Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 20
|miðvikudagur|27. 12. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Reyktum mat og söltum, sem og
ógrynni af kökum, getur fylgt
sannkallað jólaslen sem reka má
á brott með hollu líferni. » 24
heilsa
Hljómsveitin Bambínós heldur
árlega dansleik fyrir vini og
vandamenn og þá er nú slett úr
klaufunum. » 22
daglegt
Hrafnhildur Ágústsdóttir rekur
sína eigin flugeldasölu, þrátt
fyrir að vera aðeins átján ára
gömul. » 23
áramót
Það eru sannkallaðir hátíða-
réttir í Matreiðslubók íslenska
lýðveldisins, enda réttirnir not-
aðir í opinberum veislum. » 25
matur
Það borgar sig að fara að öllu
varlega þegar kemur að með-
ferð flugelda og gæta sér-
staklega að börnunum. » 24
hollráð
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
A
ðventan og jólin eru
sannarlega mikil hátíð
fyrir hrúta þessa lands,
því þá hefst hinn svo-
kallaði fengitími, en fyr-
ir þá sem ekki vita hvað í því felst þá
er það sá tími sem ástarlíf sauðkinda
er í blóma. Hver hrútur þarf að þjón-
usta fjölmargar kindur og þar sem
þetta er eini tími ársins (hjá lang-
flestum kindum) sem þær líta við
hrútunum, þá hafa þeir sig alla við og
reyna auðvitað að komast yfir sem
flestar.
Tilhleypingar (hrútum hleypt til
kinda) eru fastur liður í jólahaldi
sauðfjárbænda og því vel við hæfi að
heimsækja einn slíkan og nokkra
hrúta sem búsettir eru við borg-
armörkin og athuga hvernig þeir hafa
það.
Að komast sem næst
draumnum
Vilhjálmur Ólafsson, frístundabóndi
í Fjárborgum, var pollrólegur og alveg
laus við jólastress þegar hann tók á
móti gestum í fjárhúsinu. „Ég hleypi
nú frekar snemma til vegna þess að ég
vil helst að ærnar séu búnar að bera í
júníbyrjun. Ég er með þrjá hrúta sem
sjá um að sinna þessum þrjátíu kind-
um sem við höldum hér, ég og pabbi.
Pabbi á flestar kindurnar en hann hef-
ur verið með fé hér undanfarin tíu ár.
Hann byrjaði með sex kindur en þeim
hefur fjölgað jafnt og þétt. Þetta er
okkar leið til að komast sem næst
draumnum um að vera með búskap,
en pabbi ætlaði sér alltaf að verða
bóndi og ég hefði líka alveg viljað það.
Við erum að þessu brölti fyrst og
fremst fyrir ánægjuna.“
Flestar eru kindurnar kollóttar og
mislitar. „Jú, við reynum til gamans
að rækta fjölbreytta liti, það er fal-
legra.“
Jólalamb á leiðinni
Vilhjálmur segir að í það heila séu
rúmlega tvö hundruð kindur í Fjár-
borgum sem tólf einstaklingar eiga.
„Þetta er gott samfélag hérna og
skemmtilegur metingur milli karl-
anna með rollurnar og þeir halda
hrútasýningar þar sem keppt er um
bikar. Við höfum einu sinni unnið bik-
ar fyrir hann Einar, sem er eini
hyrndi hrúturinn í hópnum okkar.“
Ærnar ganga á Hólmsheiði yfir
sumarið og lömbunum er fargað að
hausti í sláturhúsinu á Selfossi. „Við
tökum mest af okkar kjöti út og borð-
um það sjálf en gefum líka vinum og
ættingjum.“
Ein kindin í fjárhúsinu var komin
að burði, hafði náð sér í fang á óvenju-
legum tíma, en sauðkindur rétt eins
og mannfólkið eiga það til að ruglast í
dagatalinu. Sannkallað jólalamb gæti
því fæðst í fjárhúsinu þetta árið.
Gamli hrúturinn
hitaði upp
Hrúturinn Doddi var með flestar
kindur í sinni umsjá yfir fengitímann
en hann var ekkert á því að láta taka
myndir af sér við ástarleiki. Ekki er
ljóst hvort þar var um að kenna al-
mennri feimni eða hvort hann var
bara svona góður með sig. Kannski
vildi hann kenna mannskepnunum að
þær gætu ekki komið og fengið hvað
sem er eftir pöntun, því hann skellti
sér á eina svarta kind um leið og ljós-
myndarinn brá sér frá örstutta stund.
„Doddi er svolítið séður, hann lét
gamla hrútinn, sem við áttum, alltaf
sjá um að hita upp fyrir sig þegar
kom að tilhleypingunum. Hann barði
þann gamla líka reglulega í klessu en
þeir voru samt óaðskiljanlegir og
komu alltaf saman af fjalli.“
Morgunblaðið/Golli
Strokulamb Vilhjálmur lyftir lambinu aftur í króna sem það strauk reglulega úr til að vera hjá fullorðnu ánum.
Feðgin Vilhjálmur og Rakel dóttir hans slaka á milli verka í fjárhúsinu.
Feimnir hrút-
ar á fengitíma
Forvitin Þær voru gæfar og forvitnar ærnar í Fjárborgum og þessa langaði að hnusa af linsunni.