Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 27
Að undanförnu hafa fjölmiðlarfjallað um málefni Nátt-úrugripasafns Íslands vegnanokkurra óhappa sem orðið
hafa á skömmum tíma og
tengjast starfsemi safnsins.
Nú síðast í desemberbyrjun
var það heitavatnsleki í sýn-
ingarsölum á Hlemmi. Þar
áður lak vatn í húsnæðinu
um miðjan nóvember en þá
vildi svo „heppilega“ til að
vatnið lak út úr húsinu en
ekki inn í það. Í vor sem leið
fór frost af geymslurými
þar sem vísinda- og sýning-
argripir í vörslu Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands
voru hafðir. Óhappið upp-
götvaðist ekki fyrr en í
haust og lítur út fyrir að
umsjónarmenn frysti-
geymslunnar hafi fleygt á
haugana ómetanlegum
rannsóknargögnum og
náttúrugripum að Nátt-
úrufræðistofnun forspurðri.
Í tengslum við umfjöll-
unina á höfuðsafni þjóð-
arinnar í náttúrufræðum er
sjálfsagt að halda til haga
hinu og öðru um tilurð og
sögu safnsins, enda um
margt merkileg og sér-
kennileg saga.
Á hrakhólum
Segja má að fram-
angreind óhappasaga sé dæmigerð fyrir
þann húsnæðisvanda sem Náttúrugripa-
safn Íslands hefur búið við í þau tæpu 120
ár sem safnið hefur verið við lýði. Nátt-
úrugripasafn Íslands er skilgetið afkvæmi
Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN)
sem stofnað var 16. júlí 1889. Annað
tveggja höfuðmarkmiða með starfsemi
HÍN var, og er enn, að reisa þjóðinni
myndarlegt og vandað náttúrugripasafn.
Fyrstu tvo áratugina flakkaði safnið á
milli nokkurra staða í Vesturbænum, jafnt
á milli heimahúsa sem verslunar- og
skólabygginga. Afdrep safnsins fyrstu tvö
árin (1890–1892) var á Vesturgötu 16b,
heima hjá Benedikt Gröndal, skáldi, nátt-
úrufræðingi og menningarfrömuði, og
jafnframt fyrsta formanni HÍN.
Árið 1908 var safnið flutt á Hverfisgötu
þar sem Þjóðmenningarhúsið er nú. Þar
var safnið fram til 1960 og lifði blómatíma
sinn fram til þessa. Til umráða voru 130
m2 sýningarsalur og 50 m2 geymsla og ár-
lega heimsóttu safnið átta til tíu þúsund
manns. Aðsóknarmet að íslensku nátt-
úrugripasafni var slegið 1946 þegar um 15
þúsund manns heimsóttu safnið. Árið 1947
afhenti HÍN menntamálaráðuneytinu
náttúrugripasafnið til eignar ásamt veg-
legum byggingarsjóði með þeim skil-
yrðum m.a. að reisa nýtt safnahús. Árið
1951 voru lög sett um safnið og það nefnt
Náttúrugripasafn Íslands.
Árið 1960 var safninu lokað vegna
þrengsla í húsakynnum við Hverfisgöt-
una. Fimm árum síðar voru lög sett um
safnið og nafni þess breytt í Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. Sú ríkisstofnun
er þ.a.l. einnig skilgetið afkvæmi HÍN líkt
og safnið sjálft. Með tilkomu Nátt-
úrufræðistofnunar jókst þáttur rannsókna
verulega í starfseminni, en á kostnað sýn-
ingarsafnsins. Með nýjum lögum um
Náttúrufræðistofnun sem tóku gildi 1993
dró enn frekar úr hlutverki stofnunar-
innar varðandi sýningarsafnið.
Framhald harmsögunnar
Árið 1967 var Náttúrugripasafn Íslands
opnað á ný eftir sjö ára þyrnirósarsvefn í
100 m2 bráðabirgðahúsnæði við Hlemm.
Við þessar aðstæður bjó safnið í 22 ár, eða
fram til 1989, þegar 100 m2 salur á 4. hæð
hússins bættist við sýningarrýmið í tilefni
af 100 ára afmæli HÍN. Þar er safnið enn
til húsa við óviðunandi aðstæður, í tveimur
litlum herbergjum, hvoru á sinni hæðinni í
lyftulausum stigagangi, með lítt aðlaðandi
og erfiðri aðkomu. Vinsældir safnsins eru
og í takt við þessar aðstæður, en aðeins
liðlega 2.000 manns heimsóttu safnið á síð-
asta ári.
Ekki er þó svo að menn hafi setið auð-
um höndum í baráttunni fyrir betra hús-
næði þá heilu öld og rúmlega það sem
safnamálið hefur verið á dagskrá, en
meira hefur verið um loforð og skrifræði
en efndir og framkvæmdir. Hátt í 20
nefndir hafa fjallað um málið og skilað af
sér misþykkum álitsgerðum, nokkrar
teikningar hafa verið gerðar af safnahús-
inu, þ.á m. teiknaði Guðjón Samúelsson,
og byggingarlóðum hefur ver-
ið úthlutað mörgum sinnum á
höfuðborgarsvæðinu, t.d. þar
sem Þjóðleikhúsið er nú. En
allt kemur fyrir ekki.
