Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 35 MINNINGAR ✝ Þórunn Ágústs-dóttir fæddist á Sílastöðum í Eyja- firði 16. september 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ágúst Jónasson frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði, f. 1873, d. 1952, og Guðrún Jónasdóttir frá Bringu í Eyjafirði, f. 1870, d. 1945. Systur Þórunnar, Laufey og Hrefna, létust báðar ungar. Þórunn giftist 24. desember 1932 Eggerti Þorkelssyni frá Flatatungu í Skagafirði, f. 22. apríl 1905, d. 14. febrúar 1972. Börn þeirra eru: 1) Hrefna Laufey, f. 2.12. 1933, d. 27.3. 1964. Hrefna var gift Guðmundi Valdimarssyni og eignuðust þau eina dóttur, Eddu Ásrúnu, f. 1954, gift Árna Ragnarssyni, f. 1952. Börn þeirra eru: A) Laufey, f. 1980, í sambúð með Kristni Harðarsyni, dóttir þeirra er Hrefna Rán, f. 2005, B) Heiðar, f. 1982, C) Ingvar, f. 1986, syni, f. 9.3. 1947. Þeirra börn eru: A) Halldór, f. 1969, kvæntur Öldu Láru Jóhannesdóttur, f. 1967. Dæt- ur þeirra eru Þórunn Ágústa, f. 1998, Ella, f. 2000, og Anna Lillý, f. 2005. B) Guðný Þorbjörg, f. 1977, gift Snæþóri Bergssyni, f. 1974. Bön þeirra eru Eggert Unnar, f. 1998, og Guðrún Birna, f. 2005. 4) Þórunn Dýrleif, f. 1.1. 1948. Þórunn ólst upp á Sílastöðum og hóf þar einnig búskap sinn með Eggerti. Árið 1944 fluttu þau að Helgamagrastræti 19 á Akureyri þar sem þau bjuggu allt til ársins 1971 þegar þau fluttu að Grenivöll- um 12 á Akureyri. Eftir andlát Eggerts 1972 bjuggu þær mæðgur, Þórunn og Dýrleif, á Grenivöllum þar til Þórunn fluttist á Dval- arheimilið Hlíð árið 1989 þar sem hún bjó til dauðadags. Þórunn stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Blönduósi þar sem hún lærði til húsmóðurverka sem áttu eftir að verða hennar aðalstarf. Hún vann þó um nokkurt skeið á saumastofunni Burkna á Akureyri og í Alþýðuhúsinu. Þórunn var ein- staklega dugleg við alla handa- vinnu langt fram eftir aldri og tók hún að sér að prjóna fyrir fólk. Þau eru ófá stykkin sem til eru eft- ir hana hjá afkomendum hennar. Útför Þórunnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. unnusta Elísabet Guðbjörnsdóttir, f. 1987, og D) Gauti, f. 1988. 2) Hulda Þórný, f. 6.9. 1935, maki Ing- ólfur Jónsson, f. 22.7. 1928, d. 21.12. 2006. Börn þeirra eru: A) Gréta Berg, f. 1954, gift Pétri Hjart- arsyni, f. 1952. Sonur þeirra er Ingólfur Þór, f. 1982, í sambúð með Jóni Múla Franklínssyni, f. 1973. B) Eva Þórunn, f. 1959, gift Guðmundi Jóhanns- syni, f. 1957. Börn þeirra eru: a) Hulda Sigríður, f. 1978, gift Gústaf Ingasyni, f. 1978, börn þeirra eru Ingi Hrannar, f. 1999, og Eva Kar- en, f. 2003, b) Freyja Dan, f. 1985, c) Jóhann, f. 1990, og d) Ágúst, f. 1993. C) Hrefna Laufey, f. 1965, gift Árna Sigurðssyni, f. 1959. Börn þeirra eru Axel Ingi, f. 1989, og Rósa, f. 1992. D) Eggert Þór, f. 1968, í sambúð með Júlíu Krist- jánsdóttur, f. 1973. Dætur þeirra eru Eva Laufey, f. 1996, Aldís Hulda, f. 2000, og Kristín Edda, f. 2006. 3) Guðrún Ágústa, f. 1.1. 1948, gift Klemenzi Gunnlaugs- Nú er hún Þórunn tengdamóðir mín farin yfir móðuna miklu eftir langt og á stundum erfitt líf. Það verður skrítið að koma til Akureyrar og finna hana ekki þar fyrir eins og síðastliðin rúm 40 ár. Það var mikið gæfuspor fyrir mig að fara á 1. des. ballið í MA 1965 því þar hitti ég hana Gurru mína sem varð til þess að ég eignaðist þá bestu tengdamömmu sem nokkur maður getur óskað sér. Ég fór að venja komur mínar oftar og oftar í Helgamagrastræti 19 og sérstaklega er mér minnisstætt þeg- ar hún