Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLMARGIR Íslendingar ákváðu að færa sig vel suður lengdarbauginn í svartasta skammdeg- inu og héldu jólin á hinum spænsku Kanarí- eyjum. Auk þess að spila og hafa það gott á ströndinni ákváðu einnig margir Íslendinga að bregða sér í messu hjá sr. Jónu Lísu Þorsteins- dóttur í Ferðamannakirkjunni á ensku strönd- inni, en auk prestsstarfsins sinnir Jóna ferðaleið- sögn. Á þriðja þúsund Íslendinga er nú á eyjunum og á fimmta hundrað manns hlýddi á jólaboðskapinn í kirkjunni. Á myndinni sjást þau Sunna Dögg Guðmundsdóttir, Elmar Gunn- arsson, Elína Helga Hallgrímsdóttir, Ragnheið- ur Ásgeirsdóttir og Heiðrún Högnadóttir á ströndinni á jóladag. Morgunblaðið/Eggert Á þriðja þúsund Íslendinga á Kanaríeyjum Á ÁRABILINU 2003–2005 bárust 54 umsóknir til Orkustofnunar (OR) um styrk til frumathugunar á að- stæðum fyrir smáar vatnsaflsvirkj- anir, eða frá því OR í samvinnu við iðnaðarráðuneytið, var falið að gera úttekt á möguleikum á nýtingu smá- virkjana á landsbyggðinni. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Orkumála sem OR gefur út. Frá árinu 2000 hefur áhugi vaxið á byggingu smávirkjana. Lengstum hefur skilgreining á smávirkjun hér á landi miðast við virkjun sem er með minna uppsett afl en 300 kW en al- þjóðlega er oft miðað við 10 MW. Fram til ársins 2000 var uppsett afl smávirkjana (< 300 kW) um 5,0 MW. Við úrvinnslu umsókna sem borist hafa OR var í fyrstu lögð áhersla á söfnun upplýsinga úr gagnagrunni vatnamælinga Orkustofnunar. Í Orkumálum segir að stundum sé hægt að yfirfæra mælingar í nálægri á og fá þannig mat á líklegu rennsli. Í framhaldi voru umsækjendur heim- sóttir og þeim veitt aðstoð við upp- setningu á kvarða til að mæla reglu- lega vatnshæð í viðkomandi vatnsfalli. Almennt er talið nauðsyn- legt að stunda rennslismælingar í a.m.k tvö til þrjú ár áður en ákvörð- un er tekin um hvort viðkomandi vatnsfall verði virkjað. Fyrstu niðurstöður lágu fyrir í nóvember 2003 en þá var lokið við frumathugun á 31 hugsanlegum virkjunarkosti á Austurlandi. Í öðrum áfanga, á árunum 2004– 2005, voru framkvæmdar rennslis- mælingar með það að markmiði að finna lágmarksrennsli í viðkomandi vatnsfalli. Áhugi á smávirkj- unum eykst LITLU mátti muna að stórtjón yrði þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi á Þorláksmessu. Eldur- inn kviknaði á sjöunda tímanum og voru allir menn á vakt hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins kallaðir á vettvang á fjórum bílum. Þá hafði eldurinn, sem í fyrstu logaði upp gafl hússins, læst sig í þakið. Gunn- ar Örn Pétursson, stöðvarstjóri, stýrði aðgerðum á vettvangi en hann sagði eldinn hafa verið mikinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. „Það var mjög mikill eldur þegar við komum á staðinn – bæði í gafl- inum og á þakinu. […] Það mátti sáralitlu muna að þarna yrði stór- tjón því það var með miklu harð- fylgi sem okkur tókst að rífa þakið og ráða niðurlögum eldsins áður en hann bærist miklu víðar. Það var mikill vindur á þessum tíma og ég hélt á tímabili að þetta myndi fara á verri veg, en þetta slapp.“ Gunnar segir að töluverðar skemmdir hafi orðið á húsinu bæði á gaflinum og þakinu. Þannig hafi þurft að rífa mikið af veggklæðn- ingu og þakklæðningu af húsinu, sem er álklætt steinhús. „Við rifum töluvert stóran hluta af þakinu til þess að komast fyrir eldinn. Þá lak vatn niður í eina kennslustofu að minnsta kosti og olli skemmdum og einnig komst einhver reykur inn í skólann og olli tjóni.“ Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en skömmu áður en eldurinn gaus upp sást til þriggja pilta í nágrenninu. Gunnar segir að málið sé nú í rannsókn. Eldur í Rimaskóla á Þorláksmessu Morgunblaðið/Kristinn Barist við eldinn Það var með miklu harðfylgi sem slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins og forða því að ekki fór verr. Ekki útilokað að kveikt hafi verið í Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is REKSTRARNIÐURSTAÐA Garða- bæjar fyrir árið 2007 er jákvæð upp á 442 milljónir samkvæmt fjárhags- áætlun ársins sem nýverið var sam- þykkt í bæjarstjórn. Þá er gert ráð