Morgunblaðið - 27.12.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 27.12.2006, Síða 40
|miðvikudagur|27. 12. 2006| mbl.is Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Þ etta er mjög sérstakt leikverk, það má segja að maður skilji það ekki fyrr en í blálok- inn,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri um Ófögru veröld sem verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins milli jóla og nýárs. „Rússneski kvikmyndagerðar- maðurinn Sergei Eisenstein setti fram nokkrar kenningar um klipp- ingu á kvikmyndum, eina þeirra kallaði hann „intelectual“ eða vits- munalega klippingu. Þá eru settar saman tvær ólíkar myndir sem hver um sig hafa sjálfstætt gildi en saman fá þær þriðja gildið og segja eitthvað enn annað t.d. ef settar eru saman myndir af feitum karli með vindil í kjólfötum og svíni er komið þriðja gildið sem er kapitalískt svín. Á einhvern hátt má segja að verkið okkar sé byggt upp á þennan hátt. Það eru tveir heimar í því sem skapa eitthvað þriðja Aha! eða þriðja skilning sem kemur ekki í ljós fyrr en und- ir lokinn,“ segir Benedikt og bætir við að hann voni að fólk gangi ekki út í hléi vegna þess. „Sýningin tekur eina klukku- stund og fjörutíu mínútur fyrir hlé en aðeins um hálftíma eftir hlé. Ég er svo listrænn að ég vildi ekki hafa hlé annars staðar.“ Andófshöfundur Ófagra veröld er ævintýri sem hefur sterka tilvísun í Lísu í Undralandi eftir Lewis Carol. Líkt og í verki Carol er verkið lýsing á samfélaginu, gildum þess, þver- sögnum og áskorunum um leið og það er þroskasaga Lísu. Ferðast er með Lísu til Sundralands þar sem eru önnur lögmál sem virðast óskiljanleg en um leið heillandi. Benedikt segir leikverkið vera um nútímafólk, skrifað af nútíma- manni. „Verki er ansi vel skrifað og skemmtilegt. Skotinn Anthony Neilson er „einn á kjammann“ leikhúsmaður, leikrit hans eru oft- ast ofsafengin og ágeng, yfirleitt um erfiðleika lágstéttafólks í Bret- landi. Ófagra veröld er eiginlega gjörólíkt öðrum verkum hans, það er nokkuð fjarstæðukennt. Neilson er andófshöfundur gegn markaðsleikhúsum í Bretlandi en í Ófögru veröld notar hann aftur á móti meðöl markaðsleikhússins, safnar saman verkfærum skemmt- anabransans sem hefur einhver furðuleg áhrif Mér finnst Neilson gott leikrita- skáld, ég hef séð þau verk hans sem hafa verið sett upp hér á landi þ.e Ritskoðarann og Penet- raitor og síðan lesið önnur verk hans.“ Borgarleikhúsið virðist líka vera hrifið af verkum Neilsons því í apríl verður frumsýnt í leikhúsinu annað verk eftir hann, Lík í óskil- um. Hittir ekki kanínu heldur geit Með aðalhlutverkið í Ófögru veröld fer Ilmur Kristjánsdóttir, hún leikur Lísu sem er á fertugs- aldri og glímir við ýmsa kvilla. „Við ferðumst inn í huga hennar og fáum að sjá heiminn með henn- ar augum. Þessi heimur á ýmis- legt skylt við okkar heim, hann er ekki eftiröpun á heimi Lísu í Undralandi heldur er sá frasi meira til að lýsa stílbragðinu. Hún hittir engar kanínur eða slíkt, en hún hittir geit,“ segir Benedikt og hlær. „Lísa á samskipti við ýmsar persónur í lífi sínu sem eru allar hluti af henni. Kannski eru þær vinir hennar og fjölskylda sem birtast henni eins og í draumi sem tekur á sig einhver undarleg hlut- verk. Það er draumkennt ástand í leikritinu.“ Í lýsingu á verkinu segir að far- ið sé inn í heim geðveikinnar og að það sé heillandi en um leið nærgöngul sýn sem tekur á sig form ævintýris. Benedikt vill ekki ganga svo langt að segja þetta vera leikrit um geðveikt fólk. „Ég myndi ekki segja að þetta verk væri um geðveiki og stilla því þannig á einhvern bás, ég held að öll verk og sögur fjalli um glímu mannsins við sjálfan sig og þetta sé bara eitt af þeim.“ Kemst ekki hjá því að glotta Benedikt segir að hópurinn sem standi að Ófögru veröld sé mjög góður og meðskapandi. „Ég og Grétar Reynisson leik- myndahönnuður unnum saman að uppfærslunni á Draumleik og hlut- um báðir Grímuna fyrir þá vinnu og fyrir mér var það gulrót að fá að vinna með honum aftur.“ Spurður hvort áhorfendur megi búast við enn einni naumhyggju sviðsmyndinni segir Benedikt það af og frá. „Hér er öllu tjaldað til, við erum t.d með mikinn mat á sviðinu, ég lofa sinnepi og tómatsósu, og það eru dýrar glerplötur sem menn ganga á og vélar sem keyra um sviðið og við munum fljúga um loftið og sprengja sprengjur. Bún- ingar Helgu I. Stefánsdóttur eru síðan mjög afgerandi en samt niðri á jörðinni. Pétur Þór Bene- diktsson er svo höfundur tónlistar, eða tónmyndar eins og fínt er að kalla þetta í dag.“ Ófagra veröld þykir allt í senn ævintýri, kómedía, söngleikur, harmleikur og samfélagsspegill. „Þetta er jólagrautur leikfélags- ins, mér þykir samt ekki mik- ilvægasta að fólk hlæi heldur að það segi eftir þessa tveggja tíma sýningu AHA! en ég held að það komist ekki hjá því stundum að glotta og kannski skellihlæja.“ Ófagra veröld verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins hinn 29. desember. Glíma mannsins við sjálfan sig Morgunblaðið/Sverrir Ófögur „Neilson er andófshöfundur gegn markaðsleikhúsum í Bretlandi,“ segir Benedikt leikstjóri. Klikkun? Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir leikur Lísu í Sundralandi sem ferðast á milli tveggja heima, þar sem ólík lögmál gilda. Á föstudaginn frumsýnir Borgarleikhúsið leikritið Ófagra veröld eftir Anthony Neilson. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson sem segir verkið gerast í tveimur hugarheimum Lísu í Sundralandi. Höfundur: Anthony Neilson. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Charlotta Böving, Bergur Þór Ing- ólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðmundur Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þór Tulinius og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Leikmynd: Grétar Reynisson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Hönnun leikgerva: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tónlist: Pétur Þór Benediktsson. Hljóðmynd: Ólafur Örn Thoroddsen. Ófagra veröld staðurstund Geislaplata hljómsveitarinnar Múm, The Peel Sessions, fær fjórar stjörnur af fimm mögu- legum hjá gagnrýnanda. » 42 tónlist Johnny Depp mun afhenda Gallagher-bræðrum viðurkenn- ingu á bresku tónlistarverð- launahátíðinni í febrúar. » 42 fólk Frumsýningargestir mættu í sínu fínasta pússi í Þjóðleik- húsið í gær á Bakkynjur Evr- ipídesar. » 45 leikhús Angelina Jolie eyddi jóladegi ekki með Brad Pitt heldur með kólumbísku flóttafólki í Kosta Ríka. » 47 fólk Gísli Árnason fjallar um plötu óhljóðasveitarinnar Evil Mad- ness, Demon Jukebox, sem hann gefur þrjár stjörnur. » 49 tónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.