fjarlægði skó vonbiðilsins úr forstofunni þannig að húsbóndinn kæmist ekki að því að of margt væri í húsinu morgun einn þegar hann fór til vinnu. Ekki þannig að skilja að hann Eggert, minn verðandi tengda- pabbi þá, hefði neitt á móti mér en henni hefur þótt vissara að stofna ekki til vandræða að svo komnu máli. Svona var hún, ætíð tilbúin til hjálpar og færa hluti til betri vegar. Við Eggert urðum síðar hinir mestu mátar og skrúfuðum meðal annars karbúratorinn úr Moskvich- inum hans ótal sinnum sundur og saman á stofuborði Þórunnar með tilheyrandi bensínfýlu og skít. Ekki minnist ég þess að hún segði nokkuð við þessu því vafalaust hefur hún séð að þarna var sameiginlegt áhugamál á ferðinni sem ekki mátti spilla. Eggert varð því miður ekki langlíf- ur, lést aðeins 66 ára gamall árið 1972 þegar ég var við nám í Kaup- mannahöfn og komst ekki í jarðar- förina. Þakka ykkur báðum samfylgdina. Ykkar tengdasonur Klemenz. Mig langar til að skrifa nokkur orð um ástkæra ömmu mína, hana ömmu Tót eins og hún var alltaf köll- uð. Amma var einstök kona, hjartahlý, þolinmóð, fyndin og ótrú- lega minnug. Nú þegar hún er öll streyma minningarnar fram í hug- ann og kalla fram sorgina. Þó við amma höfum aldrei verið búsettar á sama landshorninu eyddum við þó- nokkrum tíma saman þegar svo vildi til að ég kom norður eða hún suður. Ég man að sem lítil stelpa fannst mér ekkert betra en að skríða upp í hjá ömmu og hlusta á hana segja mér sögu sem annaðhvort varð til í kollinum á henni þar og þá eða sögur frá því í gamla daga. Mér er minnisstæð síðasta heim- sókn ömmu suður árið 1996 þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Hún ætlaði ekki að vilja koma en ég flaug norður og leigði bíl og taldi hana á að keyra með mér suður. Bílferðin var stór- skemmtileg og ómetanlegt að hafa ömmu viðstadda útskriftina. Amma var búin að lifa ótrúlega tíma og líf hennar ekki alltaf dans á rósum. Hún missti dóttur, eigin- mann og margar vinkonur en aldrei missti amma skopskynið. Aðeins viku fyrir andlátið var hún enn að fíflast í hjúkkunum í Hlíð. Það verður skrítið að koma norður næst og fara ekki í heimsókn til ömmu en sú staðreynd að hún átti hér heil 97 ár hjálpar manni að sætta sig við að hún sé farin. Ég kveð ömmu með þessum fá- tæklegu orðum, þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ég veit að hún fylgist með okkur, hún var búin að lofa því, blessunin. Guðný. Þórunn Ágústsdóttir ✝ PÁLMI ERLENDUR VILHELMSSON andaðist á Landspítalanum laugardaginn 23. desember sl. Útförin verður ákveðin síðar. Lárus Þór Pálmason, Dana Jóhannsdóttir, Ásdís Vilhelmsdóttir. ✝ Móðir okkar BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 24. desember síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN M. ÁRNASON frá Miðfjarðarnesi, Skeggjastaðahreppi, lést aðfaranótt sunnudagsins 24. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Þorsteinsdóttir, Kristján Jónsson, Hugrún Þorsteinsdóttir, Rafn Gunnarsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Bróðir minn og mágur, ÁRNI GUNNAR PÁLSSON frá Litlu-Reykjum, Heiðavegi 1, Selfossi, andaðist 23. desember sl. á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju föstudaginn 29. desember kl. 14. Stefanía Ragnheiður Pálsdóttir, Sverrir Arnar Lúthersson. ✝ Bróðir okkar, GÍSLI ÁGÚSTSSON frá Brúnastöðum, Dælengi 20, Selfossi, lést hinn 23. desember. Jarðsungið verður frá Selfosskirkju föstudaginn 29. desember kl. 11 f.h. Systkini hins látna. ✝ Móðir mín, amma og langamma, Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir, frá Búðardal, andaðist á Landspítala-háskólasjúkrahúsi föstudaginn 23. desember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Magnúsdóttir, Íris Hrund Grettisdóttir, Magnús Þór Guðmundsson. