Morgunblaðið - 28.12.2006, Side 16

Morgunblaðið - 28.12.2006, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI HJALTI Jón Sveinsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Ak- ureyri, gerði að heimanám að um- talsefni við útskrift nemenda frá skólanum 20. desember. Hann seg- ir að svo virðist sem æ fleiri telji heimanám óþarft. Á haustönn hófu 1.230 manns nám í VMA, fleiri en nokkru sinni, og að auki voru um 800 manns skráð í fjarnám skólans. Alls út- skrifaðist 71 nemandi af hinum ýmsu brautum hinn 20. desember. „Öðru hverju koma upp á borðið hugleiðingar kennara um heima- nám nemenda og undirbúning þeirra fyrir kennslustundir. Á þeim vettvangi virðast viðhorf vera að breytast í þá veru að æ fleiri líta svo á að þeir eigi ekki að þurfa að læra neitt heima. Nýlegar rann- sóknir benda til þess að stór hópur framhaldsskólanemenda ver ótrú- lega litlum tíma til heimanáms – jafnvel innan við klukkustund á dag. Sumir nemendur fullyrða í samræðum sínum við kennara að þeir telji nægjanlegt að ef þeir fylgist vel með í kennslustundum eigi þeir ekki að þurfa að leggja meira á sig,“ sagði Hjalti Jón. Lágmarkseinkunn „Við höfum rætt það hér í skól- anum hvort við höfum verið að minnka námskröfurnar vegna þessa. Hvort við gerum minni kröf- ur vitandi það að margir nemendur okkar hafa ekki undirbúið sig í samræmi við það sem við settum þeim fyrir áður en við kvöddum þá í lok síðustu kennslustundar. Minna heimanám þýðir að kenn- arar eiga erfiðara með að fara yfir námsefnið á þeim hraða sem ráð er fyrir gert. Um leið er ljóst að fleiri nemendur verða úti á þekju og eiga í vandkvæðum með að tileinka sér námsefni kennslustundanna. Komi þeir ekki lesnir og undirbúnir í kennslustund geta þeir átt í ennþá meiri erfiðleikum í næstu kennslu- stund við að tileinka sér viðfangs- efnin og síðan koll af kolli. Þegar að prófi kemur eru margir nemendur síðan ánægðir ef þeir ná því með 5 – sem er lágmarkseinkunn til að standast áfangann. Þetta þýðir með öðrum orðum að takmarkið er að ná helmingi markmiða – eða helmingi þeirra krafna sem gerðar eru.“ Nám er fullt starf Hjalti Jón sagði að ef til vill ætti að setja markið hærra og hafa lág- markskröfuna 6 eða jafnvel 7. „Þessi viðhorf geta ekki gengið úti á vinnumarkaðinum; fyrirtæki og stofnanir gera þær kröfur að starfsmennirnir nái hámarks af- köstum og árangur starfs þeirra sé óaðfinnanlegur – án tillits til þess hvort um t.d. iðnaðarmenn er að ræða eða háskólamenntaða sér- fræðinga.“ Skólameistari VMA sagði mikilvægt að við fáum svör við því hvernig á þessu standi; hvers vegna ekki sé hægt að fá nemendur til að gera sitt besta – og leggja sig fram um að ná sem best- um árangri.“ Ein ástæða þess að margir nem- endur líta ekki í námsbækur sínar utan kennslustunda er mikil vinna þeirra með skólanum auk þess sem fjölmargir nemendur stunda íþróttir. Því eru frístundirnar færri og kraftur þrotinn þegar heim er komið; auk þess sem ungt fólk vill einnig eiga þess kost að umgangast félaga sína utan skólans. Ef vel á að vera þá er nám í framhaldsskóla fullt starf.“ Mikilvægt að komast að því hvers vegna nemendur gera ekki sitt besta Æ fleiri framhaldsskólanem- ar telja heimanám óþarft Ljósmynd/VMA Útskrift Hluti þeirra nemenda sem útskrifuðust frá VMA 20. desember. Í HNOTSKURN »Að þessu sinni var 71 nem-andi brautskráður frá skól- anum af hinum ýmsu náms- sviðum og brautum; sumir reyndar af fleiri en einni braut. Þar af eru 43 stúdentar, 13 sjúkraliðar, 12 rafvirkjar, tveir 4. stigs vélstjórar, tveir mat- artæknar, tveir húsasmiðir, tveir matartæknar, einn að- stoðarkokkur – sá fyrsti á land- inu – og sex iðnmeistarar að loknu fjarnámi. »Á haustönn hófu 1.230manns nám í VMA, fleiri en nokkru sinni fyrr, og að auki voru um 800 manns skráð í fjarnám skólans. ÁRLEG úthlutun úr Afreks- og styrkt- arsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni í dag, fimmtudag, kl. 16. Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2006 verður afhentur minnispen- ingur. Árangur akureyrskra íþrótta- manna var góður á árinu, segir í til- kynningu ÍRA. Þeir munu hafa unnið til 112 Íslandsmeistaratitla og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþrótta- greinum. Árlegt hóf ÍRA UPPBYGGING og framfarahugur ein- kennir fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2007 sem afgreidd var í bæj- arstjórn Dalvíkurbyggðar 19. desember, að því er segir í fréttatilkynningu frá Dal- víkurbyggð. Þar eru einnig nefndar nokkrar helstu staðreyndir úr fjárhagsáætlun bæjar- félagsins fyrir 2007: Heildartekjur Dalvíkurbyggðar verða rúmlega 1.036 milljónir króna en heild- argjöld rúmlega 920 þús. króna. Skatt- tekjur aðalsjóðs eru áætlaðar tæplega 502 milljónir króna. Langstærsti útgjaldaliðurinn er fræðslumál eða um 400 milljónir króna. Vel er búið að íþrótta og æskulýðsstarfi og fara ríflega 26 milljónir í beina styrki til þess málaflokks. Fjárhagsáætlun ársins 2007 gerir ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins svo sem við gatnagerð og endurhönnun og viðbyggingu við leikskól- ann Krílakot. Samkvæmt framkvæmda- yfirliti Dalvíkurbyggðar eru fram- kvæmdir A-hluta fyrir um 70 milljónir króna og þarf ekki lántöku til að mæta því. Þá er gert ráð fyrir framkvæmdum við hitaveitu og vatnsveitu fyrir um 200 millj- ónir króna, bæði til að tryggja rekstrarör- yggi og til að leggja hitaveitu í Svarf- aðardal. „Uppbygging og framfarahugur“ BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði segja skuldir og skuldbindingar bæjar- sjóðs hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og að yfirlýs- ingar bæjarstjórans í fjölmiðlum undanfarið standist ekki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjarfulltrúunum. Í tilkynningunni segir að sam- kvæmt yfirliti yfir fjárstreymi bæj- arsjóðs hafi langtímaskuldir A- hluta bæjarsjóðs frá árinu 2002 til og með fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 breyst þannig að samtals hafi verið tekin ný lán fyrir 6.015 millj- ónir króna en greidd niður lán að upphæð 6.199 milljónir. Þetta þýði að niðurgreiðsla langtímalána A- hluta bæjarsjóðs hafi á þessu tíma- bili verið um 183 milljónir en ekki þrír milljarðar eins og bæjarstjór- inn hafi fullyrt í fjölmiðlum. Bæjarfulltrúarnir segja að hin mikla skuldaaukning sem komi fram í fjárhagsáætlun Samfylking- arinnar sé verulegt áhyggjuefni. Skuldir og skuldbindingar A-hluta bæjarsjóðs hafi hækkað frá árinu 2002 úr 10,3 milljörðum í 13,7 millj- arða. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- ar fyrir árið 2007 beri þess augljós merki að teflt hafi verið á tæpasta vað við gerð hennar. Tekjuaukning er talin verða um 930 milljónir en gjöldin talin hækka um 1,1 milljarð. Þetta lýsi best þeirri almennu til- hneigingu Samfylkingarinnar að eyða meiru en aflað er, segir í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn- arflokki sjálfstæðismanna. Hafna yfir- lýsingum bæjarstjóra Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði EINAR Birgir Steinþórsson skóla- meistari Flensborgarskólans braut- skráði 39 stúdenta og 6 nemendur af sérsviði fjölmiðlunar á upplýsinga- og fjölmiðlabraut í nýjum sal skólans, Hamarssal. Einn var bæði útskrif- aður sem stúdent og af fjölmiðla- braut. 