Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÓFAGRA VERÖLD
Fim 28/12 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000
Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS.
Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort
Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort
Fim 18/1 kl. 20 4.sýning Græn kort
Sun 21/1 kl. 20 5.sýning Blá kort
Lau 30/12 kl. 20
Fös 5/1 kl. 20
Lau 13/1 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík
og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14
Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14
Sun 20/5 kl. 20
Miðaverð 4.800
Sun 7/1 kl. 20 AUKAS.
Sun 14/1 kl.20 AUKAS.
Lau 20/1 kl. 20 AUKAS.
Lau 27/1 kl. 20 AUKAS.
Síðustu sýningar
DAGUR VONAR
Mið 10/1 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000
Fim 11/1 Afmælissýning UPPS.
Fös 12/1 kl. 20
Fim 18/1 kl. 20
Sun 21/1 kl. 20
Fös 26/1 kl. 20
Sun 7/1 kl. 20
Sun 14/1 kl. 20
Lau 20/1 kl. 20
Allra síðustu sýningar
Lau 6/1 kl. 20
Fim 11/1 kl. 20
Fim 18/1 kl. 20
Lau 27/1 kl. 20
Síðustu sýningar
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 30/12 kl. 14 UPPS.
Sun 7/1 kl. 14
Sun 14/1 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fös 29/12 kl. 20
Lau 6/1 kl.20
Lau 13/1 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus,
lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1
kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1
kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evrípídes
2. sýn. í kvöld mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1
örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös.
12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
Stóra sviðið kl. 20:00
Bakkynjur, önnur sýning í kvöld.
! "
!
"
!
# $ %
&'# ( )
!
###
$
"!( *++ $,--
.#
# +/#-- ! )00" 1 ' ! !
/#
# ,-#-- !
& # ,#--- 1 2
( , +
3 4
# 5# # # ,- 1
6 % & %
37889: 398&"2 1 ;'9<=
#"
12
4
>>>#
' ( & % ) & % 389 "?2:289
;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*
*-F ! *+
+
&
,-. / 0 1
2
Gleðilega hátíð!
LA óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu
Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning!
Svartur köttur – forsala hafin
Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT
Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT
Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin!
www.leikfelag.is
4 600 200
Hátíðarhljómar
við áramót
Flytjendur:
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari
Ásgeir H. Steingrímsson trompet
Eiríkur Örn Pálsson trompet
Hörður Áskelsson orgel
Á efnisskránni eru ma:
bassaaríur úr Messíasi og Jólaóratóríunni
auk verka eftir Albinoni, Scarlatti o.fl.
Miðasala í Hallgrímskirkju - sími 510 1000
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 3.-31. des. 2006
Listvinafélag Hallgrímskirkju - 25. starfsár
31. desember 2006, gamlárskvöld kl. 17.00
Á FJÖLSÓTTU tónleikunum í
Hafnarfjarðarkirkju sl. stormgol-
andi miðvikudagskvöld var leikið
undir kunnu fyrirsögninni Mozart
við kertaljós sem hljómlistarhópur-
inn Camerarctica hóf líklega fyrir
fimmtán árum. Hópurinn hefur stað-
ið framarlega meðal þeirra örfáu
klassísku kammermúsíkhópa sem
verulega hefur kveðið að. Má raunar
kalla með ólíkindum að hámenntaðir
hljómlistarmenn fáist enn til að æfa
ný og kröfuhörð prógrömm jafnvel
vikum saman upp á aðeins eina tón-
leika hvert skipti eins og kaupin ger-
ast á dvergvöxnum vettvangi ís-
lenzkrar listmúsíkur – jafnvel þótt
hlustendur hafi fyrir löngu vanið sig
á að telja slíkt sjálfsagðan hlut.
Að vísu var dagskrárefnið að
mestum hluta hið sama og meðlimir
hópsins fluttu sl. ágúst í Skálholts-
kirkju – að undanteknu 2. atriði,
tveim þáttum úr Dívertímentói Moz-
arts fyrir strengjatríó K563 sem
gaman hefði verið að heyra í heild,
því sérstaklega Andante-þátturinn,
tilbrigði um yndislegt barnagælu-
kennt lag, lét sem nýstrokkað smér í
eyrum.
