Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 23
áramót MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 23 Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Hún hafði lítinn tíma til þessað undirbúa jólin. Hrafn-hildur Ágústsdóttir er 18 ára gömul, nýútskrifuð frá mennta- skólanum Hraðbraut og stefnir með sama hraða í viðskipti. Eftir áramót fer hún í viðskiptafræði við Háskóla Íslands en fyrst ætlar hún að opna eitt stykki flugeldasölu og reka áð- ur en árið 2006 er á enda. „Stjúpfaðir minn, Einar Ólafsson og bróðir hans Rúnar, hafa í nokk- ur ár flutt inn flugelda frá Kína. Ég hef unnið á flugeldasölunni hjá Ein- ari og lært margt,“ segir hún kát og bjartsýn á komandi tíð. „Ég byrjaði á því að sópa en núna rek ég þetta útibú sem er að Smiðju- vegi 4E.“ Ertu búin að gera viðskiptaáætl- un? „Já, svona gróflega. Ég er búin að undirbúa þetta nokkuð vel. Ég sé um allt eins og að leigja húsnæði og ráða fólk í vinnu en kaupi flug- eldana af stjúppabba. Hann er með gæðavöru,“ segir hún og nýtir tæki- færið vel til þess að koma vörunni á framfæri. „Kærastinn minn, Hilmar Rafn Emilsson, 20 ára, sem er í lög- fræði í Háskólanum í Reykjavík, er líka með mér í þessu.“ Ólm í flugelda Hrafnhildur segir sölu flugelda vera mjög sérstaka. „Það eru svo fáir dagar á ári sem fólk þarf og kaupir flugelda. Flugeldasölur eru því aðeins opnar á milli jóla og ný- árs. En það er ofsalega gaman að standa í þessu, það er svo mikil stemning.“ Hún segir sína fjölskyldu vera ólma í flugelda. „Þetta er fjöl- skyldusport og við sprengjum mik- ið. Ég er reyndar ekkert sérlega hrifin af látunum sem fylgja oft sprengingunum en mér finnast ljós- in og ljóspálmarnir afskaplega fal- legir. Í minni fjölskyldu eru flug- eldakökurnar í uppáhaldi.“ En hvaða flugeldar eru almennt vinsælastir? „Það eru tvímælalaust fjölskyldupakkarnir. Börnin hafa líka gaman af gosblysum, stjörnu- ljósum og litlu innibombunum með tjullinu.“ Hún segir marga vilja toppa ná- granna sína og frændfólk þegar kemur að stærstu flugeldunum. „Sumir taka þetta alvarlega og það er bara gaman að því. Mikilvægast er að fara alltaf varlega með flug- elda og gera allar varúðarráðstaf- anir. Síðan er bara að kveðja gamla árið með sprengingum og fallegri ljósasýningu á himnum og fagna því nýja,“ segir flugeldastelpan. 18 ára og rekur flugeldasölu í fjóra daga Morgunblaðið/ÞÖK Flugeldastelpa Hrafnhildur Ágústsdóttir, 18 ára, rekur flugeldasölu á milli jóla og nýárs. Rakettur Þessar eiga eftir að lýsa upp himininn á gamlárskvöld. Keilugos Þessi blys á setja á jörð- ina en þegar kveikt er í þeim bresta á ljós í litum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.