Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 37
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GÍSLI HARALDSSON
fyrrv. kaupfélagsstjóri,
Kleppsvegi 140,
Reykjavík,
sem lést að heimili sínu fimmtudaginn 14. desem-
ber, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði,
fimmtudaginn 28. desember kl. 15:00.
Fanney Vilbergsdóttir,
Steinunn Gísladóttir, Friðrik Pétursson,
Kristín Gísladóttir, Sigurbjörn Aðalsteinsson,
Eva Dís Gísladóttir, Samuel Tholozan,
Pétur Hrafn og Áróra.
þessum tímum hrannast nú upp.
Heimsreisurnar urðu þrjár. Sú síð-
asta til Kína fyrir tveimur árum.
Skugga bar á þá ferð þar sem Sig-
urbjörg var þá orðin of veik til að
þau Gunnar kæmust með. Nú hefur
Doddi fallið fyrir þessum sama sjúk-
dómi sem Sigurbjörg barðist svo
lengi við.
Í matarboði ferðaklúbbsins fyrir
ári síðan sagði Doddi okkur að hann
hefði greinst með krabbamein í
lungum. Síðan þá hefur tíminn liðið
fljótt og nú hefur hann lagt upp í
sína síðustu ferð. Við sem eftir sitj-
um skiljum ekki af hverju þetta fer
svona en erum þakklát fyrir að hafa
kynnst Dodda. Blessuð sé minning
hans.
Við efumst ekki um að sá sem öllu
stjórnar tekur vel á móti honum og
við biðjum hann að styrkja og styðja
Ingu og fjölskyldu hennar í því sem
fram undan er.
Erla og Sigurður Oddsson.
Þegar hátíð ljóss og friðar gengur
í garð kveður nágranni okkar og
vinur Þórður Þorgeirsson. Við hitt-
um hann fyrir nokkrum vikum, eins
og svo oft áður, fyrir utan húsið
hans í Staðarselinu. Þá datt okkur
ekki í hug að við myndum kveðja
hann svona fljótt. Við vorum búin að
fylgjast með veikindastríði hans sl.
ár og trúðum því að hann væri að yf-
irstíga veikindin. Doddi og Inga eru
búin að vera næstu nágrannar okk-
ar sl. 36 ár, samskiptin voru ekki
dagleg, en alltaf jafn ánægjuleg.
Okkar kynni hófust í blokkinni á
Blöndubakkanum og jukust þegar
við byggðum hús hlið við hlið í Stað-
arselinu fyrir 28 árum. Doddi var
hægur og rólegur maður, hleypti
fólki ekki mikið að sér, en maður
skynjaði umhyggju, traust og heið-
arleika hans í öllum samskiptum. Í
lítilli götu eins og Staðarselinu
kynnist fólk vel enda erum við flest
frumbyggjar í litlu götunni okkar,
eða höfum búið þar lengi. Samskipt-
in voru mest í gegnum börnin, á
sumrin í garðvinnunni og á hátíð-
isdögum. Öll höfðum við mikinn
áhuga á að gatan væri hrein og
snyrtileg og þar lá Doddi ekki á liði
sínu. Einstakt snyrtimenni sem hélt
húsinu sínu og garðinum fallegum
og snyrtilegu svo af bar.
Góðir nágrannar eru gullsígildi,
samvinna nágrannanna og náunga-
kærleikur er eitthvað sem maður
skynjar ekki hvað er mikilvægur
fyrr en taugin slitnar. Doddi og
Inga áttu þrjú mannvænleg börn,
sem við kynntumst og voru leik-
félagar barnanna okkar. Hann var
stoltur af börnunum sínum og
studdi þau af öllu afli eins og hann
gat. Dauðinn hefur áður kvatt að
dyrum í Staðarseli 3. Það var Dodda
og Ingu mikið áfall, og reyndar okk-
ur öllum í götunni, þegar þau misstu
Þorgeir son sinn í hörmulegu bíl-
slysi rétt við heimili sitt fyrir rúm-
um 25 árum. Þegar Doddi fyrir
tæpu ári sagði okkur að hann hefði
greinst með krabbamein var okkur
illa brugðið, Doddi var jákvæður,
tók þessu með æðruleysi og fullviss-
aði okkur um að hann myndi sigrast
á sjúkdómnum. Það er okkur því
mikið áfall að kveðja Dodda, hitta
hann ekki lengur við garðverkin,
þiggja af honum góð ráð eða bara
spjalla um daginn og veginn. Í okk-
ar huga hafa Doddi og Inga verið
eins og eitt, alltaf nefnd í sömu and-
ránni. Það hefur verið einstakt að
fylgjast með Dodda og Ingu hvað
þau voru samhent í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Svo kemur
kallið, taugin slitnar, allt breytist
þannig að maður veltir því fyrir sér
hvort allt lífið sé fyrirfram ákveðið.
