Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 2
Í dag Sigmund 8 Menning 18, 41/44 Veður 8 Umræðan 28/31 Staksteinar 8 Forystugrein 26 Úr verinu 11 Viðhorf 28 Viðskipti 14/15 Bréf 31 Erlent 16/17 Minningar 32/38 Akureyri 20 Dagbók 46/49 Höfuðborgin 17 Víkverji 48 Landið 20 Velvakandi 48 Suðurnes 21 Staðurstund 46/47 Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * 2 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 13. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Ólafur Stefánsson kominn á fulla ferð á Spáni>> 4 BRANN BÝÐUR BETUR KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON ER KOMINN MEÐ Í HENDUR NÝTT TILBOÐ FRÁ NORSKA LIÐINU BRANN 4 „Í samræðum mínum við fólk í hin- um ýmsu félögum í aðdraganda þessa þings sagði ég að ég stefndi að breytingum á stjórninni. Ég er af nýrri kynslóð og tel eðlilegt að hún taki við stjórn KSÍ á næstu árum. Það sýndi sig á þessu þingi að fyrstu skrefin voru stigin í þessa átt því inn í stjórnina kom- um við fjögur sem teljumst af yngri kynslóðinni,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. „Að sjálfsögðu verðum við að halda eftir einhverri reynslu, svona breytingar þurfa að eiga sér stað á nokkrum árum en ekki í einu vetfangi. Knattspyrnuhreyf- ingin þarf líka að huga fyrst og fremst að því að fá fólk úr sínum röðum til forystu, fólk sem hefur mikla reynslu úr grasrótinni og getur leyst úr þeim viðfangsefnum sem sambandið glímir við.“ Geir er sjálfur 42 ára og inn í stjórn komu einnig Guðrún Inga Sívertsen (30 ára), Vignir Már Þormóðsson (39 ára) og Stefán Geir Þórisson (44 ára). Í stað þeirra hurfu úr stjórn Eggert Magnússon (59 ára), Eggert Stein- grímsson (56 ára), Ágúst Ingi Jónsson (56 ára) og Björn Frið- þjófsson (48 ára) þannig að með- alaldur stjórnarinnar lækkaði tals- vert. „Þessi þrjú sem komu inn með mér eru öll með mikla reynslu. Guðrún Inga og Vignir hafa starf- að mikið innan knattspyrnuhreyf- ingarinnar og Stefán hefur setið í aðalstjórn í sínu félagi auk þess sem hann sat í stjórn Stoke City í mörg ár. Þetta er allt fólk sem þekkir mjög vel til fótboltans og ég hlakka til að starfa með því. Þessi þróun mun halda áfram og það verður frekari endurnýjun á stjórn KSÍ á næstu árum,“ sagði Geir. Vil endurnýja stjórn KSÍ á fáum árum GEIR Þorsteinsson, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast eftir því að sú endurnýjun á stjórn sambandsins sem hófst á ársþinginu á laugardaginn haldi áfram næstu árin. Stjórnin hefur verið nær óbreytt í mörg ár en fjórar breytingar urðu á henni að þessu sinni þar sem yngra fólk leysti eldri stjórnarmenn af hólmi. Eðlilegt að ný kynslóð taki smám saman við, segir Geir Þorsteinsson Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is  Það hafa | B2  Fótboltinn | B3 SAMUEL Eto’o neitaði að koma inná í lið Barcelona á lokamínútum gegn Racing Santander í spænsku 1. deild- inni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Kamerúninn var beðinn um að gera sig klárann til að fara inná þegar rúmar fimm mín- útur voru til leiksloka í stað- inn fyrir Belletti en Eto’o tjáði Eusebio, einum úr þjálf- arateymi Barcelona, að hann ætlaði ekki að hlýða kallinu. Í staðinn kom Oleguer inná og lék síðustu mínútur leiksins. Frank Rijkaard þjálfari Evrópu-og Spánarmeistar- anna var ekki ánægður með framkomu Eto’o og má reikna með því að hann verði sekt- aður fyrir uppátæki sitt. Lét Rikjaard ekki vita „Hann vildi ekki fara inná. Ég veit ekki hvers vegna. Hann sagði mér það ekki heldur lét hann Eusebio vita um það,“ sagði Frank Rijka- ard þjálfari Barcelona. „Ég var ekki ánægður með þessa ákvörðun hans og þetta er synd því hver mínúta sem hann spilar er mikilvæg í end- urkomu hans,“ sagði Rijka- ard. Eto’o er nýkominn til baka í leikmannahóp Barce- lona eftir erfið hnémeiðsli, sem hann hlaut í byrjun keppnistímabilsins, og lék í fimm mínútur í leik gegn Osasuna í byrjun febrúar. Samuel Eto’o neitaði að fara inná undir lokin JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknatt- leik, er hættur að leika með spænska liðinu Valencia og hefur hann samið við ítalska