Morgunblaðið - 28.12.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.12.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 27 Á VEF sínum skrifar þing- flokksformaður Samfylking- arinnar, Össur Skarphéðinsson, þann 16. desember m.a. um frumvarp til laga um Rík- isútvarpið og segir það „heimskulegt frumvarp menntamálaráðherra um einka- væðingu RÚV.“ Í Blaðið skrifar fulltrúi Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis, Björgvin G. Sigurðsson, þann 21. desember um sama frum- varp en segir: „Að Sjálfstæð- isflokkurinn með varaformann sinn skuli standa í forystu fyrir þessari ríkisvæðingu ljósvakans er með hreinum ólíkindum.“ Það var og. Hér eru for- ystumenn Samfylkingarinnar að lýsa sama þingmáli, en annar telur það ganga út á einkavæð- ingu og hinn telur það ganga út á ríkisvæðingu! Er virkilega til of mikils ætlast að þingflokkur Samfylkingarinnar reyni að koma sér saman um grundvall- arskilning á frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi? Er skrítið að þjóðin treysti ekki þing- flokki, sem starfar svona? Páll Magnússon Ríkisvæðing eða einkavæðing? Höfundur er varaformaður útvarpsráðs. AUSTURLAND, land tækifær- anna! Þannig segir í einhverri aug- lýsingu. Í dag eru varla viðlíka möguleikar annars staðar sem hér á Austurlandi, grípi samfélagið þá möguleika sem hér eru að skapast með tilkomu virkjunar og orku- freks iðnaðar. Þær fjárfestingar sem lagt hefur verið í vegna orku- freks iðnaðar á Reyðarfirði eða um 200 milljarðar í virkjun og álver gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Til að þessar fjárfestingar nýtist íbúum, sveitarfélögum og ríki sem best og skili efnahagsávinningi er grundvallaratriði að tryggja, að samgöngur séu ásættanlegar innan Mið-Austurlands og til höfuðborg- arsvæðisins. Það verður ekki gert nema með veggöng- um, sem tengja þétt- býliskjarnana frá Eskifirði til Norð- fjarðar 6 km, þaðan til Mjóafjarðar 6 km, til Seyðisfjarðar 5 km og undir Fjarðarheiði til Héraðs 13 km eða alls um 30 km. Hrinda verður þessari framkvæmd strax í gang. Verð á slíkri teng- ingu er um 20 milljarðar. Hefja ætti strax undirbúning að þessari gangagerð, þannig að ekki liðu meira enn 2 ár þar til fram- kvæmdir gætu hafist og ljúka þeim á næstu 8 árum. Ljóst er að aðrir aðilar en ríkið verða að koma að fjármögnun slíkra framkvæmda að hluta, svo sem sveitarfélög, fyrirtæki og fjár- festar. Með nýrri hugsun við fjár- mögnun skapast nýir möguleikar til framkvæmda. Stofna ætti hlutafélag um gerð þessara ganga sem stæði fyrir og héldi utan um framkvæmdina og síðan rekstur þeirra og fleiri veg- ganga á Austurlandi og hugs- anlega vega tengdra þeim. Framlagið frá ríkinu yrði óaft- urkræft. Önnur framlög, lán og fjármagnskostnaður framlaga og endurgreiðslur lána yrðu fjár- mögnuð með skuggagjaldi (Skuggagjald er þannig að ríkið greiðir eftir talningu fyrir hvern bíl sem færi um göngin) sem end- urgjaldi á næstu 15–20 árum. Einnig mætti hugsa sér að taka fleiri jarðgöng á Austurlandi inn í þessa framkvæmd. Með byggingu nýrrar hafnar á Reyðarfirði er að verða þar til út- og innflutningshöfn sem þjónar öllu Austurlandi og jafnvel allt til Húsavíkur og Akureyrar. Þá þarf ekki að flytja allt til og frá Reykjavík. Samfélagslegar stofn- anir s.s. Fjórðungssjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn í Neskaupstað og Menntaskólinn á Egilsstöðum, fengju stóraukið vægi, ásamt mörgum fleiri stofnunum. Verslun, viðskipti og þjónusta yrði öflugri, Egilsstaðaflugvöllur yrði áfram miðpunktur flugsamganga á Aust- urlandi og nýttist betur bæði í inn- anlandsflugi og sem alþjóða- flugvöllur. Mannleg samskipti yrðu nánari og þá fyrst yrði hér um raunverulega eitt atvinnusvæði ræða. Það má ekki gleyma nauðsynlegri tengingu