Morgunblaðið - 28.12.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.12.2006, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Óþekkturkaupandi keypti í fyrradag áritaða Bítlaplötu á uppboði fyrir 115 þúsund dali, jafnvirði nærri 8,3 milljóna króna. Um er að ræða plötuna Meet The Beatles, fyrstu breiðskíf- una sem Bítlarnir gáfu út í Banda- ríkjunum undir merkjum Capitol Records en eintakið, sem selt var á uppboðinu, var í eigu Louise, systur Georges Harrisons. Um er að ræða hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir áritaða Bítlaplötu á uppboði. Bítlarnir skrifuðu nöfn sín á plötu- umslagið þar sem þeir voru á ferð í lest á leið til Washington í Banda- ríkjunum árið 1964.    LeikkonanEva Lon- goria, sem fer með hlutverk Gabrielle Solis í Aðþrengdum eig- inkonum, segir að frægðin sé eins og fellibylur. „Það er von- laust að reyna að ná áttum eftir að frægðin dynur yfir. Það er eins og fellibylur. Ég varð fræg á tveim sek- úndum. Ég þakka Guði fyrir að ég var sæmilega jarðbundin áður en það gerðist. Ég held að ef maður er það ekki neyðist maður til að finna sjálfan sig í ringulreiðinni. Og það er ekki hægt,“ segir Longoria sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004. Fólk folk@mbl.is Samkvæmtþví sem fram kemur á vefsíðunni rottentom- atoes.com mun Guill- ermo Del Toro standa í því þessa dagana að þrýsta á um gerð fram- haldsmyndar Hell Boy, Hell Boy 2. „Á þessu stigi málsins get ég upplýst að við eigum í smáerjum viðvíkjandi fjár- hagsrammann, en listrænt séð hef ég verið í himnaríki,“ er haft eftir Del Toro. Hann hefur jafnframt lýst því yfir að framhaldsmyndin skilji ekki eftir ósvaraðar spurn- ingar. „Við gerum það alltaf. Við gerð- um fyrstu myndina og sögðum við sjálf okkur: „Ef það verður búin til önnur mynd þá er það bara fínt. Ef það verður ekki búin til önnur er það líka bara fínt.“ Við höfum ráð- ist í þessa seinni mynd með sama hugarfari. Það er von mín að við fáum að gera þríleik, en maður veit aldrei.“ Fólk folk@mbl.is ÞEGAR flestir jafnaldrar Clints Eastwoods eru farnir að taka lífinu með ró setur hann á fulla ferð og kemur með hverja gæðamyndina á eftir annarri. Fyrst Mystic River, síðan Million Dollar Baby og núna síðast samlokuna, seinnastr- íðsmyndirnar Flags of our Fathers og Letters From Iwo Jima. Allar hafa þær fengið frábæra dóma, fjölda verðlauna (og bætist eflaust í hópinn í febrúar nk.) og aðsóknin verið á svipuðum nótum. Myndirnar hefur hann fullgert á innan við fjór- um árum og þættu það ótrúleg af- köst hjá manni „á besta aldri“. Eastwood hefur afsannað að það tímaskeið sé endilega á fyrri helm- ingi ævinnar því þessa mik- ilfenglegu fernu sendir hann frá sér á áttræðisaldri. Hann hefur heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, öðru nær, hann er að fást við mikilvæg umfjöllunarefni og nú síðast, í hinni hryssingslegu Fán- ar feðra vorra, kollvarpar hann gömlu stríðshetjuhugmyndinni og segir að sú eina sanna sé maðurinn sem er næstur þér á blóðvellinum. Hvað sem hæft er í því er sú óvenju- lega og raunsæja hlið sem velt er upp í Fánum feðra vorra meg- inkostir hennar og lyftir langt upp yfir gamalkunna hetjusöngva til stríðsmanna sem geta átt rétt á sér en eru fyrir langa löngu búnir að missa trúverðugleikann og annað gildi en hvað snertir afþreyingu. Myndin segir frá mönnunum, at- burðunum og eftirhreytunum á bak við frægustu stríðsfréttamynd allra tíma; sexmenningunum að draga bandaríska fánann að húni í reykj- arbrækjunni og vítislogunum á víg- vellinum á eyjunni Iwo Jima. Hún var táknræn fyrir sigur Bandaríkja- manna á japanska fjandmanninum í í hatrammasta návígi styrjald- arinnar. Hann olli straumhvörfum í Kyrrahafsstríðinu og blés Banda- mönnum í brjóst trú á að end- anlegur sigur í hildarleiknum væri ekki aðeins möguleiki heldur tekið að styttast í endalokin. Bandaríska ríkisstjórnin kom auga á sóknarfæri í hetjunum á myndinni og kallaði heim þá þrjá sem enn voru á meðal lifenda af sex- menningunum á blóðvellinum á Iwo Jima. Þeir voru John Bradley (Phil- lippe), Rene Gagnon (Bradford) og- Ira Hayes (Adam Beach). Tilgang- urinn að nota þá til að selja stríðsskuldabréf, hernaðurinn kost- aði stjarnfræðilegar upphæðir á degi hverjum og peninga var þörf sem aldrei fyrr. Stríðsvélin teygði arma sína um allan heim og bar- áttan var í algleymingi. Bragðið borgaði sig og banda- menn unnu að lokum sigur á mönd- ulveldunum. Myndin Fánar feðra vorra sýnir enn eina hliðina á þeim ómælda fórnarkostnaði sem hann útheimti. Eastwood og handritshöf- undarnir byggja söguþráðinn á end- urminningum sjúkraliðans „Doc“ Bradleys, sem voru færðar á letur af syni hans. Undirstrikað að allir voru þremenningarnir ókátir með ákvörðunina um heimkomuna og hetjudýrkunina. Hinar sönnu hetjur sögðu þeir vera í orrustu eða fallnar. Dauðir menn