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, EYGLÓ ÞORSTEINSDÓTTIR, Faxabraut 51, Keflavík, varð bráðkvödd á heimili sínu á jólanótt. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. des. nk. kl. 11.00. Geir Newman, Hulda G. Geirsdóttir, Bjarni Bragason Elíza M. Geirsd. Newman, Martin Maddaford, Karl Ó. Geirss. Newman, Margrét Seema Takyar, Guðfinna Eyvindsdóttir, Karl Jónsson, Bragi Geir, Eygló Eyja, systur hinnar látnu og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tendamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR frá Ökrum, Stykkishólmi, lést á Kumbaravogi að morgni aðfangadags jóla, 24. desember sl. Steindór Halldórsson, Jóhann Egill Hólm, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mágkona mín Selma Gunnars- dóttir er látin. Er ég lít yfir farinn veg eru minn- ingar mínar um Selmu bæði góðar og fallegar. Heimsókn til Selmu og Kalla eiginmanns hennar var því ávallt gleðistund, þar sem tekið var á móti okkur fjölskyldunni með opnum örm- um. Ég áttaði mig snemma á að þarna var kona sem hafði fengið einstaka kosti í vöggugjöf, æðruleysi, ljúfa skapgerð og kærleiksríka nærveru. Heimilishaldið minnti svolítið á sveitabúskap, með hundum, köttum, hestum og skjaldböku sem skreið um, og átti vel við mig þar sem ég hafði al- ist upp til tíu ára aldurs á Háteigsvegi við hliðina á Sunnuhvoli, þar sem Tryggvi Salómonsson, föðurbróðir Selmu, réð ríkjum. Heimsókn á fal- lega heimilið sem Selma og Kalli bjuggu sér, börnunum og dýrunum í Blesugróf rifjuðu upp þessi bernsku- ár. Selma S. Gunnarsdóttir ✝ Selma Sigur-veig Gunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudag- inn 30. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 7. desember. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að vinna með Selmu á Morgun- blaðinu ásamt fleiri kjarnakonum við síð- asta frágang blaðsins, svo lesendum bærist blaðið í morgunsárið. Í vinnunni kom já- kvæðni Selmu sterkt í ljós sem hallmælti aldrei neinum í mín eyru og einblíndi á það jákvæða í fari hvers og eins. Þegar veikindi komu upp í minni fjölskyldu var Selma fyrst á staðinn til að rétta fram hjálparhönd. Laum- aði peningum í lófann á mér með þeim orðum að það hefði hvarflað að sér að ég hefði ekki átt handbæran pening fyrir sjúkrabíl, svo hún hefði haft með sér allt sem fannst heima við. Þetta reyndist sannkölluð himnasending þar sem mig hafði einmitt skort lausafé til að borga fyrir bílinn. Þetta dæmi lýsir vel þeirri manneskju sem Selma hafði að geyma. Sjálf fékk Selma á sig þung högg í lífsins ólgusjó, varð fyrir þeirri hörmulegu lífsreynslu aðeins nítján ára að missa unnusta sinn er hún var barnshafandi og horfði síðar á eftir tveimur ungum börnum yfir móðuna miklu. Örfá ár eru liðin síðan eigin- maður hennar, sonur og systir féllu frá með stuttu millibili. Æðruleysi Selmu kom skýrt í ljós við þessar að- stæður. Selma mín, að lokum vil ég beina orðum mínum til þín. Ég vildi að þú hefðir átt fleiri stundir hér á þessu jarðríki, hefðir haft tækifæri til að ferðast meira en þú gerðir vegna þess hversu gaman þér þótti það. En úr því sem komið er þakka ég að þjáning þín skuli ekki hafa orðið meiri. Hvíldu í friði. Anna Leósdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.