Saga og staða höfuðsafns
þjóðarinnar í náttúrufræðum
er dapurleg og þjóðarskömm
að. Hér er ólíku saman að
jafna við önnur helstu söfn
landsins, Þjóðminjasafn Ís-
lands, Landsbókasafn og
Listasafn Íslands, sem öll
hafa fengið viðunandi úrbæt-
ur í húsnæðismálum.
Eigum betra skilið
Öflugt sýningar- og
kennslusafn um náttúrufræði
er aðal og stolt hverrar vel
stæðrar þjóðar og dýrmætur
fróðleiksbrunnur fyrir þegna
og gesti viðkomandi lands.
Enda er slík söfn að finna í
flestum stórborgum heims. Í
ljósi þess að Íslendingar
byggja og hafa byggt afkomu
sína á náttúru landsins í mjög
ríkum mæli, sem og þess að
langflestir ferðamenn sem
sækja landið heim gera það
náttúrunnar vegna er þeim
mun mikilvægara að bjóða
upp á veglegt sýningar- og
kennslusafn um náttúru landsins.
Náttúra Íslands er um margt mjög at-
hyglisverð og sérstök í hnattrænu sam-
hengi og okkur ber siðferðisleg skylda til
að uppfræða um furður hennar og fegurð.
Hér er bæði vísað til jarðfræðilegrar sér-
stöðu, sem felst m.a. í ungri jarðsögu, fjöl-
breytilegum jarðmyndunum og góðu að-
gengi þeirra, og til lífríkisins, sem að
miklu leyti mótast af jarðfræðinni og legu
landsins. Lífríkið einkennist öðru fremur
af fáum tegundum, en gjarnan stórum og
sterkum stofnum, auk oft á tíðum óvenju-
mikils breytileika í útliti og lífsháttum inn-
an tegunda. Aðstæður á Íslandi, með
unga, lítt mótaða náttúru í örri þróun,
ásamt myndrænni fegurð í stórbrotnu
landslagi elds og ísa, eru óvíða annars
staðar á jörðinni. Þessari náttúrugersemi
eigum við að gera viðeigandi skil með
kynningu og fræðslu í glæsilegu og veg-
legu Náttúruminjasafni Íslands.
Bjartara framundan?
Nú hillir enn einu sinni undir að skriður
komist á safnamálin. Með safnalögunum,
sem fjalla á heildstæðan hátt um minja- og
náttúrusöfn í landinu, sem Björn Bjarna-
son, þáverandi menntamálaráðherra,
lagði fram og öðluðust gildi 2001 er í
fyrsta sinn kveðið á um heitið Nátt-
úruminjasafn Íslands og að safnið hafi
stöðu sem höfuðsafn á sviði náttúrufræða.
Í bráðabirgðaákvæði laganna er þó tekið
fram að þessi staða safnsins komi ekki til
framkvæmda fyrr en sérlög hafi verið
samin um safnið. Frumvarp þar að lútandi
er nú til meðferðar á Alþingi. Verði það
frumvarp að lögum skánar staða Nátt-
úruminjasafnsins nokkuð. Enn er þó langt
í land því í fyrrgreindu lagafrumvarpi er
hvorki stafkrókur um hvernig haga eigi
rekstri né tryggja fjárhag Náttúruminja-
safnsins.
Það er vonandi að aðbúnaður og um-
gjörð hins nýja Náttúruminjasafns Ís-
lands verði öll hin glæsilegasta og hvergi
til sparað í faglegum kröfum og nýstár-
leika. Mikilvægt er að ígrunda vel for-
sendur rekstrar og brýnt að staðsetja
safnið á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk
er flest og aðgengi best árið um kring. Þá
liggur í augum uppi, ef vel á að takast til
með gagnsemi og glæsileika safnsins, að
aldeilis óviðunandi er að koma safninu fyr-
ir í notuðu húsnæði sem hannað er til allt
annarra hluta en með þarfir nátt-
úruminjasafns að leiðarljósi.
Náttúruminjasafn
Íslands, hvað svo?
Eftir Hilmar J. Malmquist
Hilmar J. Malmquist
» Það er von-andi að að-
búnaður og um-
gjörð hins nýja
Náttúruminja-
safns Íslands
verði öll hin
glæsilegasta og
hvergi til sparað
í faglegum kröf-
um og nýstár-
leika.
Höfundur er forstöðumaður
Náttúrufræðistofu Kópavogs
og stjórnarmaður í HÍN.
TENGLAR
.....................................................
www.hin.is
Reuters
okkur ungmenni búa til minnismerki um þá sem létust í flóðbylgjunni á ströndinni í Chennai á Indlandi í gær.
tilfinning manna ykist í réttu hlutfalli við
aukið öryggi en að sögn Stefáns er ekki
alltaf rökrétt samhengi þar á milli.
