Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR BREIÐFJÖRÐ, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju föstu- daginn 29. desember kl. 14. Helga Magðalena Guðmundsdóttir, Skúli Guðmundur Ingvarsson, Brynja Harðardóttir, Páll Kristinn Ingvarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Atli Már Ingvarsson, Sesselja Eysteinsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þórður Þor-geirsson fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 17. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorgeir Þórðarson, f. 31. maí 1907, d. 23. apríl 1983, og Hólm- fríður María Guð- steinsdóttir, f. 11. ágúst 1914, d. 18. maí 1989. Systur Þórðar eru Guðbjörg, f. 26. desem- ber 1938, og Guðrún, f. 15. júlí 1942. Þórður kvæntist 21. júní 1969 Ingu Magdalenu Árnadóttur, f. 13. janúar 1948. Foreldrar Ingu eru hjónin Árni Hreiðar Árnason, f. 30. nóvember 1920, og Jytte Inge Árnason, f. 22. maí 1923. Börn Þórðar og Ingu eru: 1) Árni, f. 1. júní 1966. Börn hans eru Birgitta Svava, f. 20. sept. 1989, og Stein- ar Þór, f. 24. apríl 1993. 2) Þorgeir, f. 7. feb. 1971, d. 20. sept. 1982. 3) Inga Jytte, f. 12. feb. 1973, gift Ólafi Má Ólafssyni, f. 11. ágúst 1972. Börn þeirra eru Þórunn Inga, f. 3. nóv. 1996, og Þorgeir, f. 21. maí 2001. Þórður ólst upp í Laugarnes- hverfinu og gekk í Laugarnes- skóla. Þórður var matreiðslu- meistari að mennt og starfaði hann við þá iðn allt þar til hann veiktist fyrir rétt rúmu ári. Þórður verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn, hér sit ég og trúi því ekki að þú sért farinn og komir aldrei aftur. Minningarnar streyma og af mörgu er að taka, en fyrst og fremst er ekki hægt að hugsa sér betri pabba en þig, ávallt tilbúinn til að gera bókstaflega allt fyrir mann. Þú varst dugnaðarforkur í alla staði og ákaflega ósérhlífinn, sér- staklega þegar kom að vinnu. Á hverju sumri var t.d. eitthvað dittað að húsinu sem þér þótti svo vænt um og var mikið í mun að hafa það vel við haldið. Einnig hafðir þú mjög mikinn áhuga á garðinum. Á sumrin var nær undantekningarlaust komið heim úr vinnunni, sest niður, fengið sér einn kaffibolla og svo fóruð þið mamma út að vinna í kringum húsið. Ekki má heldur gleyma því hve gaman þér þótti að ferðast. Þá bæði með ferðahópnum og líka þegar þið fóruð tvö ein. Þið fóruð um allan heim en skemmtilegust þótti þér samt ferðin til Kína sem stóð upp úr fyrri ferðum. Fyrir rétt rúmu ári síðan greinist þú með þennan illvíga sjúkdóm sem krabbamein er, en þú varst alltaf bjartsýnn á að þú mynd- ir ná yfirhöndinni. Takk fyrir allt og megi guð vernda þig. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem komu að hjúkrun pabba, kær- lega fyrir það frábæra starf sem það fólk vinnur af svo mikilli alúð og um- hyggju. Þín dóttir, Inga Jytte. Elsku pabbi. Orð geta ekki lýst söknuðinum þegar ég hugsa til þess að þú sért farinn. Allar þær frábæru stundir sem við áttum í Staðarseli og þegar þú komst í heimsókn upp í sumarbústað í kaffi og til að hjálpa til við smíðina á honum, sem var æði oft, og ekki vantaði áhugann á að hjálpa til. Þetta er bara brot af þeim minningum sem munu verða með mér um alla ókomna tíð. Megi guð varðveita þig um alla eilífð. Þinn sonur. Árni. Elsku tengdafaðir minn, hann Þórður, er farinn frá okkur. Okkar kynni hófust fyrir rétt tæplega 15 árum og hafa verið ákaf- lega skemmtileg alla tíð síðan. Ég og Inga Jytte vorum ákveðin í að gifta okkur snemma og eftir aðeins þriggja ára samband labbaðir þú með hana