Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 35/37
Staksteinar 8 Menning 40/49
Veður 8 Leikhús 42
Úr verinu 11 Myndasögur 44
Erlent 14/15 Bíó 46/49
Menning 18 Staður og stund 46
Vesturland 19 Víkverji 48
Daglegt líf 20/25 Velvakandi 48
Forystugrein 26 Stjörnuspá 48
Umræðan 28/34 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Snúningur á slöngu og ýmis önn-
ur vandkvæði urðu til þess að ekki
reyndist unnt að hefja dælingu olíu
úr Wilson Muuga í gærkvöldi eins og
vonir stóðu til. Hlé var gert á að-
gerðum í gærkvöldi. Talið er að um
100 tonn af olíu séu um borð í skip-
inu. Davíð Egilsson, forstjóri Um-
hverfisstofnunar, segir að það sé á
ábyrgð eigandans og býst við að
skipið verði hlutað í sundur á strand-
stað og flutt í burtu líkt og gert var
við Víkartind eftir að hann strandaði
árið 1997. »Forsíða og 6
Tilkynnt var í gær að FL Group
hefði keypt samtals 5,98% hlutafjár í
AMR Corporation sem er móð-
urfélag American Airlines og fleiri
flugfélaga. Fjárfestingin nemur um
400 milljónum Bandaríkjadala, um
28 milljörðum íslenskra króna. For-
stjóri FL Group telur að félagið eigi
mikið inni. » Baksíða
Verð á sjávarafurðum hækkað
enn í nóvember eða um 1% mælt í
erlendri mynt (SDR) og hefur verðið
nú hækkað sjö mánuði í röð. Á síð-
ustu 12 mánuðum hefur það hækkað
um 12% og hefur ekki áður verið
jafnhátt. Í íslenskum krónum hefur
verðið hækkað um 30% sl. ár. Hagur
sjávarútvegsfyrirtækja hefur vænk-
ast mjög á þessu ári með lækkun á
gengi krónunnar og hækkun á af-
urðarverði. »11
Um áramótin verður til nýtt lög-
regluembætti; lögregla höfuðborg-
arsvæðisins þegar lögregluliðin þrjú
á svæðinu renna saman í eitt. Þetta
verður langstærsta lögregluembætti
landins og umdæmi þess nær til um
63% þjóðarinnar. Lögreglustjórinn
ætlar sjálfur að auka sýnileika lög-
reglu með því að taka virkan þátt í
göngueftirliti. Það fyrsta hefst 2.
janúar klukkan 13.30. » Baksíða
og miðopna
Erlent
Eldur í bensínleiðslu kostaði að
minnsta kosti 260 manns lífið í fá-
tækrahverfi í Lagos í Nígeríu í gær-
morgun. Hópur þjófa hafði borað
gat á leiðsluna til að stela bensíni og
hundruð manna hafði drifið að til að
verða sér úti um eldsneyti þegar eld-
urinn gaus upp. » Forsíða
Forsætisráðherra Eþíópíu, Mel-
es Zenawi, sagði í gær að yfir þús-
und manns lægju í valnum í Sómalíu
eftir átök milli hersveita bráða-
birgðastjórnar landsins og vopn-
aðrar hreyfingar íslamista. Hreyf-
ingin viðurkenndi að liðsmenn
hennar hefðu þurft að hörfa frá
mörgum vígstöðvum. » 14
Forsetakosningar eiga að fara
fram í Túrkmenistan 11. febrúar og
kosið verður þá á milli sex forseta-
efna sem ráð æðstu embættismanna
landsins valdi í gær. » 15
Mikill fjöldi manna minntist þess
víða um heim í gær að tvö ár eru lið-
in frá því að risaflóðbylgja skall á
ströndum nokkurra landa við Ind-
landshaf og varð um 220.000 manns
að bana. » 26
ELDUR kom upp í einbýlishúsi við
Gilsbakka á Hvolsvelli aðfaranótt
Þorláksmessu. Einstæð móðir,
Guðný Guðnadóttir, komst ásamt
þremur ungum börnum sínum út úr
húsinu undan eldinum og þykkum
reykjarmekki. Þau sluppu án
