Morgunblaðið - 27.12.2006, Page 4

Morgunblaðið - 27.12.2006, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is HARALDUR Hannes Guðmunds- sonar, Íslendingurinn sem varð fyrir fólskulegri árás í London í nóvember kom heim fyrir jólin og hyggst ganga í gegnum endurhæfingu hér á landi. Að sögn Helgu Þórðardóttur, móður Haraldar, hefur bati hans verið fram- ar vonum og ætlar hann sér ekki að gefast upp. „Hann ætlar ekki að láta þessa óþokka sem réðust á hann eyði- leggja líf sitt,“ segir hún. Helga segir að þó að Haraldi hafi verið sinnt af færum læknum í Lond- on hafi hann viljað koma heim til Ís- lands fyrir jólin til að fá frið og ró og vera með sínu fólki. Hér mun hann svo fara í endurhæfingu sem óvíst er hvað standi lengi yfir. Helga segir þó bata sonar síns ótrúlegan miðað við þá áverka sem honum voru veittir. „Flestir sem fá svona mikinn heila- skaða deyja innan 24 tíma og þannig töldum við niður fyrst. Að þeim tíma liðnum voru okkur svo ekki gefnar neinar vonir um hvernig hann yrði eftir að hann myndi vakna. Við viss- um ekki einu sinni hvort hann myndi þekkja okkur,“ segir Helga. „Hann er hinsvegar ótrúlega skýr í höfðinu en er reyndar lamaður vinstra megin. Sjónin er einnig léleg þeim megin en við vonum að þetta muni lagast. Við bindum miklar vonir við það enda er Haraldur ljósmyndari og því skiptir sjónin hann miklu máli,“ segir hún. „Þetta verður margra mánaða ferli en það sem skiptir öllu máli er að hann er ákveðinn í því að ná bata. Maður sér framfarir daglega og það er þetta jákvæða viðhorf hans sem skiptir mestu máli auk þess stuðnings sem hann fær frá sínu fólki,“ segir hún. Spurð að því hvernig rannsókn málsins gangi í London segir Helga að enginn hafi verið ákærður vegna árásarinnar enn þá en verknaðurinn sé skoðaður sem tilraun til mann- dráps. „Það er ljóst að árásarmenn- irnir ætluðu sér markvisst að ganga frá honum,“ segir Helga. Lætur ekki óþokkana eyðileggja líf sitt Í HNOTSKURN » Ráðist var á Harald Hann-es, sem er 36 ára, 19. nóv- ember sl. er hann var á ferð á reiðhjóli skammt frá heimili sínu í austurhluta London. Var árásin tilefnislaus. » Haraldi tókst að flýja fráárásarmönnunum, sem voru þrír talsins, en þeir veittu honum eftirför og réðust að honum að nýju og börðu hann meðal annars í höfuðið með barefli úr málmi. Helga Þórðardóttir Haraldur Hannes Guðmundsson MIKLAR vegskemmdir urðu á veg- inum inn í Þórsmörk í vatnavöxt- unum á Suðurlandi í síðustu viku og getur vegurinn verið stórhættu- legur í slæmu skyggni. Jón Her- mannsson renndi inn úr á jóladags- morgun og sá þá vegskemmdirnar sem urðu þegar Akstaðará í Merk- urnesi flæddi yfir bakka sína. Skarðið sem sést á myndinni er um 1,80 metrar að dýpt en jeppinn stendur ekki alveg á botni þess. Vegurinn í Þórsmörk ófær og hættulegur Ljósmynd/Jón Hermannsson Varasöm leið Vegurinn er ófær en ef frost er í jörðu má krækja framhjá. HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um aðild að smygli á tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni. Fíkniefnin fundust í farangri konu á Keflavík- urflugvelli hinn 9. ágúst sl. