Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 36
dýrgripir
36 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
B
jarnarhöfn í
Helgafellssveit
á Snæfellsnesi
er landnáms-
jörð Bjarnar
austræna Ket-
ilssonar. Hann
nam land á milli
Hraunsfjarðar og Stafár 886 og setti
bú sitt í Bjarnarhöfn. Hann var bróð-
ir Auðar djúpúðgu, Helga bjólu, sem
nam land á Kjalarnesi, og Þórunnar
hyrnu, eiginkonu Helga magra, sem
nam Eyjafjörð. Björn lenti í voginum
og nefndi land sitt Bjarnarhöfn og er
uppsátur hans kallað Bjarnarnaust.
Þar varð síðar verzlunarstaðurinn
Kumbaravogur, sem fékk nafn af
Kumbaralandi, þaðan sem Englend-
ingarnir voru. Hans sér enn stað í
friðuðum minjum. Auður hafði vet-
ursetu í Bjarnarhöfn hjá bróður sín-
um áður en hún fór innar og nam
land í Dölum. Hún var kristin sem og
systkini hennar; Helgi bjóla og Þór-
unn hyrna, en Björn samdi sig ekki
að þeim nýja sið. Hann mælti þó svo
fyrir, að hann skyldi jarðsetja í flæð-
armálinu, sem kristnir menn gerðu
fyrir helgi hafsins, þegar ekki var
hægt að komast í vígða mold.
Kirkja hefur líklega verið í Bjarn-
arhöfn frá kristnitöku, en með vissu
frá því á 12. öld. Í kaþólskum sið var
hún helguð heilögum Nikulási. Hún
var útkirkja frá Helgafelli til 1878 að
hún var lögð undir Stykkishólm, en
er nú heimiliskirkja fólksins í Bjarn-
arhöfn.
Í sögu Stykkishólms 1845–1892
eftir Ásgeir Ásgeirsson segir, að
heldra fólk hafi flest verið jarðsett í
Bjarnarhöfn og réð þar mest um
bágborið ástand kirkjugarðsins á
Helgafelli. Oft gat brugðið til beggja
vona með veður, þegar kistur voru
fluttar sjóleiðina í Bjarnarhöfn að
vetrarlagi, og þótt leiðin sé ekki löng
eru til frásagnir af svaðilförum og
þær slíkar að stundum varð að hætta
við jarðarför, snúa skipinu við og
sigla aftur til Stykkishólms. Gátu út-
farir þá frestast um einhverja daga,
þar til betur byrjaði í Bjarnarhöfn.
Ásgeir Ásgeirsson rekur, að viða-
mesta útför frá Stykkishólmi á þessu
tímabili og um leið að líkum útför
helzta fyrirmanns á Snæfellsnesi á
19ndu öld hafi verið jarðsetning Páls
Melsteðs, amtmanns, 30. maí 1861.
Hún hófst með athöfn í heimahúsi í
Stykkishólmi og var kistan svo flutt
sjóleiðina í Bjarnarhöfn, þar sem
amtmaður var sunginn til moldar.
Fimm prestar töluðu við útförina og
einn þrisvar sinnum og ellefu sálmar
voru sungnir. Af erfinu segir Ásgeir
engar sagnir vera.
Kirkjuna, sem nú er í Bjarnarhöfn,
lét Þorleifur Þorleifsson reisa og var
hún vígð 1857. Á mynd sem enski
fræðimaðurinn og málarinn W.G.
Collingwood teiknaði 1897 er fer-
hyrndur turn upp úr mæni kirkj-
unnar og hattur efst. Þessi turn er
ekki lengur, en kirkju- og ferðaþjón-
ustubændurnir í Bjarnarhöfn;
Hrefna Garðarsdóttir og Hildibrand-
ur Bjarnason, hafa lagt metnað í að
gera kirkjunni sem bezt. Nú er hún
svartbikuð með rauðu þaki og hvítum
krossi yfir stafni og nýlega máluð
innan sem hún var í fyrstu gerð.
Kirkjan stendur í kirkjugarðinum
miðjum, en um hann er hlaðinn grjót-
veggur, sem fellur vel að umhverfinu.
Fjarskyggn
smáskammtalæknir
Þorleifur Þorleifsson (1801–1877),
sem lét smíða þessa kirkju, var smá-
skammtalæknir og héraðslæknir.
Hann keypti Bjarnarhöfn 1854 og
bjó þar til æviloka. Margar sögur
fara af farsæld hans sem læknis og
einnig var hann aflasæll formaður,
skytta skörp og góður bóndi, en fjar-
skyggnin þótti mest um verð í fari
hans. Við leiði Þorleifs í kirkjugarð-
inum segir Hildibrandur mér sögur,
þar á meðal þessa: Dóttir nágranna
Þorleifs hafði siglt til Kaup-
mannahafnar, en kom ekki aftur með
tilsettri ferð og spurðist ekkert til
hennar. Faðir hennar hafði af þessu
þungar áhyggjur og leitaði liðsinnis
hjá Þorleifi. Eftir nokkra stund kvað
Þorleifur upp úr um það, að stúlkan
væri við beztu heilsu á erlendri
grund og á gangi þar í grasagarði.