liðið Lottomatica Róma. Samningur hans við ítalska liðið gildir til ársins 2008. Jón Arnór er þegar farinn til Rómar og gæti svo farið að hann myndi leika sinn fyrsta leik gegn Pau Orthez frá Frakklandi í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Jón Arnór varð bikar- meistari með Napólí s.l. vor en hann lék í eitt ár með ítalska liðinu og þekkir hann því vel til ítölsku deildarinn- ar. Aðdragandi brotthvarfs Jóns frá spænska liðinu var enginn og komu fréttirnar mjög á óvart. Hann samdi við Pamesa Valencia til þriggja ára í júlí á síðasta ári eftir að hafa leikið í eitt ár á Ítalíu með Napólí. Jón var í eitt ár atvinnumaður hjá rússneska liðinu Dynamo St. Péturs- borg og hann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi. Lottomatica Róma er sem stendur í 7. sæti af alls 18 lið- um í efstu deild á Ítalíu. Lið- ið leikur í Meistaradeild Evr- ópu, Euroleague, og er þar í D-riðli ásamt Maccabi Elite frá Ísrael, Pau Orthez frá Frakklandi og spænska lið- inu Tau Ceramica. Jón Arnór gengur í raðir Róma á Ítalíu Morgunblaðið/Sverrir Körfubolti karla Yf ir l i t                                  ! " # $ %              &         '() * +,,,                         Innlent  Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, var yfirheyrður í hátt í sex klukkustundir í gær, á fyrsta degi aðalmeðferðar í Baugs- málinu, þ.e. vegna þeirra 18 ákæru- liða sem eftir eru. Spenna var í rétt- arsalnum og tókust saksóknari og verjandi á um réttmæti spurninga og þýðingu þeirra fyrir málið. » 12–13  Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur lagt fram samgöngu- áætlun fyrir árin 2007 til 2018. Þar er gert ráð fyrir að heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verði 381,4 milljarðar króna á þessu tíma- bili og af þeirri upphæð renni kring- um 324 milljarðar króna eða 85% til vegamála. Til flugmála renna kring- um 35 milljarðar og siglingamála 22 milljarðar. » Forsíða og miðopna  Íslensk stjórnvöld og sveit- arstjórnir víðsvegar um landið þurfa að bregðast við mikilli fjölgun inn- flytjenda á síðustu árum með marg- háttuðum stjórnvaldsaðgerðum, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Evrópunefndar gegn kynþátta- fordómum og umburðarleysi, ECRI, sem birt er í dag. Meðal nýmæla skýrslunnar er að mælst er til að sett verði á laggirnar ný stofnun, eða ráð, sem vinni gegn kynþátta- fordómum og mismunun á grund- velli kynþáttar. » Baksíða  Sveitarstjórn Djúpavogshrepps krefst þess að sóknarprestur Djúpa- vogsprestakalls flytji lögheimili sitt 1. mars nk. til prestssetursins á Djúpavogi og greiði þar skatta og skyldur. Umræddur sóknarprestur hefur haft lögheimili og aðsetur í Heydölum í Breiðdal sl. 16 ár, enda giftur sóknarpresti Heydala- prestakalls. Sambúðarlög segja að hjón skuli hafa sama lögheimili en lög kirkjunnar að sóknarprestur hafi lögheimili og aðsetur í prestakalli sínu. Skarast lögin því í þessu tilfelli. » 20 Erlent  Portúgalar samþykktu í þjóð- aratkvæði á sunnudag að heimila fóstureyðingar á fyrstu tíu vikum meðgöngu en nú gilda mun strang- ari takmarkanir. Um 59% þeirra sem mættu á kjörstað voru samþykk tillögunni. Kjörsókn var aðeins um 44% og því er niðurstaðan ekki bind- andi en forsætisráðherra landsins hyggst samt nota meirihluta sinn til að staðfesta niðurstöðuna. » 17  Ítalska lögreglan handsamaði í gær 15 manns sem grunaðir eru um að tilheyra hryðjuverkahópi ofstæk- isfullra vinstrisinna í líkingu við Rauðu herdeildirnar gömlu. » 16 MUN meira tjón varð á húsakynnum Hótels Hafnar í Hornafirði í bruna sem þar varð á neðstu hæð um miðja síðustu viku en reiknað var með í fyrstu. Skemmdir eru enn að koma í ljós og hótelið verður lokað í einn til tvo mánuði. Raskar það mjög skemmtanahaldi bæjarbúa. Eldurinn kviknaði í gufuklefa á neðstu gistihæð hússins síðastliðinn miðvikudag, líklega út frá gömlum ofni sem þar var en klefinn hefur ekki verið notaður um skeið. Að sögn eigenda hótelsins hleypur tjónið á tugum milljóna og eru skemmdir enn að koma í ljós. Iðnaðarmenn og fleiri hafa unnið að því að hreinsa út eftir brunann og stendur