hátekjuskattinn
var eðlileg, ekki sízt í ljósi vax-
andi tekjumunar, og það er
líka rétt stefna að hefja
skattabreytingar með lækkun
jaðarskatta, sem mjög hafa
verið til umræðu undanfarin
ár.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TIL HVERS VAR
HANN SENDUR?
Um sexleytið í kvöld ættu lands-menn flestir að verða komnir ímark í kapphlaupi sínu í jóla-
gjafainnkaupum, skreytingum, innan-
hússumbótum, hreingerningum og
eldamennsku. Þá ætti líka flestum að
gefast stund til að fara í kirkjuna sína
eða setjast niður við útvarpið og heyra
hinn raunverulega jólaboðskap.
Af prédikunarstólnum í kirkjum
landsins hljómar fagnaðarerindið, sem
engillinn flutti fjárhirðunum á Betle-
hemsvöllum:
„Verið óhræddir, því sjá, ég boða yð-
ur mikinn fögnuð, sem veitast mun öll-
um lýðnum: Yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Kristur Drottinn, í
borg Davíðs. Og hafið þetta til marks:
Þér munuð finna ungbarn reifað og
lagt í jötu.“
Frelsari fæddur. Drottinn sendi lítið
barn í heiminn til að frelsa mannkynið.
Frelsa það frá hverju? Verk og orð
Jesú sem fulltíða manns segja okkur
það. Við getum öðlazt frelsi frá ófriði
og ofbeldi, hatri og fordómum. Við get-
um orðið frjáls af eigingirni og efn-
ishyggju. Við getum losnað við ábyrgð-
arleysi og skeytingarleysi gagnvart
náunganum. Við getum orðið frjáls af
þeirri tilfinningu að við séum ein og
smá í glímu okkar við viðfangsefni lífs-
ins.
Hvað fáum við í staðinn? Frið, kær-
leika og samhjálp. Skilning og um-
burðarlyndi. Ábyrgð og hluttekningu.
Stuðning æðri krafts í verkefnum
dagsins.
Hvernig öðlumst við þetta frelsi?
Með því að hlýða á boðskap Krists,
opna hug okkar og hjarta fyrir honum.
Og ekki síður með því að fylgja for-
dæmi hans.
Við getum velt því fyrir okkur
hvernig ýmis þau viðfangsefni og
vandamál, sem íslenzka þjóðin hefur
fengizt við á árinu, sem er að líða,
horfa við í þessu samhengi.
Felst til dæmis náungakærleikur og
umburðarlyndi í þeirri afstöðu og
hegðun, sem við sýnum í umferðinni? Í
ofsaakstri, óþolinmæði og frekju?
Hversu mörg mannslíf töpuðust vegna
þess að fólk lét undir höfuð leggjast að
sýna þá aðgát gagnvart samferða-
mönnunum, sem kristinn maður á að
gera? Hversu margir óku eða gengu
framhjá vettvangi slyss án þess að
hjálpa, eins og þeir, sem komu á undan
miskunnsama Samverjanum? Slík
dæmi færast því miður í vöxt.
Hversu mörg ungmenni hefðu lifað
og hversu mörgum fjölskyldum hefði
verið bjargað ef óprúttnir menn
reyndu ekki að hagnast á því að selja
ungu fólki fíkniefni? Hvernig getur
nokkur þeirra, sem hafa verið viðriðnir
fíkniefnasmygl og -sölu, horfzt í augu
við eigin samvizku?
Hversu mörg börn og konur hafa
mátt líða fyrir ólýsanlegt ofbeldi, sem
hlýzt af því að heimilisfeður leiða ekki
einu sinni hugann að þeirri ábyrgð,
sem þeir bera gagnvart sínum nán-
ustu?
Eru þær umræður, sem hafa farið
fram um útlendinga í samfélagi okkar,
til marks um umburðarlyndi og skiln-
ing? Hvernig hefði Kristur brugðizt
við útlendingum í landi sínu?
Og hvað með þá, sem ekki náðu í
mark í kapphlaupinu fyrir jólin og
halda ekki jól í hlýjunni og birtunni
með sínum nánustu? Höfum við gert
nóg til að styðja þá og hjálpa þeim,
eins og Kristur býður okkur?
