Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LÖREGLAN á Blönduósi var nýverið heiðruð af samgöngu- ráðherra fyrir að „leggja vafasamar hendur á“ hundruð milljóna króna á ári af ökumönnum, sem fæstir hafa lent í neinum umferðaróhöppum öðrum en að vera sektaðir af lögreglunni á Blönduósi. Undirrit- aður er einn af fjöl- mörgum bílstjórum sem hafa ekið um vegi landsins í meira en 30 ár og aldrei lent í öðr- um umferðaróhöppum en að vera sektaður af lögreglunni á Blöndu- ósi fyrir að aka á 105 – 110 km á klst. í blíð- skaparveðri, lítilli um- ferð og á góðu öku- tæki við góðar akstursaðstæður. Frásagnarvert er að nefna að fæst- ir vegfarenda eru að þvælast norð- ur á Blönduós án þess að vera neyddir til þess vegna hönnunar á íslensku vegakerfi, sem var síst hannað fyrir vegfarendur. Fyrir þá sem ekki vita þá væri leiðin tugum kílómetra styttri á milli Reykjavík- ur og Akureyrar ef vegurinn hefði verið lagður með hagsmuni vegfar- enda í huga. Þá hefði hann legið víðsfjarri Blönduósi. Hraðinn drepur! Hraðinn drep- ur! Reyndu að gleyma að þú hafir heila til að hugsa, þetta eru skila- boðin sem við fáum frá umferðaryf- irvöldum. Setja sjálfstýringuna í gang, stilla á 90 km. á klst. og keyra á þeim hraða úti á landi, hvort sem er fljúgandi hálka eða sólbjartur sumardagur. Var ein- hver að tala um akstursreynslu, syfju, aldur bílstjóra, gæði ökutæk- is, skyggni, umferð, gangandi veg- farendur, óvænt atvik, og þess háttar fjölmörg skilyrði, sem hverj- um bílstjóra er nauð- synlegt að hafa undir stöðugu mati? Dæmi: Í fljúgandi hálku fóru tveir jeppar fram úr undirrituðum á leið niður Bakkasels- brekku í Öxnadal, þeir óku þá á rúmlega 90 km. á klst. Áður hafði undirritaður ekið fram úr þeim neðar í Skagafirði við góð akstursskilyrði, en þá óku þeir á nákvæm- lega sama hraða. Þetta er ekki eins- dæmi. Staðreyndin er sú að í vax- andi mæli eru bílstjórar að hætta að taka tillit til aðstæðna, en þess í stað að stilla á einhverskonar sjálf- stýringu sem virðist réttlætast af þeirri stefnu sem umferð- arstjórnvöld hafa verið að beita undanfarið, „Hraðinn drepur“. Ef hraðinn drepur þá er betra að „labba heim“ því að enginn hraði er hættulaus. Kæri lesandi! Hvað gerir þú ef þú kemur að rauðu ljósi við gang- braut og gangandi vegfarandinn var farinn yfir áður en rauða ljósið kom vegna þess að það var engin umferð? Lögfræðingarnir segja að þú þurfir að bíða þar til græna ljósið kemur, en hvað segir þín heilbrigða skynsemi? Voru umferð- arlögin sett til að þjóna þínu öryggi eða varst þú settur til að þjóna þeim? Á Íslandi, sem og á Norð- urlöndum hefur lengi verið ákveðin „stóra bróðurhugsunarháttarár- átta“ í gangi þar sem stjórnandi aðilar detta æ ofan í æ í þann pytt, og ganga lengra og lengra í að reyna að takmarka hugsana- og ákvörðunarfrelsi einstaklinga í landinu. Þetta kemur t.d. berlega fram í þróun umferðarstjórnunar á Íslandi. Þar reyna stjórnendur að vélgera bílstjóra þannig að þeir framkvæmi án þess að hugsa. Þetta er gert í þeim tilgangi að viðkom- andi stjórnendur nái stjórn á um- ferðinni. „Ef þetta, þá þetta“ og þar af leiðandi gefa slíkir bílstjórar aðstæðum lítinn gaum. Niðurstaðan er að umferðaróhöppum