Þannig hafi aðgerðir lögreglu í miðborg-
inni orðið til að auka öryggi fólks þar,
t.d. hafi alvarlegum líkamsárásum fækk-
að, en kannanir sýni á hinn bóginn að
fólk hafi annað á tilfinningunni, að
ástandið hafi jafnvel versnað. Stefán
segir að að hluta til geti skýringin verið
sú að lögreglan sé ekki nægjanlega sýni-
leg í miðborginni og á því verði ráðin
bót. Á hinn bóginn verði fjölmiðlar einn-
ig að líta í eigin barm því fréttir af ein-
stökum ofbeldisverkum fái jafnan mikla
athygli en fréttir af jákvæðri þróun skili
sér miklu síður.
Skjótari upplýsingagjöf
Einn liðurinn í því að auka sýnileika
lögreglu er einmitt að efla samskipti við
fjölmiðla og upplýsa almenning betur og
hraðar um stöðu tiltekinna mála. „Ég tel
að lögreglan eigi að vera sýnileg í fjöl-
miðlum. Ekki bara í þeim sem ná til alls
landsins heldur líka í svæðisbundnum
miðlum og í hverfablöðunum því þau eru
oftar en ekki áhugasamari um að flytja
jákvæðar fréttir af því sem er í gangi
meðan hinir fjölmiðlarnir virðast veita
neikvæðu hlutunum meiri athygli,“ segir
Stefán. Fréttir af störfum lögreglu verða
einnig birtar á vef lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins, www.lrh.is, sem verður
rækilega auglýstur þegar hann fer í loft-
ið um áramótin.
Þær breytingar sem nefndar hafa ver-
ið hér að ofan eru aðeins hluti þeirra
breytinga sem verða um áramótin. Þeg-
ar hefur verið greint frá helstu áherslum
embættisins, nýju skipuriti og skiptingu
í þrjú svið; löggæslusvið, lögfræði- og
ákærusvið og stjórnsýslu- og þjónustu-
svið.
Meðal annarra breytinga sem Stefán
nefnir er að um áramót tekur til starfa
ný deild innan rannsóknardeildar; kyn-
ferðisbrotadeild. Starfsmenn hennar
verða 5-6 talsinss og segir Stefán að
með þessu sé að hluta til verið að bregð-
ast við gagnrýni á lögreglu. Þessum
rannsóknum hafi verið sinnt mjög vel en
markmiðið sé að gera enn betur.
Þá verði umferðardeildin efld og muni
í auknum mæli nýta sér upplýsingar um
umferðarþunga og slysatíðni þegar
ákveðið er hvar lögregla verði að störf-
um. Margt er líka enn í mótun. „Emb-
ættið stekkur ekki fullskapað fram í
einu vetfangi heldur mun það breytast
og þróast,“ segir Stefán Eiríksson, lög-
reglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
röfur sem gerðar eru til
þ.e. að vera lögfræðingur.
einnig taka virkan þátt í
ögreglu og mun raunar
ngueftirlit hins nýja emb-
ega klukkan 13.30 hinn 2.
firmenn, jafnvel þeir sem
í lögreglubúningi í mörg
taka þátt í eftirlitinu og
tt að búningurinn passi
r gildi í sjálfu sér
aðgerðir eiga að leiða til
engara verður að sjá lög-
törfum og er tilgangurinn
ggi og öryggistilfinningu
ara það að fólk sjái lög-
gangi eykur tilfinningu
ögreglan sé á staðnum,“
að hafi gildi í sjálfu sér
hafi sýnt að sýnileg lög-
ærri afbrota og jafnframt
finning fólks.
ni sé hins vegar ekkert
glu að auka öryggi, íbú-
ig að leggjast á árarnar,
gri hegðun og með því að
um til lögreglu.
nnu að halda að öryggis-
út á göturnar
ætti saman í eitt; lögreglu höfuðborgarsvæðisins
Morgunblaðið/Júlíus
æðisins, vill auka sýnileika lögreglu. Á myndinni eru einnig Guð-
sson aðalvarðstjóri og Hjálmar Kristjánsson varðstjóri.
Í HNOTSKURN
» Lögregla höfuðborgarsvæð-isins, LRH tekur til starfa 1. jan-
úar.
» Stefán Eiríksson, lögreglustjórihöfuðborgarsvæðisins segir að
hvergi á svæðinu verði dregið úr
löggæslu. Allar breytingar lúti að
því að auka löggæslu.
» Mikil áhersla er lögð á að aukasýnileika lögreglu og hverfalög-
gæslu sem Stefán segir að auki
bæði öryggi og öryggistilfinningu
íbúa.
» Á heimasíðu lögreglunnarwww.lrh.is verður m.a. hægt að
sjá þróun afbrota í einstökum
hverfum.
» Aðalstöð lögreglunnar viðHverfisgötu verður opin allan
sólarhringinn sem og stöðvarnar í
Kópavogi og Hafnarfirði.
» Hjá embættinu starfa 440–450manns, þar af 340–350 lög-
reglumenn.