Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 49 / KRINGLUNNI FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 1:20 - 3:40 - 5:30 - 6 LEYFÐ DIGITAL HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 - 5:30 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ DIGITAL DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i. 12 DIGITAL THE HOLIDAY kl. 8 - 10:40 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ DIGITAL BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / ÁLFABAKKA FLAGS OF OUR FATHERS kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. FLAGS OF OUR FATHERS VIP kl. 8 - 10:50 FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 1 - 3:20 - 5:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali VIP kl. 1 - 3:20 - 5:40 HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 8 - 10:50 B.i.12 .ára. THE DEPARTED kl. 10:20 B.i. 16.ára. DOA kl. 6 - 8 B.i.12 .ára. SAW 3 kl. 10:50 B.i.16 .ára. SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 1:20 - 3:30 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 1:20 - 3:30 - 5:40 - 8 LEYFÐ JÓNAS : SAGA UM GRÆNMETI m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ m öllum gleðilegra jóla FRÁBÆRT GRIN OG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA TEIKNIMYND ÁRSINS FRÁIR FÆTUR FRÁ JERRY BRUCKHEIMER (“PIRATES OF THE CARIBBEAN”) eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL. KILMER FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA „CRIMSON TIDE“ FLUSHED AWAY eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. BÆJARHLAÐIÐ JÓLASVEININN 3 SKOLAÐ Í BURTU Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Friðsæld er nokkuð sem hrúturinn hefur heyrt aðra tala um að þá vanti, en hann er ekki sannfærður um að hið sama gildi um hann sjálfan. Það gæti verið rétt. Eitthvað við óreiðu dagsins nærir sál hrútsins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Flestir sleppa því að gera áætlanir. Þeir bregðast við veruleika sínum í stað þess að sníða hann að sér. Í dag gefast stund- ir þar sem allt verður kristaltært, notaðu tækifærið til þess að rissa upp dag- skrána fyrir næstu vikur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu sanngjarnari við sjálfan þig, en þú ert. Ef þú lítur í kringum þig tekur þú eftir að fólk sem gerir mun minna en þú, veitir sjálfu sér mun meiri viðurkenn- ingu en þú hefur vanið þig á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Lífið virðist í endalausri endursýningu, ef marka má vandamálin sem koma upp aftur og aftur og aftur. Það er ekkert að því að vilja vita hvers vegna, en tímanum er ekkert sérstaklega vel varið þannig. Vendu þig á að velja öðruvísi, það er galdurinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur verið einmanalegt að bera of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á hlutunum. En ljónið er ekki eitt. Upp- gjöf er mikilvægur þáttur í örlögum þín- um, bjóddu þig fram svo einhver geti fært sér þig í nyt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Til er máltæki sem segir, ekki reyna að selja það sem þegar er selt. Með öðrum orðum, kænn sölumaður veit hvenær hann á að draga sig í hlé. Meyjan þarf að selja sjálfa sig og hugmyndir sínar og er svo mikil stjarna, að nokkur vel valin orð eru meira en nóg. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Viðhorf vogarinnar er alveg einstakt. Þess vegna er ekkert sem hún tekur sér fyrir hendur tímasóun. Hún safnar þekkingu hvort sem hún er föst í um- ferðarhnút, í biðröð, eða bíður í síman- um. Kenndu yngra fólki hvernig þú ferð að þessu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er að þroskast. Hann spá- ir minna í það hvort aðrir elska hann og meira í það hvernig hann elskar sína nánustu. Þessi áherslumunur breytir lífi hans á mun afdrifaríkari hátt en hann hefði nokkru sinni órað fyrir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Grundvallarmunurinn á bogmanninum og maka hans sést allt í einu í skýru ljósi. Hann áttar sig á hvernig hann og mak- inn bæta hvor annan upp. Einn heldur áfram þar sem öðrum sleppir. Frábært. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Að gengisfella sjálfan sig er glæpur. Steingeitinni var ætlað frábært hlut- verk, sem gengur því aðeins að hún átti sig á hæfileikum sínum og ákveði að leyfa þeim að njóta sín. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur fengið hugmynd sem vel er þess virði að markaðssetja. Vertu óskammfeilinn. Ef maður óttast peninga eru minni líkur á að maður eignist þá. Í kvöld skaltu nota tækifærið og leggja mat á heimilis- og ástarlífið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef maður nálgast viðfangsefni sín af ást ver maður minni orku í að klára þau. Fiskurinn verður lifandi sönnun þess- arar reglu á næstunni. Reyndar máttu slaka á heima og horfa á dvd í kvöld, al- veg óþarfi að vera sakbitinn. Merkúr er kominn í merki steingeitarinnar, nú er kominn tími til að tala um viðskipti. Tjáskipti fá á sig alvarlegri blæ. Að varpa ótímabærum hugmyndum í kringum sem er hættulegt, maður vill ekki skuldbinda sig með eitthvað sem er bara reist á tilgátu. stjörnuspá Holiday Mathis Hin 72 áraJudi Dench er ein af rómaðri leik- konum heims- ins, á sviði jafnt sem á hvíta tjaldinu. Hún hefur engu að síður áhyggjur af því að fá ekkert að gera. Leik- konan hefur sagt að hún passi sig á því að hafa nóg að gera hverju sinni, að hluta til vegna þess að hún óttist hið andstæða. Um þessar mundir má sjá Dench í myndinni Notes on a Scandal þar sem hún leikur ein- mana og durtslegan kennara er níðist á samstarfskonu sinni, leik- inni af Kate Blanchett. Fyrir leik sinn í myndinni fékk Dench ný- lega tilnefningu til Golden Globe- verðlaunanna sem besta leik- konan. Dench hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fimm sinnum. Árið 1998 vann hún styttuna eft- irsóttu fyrir besta leik konu í aukahlutverki, fyrir hlutverk sitt sem Elísabet I. í hinni vinsælu mynd Ástfanginn Shakespeare (e. Shakespeare in Love). Meðal annarra mynda sem hún hefur leikið í má nefna nýjustu James Bond-myndina, Casino Ro- yale og Chocolat þar sem hinn snoppufríði Johnny Depp var með- al mótleikara hennar.    Samkvæmt slúðurveitunni An-anova hefur Ethan Hawke loksins tjáð sig um hvað varð sam- bandi hans og Umu Thurman að aldurtila, en hann hefur lítið tjáð sig um málið hingað til. Svo virðist sem álagið sem fylgir því að vera frægt par hafi orðið þeim ofviða. „Ég kunni því ekki vel að vera frægur þegar ég var einhleypur. Það var svo mikil pressa að giftast annarri frægri manneskju – pressa sem ég kunni alls ekki við,“ er haft eftir Hawke og vitnað í viðtal í vikublaðinu Parade. Um sambandsslitin sagði hann: „Það hafði ekkert með hana að gera. Ekkert.“ Hann hafði svo ekkert nema gott um sína fyrrverandi að segja: „Hún er frábær móðir og uppeldi barnanna hefur forgang hjá okkur báðum. Við erum svo heppin að geta stutt hvort annað. Þar sem ég skrifa og leik í leik- húsi er mun auðveldara fyrir mig að vera í borginni. En mín fyrr- verandi hefur staðið sig frábær- lega sömuleiðis. Hún skipuleggur allar kvikmyndirnar sína þannig að þær séu teknar upp í New York.“ Fólk folk@mbl.is EVIL Madness er undarlegt fyr- irbæri, samstarfsverkefni tónlist- armanna sem víða hafa komið við og hafa, flestir a.m.k., tengst svo- kallaðri noise-tónlist á einhvern hátt, þannig má eiginlega kalla Evil Madness ofursveit, ef sveit má kalla, þ.e. Undirritaður sá geðveikina illu á Airwave hátíðinni í október sl. og varð satt að segja lítt hrifinn, þar var eitthvað sem ekki gekk upp. Raunin er sem betur fer önnur á geisladiski sveitarinnar. Noise er viðkvæmt og erfitt að blanda því við tónlist, sennilega er því þó ætl- að að vera erfitt, bæði í gerð og hlustun. Stundum finnst manni maður vera að hlusta á alfarið til- gangslausa tilgerð, en svo er líka hægt að detta ofan í pottinn, og þá er þetta þess virði. Demon Jukebox er líka þannig, það fer reyndar lítið fyrir tilgerð- inni, en platan er erfið og það þarf að dunda sér við hana, dunda sér við að hlusta og greina óhljóðin í sundur. Reyndar er sá sem skrifar þannig gerður að honum finnst betra þegar taktur eða laglína á einhvern þátt í heildinni, reipi til að halda sér í. Sem dæmi má nefna lögin Confused Television Personality og Inspired by Long Hours of Continous Repetitive Deep Irritations and Uncontrol- lable Agony. Tvennt verður svo að taka fram, platan hljómar afskaplega vel, það er fátt mannlegra og hliðrænna en rétt hljómandi hljóðgervlar, hversu undarlega sem það kann að hljóma. Svo er líka umslagið með því betra sem sést hefur á ís- lenskri geislaplötu. Kannski er noise súrrealismi í tónlist, þ.e. ekki eitthvað eins og einhverjir halda, heldur það sem gerist ósjálfrátt með smá tíma og gefur kannski, eða kannski ekki, innsýn í þann sem býr til hávað- ann. Alla vega eru óhljóðin á De- mon Jukebox yfirleitt frekar fal- leg, þótt þau séu óhljóð. Falleg óhljóð TÓNLIST Geisladiskur Demon Jukebox, geislaplata Evil Mad- ness. Evil Madness eru Jóhann Jóhanns- son, Stilluppsteypa, BJ Nilsen, DJ Mu- sician, Curver og Pétur Eyvindsson. 12 Tónar gefa út. Evil Madness – Demon Jukebox  Gísli Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.