meiðsla en í samtali við fréttavef
Morgunblaðsins skömmu eftir at-
burði næturinnar sagði Guðný eng-
an vafa leika á því að reykskynjari
hefði bjargað. Hún hefði þurft að
fara inn í þrjú herbergi til að sækja
börnin en þeim hefði reynst nauð-
synlegt að skríða út þar sem mikill
reykur var í húsinu. „Ég var milli
svefns og vöku inni í stofu þegar ég
heyrði í reykskynjaranum, ég fór þá
að herberginu sem reykurinn kom
úr, sem var svefnherbergið, svo
sótti ég bara börnin og við hlupum
út.“
Börn Guðnýjar sem voru í húsinu
eru 5, 7 og 9 ára gömul og sagði hún
að þeim hefði eðlilega orðið mjög
hverft við, þau væru enn að jafna sig
en tækju atburðinum vel miðað við
aðstæður og stæðu sig í raun eins og
hetjur. Hún sagðist þó mjög fegin
því að yngsta barn hennar hefði ver-
ið hjá föður sínum umrædda nótt.
Lögreglan á Hvolsvelli segir ljóst
að litlu hafi mátt muna að illa færi
en húsið er timburhús. Slökkviliðs-
menn Brunavarna Rangárþings hafi
brugðist skjótt við og trúlega komið
í veg fyrir stórbruna. Að sögn lög-
reglu er óljóst um eldsupptök.
Söfnun fyrir fjölskylduna
Guðný missti allt sitt í eldsvoð-
anum en hún er ótryggð og hafði
fyrir skömmu flust til Hvolsvallar
og komið sér fyrir í húsnæðinu
ásamt börnum sínum. Þannig urðu
allir hennar innanstokksmunir
sótinu að bráð svo sem föt og per-
sónulegir munir.
Fjölskylda og vinir Guðnýjar hafa
komið af stað söfnun fyrir hana og
börn hennar en þeim sem vilja
leggja henni lið er bent á banka-
reikninginn: 1152-26-1277, kt. 3003-
77-5569.
Reykskynjarinn varð
til bjargar á Hvolsvelli
Einstæð fjögurra barna móðir missti allt sitt í eldsvoða
á Þorláksmessu Engum tryggingum var til að dreifa
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í SKÝRSLU ríkislögreglustjóra um
afbrotatölfræði fyrir árið 2005 kemur
m.a. fram að tilkynningum vegna
nauðgana fjölgaði um rúmlega 43%
milli 2004 og 2005 og um tæplega 30%
þegar litið er til meðalfjölda tilkynn-
inga næstu fimm árin á undan.
Í heild voru þó mun færri hegning-
arlagabrot skráð á síðasta ári en árið
á undan og er þar bæði um að ræða
fækkun brota en einnig fækkun
vegna þess að lögregla tók í notkun
nýtt skráningarkerfi. Vegna breyt-
inga á skráningu er í skýrslunni einn-
ig miðað við meðaltal áranna 2001–
2004.
Í skýrslunni segir að fækkun hegn-
ingarlagabrota komi ekki á óvart
enda hafi brotum verið að fækka hér
á landi líkt og annars staðar í Evrópu
og í Bandaríkjunum. Um tilkynntar
nauðganir segir m.a. að ekki sé víst
að um raunverulega fjölgun sé að
ræða því svo virðist sem óvenju mikið
af eldri afbrotum hafi verið tilkynnt
til lögreglu á síðasta ári.
Umferðarlagabrotum fækkar tölu-
vert á milli ára eða um tæplega 22%
og auðgunarbrotum fækkar verulega
árið 2005 samanborið við 2004 eða um
42%. Skýrsluhöfundar telja líklegt að
að hluta til sé um að ræða raunveru-
lega fækkun brota en einnig verði að
telja líklegt að breytingar á skrán-
ingu hafi eitthvað að segja. Fjársvik-
um með greiðslukortum fjölgar sem
og gripdeildum og ránum. Fíkniefna-
brotum fjölgaði um 46% og hefur
þeim fjölgað stöðugt frá árinu 2001.
