Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 46
4 matur Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri páskaegg en ég fór á námskeið hjá Hafliða Ragn- arssyni súkkulaðimeistara sem haldið var hjá Tómstundaskólan- um í Mosfellsbæ,“ segir Elísabet Guðrún Jónsdóttir lögfræðingur. „Vinkona mín fór á svona nám- skeið í fyrra og páskaeggið henn- ar var svo girnilegt og flott að mig langaði að prófa líka.“ Elísabet er mikill matgæðing- ur og hefur gaman af að elda og baka. „Hugmyndin um að útbúa mitt eigið páskaegg, stútfullt af gómsætu konfekti, heillaði mig. Þetta var þó allt gert undir hand- leiðslu Hafliða, sem sýndi okkur réttu handtökin og fræddi okkur um súkkulaði. Síðan gerðum við líka eftirrétt,“ segir hún áhuga- söm en námskeiðið kostaði 7.000 krónur. „Þá var allt efni innifalið sem og fræðsla og þótti mér þetta hverrar krónu virði,“ segir Elísa- bet ánægð. „Við fylltum mótin af súkkulaði sem búið var að bræða og tempra. Mikilvægt er að láta súkkulaðið renna vel út í allar hliðar og búa til kanta svo hægt sé að líma eggið saman á þeim. Síðan er afgangs- súkkulaði hellt úr. Svo létum við súkkulaðið kólna og kom mér í raun á óvart hversu fljótt súkku- laði storknar. Þegar súkkulaðið hafði storknað aðeins létum við mótin á hvolf í kæli þannig að súkkulaðihelmingarnir myndu losna úr. Auk þessa útbjuggum við konfekt inn í eggið,“ útskýrir Elísabet, sem gerði t vær teg u nd i r. „Önnur tegundin er með ástaraldins- fyllingu og hin með tógabaunafyllingu. Þetta eru harðir súkkulaðimolar, skel með fyllingu í,“ segir hún. Mikilvægt er að bræða súkkulaði rétt. „Tempra þarf súkkulaðið með því að hita það fyrst upp í 45 gráður, kæla það því næst niður í 29 gráður og hita það svo aftur í 31 gráðu og þá er það tilbúið. Notaður er hita- mælir til að fylgjast með hita- stiginu,“ útskýrir Elísabet. Eitt mót var notað fyrir eggið sjálft og annað fyrir botninn. „Við límd- um þetta saman með súkkulaði og valdi ég ljóst súkkulaði í botninn en dökkt í eggið sjálft. Skrautið fengum við tilbúið frá Hafliða en það er gert með innfluttri skrautfilmu. Annars er hægt að líma hvað sem er á eggið og setja má dót og annað smálegt inn í eggið,“ segir hún og nefnir að páskaeggjamót fáist í Te og kaffi. „Ég hafði hugsað mér að gefa eggið en þiggjendurnir vita ekki af því ennþá þannig að ég er ekki tilbúin til að upplýsa hverjir þeir heppnu eru að svo stöddu,“ segir Elísabet kímin en ljóst er að enginn verður svikinn af því að gæða sér á súkkulaði egginu góða. „Fyrir mér eru hins vegar engir páskar nema fá Nóa og Siríus páskaegg og ég næli mér eflaust í eitt slíkt fyrir páskana,“ segir Elísabet og hugsar sér gott til glóðarinnar. - hs Handgert páskaegg Elísabet Guðrún Jónsdóttir er mikill matgæðingur og hefur gaman af að útbúa ýmiss konar góðgæti. Því er ekki að furða að hún hafi drifið sig á námskeið í páskaeggjagerð þar sem hún bjó til sitt eigið egg og fyllti það með sælgæti. Elísabet gerði fyrsta páskaeggið á nám- skeiði en treystir sér til þess upp á eigin spýtur. „Þægilegast er að bræða súkkul- aðið í örbylgjuofni en þá má bara hafa það smá stund í einu og fylgjast vel með því.” FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N AÐ BLÁSA ÚR EGGJUM Til að blása úr eggjum þarf títuprjón til að pota göt í eggin að ofan og neðan (aðeins stærra gat á breiðari enda eggsins). Síðan er blásið úr grennri enda eggsins, yfir skál, þannig að eggjahvítan og eggjarauðan fái að seytla úr egginu í skálina. Þetta er erfitt og ekki á færi lítilla barna. Síðan eru eggin skoluð vel og lögð til þerris á klút. Að nokkrum klukkutímum liðnum er hægt að byrja að mála eggin. PÁSKAUNGAR Gulir, bústnir og bollu legir páskaungar eru hið prýðilegasta páska- skraut. Bæði má kaupa þá fyrir pásk- ana eða safna þeim með tíð og tíma af páskaeggjum. Ungunum má raða með öðru skrauti, lituðum eggjum, hérum og blómum. PÁSKALILJUR eru tákn um frjó- semi jarðar og minna um leið táknrænt á upprisuna fyrir kristna menn. Þær eru af stórri ættkvísl sem kallaðar hafa verið hátíðarliljur. Þær eru harðgerð- ar jurtir og eru stóru páskaliljurnar ættaðar úr fjalla dölum í suðurhluta Alpanna. Páskaliljur eru til í óteljandi tilbrigðum, stórar og smáar. Afskornar páskaliljur geta staðið nokkra daga í vasa með köldu, hreinu vatni. Skipta þarf um vatn daglega. Páskaliljur eiga ekki að fá blómanæringu í vatnið og það er ekki heppi- legt að hafa þær með öðrum blómum, þótt ein og ein trjágrein sé í lagi. PÁSKAHÉRINN er lík- lega upprunninn í Þýskalandi. Hann kemur með körfu fulla af lituðum eggjum sem hann felur í görðum fyrir börn sem hafa verið prúð og góð. Að morgni páskadags fara börnin út í garð og leita eggjanna Hinn þýski páska- héri hefur með tímanum borist víða um lönd. Til dæmis barst sá siður að leita eggja sem hérinn skildi eftir með þýskum landnem- um til Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Siður- inn hefur þó þróast í þá átt að hérinn skilur ekki aðeins eftir lituð egg handa banda- rískum börnum heldur körfur fullar af súkkulaði og sælgæti. margt smátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.