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að málið var þingfest 10. nóvember og þá var því frestað til gagnaöfl- unar til 23. nóvember. Í þinghaldi þann dag óskaði verjandi mannsins eftir því að aðalmeðferð færi fram fyrir 20. desember en þá rynni gæsluvarðhald yfir honum út. Hér- aðsdómari bókaði að ekki væri hægt að verða við því vegna anna og dag- setti aðalmeðferð 4. janúar. Var gæsluvarðhaldið síðar framlengt til 25. janúar. Hæstiréttur segir að sé ákærði í gæsluvarðhaldi beri dómara skylda til að flýta meðferð máls. Fram- komnar skýringar á töfum væru ekki fullnægjandi og því felldi rétt- urinn gæsluvarðhaldið úr gildi. Laus vegna dráttar á sakamáli UM TUTTUGU sjálfboðaliðar tóku þátt í símsvörun hjá Hjálparsíma Rauða krossins yfir hátíðirnar auk starfsfólks. Fjöldi sjálfboðaliða og annarra hjálpsamra aðila sáu einnig til þess að gestir Konukots, sem er neyðarskýli fyrir konur sem Rauði krossinn rekur í samvinnu við Reykjavíkurborg, gátu notið hátíð- isdaganna á sem bestan hátt. Að sögn Elvu Daggar S. Leifs- dóttur, verkefnastjóra Hjálparsím- ans, bárust um 160 símtöl frá fólki á tímabilinu frá Þorláksmessu og fram á miðjan annan dag jóla. „Helstu ástæður símtalanna eru svipaðar og í fyrra, en það eru sálræn vandamál, kvíði, þunglyndi og einmanaleiki. Þá hringir einnig fólk með geðraskanir og einnig þeir sem eru að leita sér upplýsinga um hvar hægt sé að kom- ast í jólamat og þess háttar,“ segir Elva og bætir við að það sé dýrmætt hversu margir sjálfboðaliðar séu til- búnir að leggja hönd á plóg yfir há- tíðirnar. „Annars yrði að ráða fólk á stórhátíðarkaupi sem er varla ger- legt,“ segir hún. Í Konukoti dvöldu fimm konur yfir hátíðisdagana en alls hafa 60 konur nýtt sér aðstöðu heimilisins frá upp- hafi, eða ársins 2004. „Það er erfitt að vita hversu margir munu koma en samt sem áður nauðsynlegt að hafa mat og gjafir til reiðu fyrir sem flesta,“ segir Kristín H. Guðmunds- dóttir, starfsmaður Reykjavíkur- deildar Rauða krossins, og bætir við að rúm sé fyrir átta konur á heim- ilinu. „Í þetta skiptið vorum við svo heppin að það hringdi til okkar kokk- ur, Rúnar Þór Arnarson, sem bauðst til að elda jólamatinn en auk þess kom hér maður með graflax sem not- aður var sem forréttur,“ segir Krist- ín og tekur fram að konurnar hafi einnig fengið gjafir, meðal annars bækur sem voru gjöf frá tveimur bókaforlögum. „Það er ekki hægt að neita því að á aðfangadag ríkti viss spenna sökum aðstæðna fólks en hins vegar voru konurnar mjög ánægðar og brostu, ekki síst vegna framtaks kokksins,“ segir hún. Þá starfaði Rauði krossinn ásamt Mæðrastyrksnefndum, Hjálpar- starfi kirkjunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga og Lionsklúbbum við að veita bæði fólki framlög og fataút- hlutanir fyrir jólin. Margir leituðu að- stoðar yfir hátíðirnar Hjálparsími Rauða krossins og Konukot voru opin yfir jólin EINN maður slasaðist þegar mik- ill eldur kom upp í verkstæði Malarvinnslunnar í Mývatnssveit á jóladag. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Húsavík hlaut maðurinn talsverð brunasár og var hann fluttur á Landspítala – háskólasjúkrahús eftir að hafa verið yfir nótt á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Maðurinn, sem er starfsmaður Malarvinnsl- unnar, var einn í húsnæðinu þeg- ar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn en að sögn lögreglu er málið í rannsókn. Tjónið nemur tugum milljóna Verkstæði Malarvinnslunnar gereyðilagðist í eldinum en tré- smíðaverkstæði og skrifstofu- húsnæði sem standa við hlið verkstæðisins skemmdust lítið enda eldveggur á milli bygging- anna. Sigurþór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Malarvinnslunnar, segir ljóst að tjónið hlaupi á tug- um milljóna. Verkstæðið sé ger- ónýtt, fjórir bílar hafi eyðilagst auk annarra tækja. Einn slasaðist í bruna í Mývatnssveit Eldurinn var mikill Verkstæðið var alelda og eldurinn læsti sig í gáma og bifreið sem stóðu við húsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.