Ofbeldisbrot sem tilkynnt voru til
lögreglu voru 1.299 árið 2005 sem er
svipaður fjöldi og á síðustu árum.
Þrjú manndráp voru skráð hjá lög-
reglu sem er sami fjöldi og árið 2004.
Tilraunir til manndráps voru á hinn
bóginn fleiri, eða sex, en tvö árið
2004.
Tilkynningum vegna
nauðgana fjölgaði um 43%
Í HNOTSKURN
» Færri hegningarlagabrotvoru skráð á Íslandi árið
2005 en árið 2004 eða rúmlega
12.000 í stað um 16.500.
» Var þar bæði um að ræðafækkun afbrota en einnig
fækkun vegna tilkomu nýs
skráningarkerfis lögreglu.
» Umferðarlagabrotumfækkaði um tæplega 22%
og auðgunarbrotum fækkaði
um 42%.
GRÍSKI harmleikurinn Bakkynjur var frumsýndur í
Þjóðleikhúsinu í gær, en verkið var skrifað fyrir um
2.400 árum af einu lykilskálda gullaldar grískrar leik-
ritunar, Evripídes. Eins og venjan er um jólafrumsýn-
ingar leikhússins var mikil tilhlökkun í húsinu áður en
tjöldin voru dregin frá og gestir í sannkölluðu hátíð-
arskapi. Þeirra á meðal voru mæðgurnar Herdís Þor-
valdsdóttir leikkona og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð-
leikhússtjóri ásamt eiginmanni Tinnu, tónlistar-
manninum Agli Ólafssyni. | 45
Morgunblaðið/Ómar
Bakkynjur frumsýndar
SÝSLUMAÐURINN á Akureyri fór
í gær fram á gæsluvarðhald yfir
fimm ungmennum sem grunuð eru
um innbrot og þjófnaði úr tveimur
fyrirtækjum á Akureyri. Eftir yfir-
heyrslur í gærkvöldi var ákveðið að
sleppa þremur úr haldi en halda
gæsluvarðhaldsbeiðni yfir tveimur
til streitu.
Að sögn lögreglu var fyrst brotist
inn í verslun sem selur snjóbretti og
búnað þeim tengdan aðfaranótt jóla-
dags og í fyrrinótt var aftur brotist
inn á sama stað og meiru stolið af
sama tagi. Þá var brotist inn í veit-
ingahús og þaðan stolið töluverðu
magni af áfengi, sjóðsvél og pening-
um. Talið er að sömu aðilar hafi verið
að verki. Megnið af þýfinu er komið í
leitirnar.
Fólkið er í kringum tvítugt, sá
yngsti í hópnum er 17 ára. Að sögn
lögreglu er bæði um að ræða ung-
menni sem áður hafa komið við sögu
lögreglu sem ný andlit.
Stálu snjó-
brettum
ÞRÍR voru fluttir með sjúkrabíl eft-
ir harðan árekstur á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Borgar-
túns um hálfellefuleytið í gærkvöldi.
Fimm sjúkrabílar og tveir slökkvi-
liðsbílar voru kallaðir út og þurfti
að nota klippur til að ná fólki út úr
bílunum, sem voru mikið skemmdir.
Í öðrum bílnum var einn ökumað-
ur sem fótbrotnaði en í hinum öku-
maður og farþegi og slösuðust þeir
minna. Enginn var talinn í lífs-
hættu.
Ökumenn greinir á um stöðu um-
ferðarljósa á þeim tíma sem slysið
varð. Öðrum bílnum var ekið norður
Kringlumýrarbraut en hinum var
ekið austur Borgartún.
Lögreglan lýsir því eftir vitnum
að atburðinum og eru þeir sem hafa
upplýsingar um málið beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
Reykjavík í síma 444 1130.
Lýst eftir
vitnum að
árekstri