gagnast illa í sölu- mennsku og þeir Bradley og Gagn- on léku með allt til loka í söluherferð herstjórnarinnar en sá þriðji, ind- jáninn Ira Hayes, þoldi hvorki álag- ið né tvískinnunginn. Hann brotnar niður, ekki síst af því að hann kemur úr undirokuðum minnihlutahóp og fær að gjalda uppruna síns, jafnvel þótt hann sé yfirlýst stríðshetja. Ha- yes veslast upp í landinu sem var rænt af þjóðinni hans, þegar engin not voru fyrir hann lengur skipti hann ekki máli og urðu örlög Gagn- ons lítið skárri. Hayes drakk sig í hel og Johnny Cash söng honum minnisstæðan óð. Eastwood bætir um betur, Fánar feðra vorra er í viðeigandi grátón- um, ísköld og óaðlaðandi. Það sjást engin hreystiverk, átökin minna meira á viðurstyggilega slátrun. Það er engin elsku mamma til staðar í stríði, lögmálið sem gildir er dreptu eða vertu drepinn. Engin húrrahróp og fagnaðarlætin heima fyrir byggð á hæpnum for- sendum. Sá hluti myndarinnar sem gerist á Iwo Jima var, eins og alþjóð veit, tekinn suður með sjó og í Krýsuvík og töku- staðirnir eru til- heyrandi óvægnir í svart/hvítu. Kolgrá ströndin býður innrásarliðið óvelkomið og það hefur ekki náð fótfestu þegar óvinurinn byrjar að brytja það niður. Eastwo- od lætur japönsku hermennina óséða fyrir utan örfá lík, illa farin eftir sjálfsmorð með hand- sprengjum og fer þar sem annars staðar eftir staðreyndum. Hlið Jap- ana verður sýnd í Bréf frá Iwo Jima – Letters From Iwo Jima, sem verð- ur frumsýnd hérlendis innan tíðar en myndin hefur fengið lofsamlega dóma, ekki síst í Japan, og verður forvitnilegt að sjá átökin frá því sjónarhorni. Sá hluti Fána feðra vorra sem gerist í Bandaríkjunum er ekki síður áhrifaríkur og óvæntur því Eastwood flettir ofan af hetju- sögninni og sýnir þess í stað unga, ráðvillta menn sem eru, gegn vilja sínum, notaðir í pólitískum tilgangi. Þeir vilja sannarlega leggja sitt af mörkum til að sigra miskunn- arlausan óvin, en með beinni þátt- töku. Fánar feðra vorra er nýstárleg sýn og sjálfsagt þarf sextíu ára fjar- lægð frá atburðarásinni og þroskaða menn til að gera upp þessa nöt- urlegu reikninga. Eastwood hefur gert betur og er óspar á tíma en hann á engu að síður heiður skilinn fyrir að koma uppgjörinu fyrir al- menningssjónir. Eastwood leik- stýrir, framleiðir og er að auki höf- undar tónlistarinnar, sem er falleg og dapurleg, líkt og lag við jarð- arfararsálm. Leikur og tæknivinna er einnig með miklum ágætum, og ástæða að geta frammistöðu Beach í raunalegu hlutverki Hayes. Stríð eru ljót og ómannúðleg og myndin hans Eastwoods minnir á að þau vinnast ekki heldur með vett- lingatökum. Með illu skal illt út reka. Hetjur og ekki hetjur KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalleik- endur: Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach, John Benjamin Hickey, John Slattery, Barry Pepper, Paul Walker, Robert Patrick. 132 mín. Bandaríkin 2006. Fánar feðra vorra – Flags of our Fathers  Sæbjörn Valdimarsson Nýstárleg „Fánar feðra vorra er í viðeigandi grá- tónum, ísköld og óaðlaðandi,“ segir m.a. í dómnum. ÓFAGRA VERÖLD Í kvöld kl. 20 Forsýning. Miðaverð 1.000 Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS. Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Lau 30/12 kl. 20 Fös 5/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Fors. Miðaverð 1.000 Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Síðustu sýningar Lau 6/1 kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 30/12 kl. 14 UPPS. Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fös 29/12 kl. 20 Lau 6/1 kl.20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 3. sýn. í kvöld fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00                                      ! "                  !    "  ! # $ %       &'#    ( ) !  ###     $    "!( *++ $,-- .#   # +/#-- ! )00" 1 '  !  ! /#   # ,-#-- !     & # ,#--- 1 2 ( ,  + 3 4   # 5#  # # ,- 1   6     %   &  % 37889: 398&"2 1 ;'9<= #"   12  4 >>>#  '   ( &  % )    &  % 389 "?2:289 ;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*      *-F     !  *+ +     &  ,-.  / 0 1     2 Gleðilega hátíð! LA óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar. Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning! Svartur köttur – forsala hafin Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Hátíðarhljómar við áramót Flytjendur: Kristinn Sigmundsson óperusöngvari Ásgeir H. Steingrímsson trompet Eiríkur Örn Pálsson trompet Hörður Áskelsson orgel Á efnisskránni eru ma: bassaaríur úr Messíasi og Jólaóratóríunni auk verka eftir Albinoni, Scarlatti o.fl. Miðasala í Hallgrímskirkju - sími 510 1000 Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 3.-31. des. 2006 Listvinafélag Hallgrímskirkju - 25. starfsár 31. desember 2006, gamlárskvöld kl. 17.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.