Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 41
Þetta árið fyllti ég flokk þeirrajarðarbúa sem leggjast ímargbrotnar flugferðir
kringum hátíðarnar. Meðal annars
við umhugsun um þá lífsreynslu og
fréttir af tugþúsundum stranda-
glópa í Evrópuþoku, dögum saman,
sé ég það varla fyrir mér að mann-
kynið muni halda áfram uppteknum
flugháttum í mjög mörg ár enn –
hvað þá í ljósi þess að flugferðir
bæta alvarlega í mengun há-
loftanna.
Meðan lággjaldaflugfélög gera
fólki fjárhagslega kleift að fljúga
langar og stuttar leiðir, sem það
hefði annars ekki haft efni á, eru
settar upp fjölþættar og sérstæðar
farþegahindranir í nafni öryggis, en
virðast úr samhengi við rökhugsun.
Það mundi til dæmis virðast rökrétt-
ara að banna júdófólki, glímumönn-
um og vöðvafjöllum að fljúga heldur
en að hirða handáburð og vatn úr
handfarangri skrælnaðra flug-
farþega.
Þá er stripptísið í nafni öryggis
svo langt gengið að um daginn
heyrði ég eldri herramann tauta við
sjálfan sig í öryggishliðinu: „Næst
verð ég færður úr brókinni.“ Og
skyldu ekki góðir farþegar bíta á
jaxlinn og bölva í hljóði þegar
ókunnugt fólk er að þukla þá hátt og
lágt í nafni öryggis.
Þegar um borð er komið er
þrengingum þó lokið í bili (sé flogið
með sívílíseruðu flugfélagi) og
mannréttindi í heiðri höfð þangað til
á næsta flugvelli. Hins vegar hefur
hist þannig á þar sem ég hef flogið á
þessu ári, að það hefur verið heldur
vont í sjóinn í háloftunum – sem leið-
ir hugann að því að ekki verður
vænlegra til flugs í heimi versnandi
veðra af völdum gróðurhúsaáhrifa.
Þótt margur farþeginn, bæði fjáð-
ur og ekki fjáður, hafi þakkað fyrir
að ferðast ódýrt með lággjaldaflug-
félögum þarf aukið þolgæði til að
stunda þá tegund af ferðamennsku
og var nú nóg lagt á flugfarþegann
fyrir. Í nýjustu lággjaldaflugreynslu
farþegans sem þetta skrifar (erlent
félag að sjálfsögðu) urðu sam-
ferðamennirnir svo þvingaðir af
þrúgandi lífsreynslu kringum flugið
og andrúmsloftinu um borð að þeir
eigruðu um ganginn eins og dýra-
hjörð í neyð (í stuttu flugi), bláedrú
fólk, sem hafði það varla af að setj-
ast fyrir lendingu, þrátt fyrir fyr-
irskipanir úr hátalarakerfinu sem
hvaða hundahlýðniskóli sem er
hefði verið fullsæmdur af: „SIT!!!“
Ferðafélagi minn reyndi að festa
eitthvað af þessu andrúmslofti á
mynd, með þeim afleiðingum að
flugfreyja kom stormandi og spurði
allhvöss hvort hann væri með digi-
tal-myndavél. Svarið við því var já.
„Þú þurrkar þessa mynd út. Þú mátt
ekki taka myndir af starfsfólki um
borð.“
Ekki þarf að segja Robert Red-ford, ameríska leikaranum
væna og græna, svona sögu, til þess
að hann forðist flugvélar. Fyrr ekur
hann þrjú þúsund kílómetra en að
taka flugvél, sem hann gerir af um-
hverfisástæðum. Og verðlaunin
meðal annars þau að hann getur
stoppað í þorpinu við veginn og
spjallað og heyrt eitthvað splunku-
nýtt.
Æ fleiri þenkja á þennan veg og
leggja sitt af mörkum til að gera
heiminn byggilegri, með því að
keyra bíl sinn frekar en fljúga, og
taka lestina helst af öllu þegar því
verður við komið. Hér eru eyj-
arskeggjar auðvitað illa settir, ef
þeir þurfa yfir hafið. Þá er það von-
andi allra hluta vegna að aðgengi-
legum skipaferðum fari fjölgandi út
um allar trissur í náinni framtíð.
Af ferðum og flugi
FRÁ PARÍS
Steinunn Sigurðardóttir
» Ferðafélagi minnreyndi að festa eitt-
hvað af þessu andrúms-
lofti á mynd, með þeim
afleiðingum að flug-
freyja kom stormandi
og spurði allhvöss hvort
hann væri með digital-
myndavél. steinunn@mac.com
Á flugi „Meðan lággjaldaflugfélög gera fólki fjárhagslega kleift að fljúga langar og stuttar leiðir, sem það hefði
annars ekki haft efni á, eru settar upp fjölþættar og sérstæðar farþegahindranir í nafni öryggis, en virðast úr sam-
hengi við rökhugsun,“ er meðal þess sem Steinunn Sigurðardóttir hefur um flugferðalög að segja.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 41
menning
YOGA •YOGA • YOGA
- RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir
hugann.
- LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva,
liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás.
- RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
- RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
- JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að
verkefnum dagsins strax að morgni.
Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar.
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
Sértímar fyrir:
barnshafandi konur, byrjendur og
bakveika,
einnig sértímar í Kraft Yoga
Að njóta foreldrahlutverksins
Námskeið sem eflir og styrkir unga foreldra.
Fjallað er um foreldrahlutverkið, forgangsröðun, vöxt og þroska
ungbarnsins, næringu, svefn, samstillingu, kærleikstengsl o.fl.