Lýsti hann svo klæðaburði hennar í
smáatriðum. Þegar stúlkan kom
heim um síðir spurði faðir hennar
hana spjörunum úr með lýsingu Þor-
leifs í huga og sagðist hún þá akkúrat
þann daginn hafa keypt sér fötin,
sem Þorleifur sá hana í, og fengið sér
síðan göngutúr í nærliggjandi garði.
Í Árbók Ferðafélags Íslands 1986
– Snæfellsnes norðan fjalla, sem Ein-
ar Haukur Kristjánsson tók saman,
segir, að fjarskyggni Þorleifs hafi oft
komið honum að notum, þegar hann
var kvaddur að sjúkrabeði. Sneri
hann stundum við á miðri leið, þar
sem sjúklingurinn væri dáinn og
hann hefði því ekkert lengra að gera.
Eitt sinn var hann á leið til konu í
barnsnauð í Ólafsvík, þegar maður
kom á móti honum og sagði óþarfa að
hann færi lengra, því sjúklingurinn
væri dáinn. Þorleifur sagði svo ekki
vera, því hún myndi lifa sig; hraðaði
sér á vettvang og tókst að lífga kon-
una, sem náði heilsu og lifði Þorleif,
eins og hann hafði sagt.
Þorleifur í Bjarnarhöfn gat á sjó
oftast sagt hvort fiskur væri undir
eða ekki. Einu sinni höfðu þeir fengið
nokkrar flyðrur á Höskuldseyj-
armiðum og vildu halda heim, en
Þorleifur horfði út fyrir borðstokkinn
og sagði þrjár flyðrur eftir enn, þær
lægju undir stórum steini og hann
færi ekki fyrr en þær væru komnar
um borð. Þeir drógu svo þrjár flyðr-
ur til viðbótar og þá kvaðst Þorleifur
fús til heimferðar, því ekki væri
meira að hafa þarna.
„Þorleifur er hér enn,“ segir Hildi-
brandur. „Það hafa margir séð hann
og lýst honum fyrir mér og hann læt-
ur oft til sín heyra með hljóðum, þar
sem sízt skyldi.“ Og sögur af Þorleifi
eru sagðar enn. Hildibrandur rifjar
upp að fyrir tveimur árum hafi komið
til hans maður, sem hafði vitrast að
Þorleifur hefði staðið á bak við björg-
un manns, sem tók út af skipi á
Breiðafirði, en maðurinn barst á móti
vindinum og náðu félagar hans hon-
um aftur um borð.
Margir gripir og merkilegir
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð-
minjavörður, undirbýr nú að skrifa
um muni í friðuðum kirkjum á Snæ-
fellsnesi, þ.á m. í Bjarnarhöfn, í rit-
verkið Kirkjur Íslands, sem Þjóð-
minjasafn Íslands,
Húsafriðunarnefnd, Fornleifavernd
ríkisins, Biskupsstofa og Hið ís-
lenska bókmenntafélag gefa út.
Þór segir þá Bjarnarhafnarfeðga;
Hildibrand og Bjarna, hafa hirt
kirkjuna og passað vel. Kirkjan á
marga og merkilega gripi, en í Þjóð-
minjasafni eru tveir munir frá kirkj-
unni; hökull frá 1790, með fanga-
mörkum hjónanna Hallgríms læknis
Jónssonar og Halldóru Skúladóttur,
og gamalt altarisklæði.
Matthías Þórðarson, þjóðminja-
vörður, kom í Bjarnarhöfn 19. júlí
1911 og skoðaði kirkjuna og gripi
hennar. Þá er kirkjan „mjög lítil og
ljeleg“. Enn er hún lítil, en langt í frá
að vera léleg lengur; vel gerð utan og
nýmáluð að innan í sömu litum og
fyrr.
Um gripi kirkjunnar segir Matt-
hías:
„Altaristaflan er ágætt listaverk,
olíumálverk á trje: Kristur í Em-
maus (St. lucæ Ev. Cap:24 V:30)
Traust eikarumgjörð.
Altarisstjakar 2 úr tini eins, miklir
um sig að neðan, skál við stjett; gam-
allegir, sjerstök, laus kertaskál í efst;
hæð 27 sm. Einn tinstjaki stakur að
auki, heimilisstjaki með „rifluðum“
legg; hæð ca. 18 sem.
Kaleikur og patina úr silfri; heyra
ekki saman, virðast bæði gamalleg
og íslensk. Hnúður og meðalkafli
gyltur og með bungum að ofan og
neðan, sívalur; h. 15,3 sm.,þverm. 8,8
sm. á skál, 10,2 á stj.: Pat. gylt að of-
Lítið hús með stóra helgi
Morgunblaðið/RAX
Altarið Kirkjan á marga merka gripi. Kirkjubóndinn hjá altarinu; altaristaflan fyrir miðju, kringd altarisstjökum, kaleik, biblíu og oblátudós á patínu.
Mestur helgidómur Hildibrandur Bjarnason segir marga hrífast af helgi Bjarnarhafnarkirkju og vitnar til kaþ-
ólsks kardinála þar um; sá hafði komið í margan helgidóminn en þessi væri þeirra mestur.
Hún lætur ekki mikið
yfir sér þar sem hún
kúrir á bakkanum nið-
urundan Bjarnarhafn-
arfjalli. En þegar inn er
komið breytist þetta
litla guðshús í stóran
helgidóm. Freysteinn
Jóhannsson brá sér í
Bjarnarhöfn.