Við leitum oft að samfélagslegum
eða pólitískum lausnum á þeim vanda-
málum, sem eru efst á baugi. En oft er
lausnin aðeins spurning um hugarfar –
kristilegt hugarfar.
Þetta er það, sem litli drengurinn í
jötunni hefur að segja okkur. Til þess
var hann sendur. Og fagnaðarerindið
stendur öllum til boða, eins og engill-
inn sagði fjárhirðunum. Allir eiga þann
kost að opna hjarta sitt fyrir jólaboð-
skapnum og vera með í því að búa til
betri heim.
Morgunblaðið óskar lesendum sín-
um og landsmönnum öllum gleðilegra
jóla.
Á
aðfangadag, í upphafi þeirrar há-
tíðar, sem oft er kölluð hátíð
barnanna, hefur Morgunblaðinu
stundum þótt við hæfi að helga
jólaleiðara blaðsins kjörum og
stöðu barna í samfélaginu. Ástæð-
an er sú að blaðinu hefur oft þótt sem þessi þjóð,
sem eignast ennþá fleiri börn en flestar vestrænar
þjóðir, tæki ekki á móti þeim eins og vera bæri, í
þeim anda sem afmælisbarn dagsins bauð fylgj-
endum sínum að gera. Í leiðara blaðsins á aðfanga-
dag fyrir réttu ári sagði til að mynda: „Þótt flestir
geti gert vel við börnin sín á efnislega sviðinu, eru
alltof margar vísbendingar um að við vanrækjum
andlegu hliðina; umhyggjuna, uppeldið, sam-
veruna og samræðurnar. Hjá þeim, sem hafa nóg
að bíta og brenna, er tíminn, sem ekki fer í vinnu,
því miður oft af skornum skammti. Alltof mörg ís-
lenzk börn sjá ekki nóg af foreldrum sínum.“
Blaðið hefur nú frá því í september birt sex
greina flokk um þá áleitnu spurningu, hvort Ís-
land sé barnvænt samfélag. Síðasta greinin birtist
síðastliðinn sunnudag.
Viðbrögð lesenda blaðsins benda óneitanlega til
þess að málið brenni á fólki. Bæði blaðið sjálft og
viðmælendur þess hafa fengið óvenjulega mikil
viðbrögð við þessum greinum. Eins og fram kom í
blaðinu um síðustu helgi, koma þessi viðbrögð að
langmestu leyti frá konum. Það er umhugsunar-
efni, sem verður vikið að síðar.
Tími og peningar
S
varið við spurningunni hvort Ísland
sé barnvænt samfélag er ekki ein-
falt; hvorki já né nei. Að sumu leyti
eru börnum búnar betri aðstæður á
Íslandi en víðast hvar annars staðar,
til dæmis hvað varðar heilbrigðis-
þjónustu og heilsugæzlu. Við búum að mörgu leyti
við ágætt skólakerfi, þar sem þörfum barna er vel
sinnt.
Og ekki fer á milli mála að efnaleg velmegun er
meiri á Íslandi en nokkru sinni áður. Hún er líka
meiri en í flestum öðrum löndum í heiminum.
Langflesta íslenzka foreldra vantar ekki peninga
til að geta veitt börnum sínum það sem þau van-
hagar um. En fæstir eiga nógan tíma. Kannanir
sýna að sífellt fleiri foreldrum finnst þeir vinna of
mikið, eiga of lítinn tíma fyrir fjölskylduna, eiga í
vandræðum með að samræma starfið og fjöl-
skyldulífið.
Umræður um það hvort Ísland sé barnvænt eð-
ur ei, snúast þannig að miklu leyti um tvær grund-
vallarstærðir, tíma og peninga. Í einstaka tilfell-
um – þó kannski fleiri en margir halda – eru til svo
litlir peningar að börn líða fyrir fátækt. Það er
auðvitað smánarblettur á samfélagi okkar. En
þeir, sem eiga mesta peninga hafa oft næstum því
engan tíma handa börnunum sínum. Er það ekki
líka þjóðfélagsmeinsemd?
