Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÚLLUREKSTUR VIRÐULEGRA STOFNANA Borgarráð Reykjavíkur ályktaðirétt fyrir jólahátíðina ogskoraði á Háskóla Íslands að hverfa frá áformum um að starf- rækja spilasal í verzlunarmiðstöð- inni Mjóddinni í Breiðholti. Í fram- haldi af því skrifaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Háskólan- um bréf. Þar segir hann meðal ann- ars að áform Háskólans um að opna spilasal skaði verzlunarmiðstöðina. Enginn óski eftir því að spilakössum verði fjölgað og spilasalur sé það versta, sem hægt sé að koma fyrir inni í verzlunarmiðstöð, sem ætluð sé fyrir fjölskyldur til þess að verzla og njóta þess að vera saman. „Ég vona það að menningastofn- unin Háskóli Íslands sýni verzlunar- miðstöðinni í Mjódd þá skynsemi að hverfa frá þessum áformum,“ segir borgarstjóri í bréfi sínu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson talar áreiðanlega fyrir hönd langflestra nágranna verzlunarmiðstöðvarinnar í Mjódd. Og líkast til fyrir hönd meirihluta borgarbúa. Fólk, sem vill búa í barn- og fjölskylduvænu um- hverfi hefur engan áhuga á spilasöl- um í nágrenni sínu. Þeir hafa sama orð á sér og verstu brennivínsbúll- urnar; fólk lítur svo á að þeir, sem þar fara inn, séu fyrst og fremst sjúklingar, fíklar. Fólk með sæmi- lega sómatilfinningu vill almennt ekki láta sjá sig þar. Og flestir for- eldrar vilja í lengstu lög forðast að börn þeirra fari inn á slíka staði. Allir vita hver hættan er á að fólk ánetjist spilakössunum. Afleiðingar slíkrar ánetjunar eru vel þekktar. Fólk flosnar upp úr námi, steypir sér í skuldir, missir vinnuna. Spilakass- arnir eru undirrótin að upplausn margra fjölskyldna. Er þá ekki líka eitthvað meira en lítið bogið við að virðulegar stofnanir og samtök á borð við Háskóla Ís- lands, Rauða krossinn, SÁÁ og Landsbjörg reki þessar búllur? Hve- nær verður svo komið að þessar stofnanir og samtök geta einfaldlega ekki varið það fyrir landsmönnum að standa í þessum rekstri? Tekjurnar af spilakössunum eru vissulega miklar. En getur hin nei- kvæða ímynd, sem spilasalirnir hafa, ekki jafnvel leitt til þess að önnur fjáröflun í þágu þess góða starfs, sem þessir aðilar vinna, gangi verr en ella? Það er löngu orðið tímabært að þeir, sem stýra þeim samtökum og stofnunum, sem um ræðir, horfist í augu við ábyrgð sína í þessum efn- um. KÚGUN Í VESTUR-SAHARA Kastljós heimsfréttanna nær ekkioft til Vestur-Sahara og þó býr þar lítil þjóð við kúgun og undirokun grannríkisins Marokkó. Landið er lokað af með miklum múr úr sandi og grjóti og sitt hvorum megin við hann eru jarðsprengjur. Jafn lítið er talað um hlutskipti Sahrawi-manna í Vest- ur-Sahara og mikið er fjallað um hlutskipti Palestínumanna á her- námssvæðunum á Vesturbakkanum og Gaza. Talið er að á milli 180 og 270 þús- und manns búi í Vestur-Sahara og um 170 þúsund dvelji í flóttamannabúð- um í Alsír. Kristján Jónsson blaða- maður fór í flóttamannabúðirnar Layoune í Alsír og segir frá heimsókn sinni í Morgunblaðinu á aðfangadag. Lýsing hans ber með sér að flótta- mannabúðirnar hafa staðið í um þrjá áratugi og lífið þar ber öll merki var- anleika. Þar vaxa nú úr grasi kyn- slóðir, sem ekki þekkja annað líf. Búðirnar eru hins vegar langt frá því að vera sjálfbærar. Íbúarnir eru háð- ir Sameinuðu þjóðunum og alsírskum stjórnvöldum um nauðþurftir. Í greininni kemur fram að þessi hluti Sahara sé „eins harðbýll og harkaleg- ur og hugsast getur enda bjó enginn hér áður en flóttafólkið fékk hér hæli“. Flóttafólkið býr þó við meira frelsi en íbúar Vestur-Sahara. Skömmu fyrir jól komst Abba Salek El-Haiss- an, formaður Samtaka lögmanna í Sahara, til Vestur-Sahara á vegum mannúðarsamtaka undir merkjum SÞ: „Ég get ekki lýst fyrir ykkur hversu alvarlegt