með veggöngum milli Héraðs og Vopna- fjarðar sem yrðu 6,3 km. Svæðinu frá Vopnafirði og norður um norðausturhornið veitir aldeilis ekki af að komast í ásætt- anlegt heilsárs-vegasamband aust- ur. Bendir margt til að þarna standi framtíð byggðar höllum fæti. Veggöng gætu svo sann- anlega orðið bjargvættur þessara byggða. Ekki má heldur gleyma göngum undir Lónsheiði. Með þessum tillögum um veg- gangagerð á Austurlandi er ekki verið að leggja til að vegganga- gerð á Vestfjörðum og undir Vaðlaheiði verði slegið á frest. Ís- lendingar hafa burði og efnahags- lega getu til að standa að gerð þriggja vegganga samtímis, á Austurlandi, undir Vaðlaheiði og á Vestfjörðum. Það skal sérstaklega áréttað, að ekki má tefla einni framkvæmd gegn annarri eða etja saman byggðarlögum og/eða landshlutum. Til dæmis er viðurkennd þörf bættra samgangna til og frá höf- uðborgarsvæðinu. Hvatt er til að nauðsynlegum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verði hrint í framkvæmd. Samgönguæðar sem eru til í dag verður að leggja bundnu slitlagi jafnframt veg- gangagerð, ásamt því að halda áfram uppbyggingu vegakerfisins. Fjármögnun framangreindra framkvæmda verður að fjalla sér- staklega um og afla til þeirra sér- tekna. Ekki má undir neinum kringumstæðum slá slöku við upp- byggingu og viðhald á hinu al- menna samgöngukerfi, því aukin umferð og sérstaklega þungaflutn- ingar krefjast þess að þessum þáttum sé sinnt og fyllsta öryggis gætt. Vonandi er að núverandi þing- menn og frambjóðendur til kosn- inga í vor taki samgöngubætur myndarlega upp á sína arma. Hættum að standa sem bein- ingamenn. Hrindum þessu sjálf í framkvæmd með nýrri hugsun um fjármögnun á Austurlandi og öðr- um stöðum. Austfjarðagöng strax Guðni Nikulásson fjallar um jarðgöng á Austfjörðum »Hættum að standasem beiningamenn. Hrindum þessu sjálf í framkvæmd með nýrri hugsun um fjármögnun á Austurlandi og öðrum stöðum. Guðni Nikulásson Höfundur er rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni. Tillaga/hugmynd að fjármögnun framkvæmda Framlag frá ríkinu í upphafi 8 milljarðar Framlag frá Alcoa 3 milljarðar Sveitarfélög á Mið-Austurlandi 3 milljarðar Lán (skuldabréfaútboð eða fjárfestar) 6 milljarðar Samtals með VSK 20 milljarðar Vegalengdir á milli þéttbýlisstaða á Mið-Austurlandi, Um núverandi vegakerfi, ’06 í km Eftir jarðgöng. Borað milli fjarða í km Seyðisfjörður-Egilsstaðir 28 21 Brekku í Mjóaf.--Egilsstaðir 42 35 Neskaupstaður-Egilsstaðir. 71 46 Eskifjörður-Egilsstaðir 48 40 Reyðarfjörður-Egilsstaðir 34 50 Eskifjörður-Seyðisfjörður 76 22 Neskaupsstaður-Seyðisfjörður 99 26  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST! FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár GISTIHÚS ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir hentugu gistihúsi. Skilyrði að húsnæðið sé staðsett í miðbæ Reykja- víkur. Hentug stærð húsnæðis 14-16 herbergja hús. Um er að ræða afar fjársterkan aðila sem er tilbúinn að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar veitir Hákon Svavarsson á skrifstofu Gimli eða í síma 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Þór Þorgeirsson lögg. fast.sali Brynjar Fransson lögg. fast.sali Pálmi Almarsson lögg. fast.sali Örn Helgason sölumaður Brynjar Baldursson sölumaður 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fast.sali Rekstur til sölu Vorum að fá til sölu þekkta smásöluverslun með þekktum og góðum vörumerkjum ásamt heildsöludreifingu í góðu 324 m² verslunarhúsnæði við Síðumúla. Mögulegt er að kaupa húsnæðið með eða leigja það. Nánari uppl. veitir Örn á skrifstofu Fasteignamiðlunar í síma 575-8509 Sagt var: Þeir heyrðu til hvors annars. RÉTT VÆRI: Þeir heyrðu hvor til annars. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.