Í úttekt Morgunblaðsins kemur sömuleiðis
skýrt fram að sá félagslegi grundvöllur, sem börn
standa á í uppvextinum, hefur hjá mörgum tekið
miklum breytingum. Hjónaskilnaðir og sambúð-
arslit eru alltof algeng á Íslandi. Þótt foreldrar
reyni stundum að telja sér trú um annað, kemur
slíkt nánast alltaf niður á börnunum og tilfinn-
ingalífi þeirra. Börnum gengur iðulega illa að að-
lagast nýju fjölskyldumynztri, þar sem við bætast
nýir makar og stjúpsystkini.
Allt hangir þetta saman í flóknu samspili; eft-
irsóknin eftir peningum, neyzluæðið, tímaskort-
urinn og tengslarofið, sem fylgir undanhaldi hinn-
ar hefðbundnu fjölskyldu. Þetta er ekki æskileg
þróun, þótt að sjálfsögðu beri að forðast „heims-
ósómakenningar um að nýjustu tímarnir séu alltaf
þeir verstu,“ eins og Gísli Hrafn Atlason mann-
fræðingur orðaði það í samtali við Morgunblaðið
12. nóvember.
Lenging fæðingarorlofs
E
n hvað er þá hægt að gera til að Ís-
land verði barnvænna samfélag?
Ótal tillögur hafa komið fram í
umfjöllun Morgunblaðsins.
Flestir viðmælendur blaðsins
eru þeirrar skoðunar að ný lög
um fæðingarorlof hafi verið mikið framfaraspor.
Börnum eru tryggðar samvistir við báða foreldra
sína fyrstu níu mánuðina, á viðkvæmasta ævi-
skeiðinu þegar þau þurfa mesta umönnun. Og
fæðingarorlofsgreiðslurnar þýða að tekjumissir
fjölskyldunnar verður ekki óbærilegur. Hins veg-
ar lenda margir foreldrar í vandræðum þegar fæð-
ingarorlofinu lýkur. Skortur er á dagforeldrum og
margir útivinnandi foreldrar eru í stökustu vand-
ræðum í níu til fimmtán mánuði, áður en leik-
skólavist stendur börnunum til boða. Fjölskyldu-
nefnd forsætisráðherra hefur meðal annars verið
að skoða leiðir til að brúa þetta bil. Tvö sveit-
arfélög að minnsta kosti, Kópavogur og Reykja-
nesbær, hafa riðið á vaðið og greiða foreldrum,
sem kjósa að vera áfram heima hjá börnunum, eða
þá nákomnum ættingjum sem vilja taka að sér að
hugsa um þau, 30 þúsund krónur á mánuði, sem er
svipuð upphæð og sveitarfélögin nota til að nið-
urgreiða pláss hjá dagforeldrum. Og auðvitað eru
börnin betur komin hjá foreldrum sínum, ef þeir
geta komið því við að vera heima hjá þeim.
Spurningin er annars vegar hvort hægt er að
lengja fæðingarorlofið, þannig að foreldrar geti
gengið að starfi sínu vísu á ný eftir lengri fjarveru
af vinnumarkaðnum en sex mánuði. Ef fæðing-
arorlof væri átján mánuðir og foreldrar skiptu því
jafnt á milli sín, væri hvort um sig níu mánuði frá
vinnu vegna barnaumönnunar. Er það langur tími
þegar horft er á starfsævi fólks?
Hins vegar er spurningin um fjárstuðning í
lengdu fæðingarorlofi. Núverandi kerfi hefur orð-
ið dýrara en fyrirfram var gert ráð fyrir, m.a.
vegna launahækkana á vinnumarkaðnum og
vegna þess að feður hafa verið duglegri að nýta
sér rétt sinn til orlofs en menn sáu fyrir. Það er
auðvitað ákaflega jákvæð þróun. Hins vegar er
ólíklegt að á næstunni finnist peningar til að fram-
lengja fullar greiðslur í lengra fæðingarorlofi.