ástandið er á her- námssvæðunum. Öryggisþjónustan í Marokkó hefur lokað öllum vegum til og frá svæðinu og þeir stunda stöðugt eftirlit [með íbúunum]. Börnin eru hrædd, konurnar eru hræddar og feð- urnir eru hræddir. Meira að segja er hervörður við innganga að skólum,“ sagði hann. „Við heyrum stöðugt að marokkósk nýlenduyfirvöld komi í veg fyrir að erlendar sendinefndir fari inn í héraðið. Ástæðan er einföld: Marokkó óttast að þessar erlendu sendinefndir kynnu að komast að hinu sanna um kúgun þeirra og lög- regluvald. Hernámssvæði Vestur- Sahara eru handan þjóðaréttar: þar eru engin lög og enginn réttur, aðeins vald lögreglunnar, sem traðkar á reisn borgaranna.“ Eins og fram kemur í grein Krist- jáns hraktist fólkið í flóttamannabúð- unum frá heimilum sínum í Vestur- Sahara um miðjan áttunda áratuginn þegar Spánverjar yfirgáfu þessa ný- lendu sína og hugðust skipta henni milli Máritaníu og Marokkó. Þessu vildu Sahrawi-menn ekki una og tóku upp vopn undir merkjum sjálfstæð- ishreyfingarinnar Polisario. Þeir báru sigurorð af Máritaníu og við tók langvinnt og blóðugt stríð við Mar- okkó, sem naut meðal annars stuðn- ings Frakka. 1991 var komið á vopna- hléi og átti að skera úr um framtíð Polisario með þjóðaratkvæði sem enn er beðið eftir. Í millitíðinni hafa Mar- okkómenn reynt að snúa hlutunum sér í hag með því að flytja fólk til Vestur-Sahara. Síðasta útspil þeirra var að heita Vestur-Sahara aukinni sjálfsstjórn í anda opnari stjórnar- hátta í landinu öllu. Meðferð þeirra á íbúunum vekur hins vegar ekki vonir um gagngerar breytingar á ástand- inu og það gerir sinnuleysi alþjóða- samfélagsins reyndar ekki heldur. Í Vestur-Sahara býður lítil þjóð ofur- eflinu byrginn. Það er tímabært eftir 30 ár að hún fái verðugan stuðning. Ban Nam Khem. AFP. | Mikill fjöldi manna minntist þess víða um heim í gær að tvö ár voru þá liðin frá því að risaflóðbylgja skall á ströndum nokkurra landa við Indlandshaf og varð um 220.000 manns að bana. Fólk baðst fyrir og grét látna ástvini og ættingja við minningarathafnirnar í gær. Margir lögðu blóm á strendur Taí- lands, Indlands og fleiri landa til minn- ingar um fórnarlömbin. Háskólanemar á Indlandi mótuðu sandlistaverk til minningar um hina látnu á strönd við borgina Chennai. Margir komu saman í taílenska sjáv- arþorpinu Ban Nam Khem þar sem 5.400 manns létu lífið, þar af rúmur helmingur ferðamenn. Fólk kastaði blómum í hafið en aðrir minntust hinna látnu með þögn. Jarðskjálftinn sem olli flóðbylgjunni var 9,3 stig á Richters-kvarða. Í Aceh- héraði í Indónesíu dóu um 168.000 manns. Þar safnaðist fólk saman í mosk- um í gær til að minnast hinna látnu. Endurreisnarstarfið gengur hægt Heilu þorpin skoluðust burt í flóð- bylgjunni og enn eiga margir um sárt að binda af völdum hennar. Breska ríkisútvarpið, BBC, skýrði ný- lega frá því að um það bil helmingur að- stoðarinnar sem heitið var vegna flóð- bylgjunnar hefði ekki enn verið notaður. Alls var 6,7 milljörðum dollara, sem svarar 460 milljörðum króna, heitið í að- stoð vegna flóðbylgjunnar og um 3,4 milljarðar dollara, 230 milljarðar króna, hafa verið notaðir. Um 9% fjárins sem heitið var hefur ekki enn verið afhent. Endurreisnarstarfið hefur gengið hægt á nokkrum hamfarasvæðanna. Til að mynda eyðilögðust eða skemmdust um 100.000 hús á Sri Lanka og aðeins um helmingur þeirra hefur verið end- urreistur. Tvö ár liðin frá flóðbylgj- unni miklu Minnismerki N Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MEÐ stofnun lögreglu höfuðborgar- svæðisins eða LRH eins og nafnið verð- ur skammstafað, verður til langstærsta lögregluembætti landsins. Þar mun starfa um helmingur allra lögreglu- þjóna í landinu og í umdæmi þess búa um 190.000 manns, rúmlega 63% ís- lensku þjóðarinnar. Breytingarnar sem verða á höfuð- borgarsvæðinu eiga sér töluverðan að- draganda og eru raunar hluti af nýskip- an lögreglumála um land allt. En hvernig verða íbúar höfuðborgarsvæð- isins varir við þessar breytingar? Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins, segir að strax eftir áramót ætti fólk að taka eftir aukinni sýnilegri löggæslu á umferðaræðum og í íbúðarhverfum. Þar að auki verði göngueftirlit stóreflt og munu lögreglu- menn reglulega fara fótgangandi í eft- irlitsferðir út frá öllum lögreglustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Vefur lögregl- unnar verður einnig stórbættur og þar verða m.a. settar upplýsingar um þróun afbrota í einstökum hverfum og svæð- um, fólki verður gefinn kostur á að setja nafn sitt á tölvupóstlista sem verður notaður til að senda upplýsingar um ástandið í einstökum borgarhlutum og á vefnum verður auðvelt að koma ábendingum á framfæri við lögreglu. „Við leggjum upp með ákveðin grund- vallarmarkmið sem eru skýr og einföld. Við ætlum okkur að auka öryggi og ör- yggistilfinningu borgaranna og það ætl- um við að gera með því að leggja áherslu á sýnilega löggæslu, efla hverfa- og grenndarlöggæslu og gera rannsóknir betri og skilvirkari,“ segir Stefán. Lögregla muni setja sér skýr markmið og fylgjast náið með hvort þau náist. Frá skrifborðinu Hið nýja embætti tekur yfir allar eig- ur og allar fjárveitingar sem lögreglu- embættunum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði var ætlað. Þá munu allir starfsmenn embættanna færast til hins nýja embættis. Þetta eru alls um 450 manns, þar af um 350 lögreglumenn. Ekki stendur til að fjölga lögreglu- mönnum frá því sem nú er og embættið fær ekki meiri peninga en embættin þrjú hefðu fengið samanlagt. Þar með vaknar sú spurning hvernig farið verð- ur að því að gera lögregluna sýnilegri og jafnframt efla rannsóknir þó að hann uppfylli kr lögreglustjóra, þ Stefán mun e göngueftirliti lö fara í fyrsta gön ættis, stundvísle janúar. Aðrir yf ekki hafa sést í ár, munu einnig er þá eins got þeim enn! Sýnileiki hefur Allar þessar a þess að mun alg reglumenn að st sá að auka öryg borgaranna. „Ba reglumann á g manna um að lö segir Stefán. Þa því rannsóknir h gæsla leiði til fæ aukist öryggistil Þetta verkefn einkamál lögreg arnir verði einni bæði með ábyrg koma ábendingu Einhverjir kyn mannskapurinn verði sá sami og pening- arnir jafnmiklir. Svar Stefáns er að það verði gert með nýjum áherslum og breyttu skipulagi auk þess sem tækifæri verði til hagræð- ingar og aukinnar sérhæfingar þegar embættin þrjú verða lögð saman. Kallað verði eftir því að lögreglumenn sem voru að mestu eða öllu leyti við störf inni á stöðvunum fari meira út á göt- urnar en í staðinn verði eftir megni reynt að létta af þeim skrifstofuskyld- unum s.s. skýrslugerð og fleiru með nýj- um vinnubrögðum. Þá verði lögð áhersla á að fleiri lögreglumenn verði í lög- reglubúningum, m.a. þeir sem sinna for- varnarstörfum og þegar er búið að ákveða að merkja 7–8 lögreglubíla sem áður voru ómerktir. Stefán mun sjálfur aka um á merktum lögreglubíl og verður í búningi þegar hann er við störf. Að- spurður hvort ökumenn megi eiga von á því að lögreglustjórinn sjálfur stöðvi þá t.d. fyrir hraðakstur segir Stefán að lög- reglustjórum beri að sjálfsögðu skylda til að stöðva lögbrot verði þeir varir við þau. „En ætli ég verði ekki að læra á radarinn fyrst,“ segir hann og hlær en Stefán hefur ekki starfað sem lögreglu- maður eða gengið í lögregluskólann þótt Fleiri löggur Klukkan 12 á gamlárskvöld renna þrjú lögregluembæ Sýnilegri Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæ mundur Pétur Guðmundsson varðstjóri, Ásgeir Þór Ásgeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.