Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 44

Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 44
2 matur VERSLUN SÆLKERANS KRÆSINGAKVEISAN Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: Þe s s a r er u upplagðar í hádegis mat fyrir þá sem eru í ræktinni og fínar kaldar líka því eggjakökurnar eru prótein- og kalkríkar. Það besta við þær er að einungis tekur um tíu mínútur að hafa allt til í þær og svo fara þær beint í ofninn,“ segir Sigrún, sem útbjó þessa uppskrift til að baka í ofninum og sleppa þannig við brasið á pönnunni. Hún segir hægt að bæta hrá- efni út í uppskriftina að vild eins og kartöfluteningum, söxuðum lauk eða blaðlauk og alls kyns kryddi og grænmeti. Einnig megi skera niður kjötafganga og setja út í. - rat 1 brúnegg 3 eggjahvítur 50 g rifinn, magur ostur 1/4 tsk. basil 1/4 tsk. steinselja 1/4 tsk. salt (Hima- laja- eða sjávarsalt) hnífsoddur svartur pipar Einnig má bæta út í söxuðum lauk, blað- lauk, sólþurrkuðum tómötum, blómkáli, spergilkáli og fleiru. Athugið að við það verða eggjakökurn- ar fleiri en sex. Hrærið saman eggi og eggjahvítum. Bætið rifna ostinum saman við ásamt basil, steinselju, salti og pipar. Bætið einnig öðru hrá- efni eins og græn- meti eða öðru sem þið viljið. Ef erfitt verður að hræra í blöndunni, bætið þá einni eggjahvítu enn saman við. Smyrjið sex muffins- form að innan með nokkrum dropum af kókosolíu. Hellið eggjablöndunni út í og gætið þess að allt hráefni fari jafnt út í hvert form og jafnið vel út. Bakið við 180° C í um 20 til 25 mínútur. Berið fram með hýðis hrísgrjónum og salati. SEX LITLAR EGGJAMUFFUR matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Emilía Örlygsdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Hollt og gott! Eggjakaka í muffinsformi úr brúneggjum eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur. M YN D /S IG RÚ N Þ O RS TE IN SD Ó TT IR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Fiskikóngurinn Verslunin Fiskikóngurinn var opnuð á Sogavegi 3 í janúar síðastliðnum. Kristj- án Berg, eigandi verslunarinnar, leggur áherslu á ferskan fisk á góðu verði. „Við bjóðum auðvitað líka upp á fisk í maríneringu og sósu en leggjum áhersl- una á roðlaust og beinlaust og einnig steikur sem fólk getur kryddað.“ Kristján segir mikið um að fólk kaupi ferskan fisk til að krydda sjálft heima. Þó eru kryddlegnu réttirnir mjög vin- sælir og kryddlegirnir búnir til á staðn- um. „Ég var sá fyrsti til að koma fram með maríneringar á fisk. Þetta eru mikið til sömu maríneringar og á kjöt, það hafði bara engum dottið í hug að nota þær á fisk. Þannig byrjaði þetta. Við reynum einnig að hafa úrvalið hér eftir því hvaða tímabil er í fiskinum, ef steinbíturinn er góður núna bjóðum við upp á hann og ef einhver tegund veiðist mikið og er ódýr reynum við að bjóða upp á hana.“ Tvennt segir Kristján aldrei breytast hjá Fiskikónginum, plokkfiskinn og fiskibollurnar, en í þetta tvennt hefur hann notað sömu uppskriftirnar í tuttugu ár. Hann fullyrðir líka að allt sé gott í versluninni. „Það er bara regla hjá mér að setja ekkert í borðið nema mér finnist það sjálfum gott. Ég vil ekki bara hafa þetta í lagi heldur gott og þannig hef ég rekið mína fiskbúð.“ Magapína er fylgifiskur þessa árstíma. Nóg er af tækifærum til að eta á sig gat en fermingarveislurnar hellast yfir hver á fætur annarri þar sem metnaðarfull hlaðborðin svigna undan kræsingum. Þá er erfitt að halda í við sig. Meðal kræsinganna má finna listilega skreyttar smurbrauðstertur, dísætar kransakökur, hinn klassíska heita fermingarbrauðrétt og hnallþórur, svo ekki sé minnst á súkkulaðiterturnar, skinkuhornin eða konfektmolana. Svo styttist líka í eitt mesta súkkulaðiát ársins þar sem páskarnir eru rétt handan við hornið. Það þýðir því ekkert að spá í línurnar þessa daga og best að gefa þeim lausan tauminn. Páskarnir eru líka tími íslenskrar lambasteikur og timjankryddað- ur ilmurinn af páskalambinu sem fyllir húsið á páskadag er ómiss- andi í hugum margra. Þeir sem hafa þann sið að blása úr eggjum til að mála og skreyta í öllum regnbogans litum um páskana eiga líka oft að venjast heimagerðum ís í eftirmat, þar sem innvolsið úr eggjunum er gjarnan nýtt til ísgerðar. Ommelettur rata þannig einnig á morgun- verðarborðið og á páskum má vel komast upp með að borða súkkulaði í morgunmat. Það er í það minnsta æskuminningin, að þótt mamma reyndi að ota að mér ristuðu brauði eða súrmjólk til málamynda, byrjaði dagurinn á páska- egginu. Ég fæ ennþá nostalgíuhroll niður bakið við holt brothljóðið sem heyrðist þegar þykk súkkulaðiskelin brotnaði í höndum mínum og fjársjóðurinn innan í egginu blasti við. Súkkulaðikúlur og karamellur í bland við litríkt hlaup hurfu eins og dögg fyrir sólu ofan í maga og allur dagurinn fór í að vinna sig niður úr skelinni. Stundum var því matarlystin á páskalambinu lítil og um kvöldið lúrði ég með árvissa magapínuna uppi í rúmi og hét því að næst yrði farið hægar í sak- irnar. Það stóðst þó aldrei og stenst ekki enn. S Smáréttir Hvunndags/til hátíðabrigða EGGJAMUFFUR Sigrún Þorsteinsdóttir matgæðingur gefur lesendum uppskrift að hollum og góðum eggjakökum úr brúneggjum sem hún bakar í muffuformum í ofni. Hollar og heppilegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.