Einhvers konar fyrirkomulag á borð við það, sem
Kópavogur og Reykjanesbær hafa tekið upp, má
hins vegar útfæra á landsvísu.
Í annarri grein Morgunblaðsins um þessi efni í
byrjun október var viðtal við Evu Maríu Jóns-
dóttur sjónvarpskonu. Hún sagði eftir á að hún
hefði aldrei fengið jafnmikil viðbrögð við neinu,
sem hún hefði látið frá sér fara á opinberum vett-
vangi. Þar á meðal voru eftirfarandi ummæli:
„Sumir virðast óttast að ef foreldrum stendur til
boða að fá smávegis fjárstuðning til þess að vera
heima hjá börnum á aldrinum 9-24 mánaða geti
komið alvarlegt bakslag í jafnréttisbaráttuna. En
þá segi ég, mér finnst eins og við séum komin yfir
þann kafla að konur ráði ekki yfir sjálfum sér og
taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir. Þær geta fullvel
ákveðið sjálfar hvort þær velja að vera heima hjá
ungum börnum, eða vinna úti allan daginn eða
hluta úr degi.“
Þessi sjónarmið eiga auðvitað ekki síður við um
karla en konur. Feður eiga að vera komnir yfir
þann kafla að láta þrýsting vinnuveitenda eða
samfélagsleg viðhorf ráða því hvort þeir annast
um börnin sín eða ekki. Það, sem helzt stendur í
vegi, er launamunur kynjanna; enn er það svo að í
flestum samböndum og hjónaböndum er karlinn
með hærri laun en konan og heimilið missir meiri
tekjur ef hann ákveður að vera heimavinnandi. En
þeim körlum fer reyndar fjölgandi, sem eru svo
stálheppnir að konan þeirra hefur hærri laun en
þeir sjálfir. Þeir eru fyrir vikið frjálsari að því að
velja það að vera heimavinnandi, sé það niðurstað-
an á annað borð að annað foreldrið eigi að taka sér
frí frá vinnumarkaðnum til að hugsa um börn og
heimili. Með því eru þeir líka góðar fyrirmyndir og
stuðla að því til lengri tíma að draga úr launamun-
inum.
Fæðingarorlofsmálið þarf að leysa á vettvangi
stjórnmálanna. Ríki og sveitarfélög geta einnig
með öðrum hætti létt barnafjölskyldum róðurinn.
Það gerist t.d. með greiðslu barnabóta. Þær eru
enn að stórum hluta tekjutengdar og eins og flest-
ar aðrar velferðargreiðslur byrja þær að skerðast
við tiltölulega lágar tekjur. Það myndi sömuleiðis
muna barnafjölskyldur miklu, ef það skref yrði
stigið að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Sú stefna
á vaxandi fylgi að fagna. En rétt eins og lenging
fæðingarorlofs kostar hún peninga.
Stytting vinnutíma
Á
vettvangi vinnumarkaðarins er
stærsta hagsmunamál barna stytt-
ing vinnutíma foreldra þeirra. Ís-
lendingar vinna enn lengstan
vinnudag í Vestur-Evrópu. Karlar
vinna um 50 stundir á viku að með-
altali og konur um 40. Undanfarin ár hefur vinnu-
dagur karlanna heldur stytzt, en kvennanna
lengzt. Eftir sem áður höfum við meira fyrir
tekjum okkar en flestar nágrannaþjóðirnar.
Framleiðni á vinnustund er með öðrum orðum
minni hér á landi. Þetta þýðir að það er eitthvað að
skipulagi vinnunnar hjá okkur. Kannski er það
agaleysið; öll „skreppin“, reykingapásurnar og
óstundvísin. Svo mikið er víst að tækifærin til að
stytta vinnutímann eru fyrir hendi. Okkur þykja
frændur okkar Danir stundum rólegir í tíðinni, en
staðreyndin er sú að framleiðni á dönskum vinnu-
stöðum er miklu meiri en á Íslandi.
Verkalýðshreyfingin þarf að hlusta eftir óskum
og hugmyndum félagsmanna sinna í þessu efni. Er
Laugardagur 23. desember
Reykjavíkur