Undangenginn Klarínettkvartett
(klar. + strengjatríó) Mannheims-
tónskáldsins Carls Stamitz (1746–
1801) í Es-dúr Op. 8 nr. 4 rann jafn-
ljúflega niður og í sumar burtséð frá
þurrari timburakústík Hafnarfjarð-
arkirkju. Nema hvað Ármann
Helgason virtist í mínum eyrum
hafa lagt hlutfallslega litla rækt við
fimm klappa 18. aldar skálmeiu sína
í millitíðinni, og lái honum hver sem
vill í ríkjandi tækifæraleysi fyrir
upprunalegan tónlistarflutning. Þó
tókst honum sýnu betur upp í hinu
íðilfagra Adagioi Mozarts fyrir klar-
ínettkvartett K580, er þekkist á upp-
hafi náskyldu Ave verum corpus,
enda flæddi tónlistin þar, með kunnu
orðbragði höfundar, eins og olía.
Líkt og í sumar var clou tónleik-
anna hinn frábæri Flautukvartett
Mozarts í D-dúr K285. Hallfríður lék
þar á als oddi á hina kliðfögru átta
klappa Grenser-flautu sína, er
minnti í fyrra skiptið undirritaðan á
sýnestíska blöndu af ferskju- og pip-
armyntubragði þótt nyti hér ekki af-
burðaómvistar Skálholtskirkju, auk
þess sem strengirnir hefðu mátt
leika ívið röggsamar í ógjöfulli heyrð
kvöldsins. Allt um það var mikil
ánægja af þessum flutningi og
undirtektir áheyrenda voru eftir því
þakklátar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við kertaljós Gagnrýnandi segir að allt um allt hafi hann haft mikla
ánægju af flutningi Camerarctica á kammertónlist eftir Mozart og Stamitz.
Mozart við
kertaljós
TÓNLIST
Hafnarfjarðarkirkja
Verk eftir W.A. Mozart og Carl Stamitz.
Hallfríður Ólafsdóttir fornflauta, Ármann
Helgason fornklarínett, Hildigunnur Hall-
dórsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir
víóla og Sigurður Halldórsson selló. Mið-
vikudaginn 20. desember kl. 21.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
THE Peel Sessions með Múm er
fjögurra laga diskur sem þau tóku
upp í stúdíói BBC í tilefni þátttöku
sinnar í The John Peel Show. Peel
var þekktur útvarpsmaður áður en
hann lést árið 2004 og tók upp á sína
arma ýmsa tónlistarmenn sem ekki
fengu náð fyrir
eyrum endur-
vinnsluplötu-
snúða og ný-
poppara. Þar á
meðal eru
,,stórir lista-
menn“ á borð
við The Smashing Pumpkins eða
Radiohead en einnig tónlistarmenn
sem láta minna fyrir sér fara eins og
Plaid, Sigur Rós og núna Múm.
Plata þessi er ansi áhugaverð. Þar
sem hún inniheldur aðeins fjögur lög
er hún nokkuð stutt en það hjálpar
til að lögin eru sæmilega löng. Fyrir
vikið fær hlustandinn að njóta þeirra
á betri hátt og sökkva sér svolítið í
þau. Tónlist Múms er þess eðlis að
hún krefst skilnings. Þau leika sér
með raftónlistarformið á þann hátt
að það verður klassískt og gott á
sama tíma og séreinkenni hljóm-
sveitarinnar koma í dagsljósið.
Krúttleg eru þau, það verður ekki
annað sagt, en krúttlegheit þeirra
eru ekki eins yfirgengileg á plötunni
og ég átti von á. Þau eru þægileg og
viðeigandi.
Meðlimir Múm eru góðir tónlistar-
menn, það verður ekki frá þeim tek-
ið. Þeir leggja á sig vinnu til þess að
hljómur þeirra verði ekki of einfald-
ur og gera okkur hinum kleift að líða
svolítið með. Stemning og líðan eru
einmitt lykilhugtök sem hafa skal á
hreinu þegar hlustað er á Múm.