Stundum er sagt drottinn gaf og
drottinn tók. Í tilfelli Þórðar Þor-
geirssonar er genginn einstakur öð-
lingur sem er kallaður á braut alltof
snemma. Kæra Inga og fjölskylda, á
ykkur eru lagðar þungar byrðar
sem við erum fullviss um að þið sigr-
ist saman á. Á þessum erfiðu stund-
um sendir fjölskyldan í Staðarseli 5
ykkur, öllum og fjölskyldum ykkar
samúðarkveðjur með von og ósk um
að góður guð verndi ykkur og
styrki. Minning um góðan mann
mun alltaf lifa.
Halldóra og Reynir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SAMÚEL ÓLAFSSON
vélstjóri,
Tungu, Hvalfjarðarsveit,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 20. des-
ember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 29. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness.
Fjóla Sigurðardóttir,
Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Guðni Þórðarson,
Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, Árni Aðalsteinsson
og afabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls ástkærrar
móður minnar, fósturmóður, tengdamóður og syst-
ur,
INGILEIFAR ÁGÚSTU JÓHANNESDÓTTUR,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
Sérstakar þakkir til starfsstúlkna Asparhlíðar og
starfsfólks lyfjadeildar 1 FSA fyrir frábæra
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Hjaltadóttir, Friðrik Vestmann,
Hjalti Hjaltason, Vilhelmína Norðfjörð Sigurðardóttir,
Rósa Hjaltadóttir, Hugi Kristinsson,
Anna Friðriksdóttir,
Guðlaug Pétursdóttir,
Sverrir Valdimarsson,
Vilborg Jóhannesdóttir,
Sigurður Jóhannesson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN ARADÓTTIR,
Arnartanga 16,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 23. desember.
Sveinn Árnason,
Brynhildur Sveinsdóttir,
Íris Sveinsdóttir og fjölskyldur.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SKAFTI JÓHANNSSON,
lést á jóladag á heimili sínu í Kaupmannahöfn.
Susanne Feldbæk Nielsen,
Finnbjörg Skaftadóttir, Guðjón Ólafsson,
Jóhann Skaftason, Anna Helgadóttir,
Halldóra Skaftadóttir, Bjarni Ingvarsson,
Íris Hvanndal Skaftadóttir, Halldór Geirsson,
Jesper Feldbæk Skaftason, Christina Feldbæk Skaftason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Kveðja frá
Senjórítum
Viku af viku, nótt og dapran dag
dauðans engill söng þitt vöggulag;
söng og skenkti sárra kvala vín,
söng og spann þitt hvíta dáins lín.
Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó
himnesk rödd, er sagði: Það er nóg.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Mallý hefur fengið hvíld-
ina eftir langa baráttu við illvígan
sjúkdóm. Hún kom til liðs við kór-
inn okkar Senjórítur fyrir nokkr-
um árum. Féll strax inní hópinn,
full áhuga og hjálpsemi. Söngur
var hennar líf og yndi. Við sem
þekktum hana vissum að hún var
búin að missa eiginmann og son
með nokkurra mánaða millibili.
Það er gott fyrir þá sem eiga um
sárt að binda að syngja. Það hefur
heilandi áhrif. Það var gaman hjá
okkur þegar við fórum til Eyja í
söngferðalag, þá naut Mallý sín,
enda var hún Eyjapeyja eins og
fleiri í kórnum. Eftir að hún veikt-
ist fyrir tveimur árum sýndi hún
einstakt þrek. Við vonuðum að hún
næði bata en sú von brást. Það var
sárt að fylgjast með veikindum
hennar. Hún mætti á æfingar á
milli lyfjagjafa eins lengi og hún
hafði þrek til. Við Senjórítur minn-
umst Mallýar með söknuði og virð-
ingu og biðjum Guð að blessa
minningu hennar. Dætrum og fjöl-
skyldu sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ragnheiður
Ég veitti henni fyrst athygli
þegar hún kom í heimsókn að Sóla,
nýkomin heim frá Englandi.
Hún heilsaði mér á Ásaveginum,
þar sem ég, bara stelpuhnokki, var
að leik í snjónum og ég fylgdi
henni eftir heim. Hún var í grárri
kápu með ljósa þykka hárið og mér
fannst hún ótrúlega flott! Þetta var
hún Mallý, kærastan hans Fúdda.
