Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breyttum deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Fossvogur - einbýlishús Tillaga að breytingum á skilmálum í deiliskipulagi fyrir einbýlishús í Fossvogi. Tillagan gerir ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall á lóð hækki úr 0,24 í 0,3 ofanjarðar með bílgeymslu. Að öðru leiti gilda eldri skilmálar óbreyttir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Bústaðahverfi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bústaðahverfi. Tillagan gerir ráð fyrir að skilmálum verði breytt þannig að: heimilt verði að steypa viðbyggingu innan byggingarreits fyrir garðstofur, heimilt verði að gera svalir ofan á þök garðstofa/viðbygginga og að byggja má anddyri með flötu þaki. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 27. des. 2006 til og með 7. febrúar 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 7. febrúar 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 27. des. 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Skipulagsauglýsing Tillaga að deiliskipulagi í landi Kárastaða, Borgarbyggð. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir at- hugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða land þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús, vélaskemmu, hesthús og reiðskemmu. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgar- byggðar frá 27. desember 2006 til 24. janúar 2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipu- lags rennur út 7. febrúar 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skrif- legar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi, 19. desember 2006. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Skipulagsauglýsing Breyting á deiliskipulagi lóðar nr. 6 við Brúartorg, Borgarnesi. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir at- hugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða breytingar er felast í nýjum byggingarreit undir veitingasölu og þjónustu- stöð með eldsneytisdælum. Fjöldi bílastæða fyrir breytingu er 5 rútustæði og 39 bílastæði. Fjöldi bílastæða eftir breytingu er 5 rútustæði og 41 bílastæði. Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi verða til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 27. desem- ber 2006 til 24. janúar 2007. Frestur til athuga- semda vegna deiliskipulags rennur út 7. febrúar 2007. Athugasemdir við breytingarnar skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggð- ar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breyt- ingartillöguna fyrir tiltekin frest til athuga- semda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 19. desember 2006. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Auglýsing Breyting á deiliskipulagi Hvanneyrar, Borgarbyggð. Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Hvanneyrar. Um er að ræða breytingar sem kallað er svæði B í gildandi deiliskipulagi. Breytingar felast í því að lagt er til að þrjár einbýlishúsalóðir sunnan bogagötu séu felldar niður, byggingarreitir ein- býlishúsalóða sunnan við bogagötu eru færðir nær lóðarmörkum, gert er ráð fyrir að á svæð- inu geti verið 16 fjölbýlishús, 12-14 einbýlishús, 3-5 parhús og eitt keðjuhús í stað 12 fjölbýlis- húsa, 20 parhúsa og 9 einbýlishúsa. Breytingartillagan mun liggja frammi á skrif- stofu Borgarbyggðar frá 27. desember 2006 til 24. janúar 2007. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 7. febrúar 2007 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 19. desember 2006. Forstöðumaður framkvæmda- sviðs Borgarbyggðar. Styrkir Námsstyrkir Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um þrjá styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn styrkjanna er veittur úr Námssjóði Viðskiptaráðs um upplýsingatækni en hinir tveir úr Námssjóði Viðskiptaráðs. 1. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Ein styrkveitingin gerir kröfu um nám á sviði upplýsingatækni. 2. Skilyrði styrkveitingarinnar er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambærilegu námi. 3. Hver styrkur er að fjárhæð kr. 300.000 og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, afhenda styrkina á Viðskiptaþingi 8. febrúar 2007. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Viðskiptaráðs, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. janúar 2007. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskírteini, vottorð um skólavist erlendis og ljósmynd af umsækjanda. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Viðskiptaráðs, www.vi.is. Viðskiptaráð Íslands Raðauglýsingar 569 1100 Trésmiðir óskast Mótás hf. óskar eftir trésmiðum vönum kerfis- mótum, næg verkefni, uppmæling. Upplýsingar í síma 696 4646. Hjallastefnan auglýsir eftir fólki! Vegna stækkunar Hjallastefnuskólanna óskar Hjallastefnan eftir starfsfólki til starfa við leik- og grunnskóla fyrirtækisins í Hafnarfirði og í Garðabæ við uppeldi barna en einnig er laust starf í eldhúsi. Bæði er leitað að uppeldismennt- uðu starfsfólki og öðru áhugasömu starfsfólki, í heilar stöður og hlutastörf. Hægt er að kynna sér starf skólanna og Hjallastefnunnar á vef- síðunni www.hjalli.is. Frekari upplýsingar veitir Matthías í síma 897 1210. Bifvélavirki óskast Bílvogur ehf., sem er umboðsverkstæði í Kópavogi, óskar eftir að ráða vanan bifvéla- virkja til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 564 1180, 864 8459 (Ómar) og 894 1181 (Björn). Atvinnuauglýsingar Aðstoðarmaður tannlæknis í Grafarvogi óskast í fullt starf. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar. Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: ,,T - 19380 ’’ fyrir 31. desember nk. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.