fyrir að niðurgreiðsla fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega verði aukin á árinu og að fimm ára börn fái sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag á leikskóla. „Fé vegna sölu á byggingarrétti nemur um 300 milljónum króna en rekstrarniðurstaðan er svo um 120 milljónir króna,“ segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar, um fjárhagsáætlunina. „Veltufé frá rekstrinum er í kringum 14,1 prósent sem sýnir trausta rekstrarstöðu bæj- arins. Þá erum við að greiða niður hátt í 700 milljónir af langtímalánum og er- um einnig að fara í framkvæmdir,“ segir hann og bætir við að Garðabær hafi ásamt Seltjarnarnesi lægsta út- svarið meðal sveitarfélaga en álagn- ingarprósenta útsvars er 12,35% á Sel- tjarnarnesi en 12,46% í Garðabæ og verður óbreytt á næsta ári. „Fjár- hagsáætlunin sýn- ir að fjárhagur bæjarins er traustur og að rétt er haldið hér á málum,“ segir hann. Spurður um fyrirhugaðar fram- kvæmdir segir Gunnar að áætlað sé að setja 100 milljónir í byggingu nýs fim- leikahúss á næsta ári en 2008 er gert ráð fyrir að 200 milljónum til viðbótar verði varið í verkefnið. „Svo verða tals- verðar gatnagerðarframkvæmdir og einnig framkvæmdir við grunnskóla og leikskóla. Við einn skólann verður t.d. komið fyrir svokölluðum batta- velli,“ segir Gunnar. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er mestum útgjöldum varið til fræðslu- og uppeldismála eða 2.315 milljónum sem eru 56% af heildarútgjöldum að- alsjóðs. Niðurgreiðsla fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega verður aukin með því að tekjuviðmið til niðurfell- ingar skattsins eru hækkuð umfram hækkun ellilífeyris á árinu 2006. Allir aðrir lífeyrisþegar fá auk þess fastan afslátt sem nemur 45.100 krónum. Á næsta ári lækka leikskólagjöld fimm ára barna sem fá fjórar gjaldfrjálsar stundir frá 1. janúar og sex gjald- frjálsar stundir frá 1. september nk. Einnig verða fjárveitingar auknar til forvarnarmála, m.a. til SOS-verkefna og til umhverfismála vegna átaksins, „Garðabær – snyrtilegasti bærinn“. „Fjárhagur bæjarins er traustur“ Gunnar Einarsson NÝ reglugerð um skipulag og fram- kvæmd vinnuverndarstarfs á vinnu- stöðum hefur tekið gildi. Markmið hennar er að tryggja að fyrir hendi sé kerfisbundið vinnuverndarstarf á vinnustöðum, segir í fréttatilkynn- ingu frá Vinnueftirliti ríkisins. Í því felst einkum að atvinnurekandi ber ábyrgð á að koma á vinnuverndar- starfi sem tekur til fyrirtækisins í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna. Samkvæmt reglugerðinni ber at- vinnurekanda að gera skriflega áætl- un um öryggi og heilbrigði á vinnu- stað sem á að marka stefnu varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Áætlunin skal m.a. fela í sér: mat á áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfs- manna, svo kallað áhættumat, áætl- un um heilsuvernd sem byggir á áhættumatinu og felur í sér forvarn- ir, samantekt á helstu niðurstöðum áhættumats og áætlunar um heilsu- vernd/forvarnir. Fram kemur í tilkynningu að Vinnueftirlitið mun fylgja nýmælum reglugerðarinnar eftir í eftirlits- heimsóknum á vinnustaði. Skylt að koma á kerfis- bundnu vinnu- verndarstarfi ♦♦♦ NOKKUR ungmenni söfnuðust saman við skrúðgarðinn Sólarvé í Grindavík í fyrrinótt og báru eld að rusli sem þau höfðu safnað þar sam- an. Að sögn lögreglu var ekki um mikinn eld að ræða. Einn 21 árs karl- maður var handtekinn á staðnum eftir að hafa skvett eldfimum vökva á bálköstinn þrátt fyrir fyrirmæli lög- reglu um að slíkt væri bannað. Maðurinn var færður til lögreglu- stöðvar þar sem tekin var af honum framburðarskýrsla og honum síðan sleppt lausum. Hann má búast við sekt fyrir uppátækið. Ekki kom til frekari lögregluaðgerða enda voru engin ólæti þessu samfara. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem reynt er að kveikja bál við Sólarvé á jóladagskvöld. Fyrir tveimur árum voru gerðar þrjár tilraunir til að kveikja í brennu í Grindavík upp úr miðnætti á jóladagskvöld og þurftu bæði lögreglan í Keflavík og slökkvi- lið að hafa afskipti af brunanum. Hugðust kveikja eld í Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.