inn kirkjugólfið og ég verð að segja það að sjaldan höfum við báðir verið jafn stoltir og þá. Ári seinna fæddist svo Þórunn Inga og fimm árum seinna hann Þorgeir. Það verður að segjast að ekki var til betri maður með börn en þú, alltaf eitthvað að gera með þeim þegar þau voru í heimsókn hjá þér og Ingu. Alltaf að passa upp á að þau fengju allt sem þau vildu og væru nú í öruggum leik. Ekkert sem þau gætu nú slasað sig á, en eins og við sögðum oft í gríni að ef þú værir eft- irlitsmaðurinn sem væri að CE- merkja leikföngin þá væru engin leikföng nógu örugg, því það er hægt að slasa sig á öllu að þér fannst. Í gegnum tíðina hefur okkar sam- band þróast upp í góðan vinskap sem ekki er hægt að taka sem sjálf- sagðan hlut. Við elskuðum jú báðir að hafa bílana alltaf hreina og flotta, þrifum þá hátt og lágt, tókum þá helst alla í einu. Þegar ég hugsa um þetta verð ég að nefna jólagjöfina sem þú fékkst ein jólin, það var nefnilega háþrýstidæla og þegar leið á aðfangadagskvöld vorum við komnir í jakkafötunum út í bílskúr til að tengja hana og prufa svona að- eins, en rétt þegar við vorum að byrja vorum við vinsamlega beðnir að koma inn, „hvað haldið þið eig- inlega að nágrannarnir haldi“ var kallað út. Allar sumarbústaðarferð- irnar sem við fórum öll saman og all- ur frábæri maturinn sem þú eldaðir, því á maður aldrei eftir að gleyma. Þegar þú greindist með krabba- mein fyrir rétt rúmu ári grunaði engan að þetta gæti tekið svona stuttan tíma. Þú varst ákveðinn að berjast og það var öfundsvert að fylgjast með hve sterkan vilja þú hafðir allt fram til síðasta dags. Elsku Doddi, þín verður sárt saknað, guð geymi þig. Kveðja, Ólafur Már. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Þú ert farinn en verður alltaf í hjörtum okkar. Við elskum þig og vonum að þú vakir yfir okkur. Við munum aldrei gleyma hversu góður þú varst við okkur öll. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Steinar Þór og Birgitta. Látinn er, langt um aldur fram, kær vinur minn Þórður Þorgeirs- son. Kynni okkar Dodda, eins og hann var gjarnan kallaður, hófust árið 1988 í sólarlandaferð á Lignano á Ítalíu og hefur vinskapur okkar haldist æ síðan. Fljótlega eftir kom- una heim frá Ítalíu var stofnaður ferðaklúbbur þar sem stefnan var sett á lengri ferðir á framandi slóðir. Ferðaklúbburinn hlaut nafnið Lign- anoklúbburinn og samanstóð hann af fernum hjónum. Sumarið 2005 lést Sigurbjörg Ámundadóttir og nú kveðjum við annan félaga okkar úr þessum samrýnda félagsskap. Fyrsta ferð ferðaklúbbsins var til Brasilíu og á eftir fylgdu ferðir til Taílands og Kína. Eftirminnilegir eru einnig klúbbfundir sem haldnir voru reglulega á veturna, þar sem snæddur var góður matur og rifj- aðar upp sögur úr utanlandsferðum klúbbsins. Minningar úr þessum ferðum munu seint gleymast. Á milli klúbbferða ferðuðumst við Þórður töluvert saman, þá einkum til Kanaríeyja en einnig fórum við til Portúgal og Prag í eftirminnilegar ferðir. Sérstaklega eru mér minni- stæðar gönguferðir okkar á Kanarí- eyjum þar sem Þórður mældi með göngumæli allar vegalengdir og verðlaunuðum við okkur sjálfa fyrir dugnaðinn eftir hverja gönguferð eftir því hvað mælirinn sýndi. Verð- launin voru í fljótandi formi. Á kvöldin var farið út að borða og mannlífið skoðað á leiðinni heim á hótel. Þórður var góður vinur og ferða- félagi. Fyrir hönd okkar hjóna vil ég votta Ingu, börnum og barnabörn- um þeirra okkar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Sigurður Sveinbjörnsson. Í dag kveðjum við góðan vin og vinnufélaga. Við kynntumst Dodda þegar við byrjuðum að vinna í Múla- kaffi, hann var mjög góður vinur og vinnufélagi. Okkur langar til að kveðja hann með þessu versi. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Við vottum fjölskyldu Þórðar innilega samúð. Alda og Bára. Við viljum minnast vinar okkar Þórðar Þorgeirssonar eða Dodda, eins og hann var alltaf kallaður. Við hjónin kynntumst honum og Ingu fyrir um 20 árum á Lignano. Við vorum í sumarfríi með fólki sem þekkti Dodda. Frá þeim tíma minn- umst við, hversu ljúfur hann var og gott að vera með honum. Alltaf sama góða skapið og stutt í húm- orinn. Þannig hélst það alla tíð síð- an. Eftir heimkomuna frá Lignano var Asíuklúbburinn stofnaður. Markmiðið var að fara í sumarfrí til Asíu. Fljótlega bættust í hópinn Sigurbjörg og Gunnar. Með Dag- nýju og Sigga vorum við fern hjón sem héldum áfram og greiddum mánaðarlega í ferðasjóð. Minnst ársfjórðungslega vorum við í mat hvort hjá öðru. Góðar minningar frá Þórður Þorgeirsson Elsku afi. Við vitum að nú ert þú hjá guði og munt alltaf passa okkur. Við munum aldrei gleyma þér og munum alltaf elska þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þórunn Inga og Þorgeir. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, BERGSTEINS JÓNSSONAR prófessor emeritus, með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Guðrún Þórey Jónsdóttir, Auður Bergsteinsdóttir, Ólafur Árni Traustason, Soffía Sigríður Karlsdóttir, Sigurður Jónasson, Hilmar Karlsson, Brynja Kærnested, Guðrún Árný Karlsdóttir, Sveinbjörn Enoksson, Bergsteinn Karlsson, Ólafur Finnbogi Ólafsson, Jón Bergsteinsson, Bergsteinn Jónsson, Bára Hólmgeirsdóttir, Anna Bergsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Oddrún Ólafsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Karl Friðrik, Ólöf Sandra, Glódís, Bjartur og Enok, Gunnar Jónsson og fjölskylda. ✝ Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, HERMANN BJÖRN HARALDSSON, Vík, Fljótum, Skagafirði, lést mánudaginn 18. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 28. desember kl. 13.30. Sigurhanna Ólafsdóttir, Haraldur Hermannsson, Bryndís Gyða Guðmundsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Kesorn Tangrod, Bjarney Rún Haraldsdóttir, Hermann Björn Haraldsson, Birkir Haraldsson, Fannar Hólm Kristinsson, Haraldur Hermannsson, Guðmunda Hermannsdóttir. ✝ Frænka okkar, ÓLA S. ÞORLEIFSDÓTTIR, Dalalandi 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardag- inn 30. desember kl. 13.00. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. desember kl. 15.00. Aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri, yndislegi sonur, bróður, mágur og frændi, GUÐMUNDUR EIÐUR GUÐMUNDSSON, Skólatúni 4, Álftanesi, sem lést af slysförum laugardaginn 16. desember, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.00. Ásta Angela Grímsdóttir, Guðmundur Viggó Sverrisson, Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir, Andrés Skúli Pétursson, Fanney Elínrós Guðmundsdóttir, Gunnar Ellertsson, Pálmi Grímur Guðmundsson, Bjarney Katrín Gunnarsdóttir og frændsystkini hins látna. ✝ Maðurinn minn, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Lindarbrekku, Berufirði, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnudaginn 17. desember. Jarðarförin fer fram frá Djúpavogskirkju föstudag- inn 29. desember kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þórdís Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.