Það sem er skemmtilegast við
þessa mjóskífu er metnaðurinn og
hugmyndaflugið við gerð hennar.
Þegar upptökur á borð við þessar
voru gerðar fyrir þætti Peels, voru
þær yfirleitt gerðar á einum degi.
Það gilti um allar upptökur og alla
eftirvinnslu. Skemmtileg hljóð af
óljósum uppruna birtast hér og þar.
Trommuleikurinn á plötunni heillaði
mig mikið, tilviljanakenndur og hrár
– einnig fallegar strengjaútsetn-
ingar. Breiddin, sem hljómsveitin
býður upp á, á The Peel Sessions er
mögnuð. Hér er Múm að mörgu leyti
aðgengilegri en nokkru sinni fyrr á
sama tíma og vitað er að upptökurn-
ar eru fjögurra ára gamlar. Merki-
lega ólík lög eru á plötunni en það
kemur ekki að sök vegna lengdar
þeirra. Saman skapa þau þægilega
stemningu. Það þarf engum að líða
illa með Múm.
Helga Þórey Jónsdóttir
Engum líður
illa með Múm
TÓNLIST
Geisladiskur
Geislaplata hljómsveitarinnar Múm,
nefnd The Peel Sessions eftir John Peel
og útvarpsþætti hans á BBC Radio 1.
Lög og textar eru eftir Múm. Upptökur
gerðar fyrir þáttinn The John Peel Show í
október 2002. Tekið upp í Maida Vale
Studios af Ralph Jordan. Upptökum
stjórnaði Mike Engles.
Múm – The Peel Sessions
Orðrómur er uppi um að ofurfyr-irsætan Kate Moss og hinn lán-
lausi Pete Doherty séu í þann mund
að láta pússa sig saman. Samkvæmt
breska blaðinu The Mail On Sunday
hyggst parið gifta sig við borgara-
lega athöfn nk. föstudag hjá borgar-
dómara í vesturhluta London. Blaðið
vitnar í ónafngreindan heimildar-
mann sem fullyrðir að Kate og Pete
hafi boðið nánustu vinum sínum og
fjölskyldu að vera viðstödd. Því er
svo haldið fram að stærri hópur
fólks hafi verið beðinn um að fljúga
til Ibiza til að taka þátt í risastórri
brúðkaupsveislu hinn 18. janúar –
aðeins tveimur dögum eftir 33 ára
afmæli Kate.
Kate og Pete kynntust fyrir tæp-
um tveimur árum og trúlofuðu sig í
október. Upp á síðkastið hefur þó
verið uppi orðrómur um að trúlofun-
inni hafi verið slitið þar eð Kate hef-
ur nokkrum sinnum sést án trúlof-
unarhringsins. Nú er að bíða og sjá
hvað setur.
Sjarmatröllið Johnny Depp munafhenda Oasis sérstök heiðurs-
verðlaun á bresku tónlistarverðlaun-
unum sem fram fara 14. febrúar nk.
Johnny er sagður hafa fagnað tæki-
færinu til að fá að afhenda þeim Gal-
lagher-bræðrum, Noel og Liam, um-
rædd verðlaun enda leikarinn
ágætiskunningi rokkaranna. Johnny
kynntist Noel þegar sá fyrrnefndi
var í tygjum við bresku ofurfyrir-
sætuna Kate Moss, en hún var vin-
kona Meg Mathews sem var kær-
asta Noels á þeim tíma.
Í breska götublaðinu The Sun er
haft eftir ónefndum Breta: „Það
stefnir allt í að verðlaunaafhending-
in verði stærri og flottari en nokkru
sinni fyrr. Í þetta sinn verður verð-
laununum sjónvarpað beint svo að
skipuleggjendur hafa verið á hött-
unum eftir stórstjörnum til að
krydda dagskrána. Að fá Johnny
Depp er algjört snilldarbragð.“
Fólk folk@mbl.is