hefur fjölgað á Íslandi síðastliðin ár. Okk- ur er gefið að hafa hæfileika til að hugsa sjálfstætt og meta aðstæður og þess vegna getum við m.a. ekið bifreið. Á þessum hæfileika þurfum við að byggja á varðandi þróun okkar umferðarmenningar í fram- tíðinni. Umferðinni verður ekki fjarstýrt af neinu viti með handafli af lögreglunni á Blönduósi í broddi fylkingar. Hraðinn drepur Guðmundur Valur Stefánsson fjallar um umferðarmenningu »Niðurstaðan er aðumferðaróhöppum hefur fjölgað á Íslandi síðastliðin ár. Guðmundur Valur Stefánsson Höfundur er líffræðingur og áhuga- maður um umferð og bifreiðar. DEILA samgönguráðherra við þá sem starfa við flugumferð- arstjórn og rekstur flugvalla í landinu var fyr- irsjáanleg. Lögin um hluta- félagavæðingu flug- leiðsagnar og flug- valla landsins voru keyrð gegnum Al- þingi síðastliðið vor þrátt fyrir mikla and- stöðu í þinginu og frá samtökum starfs- manna. Nýju lögin fela í sér grundvall- arbreytingu á stjórn- sýslulegri stöðu starf- seminnar. Verkefnin eru færð úr stöðu opinbers rekstrar til einkarekstrar í hlutafélag með til- heyrandi uppsögnum starfsmanna og breyttum ráðning- arkjörum. Þingmenn Vinstri grænna vör- uðu við því að sú staða gæti komið upp sem nú virðist raunin. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leikur sér að eld- inum og setur stjórn flugumferðar í land- inu á einkavæðing- arvagninn. Það er mat okkar í VG að rekst- ur flugvalla og flugleiðsögn í land- inu sé hluti almannasamgangna og öryggis þjóðarinnar sem fráleitt er að einkavæða. Það eru þau áform sem tekist er á um. Minna má á að allt annar háttur var hafður á þegar íslensk stjórn- völd tóku yfir flugleiðsögn á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. En þá var einmitt samþykkt á Al- þingi að flugumferð- arstjórn þar heyrði beint undir stjórnvöld og starfsmennirnir ríkisstarfsmenn. Það er einmitt sú staða sem gerir okkur kleift að halda uppi öryggi í flugsamgöngum til og frá landinu. Setur samgöngu- ráðherra einka- væðingu ofar almannahag? Þingflokkur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs sendi fyrir skömmu frá sér ályktun þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn- inni vegna þess ófremdarástands sem hætt er við að skap- ist í flugumferð- arstjórn um áramót þegar lög um „háeff- un“ starfseminnar taka gildi: „Ef rétt er sem fram hefur komið í fréttum, að til standi að færa flugumferð- arstjórnina úr landi takist ekki að ráða flugumferðarstjóra til starfa fyrir áramót, þá er það til marks um að ríkisstjórnin leggi meira upp úr einkavæðingarstefnu sinni en þjóðarhag. Fjárhagslegir hags- munir Íslendinga að halda flug- umferðarstjórn hér á landi nema milljörðum króna. Vandkvæði við ráðningu flug- umferðarstjóra máttu vera fyr- irsjáanleg þegar ákvörðun var tekin um að hlutafélagavæða flug- málastjórnina. Enn er hægt að hverfa frá þessari ráðstöfun og lýsir þingflokkur VG vilja til sam- starfs um að hraða lagasetningu um að svo verði gert.