Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Kjöt- og konfektát síðustudaga er hjá mörgum fariðað setja mark sitt á magann og lundina, sem hvort tveggja gæti verið í þyngra lagi eftir hátíðarnar. Því er kjörið að nýta þessa daga milli stórhátíða til að koma svolitlu jafnvægi á skrokkinn. „Við vitum að við erum svolítið þung á okkur þegar við erum búin að borða mikið,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð. „Þess vegna er um að gera að stilla matnum og neysl- unni í hóf í matarboðunum og það getur fólk haft í huga, t.d núna á gamlárskvöld.“ Hún segir ýmsar mótaðgerðir mögulegar gegn jólasleninu. „Ég myndi ráðleggja fólki að borða létt- ari mat – fara meira yfir í fiskinn sem ekki er mikið á borðum fólks um jólin og borða vel af grænmeti með öllum mat.“ Reyndar telur Hólmfríður það hafa aukist að fólk hafi allskyns grænmeti með hátíðar- matnum. „Það er allskonar girnilegt grænmeti og ávextir á boðstólnum á þessum tíma og ég held að fólk not- færi sér það.“ Þá stingur hún upp á ávöxtum milli mála, í stað konfekts- ins og smákakanna sem gjarnan eru innan seilingar sjálfa hátíðardag- ana. Tilbreytingin af hinu góða Hólmfríður bendir fólki einnig á að nota tímann og hreyfa sig þessa daga milli jóla og nýárs. „Fólk getur farið út að ganga eða leikið við börn- in ef þau eru til staðar. Það ætti að létta lundina og magann. Eins er gott að koma reglu á hlutina aftur og borða morgunmat, því oft verður svolítil óregla á okkur yfir jólin.“ Hún segir það þó alls ekki bara af hinu slæma. „Það getur líka verið gott inn á milli að fá svolitla hvíld frá amstri hversdagsins. Yfirleitt höfum við á Lýðheilsustöð meiri áhyggjur af því sem fólk lætur ofan í sig frá nýári til jóla en milli jóla og nýárs því auðvitað skiptir meira máli hvað fólk borðar allt árið um kring en einmitt í jólavikunni. Hins vegar vitum við vel að á þessum tíma borðar fólk mikið af söltum og þungum mat og þá er um að gera að stilla neyslunni í hóf til að draga úr þyngslunum.“ Hristum af okkur jólaslenið Morgunblaðið/ÞÖK Létt Fiskur, kjúklingur og grænmeti er gott mótvægi við saltan og þungan mat sem flest okkar hafa verið að neyta undanfarna daga að sögn Hólmfríðar Þorgeirsdóttur verkefnastjóra hjá Lýðheilsustöð. Morgunblaðið/Ásdís Hreyfing Göngutúrar eða leikur við börnin léttir lundina og best er ef hægt er að sameina hvorutveggja. Öll viljum við geta notiðánægjunnar sem flugeldargefa okkur um hver áramót. Þeir eru ekki hættulausir og til að koma í veg fyrir slys er mikilvægt að fara eftir öllum leiðbeiningum sem þeim fylgja. Pössum börnin vel, þau þekkja ekki hætturnar Börn eiga ekki að umgangast flugeldavörur nema undir eftirliti fullorðinna. Foreldrar verða að vera meðvitaðir um þær hættur sem fylgja flugeldum og vita hvað börn þeirra eru að fást við á þess- um tíma. Passa þarf vel upp á börnin, þau þekkja hætturnar ekki eins vel og fullorðnir. 12 ára og yngri mega ekki kaupa neinar flugeldavörur og mjög takmarkað er hvað 12 til 16 ára mega kaupa. Þau mega kaupa vörur sem eru ekki með neinum aldurstakmörkunum á eins og vörur sem ætlaðar eru til notkunar innan húss og má nota allan ársins hring. Flest alvarlegustu slysin verða vegna fikts. Mjög hættulegt er að taka flugelda í sundur, búa til heimagerðar sprengjur eða breyta eiginleikum flugeldavara á ein- hvern annan hátt. Flugeldar og smádót eru ekki leikföng og ekki skal nota þá í hrekki. Oft verða slæm slys af þessum völdum þ.m.t. heyrnaskaði. Áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Flugelda á að geyma á þurrum stað, þar sem börn ná ekki til og ekki er mælt með að geyma þá milli ára. Lesið vel allar leiðbein- ingar sem fylgja flugeldum áður en skotið er upp. Flugeldagleraugu eiga allir að nota, sama hvort þeir eru að skjóta upp eða bara að horfa á. Að ýmsu að hyggja þegar kveikt er í flugeldum Hendur þeirra sem skjóta upp eða eru með handblys eru best varðar ef notaðir eru skinn- eða ullarhanskar. Þegar skotið er upp á að geyma flugeldana fjarri þeim stað sem skotið er upp á og aldrei á að hafa flugeldavörur í vasa. Skjótið upp á opnu svæði um 20 m fjarlægð frá húsum, bílum og ein- staklingum og látið þá sem fylgjast með standa vindmegin við skotstað. Aldrei má kveikja í flugeldum meðan haldið er á þeim, aðeins á sérmerktum handblysum Nauðsyn- legt er að hafa trausta undirstöðu undir rakettur áður en þeim er skotið upp. Þá er einnig nauðsyn- legt að hafa stöðuga undirstöðu undir standblys og skotkökur og athuga þarf að þau þurfa mikið rými. Aldrei má halla sér yfir vöru sem verið er að bera eld að, tendra skal á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá. Ef flugeldur springur ekki skal hella vatni yfir hann, en ekki reyna að kveikja aft- ur í honum. Höfum dýrin í huga þegar flug- eldar eru sprengdir, sérstaklega hunda, ketti og hesta. Best er að halda þeim innandyra sé þess kost- ur og gott að hafa kveikt á útvarpi og byrgja glugga hjá þeim. Brunasár á að kæla strax með vatni. Góð ráð um meðferð flugelda:  Geymið skotelda á öruggum stað.  Öryggisgleraugu vernda augu og ullar- og skinnhanskar vernda hendurnar.  Verið aldrei með flugelda í vasa.  Áfengi og flugeldar fara illa sam- an.  Hafið sérstakar gætur á börnum.  Hugið að heimilis- og húsdýrum.  Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja flugeldum.  Hallið ykkur aldrei yfir flugelda.  Kveikið í með útréttri hendi.  Víkið frá um leið og logi er kom- inn í kveikiþráðinn.  Brunasár á að kæla strax með vatni.  Flugeldar og smádót eru ekki leikföng og ekki skal nota það í hrekki. Oft verða slæm slys af þessum völdum.  Flest alvarlegustu slysin verða vegna fikts. Mjög hættulegt er að taka flugelda í sundur og búa til heimagerðar sprengjur. Slysalaus áramót, já, takk … Morgunblaðið/Sverrir Varkár Börn eiga ekki að umgangast flugeldavörur nema undir eftirliti fullorðinna. Foreldrar verða að vera með- vitaðir um þær hættur sem fylgja flugeldum og vita hvað börn þeirra eru að fást við á þessum tíma. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélaginu Landsbjörg hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.