Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VÍLT ÞÚ NOGGJUÐ PANTA NUNNA? JÓN... ERT ÞETTA ÞÚ? EHH... JÁ... HVAÐ KOM UPP UM MIG, SLÆMI HREIMURINN? NEI... FYLGDAR- LIÐIÐ EF AÐ ÉG VÆRI LAUF ÞÁ MUNDIR ÞÚ ALDREI SJÁ MIG FALLA! ÉG MUNDI HANGA EINS OG ÉG ÆTTI LÍFIÐ AÐ LEYSA! ÉG MUNDI HALDA MÉR ÞANGAÐ TIL ÉG YRÐI SÓTTUR! OG MEIRA AÐ SEGJA ÞÁ MUNDI ÞEIR ÞURFA AÐ DRAGA MIG Í BURTU! ÉG MUNDI ÖSKRA OG SPARKA ÉG HELD AÐ ÉG YRÐI SLÆMT LAUF! ÉG ÆTLA EKKI AÐ BORÐA KVÖLDMAT EKKI? NEI, ÉG ÆTLA BARA AÐ SITJA FYRIR FRAMAN SJÓNVARPIÐ OG BORÐA SMÁKÖKUR Í KVÖLD NEI, ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ SITJA VIÐ BORÐIÐ OG BORÐA KVÖLMATINN ÞINN EINS OG VIÐ HIN! ÞAÐ VAR ÞAÐ SEM ÉG ÁTTI VIÐ ÞÚ ÞARFT AÐ BORGA „6. ÁGÚST“ SKATTINN Í DAG! SÍÐAN HVENÆR ÞARF ÉG AÐ BORGA SÉRSTAKAN SKATT 6. ÁGÚST? SÍÐAN ÉG HENTI PÍLU Í DAGATALIÐ OG HÚN LENTI Á 6. ÁGÚST! ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÞIÐ BRÉFBERAR ERUÐ ALLTAF AÐ VÆLA UNDAN VINNUNNI YKKAR! ÞIÐ HAFIÐ ÞAÐ BARA GOTT ÞETTA STARF ER BARA MJÖG LÉ... PIPARÚÐA!! RÉTTU MÉR %#&”#%$ PIPARÚÐANN!! BRRRR! MÉR ER ÍSKALT PABBI KOMDU HINGAÐ, ÉG SKAL HLÝJA ÞÉR ÉG HELD AÐ MÉR SÉ ORÐIÐ HLÝTT VIÐ SKULUM BARA VERA VISS... ÉG VIL FÁ ALVÖRU STARF MEÐ INNIFALDRI HEILBRIGÐISTRYGGINGU, EÐA ÉG ER FARINN ÞÚ ERT EKKERT AÐ FARA Í KRINGUM HLUTINA... ALLT Í LAGI, ÞÚ VINNUR! ÉG SKAL PANNTA TÍMA FYRIR ÞIG Í LÆKNISSKOÐUN Æ, NEI! HVAÐ EF LÆKNIRINN KEMST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG ER KÓNGULÓARMAÐURINN? ELÍSABET II. Englandsdrottning sést hér yfirgefa Kirkju heilagrar Maríu Magdalenu í Sandringham á Austur-Englandi á jóladag. Konungs- fjölskyldan kom þar saman til árlegrar jólaguðsþjónustu og safnaðist að venju fjöldi fólks fyrir utan kirkjuna til að berja hina konungbornu augum. Reuters Konungleg messa Neyðarsími AA-samtak-anna, 895 1050, er opinnallan sólarhringinn,einnig um jól og áramót. „AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginlega vandamál sín, og séu fær um að hjálpa öðrum að losna frá áfengisbölinu,“ segir Jóhannes Bergsveinsson læknir, en hann er einn af þremur svoköll- uðum „Ei-ölkum“, vinum AA- samtakanna. Vinir AA-samtakanna eru einstaklingar sem ekki eru alkóhólistar en starfa innan sam- takanna. Þeir eru ekki bundnir af nafnleyndarreglum AA og geta því verið talsmenn samtakanna út á við. „Til að gerast AA-félagi þarf að- eins eitt: löngun til að hætta að drekka,“ segir Jóhannes. „AA- samtökin samanstanda af smáhóp- um, eða deildum eins og þeir eru kallaðir, sem hver og einn er sjálf- stæð eining. Deildirnar halda flest- ar fundi vikulega þar sem meðlimir geta leitað stuðnings hver hjá öðr- um.“ Grunnurinn í starfi AA- samtakanna er tólf sporin svoköll- uðu: „Lausn frá áfengisbölinu byrj- ar á fyrsta skrefinu: að viðurkenna vandann, að maður hafi misst stjórn á áfengisneyslunni og eigin lífi,“ segir Jóhannes. „Hvert spor felur í sér persónulegan þroskaá- fanga, sem hjálpa á fólki að ná aftur tökum á lífi sínu, og njóta meðlimir AA aðstoðar reyndari félaga til að takast á við hvert spor.“ AA-samtökin hafa starfað á Ís- landi frá árinu 1954, að bandarískri fyrirmynd, en fyrstu AA-samtökin voru stofnuð í Akron í Ohio árið 1935: „Unnið var mikið frumkvöðla- starf þegar samtökin voru stofnuð hér á landi, en fyrir þann tíma hafði mikil leynd og skömm hvílt yfir áfengisvandaum,“ segir Jóhannes. AA-samtökin hafa nú gefið út á hljóðdiskum tvö aðalrit samtak- anna: Annars vegar AA-bókina og hins vegar 12 reynsluspor og 12 erfðavenjur samtakanna. „Hljóð- bækurnar eru bæði hugsaðar fyrir sjónskerta og lesblinda og aðra sem eiga erfitt með lestur, en einnig getur mörgum þótt þægilegt að setja disk á fóninn í bílnum og hlusta t.d. á leið til og frá vinnu, eða þegar heim er komið eftir langan vinnudag að setjast í hægindastól- inn, slaka á og hlusta á þann boð- skap sem þessar bækur hafa fram að færa,“ segir Jóhannes. „Þetta eru bækur sem standa fyrir sínu og eru seldar nú á sérstöku tilboðs- verði, 3.000 kr. hver bók en bæk- urnar eru til sölu á skrifstofu sam- takanna.“ Skrifstofa AA-samtakanna er í Tjarnargötu 20 í Reykjavík og er síminn þar 551 2010. Fá má frekari upplýsingar um starfsemi AA- samtakanna á Íslandi á slóðinni www.aa.is. Neyðarsími AA-samtakanna er, eins og fyrr segir, 895 1050 og er opinn allan sólarhringinn. Heilsa | AA-samtökin gefa út AA-bókina og 12 reynsluspor á hljóðbókaformi Alltaf hægt að leita aðstoðar  Jóhannes Bergsveinsson fæddist í Reykja- vík 1932. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1953, læknaprófi frá Háskóla Íslands 1962 og sérnámi í geðlækningum frá Bethlem Royal og Maudsley- spítölum í Lundúnum 1969. Að námi loknu hóf Jóhannes störf við Kleppsspítala. Hann varð yfirlækn- ir áfengisdeilda ríkisins 1975 og gegndi því starfi til ársins 2002 þegar hann hætti störfum. Jóhann- es er kvæntur Auði Garðarsdóttur, húsmóður og safnaðarformanni, og áttu þau gullbrúðkaup á þessu ári. Eiga þau þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.