Morgunblaðið - 28.12.2006, Side 43

Morgunblaðið - 28.12.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 43 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Now with english subtitles in Regnboginn Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Sýnd kl. 2, 8 og 10.15 B.I. 10 ára eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM Sími - 551 9000 - Verslaðu miða á netinu Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2, 4 og 6 ENSKT TAL Sýnd kl. 8 og 10:30450 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU KLIKKUÐ GRÍNMYND ÞAR SEM JACK BLACK OG KYLE GASS FARA Á KOSTUM Í LEIT AÐ ÖRLAGANÖGLINNI GEGGJUÐ TÓNLIST! Hinn ungi og og bráðefnilegi Freddie Highmore úr Charlie and the Chocolate Factory fer á kostum í hlutverki Artúrs. Mynd eftir Luc Besson ÍSLENSKT OG ENSKT TAL JÓLAMYNDIN 2006 Eragon kl. 3, 6, 8.20 og 10.40 B.i. 10 ára Arthur & Mínimóarnir kl. 4 og 6 Tenacious D kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 10.20 B.i. 14 ára Hátíð í bæ / Deck the Halls kl. 3 Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 5.40 og 8 Borat kl. 8 og 10 Skógarstríð kl. 3 eeee Þ.Þ. Fbl. KLIKKUÐ GRÍNMYND ÞAR SEM JACK BLACK OG KYLE GASS FARA Á KOSTUM Í LEIT AÐ ÖRLAGANÖGLINNI STÆRSTI KVIKMYNDA- VIÐBURÐUR ALLRA TÍMA JÓLAMYNDIN Í ÁR -bara lúxus Sími 553 2075 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið eee SV MBL eee V.J.V. TOPP5.IS Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9. Jóga kl. 9. Boccia kl. 10. Út- skurðarnámskeið kl. 13. Myndlist kl. 13. Videostund, ýmsar myndir og þættir kl. 13.30. Allir velkomnir. Dalbraut 18 - 20 | Starfsfólk og gest- ir í félagsstarfi félagsmistöðvarinnar Dalbrautar 18-20 Reykjavík senda landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól. Öllum velkomið að kíkja inn milli jóla og nýárs. Blöðin leggja frammi. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Upp- lýsingar 588 9533. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Starfsmenn félagsstarfs aldraðra óska gestum sínum gleðilegrar hátíð- ar og góðs gengis á nýju ári. Hæðargarður 31 | Starfsfólk og gest- ir í félagsstarfi félagsmiðstöðvarinnar í Hæðargarði 31 í Reykjavík senda öll- um landsmönnum óskir um gleðileg jól. Allir velkomnir að kíkja inn milli jóla og nýárs. Jólatréð okkar er engu líkt. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 10 boccia, kl. 10.30 ganga, kl. 9 smíði, kl. 9-12 leir, kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upplestur, kl. 13-16 leir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14 aðstoð v/ böðun. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia. Kl. 10.15-11.45 enska. Kl. 10.15-11.45 spænska. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leikfimi. Kl. 13-16 kóræfing. Kl. 13-16 glerbræðsla. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í Vídalínskirkju kl. 21. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar. Tekið er við bænar- efnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ÖÐRUVÍSI saga er þriðja bókin í bókaflokki Guðrúnar Helgadóttur um Karen Karlottu og fjölskyldu hennar. Karen er nú orðin tíu ára gömul og hefst sagan á afmælisveislu hennar í sama mund og sumarið gengur í garð. Karen er athugul stúlka sem tekur fullan þátt í sam- ræðum fólks. Hún vill ennfremur nota tímann sinn vel, hvort sem er til leikja eða að njóta þess sem lífið gef- ur. Þetta er saga um góð gildi. Karen býr yfir jákvæðu viðhorfi til tilver- unnar og höfundurinn leggur áherslu á hjálpsemi, umburðarlyndi, fyrir- gefningu, jöfnuð og virðingu. Stríð og friður koma við sögu, því inn á milli er minnst á átökin í Palestínu og ennfremur heimstyrjöldina síðari. Karen hefur lesið dagbækur Önnu Frank: „Ég hafði aldrei lesið neitt eins umhugsunarvert – og sorglegt. Hvernig gátu venjulegir menn orðið svona vondir við annað fólk? Meira að segja börn? Ef ég gæti nú svarað því, sagði Elísabet. Og það versta er að menn eru enn að deyða sak- laust fólk um víða ver- öld. Meira að segja þjóðir sem mest þurftu að þjást sýna ótrúlega grimmd. Og ég mundi eftir því sem hún hafði sagt mér um Ísraelsmenn og Palestínu. Um Palest- ínufólkið sem var rekið úr landinu sínu þegar Ísraelsmenn komu. Seinast hafði eitthvað verið um það í kvöld- fréttunum daginn áður.“ (32–33). Á afmælisdegi Karen Karlottu kemur bréf frá afa hennar í Englandi þar sem hann býður allri fjölskyld- unni í heimsókn um haustið. Í ljós kemur að afinn er bú- inn að skrifa bók um minningar sínar úr stríðinu og fjallar hún um stríð og hvaða áhrif styrjaldir hafa á fólk. Hún er einmitt að koma út í Bretlandi með hjálp Kolbeins sem amma Karenar hefur hjálpað áður. Ferðin hefur mikil áhrif á fjölskylduna og breytir viðhorfum hennar. Karen skrifar: „Ég náði varla and- anum og fór að há- gráta. Út af gyðing- unum, út af afa, út af þessum and- styggilegu stríðum. Matta systir kom upp í til mín og hélt utan um mig þangað til ég sofnaði.“ (101). Guðrún Helgadóttir hefur samið fallega sögu sem fjallar um sam- skipti fólks; hvernig megi ná sáttum og að aldrei sé of seint að fyrirgefa. Ákveðin rósemd ríkir í bókinni, ákveðin sátt og hún líður áfram án mikilla átaka. Höfundur fjallar um fordóma án reiði. Gott væri ef for- eldrar læsu söguna með börnum sín- um og ættu við þau samræður um þá þætti sem vekja áhuga. Hentugt er að byrja á fyrri bókunum Öðruvísi dagar og Öðruvísi fjölskylda til að kynnast söguhetjunum og sjá sam- hengið í hlutunum. Sögurnar þrjár mynda góða heild og friðsemd. Sagan er sögð á góðu máli og er vel hugsuð. Teikningar Önnu Cynt- híu Leplar eru hófstilltar, þær eru ekki í lit enda gerðar til að styðja við söguna án þess að lesandinn veiti þeim of mikla eftirtekt. Saga um góð gildi BÆKUR Barnasaga Eftir Guðrúnu Helgadóttur. Myndir eftir Önnu Cynthiu Leplar. Vaka-Helgafell. Reykjavík. 2006 – 112 bls. Öðruvísi saga Gunnar Hersveinn Guðrún Helgadóttir Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.