22 luku stúdentsprófi á þrem- ur og hálfu ári. Bestum árangri í heild náði Stella Sif Jónsdóttir stúd- ent af félagsfræðabraut sem lýkur námi á 7 önnum. Var henni veitt við- urkenning fyrir frammistöðu sína auk þess sem fleiri hlutu verðlaun. Meðal þeirra sem voru heiðraðir við athöfnina var Sigurður Reynir Ármannsson en hann tók þátt í Evr- ópuleikum Special Olympics 2006 sem fóru fram í Róm í haust og hlaut Sigurður gull, silfur og brons. Þá var Guðríður Karlsdóttir heiðruð en hún lætur nú af störfum eftir sérlega far- sælan starfsferil í 34 ár, segir í frétt frá skólanum. Hjördís Guðbjörnsdóttir skóla- stjóri afhenti Stellu Sif Jónsdóttur viðurkenningu frá Rotaríhreyfing- unni og sagði frá því um leið að á þessu skólaári væru fimmtíu ár frá því hún hóf sjálf nám við skólann, þá í gagnfræðadeild. Þá var Jenný Sif Steingrímsdóttur veittur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Snorri Páll Jónsson flutti ávarp ný- stúdents og Kór Flensborgarskólans söng undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, auk þess sem hljóm- sveitin Strakovski Horo flutti lag en hana skipa m.a. nemendur skólans. Í ræðu sinni vék skólameistari að fjölmörgu í starfi skólans og m.a. var sagt frá gjöf frá Sparisjóði Hafn- arfjarðar en það er forláta flygill sem tekinn var í notkun við athöfnina þó svo hann verði formlega afhentur við útskrift í vor. Af þessu tilefni léku þær Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir fjór- hent á flygilinn. Að auki var sagt frá fjölbreyttu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um rekstur nýbúaútvarps, samstarfs- verkefnum við erlenda skóla, og síð- ast en ekki síst því mikla verkefni sem er að skipuleggja afmæli skólans á komandi ári en haldin verður af- mælishátíð við brautskráningu 1. júní 2007. Í ræðu sinni vék skólameistari, Einar Birgir Steinþórsson, m.a. að umbótastarfi í skólakerfinu. Styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar Við brautskráningu í Hamarssal Flensborgarskólann var afhentur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þór- arinssonar. Styrkurinn var veittur í 15. sinn en hann er veittur þeim nem- endum sem hafa útskrifast frá skól- anum og eru í framhaldssnámi. Að þessu sinni hlaut Jenný Sif Steingrímsdóttir styrkinn en hún út- skrifaðist frá skólanum 1999. Eftir það hefur hún m.a. lokið námi í ítölsku og frönsku frá Háskóla Ís- lands, dvalið við nám erlendis og fleira. Nú síðast hefur hún verið í meistaranámi í Evrópufræðum við háskólann í New York og Columbia háskóla en þessir skólar eru í sam- starfi um nám í Evrópufræðum. Hún áætlar að ljúka námi vorið 2007. Lokaritgerð hennar mun fjalla um utanríkisstefnu ESB og samband hennar við NATO. Útskrifað í Hamarssal í Flensborg Dúx skólans lauk stúdentsprófi á aðeins sjö önnum Ljósmynd/Lárus Karl Útskrift 39 stúdentar og sex nemendur á upplýsinga- og fjölmiðlabraut voru útskrifaðir frá Flensborgarskóla. Í HNOTSKURN »Sigurður Reynir Ár-mannsson var heiðraður við útskriftina en hann tók þátt í Evrópuleikum Special Olympics 2006 sem fóru fram í Róm í haust og hlaut gull, silfur og brons. »22 luku stúdentsprófi áþremur og hálfu ári. Bestum árangri í heild náði Stella Sif Jónsdóttir stúdent af félagsfræðabraut sem lauk námi á 7 önnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.