Minningabrot: Fyrsta heimilið í
risinu á Gimli. Dúkkuheimili. Eld-
húsið blátt og hvítt, litir sem áttu
eftir að fylgja fallegu heimili
þeirra eftirleiðis. Sísí fæðist. Síðar
var byggt „Draumahús“ á Brim-
hólabraut. Svo fluttu allir „SUÐ-
UR“. Þá eins og nú fékkst aðeins
lítil íbúð í Reykjavík fyrir drauma-
hús í Eyjum. En lífið hélt áfram.
Rósa fæddist. Nú áttu þau tvær
fallegar telpur, ljósar yfirlitum
eins og mamman.
Mallý var alltaf að sauma, jafnt
á sig og dæturnar, allt frá nátt-
kjólum uppí mokkajakka, fyrir ut-
an allt sem hún saumaði fyrir aðra.
Fyrir mig saumaði hún ófáar flíkur
gegnum árin, oftast hugarsmíð
hennar sjálfrar, sérstakt og vel
gert. Í þá daga hét það að vera
myndarlegur í höndunum, en bæði
Fúddi, sem var listasmiður, og
Marlaug Einarsdóttir
✝ Marlaug Ein-arsdóttir fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 18. júlí 1933.
Hún lést á St. Jós-
efsspítala í Hafn-
arfirði sunnudaginn
17. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 22.
desember.
Mallý voru „hönnuð-
ir“, því það var sam-
spil hugar og handa
sem skóp öll verkin
þeirra. Svo fæddist
Vignir.
Að eignast fjölfatl-
að barn er mikið álag
fyrir nánustu fjöl-
skyldu. Vignir var
mikið elskaður af
systrum sínum og
foreldrum, en Mallý
var kjölfestan í þeirri
baráttu sem fram-
undan var og það var
enginn dans á rósum. Vignir átti
erfitt líf fram á fullorðinsár, en allt
var gert til að gera honum lífið
bærilegra. Mallý yfirsteig hverja
þraut með elju og kjarki, en mót-
aði einnig nýja stefnu. Hún
skammaðist sín aldrei fyrir dreng-
inn sinn og var sýnileg og gerði
allt sem hún gat til að gera lífs-
gæði hans sem mest. Sundið var
þeim mikils virði. Sumum fannst
nú frekar óþægilegt að vera með
fatlað barn í almennri sundlaug, en
Mallý sagði með viðmóti sínu og
framkomu, „Hér erum við og við
eigum líka tilverurétt“. Hún var
líka ötul í félagsstarfi Þroskahjálp-
ar og var brautryðjandi á sinn hátt
í málefnum fatlaðra.
Mallý var góður vinur minn og
ég kveð hana með miklum söknuði.
Hún sofnaði að kveldi 14. desem-
ber og vaknaði ekki meir og lést
síðan að morgni 17. desember.
Dætur hennar sem ávallt sýndu
henni mikla elsku og umönnun
vöktu yfir henni þessa sólarhringa.
Þær leyfðu mér að vera hjá henni
stund og stund og gerði það mér
viðskilnaðinn léttbærari. Ég gat
kvatt hana á minn hátt. Hennar er
saknað og hafi hún þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Ásdís Ástþórsdóttir.
Í dag kveðjum við kæra vinkonu
og samstarfsmann til margra ára,
Marlaugu eða „Mallý“ eins og við
höfum alltaf kallað hana.
Við unnum saman í mörg ár á
deild fyrir aldraða hjúkrunar- og
Alsheimersjúklinga þar sem kraft-
ar hennar nýttust mjög vel.
Reynsla hennar í umönnun fatl-
aðra kom sér oft vel og var hún
ráðagóð og næm á þarfir vistfólks-
ins.
Mallý var mjög skemmtileg
kona, afar lífleg og þó hún væri
eldri en við fundum við aldrei fyrir
neinu kynslóðabili. Hún var vak-
andi fyrir umhverfinu og sá fljótt
skoplegu hliðarnar á tilverunni.
Hún var alltaf svo „smart“ til fara,
enda hafði hún á sínum yngri árum
unnið sem saumakona. Sannkölluð
heimskona var hún og gaman að
hlusta á þegar hún sagði okkur frá
dvöl sinni með Fúdda í Sviss.
Henni var einkar lagið að nostra
við umhverfið hér á deildinni, oft
kom hún með blóm sem hún hafði
tínt í hrauninu og setti í vasa.
Einnig gat hún fundið upp á að
koma með góðgæti að heiman og
var jólakæfan hennar margfræg
meðal starfsfólksins á deildinni.
Fyrir allt þetta þökkum við og
sendum ættingjum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk 4-B,
Hrafnistu í Hafnarfirði.