“ Föllum frá eða frestum gildistöku laganna Ljóst er að Alþingi veður að koma að lausn þessa deilumáls samgönguráðherra um flug- leiðsögn í landinu með beinum hætti. Í því skyni hef ég óskað eftir fundi í samgöngunefnd nú þegar. Þar verði farið yfir hvernig Al- þingi geti komið að því að tryggja bæði til skemmri og lengri tíma flugöryggi og flugleiðsögn í hönd- um opinberrar íslenskrar flug- umferðarstjórnar. Sú lausn sem blasir við er að falla frá eða fresta gildistöku lag- anna um hlutafélagavæðingu flug- leiðsagnarinnar og tryggja þar með órofinn ráðningarsamning starfsmanna. Þar með yrði rekst- ur flugvalla og flugleiðsögn áfram í óbreyttri forsjá hins opinbera eins og sjálfsagt er. Með skynsemi og vilja er hægt að koma í veg fyrir að ófremdar- ástand skapist í flugmálum Íslend- inga 1. janúar næstkomandi. Enn er hægt að forða stórslysi í flugum- ferðarstjórn á Íslandi Jón Bjarnason fjallar um flugumferðarstjórn og lagasetningu þar að lútandi » Sú lausn semblasir við er að falla frá eða fresta gildistöku laganna um hlutafélagavæð- ingu flugleið- sagnarinnar og tryggja þar með órofinn ráðning- arsamning starfsmanna. Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Vinstri grænna í samgöngu- nefnd. EFTIR nokkuð eðlilega vetr- artíð framan af des- ember, þar sem frost hafði náð í jörðu og nokkur snjóalög orðin norðanlands, urðu al- ger umskipi á tíðarf- arinu hinn 19. Lægð bar með sér hlýtt og rakt loft úr suðri. Umskiptin urðu svo snögg norðanlands að á Akureyri svo dæmi sé tekið reis hitinn í mælum þar úr -10°C upp í +11°C á um 18 klst. Afleiðingarnar eru kunnar, asahláka með fáheyrðri leys- ingu, skriðuföllum og meiri flóðum í nokkr- um helstu vatnsföllum landins en komið hafa um alllangt skeið. Ég ætla að gera sérstaklega að um- talsefni flóðið í Hvítá/ Ölfusá, en vatnshæð- armælir á Selfossi gaf til kynna nánast jafnmikið með- alrennsli og varð í ánni hlaupárs- daginn 1968 og 8. mars 1948. Í báðum þeim tilvikum urðu all- miklar skemmdir og hætta skap- aðist. Frumkvöðull vatnamælinga- manna, Sigurjón Rist, segir í bók sinni Vatns er þörf sem kom út ár- ið 1990 í kaflanum um flóð og flóðahættu: „Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins. Það orkar vart tvímælis og kemur þar margt til. Aðalástæðurnar eru þó tvær. Hin fyrri er, að vinstri bakk- inn, þ.e. austan ár, er lágur, eins og væri þar flóðaslétta, þótt landið sé gjörólíkt jarðfræðilega. Hin ástæðan er þéttbýlið.“ Haustflóðin í Hvítá skeinuhætt Flóðin í Ölfusá eru af tvenns konar uppruna. Algengari eru vetrarflóðin svokölluðu. Þá hrann- ast upp ís til móts við Brúnastaði þar sem Hvítáin rennur í þreng- ingum fyrir suðurenda Hestfjalls. Þessi flóð verða oftast í nokkurri leysingu að vetri til, en ísstíflan skiptir miklu um eðli og stærð flóðsins. Hin tegundin, og þau eru fátíðari, eru haustflóðin. Flóðið nú er af þeirri gerðinni. Sigurjón Rist segir almennt um haustflóð að þau verði þegar frostakafla geri snemma hausts, sem gerir jörð al- gerlega vatnshelda. Þá leggist nokkurt snjóalag yfir allt vatnasvið árinnar og að síðustu komi vatns- þrungin lægð upp að landinu sem veldur snöggri hitabreytingu og ofsaregni með sterkum vindi Allir þessir þættir fóru saman nú. Þó verður það að segjast að engar beinar upplýsingar var að hafa af snjóalögum á hinu geysi- víðfeðma vatnasviði Hvítár á af- rétttum þeirra Tungnamanna og Hrunamanna. Við höfum