Næstu námskeið: 9. janúar, 11. jan. og 16. jan. kl. 19:30 - 21:30
23. janúar, 25. jan. og 30. jan. kl. 19:30 - 21:30
Kynningarverð: 12.000 kr. fyrir parið í janúar 2007 – Gjafabréf
til hamingju
með mikilvægasta
hlutverk lífsins!
Foreldrar
Staðsetning: Ármúli 40, 2. hæð
Skráning: Hertha sími 860 5966
og Kristín sími 865 7970
sjá nánar á
www.viskusprotinn.is
SPESSI hefur verið virkur í sýningarhaldi á árinu en nú
stendur yfir í Hafnarborg ljósmyndasýning hans Loca-
tion. Staðsetning er líklega það íslenska orð er næst
kemst merkingu ensku yfirskriftarinnar sem vísar til
þess hvar einhverju er fundinn staður. Þá má skilja ís-
lenska orðið sem svo að „staður sé settur“ – sem skír-
skotar til þess hvernig staður verður til, þ.e. hvernig
nærvera mannsins mótar stað og skilgreinir hann sem
slíkan – og hvernig það mótar svo hins vegar skynjun
mannsins á honum. Kárahnjúkar eru dæmi um stað, sem
fyrir nokkrum árum hafði litla sem enga merkingu í
huga flestra Íslendinga (nema sem örnefni) en sökum at-
hafnasemi manna þar og umræðu um hana hafa Kára-
hnjúkar öðlast mikið vægi í þjóðarvitundinni.
Kárahnjúkasvæðið kemur einmitt við sögu í myndum
Spessa. Á myndum af vinnuskálum þar sjást ummerki
mannsins glögglega: hjólför hafa myndast í jörðinni,
jarðvegi hefur verið hrúgað upp, hús byggð og stórt
grenitré sett niður eins og nokkurs konar sameining-
artákn staðarins eða tákn menningarinnar sem þarna
hefur fundið sér stað.
Mynd af eldrauðum kofa Slysavarnafélagsins uppi á
hálendinu skilgreinir það sem annars væri staðleysa sem
stað í menningunni: sem „útivistarsvæði“ og segir okkur
sögu af ferðalöngum og veðraham, líkt og þjóðsögur
gerðu í eina tíð og gera enn.
Á öðrum myndum sjáum við staðsetningu ýmissa
hluta í geymslum heimila, eða einmanalegs kryddstauks
við eldavél. Hlutirnir móta rýmið; ferðatöskur, skíði og
gönguskór og hreingerningarefni skilgreina það sem
geymslu. Á mörgum myndanna sést gluggi, skjár, spegill
eða hálfopnar dyr. Með slíkri skírskotun til annarra
rýma undirstrikar Spessi tilhneigingu mannsins til þess
að skilgreina og flokka staði og rými.
Á einni mynd sést rúm og fyrir ofan það tveir vegg-
lampar hvor sínum megin. Á milli þeirra, u.þ.b. fyrir
miðju ljósmyndarinnar, sést nagli. Fjarvera þeirrar
myndar, sem væntanlega hékk eða á að hengja á nagl-
ann, er áleitin og ljósmyndin minnir okkur á hvernig um-
hverfið mótar skynjun okkar og viðbrögð: þarna, þar
sem gjarnan hangir mynd, finnst okkur hana sárlega
vanta. Naglinn verður þannig að miðpunkti ljósmynd-
arinnar í tvennum skilningi.
Ljósmyndir teknar innandyra í vinnuskálum á Kára-
hnjúkasvæðinu sýna tímabundna íverustaði; kaldranaleg
svefnherbergi gjörsneydd persónulegum munum eða
salerni þar sem fátt gleður augað annað en skærappels-
ínugul sápa á vaski.
Á myndum af svefnherbergi, sem greinilega er hluti af
heimili, og á skrifstofumyndum, sjást hins vegar ýmsir
viðeigandi hlutir, svo sem bækur og skrautmunir, ljós-
myndir af vandamönnum, málverk á veggjum, veggfóður
eða gluggatjöld sem prýða rýmið. Á þessum myndum er
tilfinningin sterk fyrir fjarveru einstaklingsins sem not-
ar rýmið og virðist sem snöggvast hafa brugðið sér frá.
Myndasería af íslenskum sveitabæjum sker sig úr.
Þar hafa 15 ljósmyndir verið innrammaðar og þær
hengdar upp sem heild svo að úr verður eins konar
landslagsmynd þar sem dregin er upp mynd af hinu
manngerða í landinu og árétt hvernig vegir, girðing-
arstaurar og rafspennumöstur, trjárækt, hús og slegin
tún móta algjörlega landið og skynjun okkar á því. Ekki
er langt síðan Íslendingar mældu fegurð landsins eftir
búsæld fremur en eftir fagurfræðilegum viðmiðum sem
hingað tóku að berast með rómantíkinni á 19. öld. Spessi
opnar sýn til hvors tveggja: til ákveðinnar fegurðar sem
býr í búsældinni og þar með í skipulegri hagnýtingu, en
jafnframt til þess fagurfræðilega samspils á myndflet-
inum sem leitast við að leysa af sér alla fjötra gagnsem-
innar.
Sýning Spessa hefur látlaust og stílhreint yfirbragð.
Þegar vel er að gáð leynast þar lunknar athugasemdir
við atferli mannanna sem bera vott um næmt auga og
rannsakandi huga listamannsins.
Myndun staða
Stílhrein „Sýning Spessa hefur látlaust og stílhreint yf-
irbragð,“ er m.a. niðurstaða gagnrýnanda.
MYNDLIST
Hafnarborg – aðalsalur
Til 30. desember 2006
Opið alla daga nema þri. kl. 11–17. Fi. kl. 11–21. Aðgangur kr.
400. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 300. Ókeypis á föstudögum.
Location – Spessi
Anna Jóa