Morgunblaðið - 28.12.2006, Page 13

Morgunblaðið - 28.12.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 13 ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is VIÐBRÖGÐ við dauðadómnum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi for- seta Íraks, og ákvörðun um, að hann skuli tekinn af lífi á næstu vikum, eru mjög misjöfn. Hefur Banda- ríkjastjórn fagnað væntanlegri af- töku hans en Evrópusambandið og ýmis önnur ríki hafa skorað á Íraks- stjórn að þyrma lífi Saddams. Hashem al-Shibli, dómsmálaráð- herra Íraks, segir, að nú standi að- eins nokkur formsatriði í vegi fyrir lífláti Saddams og hann leggur áherslu á, að ekki komi til greina að breyta dauðadómnum í ævilangt fangelsi. Niðurstaða dómsins verði nú send forsetaembættinu og þegar það hafi lagt blessun sína yfir hana, verði Saddam líflátinn. Jalal Talabani, forseti Íraks, er raunar andvígur dauðarefsingum en hann hefur áður gefið til kynna, að í þessu máli muni hann víkja sæti og láta varaforsetunum eftir að skrifa undir aftökutilskipun. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að dauðadómurinn væri merkur áfangi í þeim tilraunum Íraka að „láta lög og reglu leysa harðstjórnina af hólmi“ og stjórn- völd í Þýskalandi tóku í sama streng. Ýmis samtök, þar á meðal bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch, segja hins vegar, að íraska stjórnin hafi með ýmsum hætti eyðilagt trúverðug- leika réttarhaldanna. Nokkur ríki, til dæmis Indland, segjast óttast, að aftaka Saddams Husseins muni ekki auka líkur á sátt og friði í Írak og Evrópusambandið hefur skorað á Íraksstjórn að hætta við hana. Verjendur Saddams sögðu, að dómurinn yfir honum hefði ekki komið á óvart og héldu því fram, að réttarhöldin yfir honum hefðu alltaf verið algerlega pólitísk. Auk Saddams voru hálfbróðir hans, Barzan al-Tikriti, og Awad Hamed al-Bandar, háyfirdómari í valdatíð Saddams, dæmdir til dauða en Taha Yasin Ramadan, fyrrver- andi varaforseti, fékk lífstíðarfang- elsi. Þrír aðrir voru dæmdir í 15 ára fangelsi. Hugsanlegt er, að dómur- inn yfir Ramadan verði endurskoð- aður en ýmsum þykir hann of væg- ur. Saddam og hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir fjöldamorð á sjít- um í bænum Dujail 1982 en þau voru framin eftir að reynt var að ráða Saddam af dögum. Skorar á Íraka að sameinast gegn Bandaríkjamönnum Þótt búið sé að dæma Saddam til dauða og ákveða aftöku hans innan mánaðar, þá standa enn yfir rétt- arhöld yfir honum vegna ofsókna og morða á Kúrdum á níunda áratugn- um. Ekki er ljóst hvernig þau mál verða til lykta leidd. Í bréfi, sem Saddam Hussein hef- ur skrifað, segist hann munu ganga að gálganum sem „píslarvottur“ og hann skorar á landa sína að samein- ast gegn óvininum, Bandaríkja- mönnum. Segir hann, að þeim sé um að kenna hvernig komið er í Írak. Misjöfn viðbrögð við dómi yfir Saddam Margir óttast að aftaka hans auki ekki líkur á friði í Írak AP Stóra fréttin Íbúi í Bagdad með dagblað, sem að mestu var helgað yfirvof- andi aftöku Saddams. Víst er, að sjítar og Kúrdar munu ekki gráta hann en óvíst er hvernig súnnítar munu bregðast við dauða hans. Í HNOTSKURN » Saddam Hussein er 69ára, súnnískur arabi en þeir eru aðeins 20% Íraka. Kúrdar eru einnig súnnítar, um 20% landsmanna, en sjítar eru um 60%. » Saddam varð forseti Íraks1979 og barði alla and- stöðu niður af mikilli grimmd. Hann átti í stríði við Íran 1980-’88 og réðst inn í Kúveit 1999. » Eftir innrásina í mars2003 fór hann huldu höfði en fannst loks í jarðhýsi skammt frá heimabæ sínum Tikrit 13. desember 2003. Teheran. AFP. | Íransþing samþykkti í gær frumvarp, sem skyldar stjórnvöld til að endurskoða sam- vinnu sína við Alþjóðakjarnorku- stofnunina. Var það gert vegna þeirrar ákvörðunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að beita Írana refsiaðgerðum. Frumvarpið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 15 en í því eru stjórnvöld einnig hvött til að hraða kjarnorkuvæðingu landsins. Ekki er búist við, að deilurnar um kjarn- orkuáætlanir Írana muni minnka við þetta en þeir hafa skellt skoll- eyrum við áskorunum um að hætta að auðga úran. Á Vesturlöndum er óttast, að það eigi að nota í kjarna- vopn en Íranar segjast ætla að nota það í friðsamlegum tilgangi. Gholam Ali Hadad Adel, forseti íranska þingsins, sagði, að Íranar ætluðu ekki að segja sig frá samn- ingnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna en ríkisstjórnin gæti að öðru leyti túlkað samþykktina eins og hún vildi. Hún gæti til dæmis takmarkað alþjóðlegt eftirlit og hvöttu margir þingmenn til þess. Refsiaðgerðir SÞ felast í því að banna að selja Írönum búnað, sem nota má í kjarnorkuiðnaði eða í langdrægar eldflaugar. Íranar svara refsiaðgerðum Peking. AFP. | Loftslag í Kína mun fara hlýnandi á næstu áratugum og vatnsskortur fara vaxandi, að því er kínverskir ríkisfjölmiðlar höfðu eftir höfundum fyrstu skýrslu stjórn- arinnar um áhrif loftslagsbreytinga sem nær til alls landsins í gær. „Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum leiðir til sífellt alvar- legri vandamála,“ sagði í yfirlýsingu kínverska vísinda- og tækniráðu- neytisins í gær. „Hnattrænar lofts- lagsbreytingar hafa áhrif á getu þjóðarinnar til að þróast frekar.“ Alls tóku tólf ráðuneyti þátt í gerð skýrslunnar en þar er því spáð að áhrifa loftslagsbreytinga muni fara að gæta innan tíu ára og um miðja þessa öld mun hitastigið hafa aukist um 3,3 gráður að meðaltali. Þar er því jafnframt spáð, að úr- koma muni aukast um allt að 17 pró- sent við næstu aldamót en að hún muni ekki vega upp á móti vatns- skorti sökum þess að uppgufun verði þá mun meiri en nú er. Þá er búist við að hitabylgjur og aðrar öfgar í veðurfari verði algengari en þar kemur einnig fram, að yfirborð jökla hafi dregist saman um 21 prósent frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Eru breytingarnar í veðurfarinu sagðar munu hafa áhrif á öllum svið- um kínversks þjóðlífs, hvort sem um er að ræða hrísgrjónauppskeru bænda eða heilsufar þjóðarinnar. Vara við loftslagsbreytingum í Kína Reuters Útblástur Verkamaður fylgist með frá stjórnklefa lestar við járnbræðslu í borginni Hefei í austurhluta Kína fyrir skömmu en mengun er þar mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.