Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 57

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 57 AUÐLESIÐ EFNI FÉLAGS-MÁLA-RÁÐHERRA hefur óskað eftir fundi með stjórn Byrgisins. Byrgið er kristi-legt líknar-félag. Það fær styrki frá ríkinu. Forstöðu-maður Byrgisins heitir Guðmundur Jónsson. Hann hefur verið sakaður um kynferðis-brot, sem hann hafi framið á konum sem dvöldu í Byrginu. Þetta kom fram í frétta-þættinum Kompási. Fólk sem dvelur í Byrginu á allt við mikinn vanda að stríða, m.a. út af vímu-efnum. Einnig er sagt að mikil fjármála-óreiða sé í rekstri Byrgisins. Óreiða og kyn- ferðis- ofbeldi Guðmundur Jónsson. BJÖRGUNAR-SVEITIR og Landhelgis-gæslan hafa haft í nógu að snúast. Flutninga-skip frá Kýpur strandaði rétt hjá Sand-gerði. Danskt varð-skip sendi út 2 björgunar-báta. Bátunum hvolfdi báðum. 7 menn björguðust en einn lést. Það tókst að bjarga öllum skip-verjunum á flutninga-skipinu. Skipið er illa farið. Flóð og aur-skriður Í vikunni fór að hlýna og víða flæddu ár yfir bakka sína. Björgunar-sveitir björguðu hrossum bæði á Suður-landi og í Skaga-firði. Miklar leysingar voru fyrir norðan. Bíll lenti ofan í Djúpa-dalsá í Eyja-firði. Jón Sverrir Sigtryggsson og hundur hans björguðu sér á land. Aur-skriður í Eyja-fjarðar-sveit ollu miklum skemmdum. Fjöldi kálfa dó á bænum Grænu-hlíð. Þá hafa björgunar-sveitar- -menn verið til taks út af slæmu veðri. Skip-strand, flóð og aur-skriður Morgunblaðið/RAX Þessir hestar stungu sér ekki til sunds í gamni. Þeir spjöruðu sig þó og komust á þurrt land. Margir þurfa aðstoð Þúsundir Íslendinga þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Flestir leita til félaga-samtaka. Umsóknir eru fleiri nú en í fyrra. Margir eldri borgara þurfa aðstoð. Feitari fyrir-sætur Ítölsk stjórn-völd vilja að fyrir-sætur fiti sig. Þau ætla að setja reglur um það og starfa með tísku-fyrir-tækjum. Margar fyrir-sætur grenna sig hættu-lega mikið. Ákærður fyrir rað-morð Karl hefur verið ákærður fyrir morð á 5 vændis-konum í Englandi. Hann heitir Stephen Wright. Konurnar fundust látnar með stuttu milli-bili. Líkin voru öll nakin. Slæmt ástand í Sómalíu Hreyfing íslamista í Sómalíu hefur lýst yfir stríði. Sómalía er Austur-Afríku. Íslamistarnir segjast vera í stríði við her-lið Eþíópíu-manna sem er í landinu. Þeir hafa náð höfuð-borginni og fleiri svæðum á sitt vald. Barna-þrælkun í heiminum 16 af hverjum 100 börnum í heiminum er þrælað út í vinnu. Þau þurfa oft að nota hættu-leg verk-færi. Börnin eru ekki vernduð fyrir eitur-efnum. 2 milljónir barna eru í kynlífs-ánauð. StuttJAPANSKUR maður lifði af 24sólar-hringa án vatns og matar. Hann hafði dottið niður hlíðar Rokko-fjalls og slasast. Maðurinn missti með-vitund á degi númer tvö. Hitinn var aðeins um 10 gráður. Þegar hann fannst var hann með lítinn púls. Líf-færin voru hætt að starfa og líkams-hitinn var bara 22 gráður. Hann ætti með réttu að vera dáinnn. Lagðist í híði Talið er að maðurinn hafi lagst í híði. Þá stöðvast efna-skipti í líkamanum. Bjarn-dýr leggjast í híði á veturna á sama hátt. Heilinn á manninum skemmdist því ekki við vos-búðina. 24 dagar án vatns Í TIL-EFNI af jólunum er deilt um vin-sælt jóla-lag. Lagið er „Jólasveinar ganga um gólf“. Sumir segja að textinn sé svona: Uppi á stól stendur mín kanna Aðrir segja hann vera svona: Uppi á hól stend ég og kanna Pétur Gunnarsson er rit-höfundur. Hann segir að könnu-stóll sé þekkt fyrir-bæri. Á stólinn hafi menn lagt öl-krúsirnar sínar. Það er líka þrætt um hvort jóla-sveinninn sé með gylltan eða gildan staf í hendi. Í gömlum heimildum er sungið um gylltan staf. Sé farið lengra aftur er bara talað um jóla-sveina sem hafa staf í hendi. Talið er að því hafi verið breytt til að vísan stuðlaði betur. En lík-lega er jóla-sveinunum sjálfum alveg sama. Þeir hafa staðið sig vel síðustu daga. Það hlýtur að taka langan tíma að gefa öllum þessum börnum í skóinn. Gleðileg jól og jóla-lög! Gleðileg jól og jóla-lög Morgunblaðið/BFH Þessi er hvorki með gylltan né gildan staf. ÁTTA banda-rískir her-menn hafa verið ákærðir fyrir morð á sak-lausu fólki í Írak. Her-foringi er ákærður fyrir að hafa myrt 12 manns og skipað fyrir um morð á 6 öðrum í bænum Haidtha. Hinir eru ákærðir fyrir þátt-töku í drápunum eða að hafa ekki sagt frá. Sak-sóknarar Banda-ríkja-hers segja að mennirnir hafi skotið á óvopnaða íbúa. Ástæðan hafi verið að félagi her-mannanna dó í sprengju-árás í bænum. Rann-sóknin hófst eftir að tíma-ritið Time sagði að saklaust fólk hefði verið myrt. Her-menn ákærðir fyrir morð í Írak Reuters Enn er óöld í Írak. Þessi maður missti búðina sína. REYKJAVÍKUR-BORG eyðir 50-60 milljónum á ári í mála yfir graffiti og veggja-krot. Á næstu árum á að hækka þessa upp-hæð. Hún verður lík-lega 100-200 milljónir á ári. Borgin leyfði áður graffiti á ákveðnum stöðum. Nú hefur því verið hætt. Starfs-maður borgarinnar segir að ef graffiti sé leyft breiðist það enn meira út. Þá sé líka graffað á aðra veggi. Ómar Ómar er graffari. Hann segir að veggja-krot og ljótt graffiti hafi aukist eftir bannið. Ómar vill að borgin leyfi graffiti á ákveðnum stöðum. Almenningur þurfi að átta sig á að sumt er bara krot en annað er list. Að sama skapi þurfi að fræða þá sem vilja stunda graffiti. Hundruð milljóna í að hreinsa veggi Morgunblaðið/Jim Smart Áður mátti graffa á þennan vegg við Miklu-braut. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.