Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mercedes-Benz á sér langa sögu í yfirburðum hvað varðar fágun og glæsileika í hönnun. ASKJA býður nú sérstaka þjónustu þar sem þú getur pantað sérsniðna útgáfu af Mercedes-Benz, algjörlega eftir þínu höfði. Þú getur valið um marga mismunandi liti og áferð á innréttingum svo eitthvað sé nefnt, allt eftir þörfum þínum og smekk. Komdu í glæsilegan sýningarsal okkar að Laugavegi 170. Við aðstoðum þig við að sérpanta draumabílinn þinn svo þú getir upplifað þá sérstöku tilfinningu að eiga einstakan Mercedes-Benz - eins og þú vilt hafa hann. Einstakur – eins og þú vilt hafa hann H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Mogadishu. AFP. | Meles Zenawi, for- sætisráðherra Eþíópíu, sagði í gær að yfir þúsund manns hefðu fallið í átökum í Sómalíu milli hersveita bráðabirgðastjórnar landsins og vopnaðrar hreyfingar íslamista. Meles sagði að yfir 3.000 manns hefðu verið flutt á sjúkrahús í Mog- adishu, höfuðborg landsins. Hreyfing íslamistanna viður- kenndi að liðsmenn hennar hefðu neyðst til að hörfa frá mörgum víg- stöðvum en kvaðst vera undir það búin að heyja langvinnt stríð við eþíópíska herliðið sem aðstoðar her- sveitir bráðabirgðastjórnarinnar. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sagði að yfir 800 særðir Sómalar væru á sjúkrahúsum sem ráðið er í sambandi við í Mogadishu. Talsmaður ráðsins sagði að þúsundir manna hefðu flúið af átakasvæðun- um. Aðeins einn bær, Baidoa, er á valdi bráðabirgðastjórnarinnar. Hreyfing íslamistanna hefur náð höfuðborg- inni og stórum svæðum í suður- og miðhluta landsins á sitt vald. Loftárásir á flugvelli Stjórnarherinn hóf sókn gegn ísl- ömsku hreyfingunni eftir að eþíóp- ískar herflugvélar gerðu sprengju- árásir á flugvöllinn í Mogadishu og fleiri flugvelli á yfirráðasvæðum ísl- amistanna. Sendiherra Sómalíu í Eþíópíu sagði að hersveitir bráðabirgða- stjórnarinnar væru aðeins um 100 kílómetra frá Mogadishu og héldu áfram sókn sinni í átt að höfuðborg- inni. Meles neitaði því að eþíópíska herliðið ætti að ná Mogadishu eða öðrum borgum á sitt vald. Eþíópíustjórn neitaði því lengi að hún hefði sent hermenn til Sómalíu. Meles kvaðst í gær hafa sent 3.000 til 4.000 hermenn til landsins, en emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að eþíópísku hermennirnir séu um 8.000. Erítreustjórn, sem styður ísl- ömsku hreyfinguna, hefur sent um 2.000 hermenn til Sómalíu. Á annað þúsund liggur í valnum í Sómalíu Íslamistar hörfa undan stjórnarhernum og eþíópísku herliði Forseti Íraks, Jalal Talabani, þarf að staðfesta alla dauðadóma en hann hefur sagt að hann ætli að láta varafor- seta landsins um það hlutverk vegna þess að hann sé andvígur dauðarefsingum. Stjórn Nuris al- Malikis forsætisráðherra hefur sagt Bagdad. AFP. | Áfrýjunarréttur í Írak staðfesti í gær dauðadóm yfir Sadd- am Hussein, fyrrverandi forseta landsins. Einn dómara réttarins, Arif Shaheen, sagði að úrskurðurinn þýddi að Saddam yrði hengdur innan mánaðar. Dómarinn sagði að Saddam Huss- ein gæti ekki áfrýjað dómnum aftur. Aftakan þyrfti að fara fram innan mánaðar og ekki væri hægt að setja ný lög til að veita Saddam Hussein sakaruppgjöf eða milda dóminn. að hún muni ekki hika við að fyr- irskipa aftöku Saddams nokkrum dögum eða vikum eftir úrskurð áfrýjunarréttarins. Saddam var dæmdur til dauða 5. nóvember fyrir að fyrirskipa dráp á 148 sjítum í bænum Dujail árið 1982 eftir að reynt var að ráða hann af dögum. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir að fyrirskipa dráp á 182.000 Kúrdum árið 1988. Við dráp- in var beitt stórskotaliði, loftárásum, dauðabúðum og efnavopnum. Líflátinn innan mánaðar Saddam Hussein ÍBÚAR Prag stíga upp úr Moldá eftir að hafa synt í henni í gær. Venja er að borgarbúar syndi í ánni um jólin. Moldá, eða Vltava eins og hún heitir á tékknesku, hefur frá alda öðli gegnt mikilvægu samgöngu- hlutverki í Mið-Evrópu. Reuters Jólasund í Moldá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.