vatns- magnið, en hvað af því var úrkoma sem féll á einum sólarhring og hvað kom frá auðleystum snjónum sem fyrir var vitum við ekki. Nær engar mælingar Vatnasvið Hvítár ofan Gullfoss er um 2.000 km², hluti þess er reyndar jökull. Árnar í Hruna- mannahreppi með Stóru-Laxá fremsta í flokki hafa vatnasvið um 1.450 km². Þá er ótalið Tungufljót- ið með um 700 km², Brúará og smáár á láglendinu. Á öllu þessu landflæmi ofan byggðarinnar eru engar athuganir gerð- ar á snjóalögum og þar er heldur enginn úrkomumælir. Áður en leysti nú vissu menn að snjódýptin samsvaraði 7 sm á Hjarðarlandi í Bisk- upstungum, þaðan norður af er engar mælingar að hafa fyrr en komið er að Hvera- völlum, norðan vatna- sviðs Hvítár. Vatna- mælingar Orkustofnunar reka einn vatnshæðarmæli sem skilar inn mikils- verðum gögnum í rauntíma. Hann er í Hvítá í Fremstaveri sunnan Bláfells. Ef haldið er austur yfir vatnaskilin í ríki Þjórsár og Tungnár er allt aðra sögu að segja. Þar eru gerðar margháttaðar mæl- ingar á rennslishögum. Sjálfvirkir úrkomumælar eru ekki færri en sjö talsins. Þessar mælingar eru kostaðar af Landsvirkjun sem vinnur veðurháða raforku í stórum stíl á Þjórsár- og Tungnársvæðinu. Flóðaspár og viðbragðsáætlanir Fyrir atburðina minntist enginn sérstaklega á leysingaflóð, engar viðbragðsáætlanir eru til. Mik- ilvægt er að komið verði upp ein- földu vöktunarkerfi til þess að vara við leysingaflóðum, ekki síst á þéttbýlum svæðum á íslenskan mælikvarða niður með Hvítá og Ölfusá. Grunnurinn er einhverjar mælingar og þrír til fjórir nokkuð vel staðsettir sjálfvirkir úrkomu- mælar ofan Gullfoss og á Hruna- mannaafrétti gerðu mikið gagn. Nú eru engar beinar snjómælingar gerðar lengur á hálendinu eftir að mönnuðum veðurathugunum lauk á Hveravöllum sumarið 2004. Afar góð og mikilvæg gögn um snjóalög eru til þaðan frá árinu 1965. Vel má hugsa sér vefmyndavélar og snjóstikur sem lesa mætti af gróf- lega snjóalög einu sinni á dag með- an bjart er og skyggni. Slíkur bún- aður er háður tæknilegum annmörkum sem ekki verður farið út í hér. Fjölga þarf rennsl- ismælum beinlínis í þeim tilgangi að vara við vatnavöxtum. Þegar leysingaflóð eru annars vegar er afar mikilvægt að Veð- urstofa Íslands og Vatnamælingar Orkustofnunar vinni saman. Mér vitanlaga er samstarf þeirra á milli ekki neitt þegar kemur að slíkri vöktun. Við þetta má bæta að ekki er síður mikilvægt að auka alla vöktun og viðbrögð á sumrin þegar lítt kunnugir ferðamenn leggja yfir jökulár í foráttuvexti án þess að hafa nokkrar upplýsingar um hvort rennslið sé meira en að jafn- aði. Aðalatriðið er í mínum huga að við lærum af þessum atburðum og bregðumst við af skynsemi og raunsæi. Markmiðið er að auka ör- yggi landsmanna og koma í veg fyrir eignatjón sé þess nokkur kostur. Vatnavextirnir á dögunum og viðbragðsáætlanir Einar Sveinbjörnsson fjallar um vatnavexti og viðbragðsáætlanir » Aðalatriðiðer í mínum huga að við lær- um af þessum atburðum og bregðumst við af skynsemi og raunsæi. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er veðurfræðingur. Sést hefur: Þeir unnu að því öllum árum. RÉTT VÆRI: Þeir reru að því öllum árum. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.