neðsta hæð gistirýmisins nánast fokheld eftir. Reykur og sót fór um allt hótel. Hótelið lokað „Þetta er mikið áfall og ógjörning- ur að gera sér grein fyrir tjóninu hér, það er allt sem var á neðstu hæð hússins ónýtt og miklar skemmdir um allt hús og í öllum herbergjum af völdum reyks, nema salur hótelsins og eldhúsið virðast hafa sloppið,“ segir Óðinn Eymundsson, einn af eigendum hótelsins. Aðspurður seg- ir Óðinn að hótelið hafi verið vel tryggt þó svo að menn fari aldrei vel út úr svona hlutum. „Við höfum stað- ið í miklum framkvæmdum hér á hótelinu undanfarin misseri og voru m.a. öll herbergi þess tekin í gegn fyrir um það bil ári.“ Bruninn á Hótel Höfn setur ým- islegt úr skorðum. Árshátíð Kvenna- kórs Hornafjarðar hefur verið frest- að og Hornfirska skemmtifélagið, sem stendur fyrir blúshátíðinni Norðurljósablús 2007, þarf að leita annað með aðaltónleika hátíðarinn- ar. Óðinn áætlar að hótelið verði lok- að næstu einn til tvo mánuði, enda mikil vinna framundan. Hann segir að þeir sem pantað hafi gistingu í sumar þurfi þó ekki að hafa áhyggj- ur, allt verði orðið klárt í vor. Skemmtanahald raskast Mun meiri skemmdir urðu á Hótel Höfn í bruna en útlit var fyrir í fyrstu Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Skemmdir Reykur og sót fór um allt hús Hótels Hafnar. Iðnaðarmenn hafa unnið að hreinsun og lagfæringum en hótelið verður lokað um tíma. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EF allt gengur að óskum gætu skurðlæknar LSH nýtt vélmenni, sem kennd eru við Leonardo da Vinci, til skurðaðgerða hér á landi. Fjallað var um vélmennin í Morg- unblaðinu sl. laugardag og greint frá góðri reynslu Svía af notkun þeirra. Að sögn Eiríks Jónssonar, yfir- læknis þvagfæraskurðlækninga- deildar LSH, eru fulltrúar spítalans að kanna möguleika þess að fjárfesta í einu slíku vélmenni. Segir hann að þreifingar þar um ættu að skýrast strax á næsta ári. „Þetta er náttúr- lega gríðarlega dýrt, en það kostar vel á annað hundrað milljónir króna að fá slíkt tæki og þjálfa starfsfólk, þannig að kanna þarf hvernig þetta verður fjármagnað. Einnig þarf að skoða vel í hvaða aðgerðum nýta megi tækið,“ segir Eiríkur og bendir á að tækið henti sérlega vel til þess að fjarlægja krabbamein í blöðru- hálskirtli, einnig hafi tækið verið nýtt til hjartaaðgerða, nýst í kvið- arholsaðgerðum á borð við bakflæð- isaðgerðir og gallblöðrutöku. Einnig segir hann hugsanlegt að nota tækið í barnaskurðlækningum og kven- sjúkdómaskurðaðgerðum. „Tækið nýtist best í þröngu rými,“ segir Eiríkur og leggur áherslu á að tæknin feli í sér stigsmun á núver- andi tækni og áhöldum en ekki eðl- ismun. „Eftir sem áður er það mannshöndin og -hugur sem stýrir tækjabúnaðinum. Tækið virkar þannig bara eins og framlenging af höndum skurðlæknisins.“ Eiríkur segir ýmsa kosti fylgja því að nota þessa nýju tækni. Nefnir hann í því samhengi að stytta megi legutíma sjúklinga þar sem inngripið í aðgerðinni verði minna með notkun vélmennanna, sem þýði að sjúkling- ar séu fljótari að jafna sig eftir að- gerð en ella. Að sögn Eiríks er mikilvægt þegar innleiða á nýja tækni að skoða vel reynsluna af henni frá öðrum lönd- um. Segir hann þegar farið að gera skurðaðgerðir með aðstoð vélmenna bæði austan og vestan hafs með góð- um árangri. „Ef breyta á tækninni í aðgerðum vill maður að í því felist einhver viðbót sem nýtist sjúklingn- um. Þess vegna þarf innleiðing nýrr- ar tækni að vera að vel yfirlögðu ráði.“ LSH kannar kosti þess að fjárfesta í skurðvélmenni Vélmenni Eftir sem áður eru það hönd og hugur skurðlæknis sem stýra tækjabúnaðinum. RÖSVKULIÐAR, með Evu Maríu Hilmarsdóttur for- mann í broddi fylkingar, gerðu sér glaðan dag í gær í tilefni af nýlegum sigri Röskvu í kosningum til stúd- entaráðs Háskóla Íslands og 19 ára afmæli samtak- anna. Björk Vilhelmsdóttir og fleiri góðir gestir mættu til að fagna sigrinum. Morgunblaðið/Sverrir Röskvuliðar fagna meirihlutanum LÖGREGLAN á Blönduósi handtók tvo menn innan við tvítugt í gær fyrir að sprengja flugeldasprengju við heimili lögreglumanns á Skagaströnd um helgina. Þeir viðurkenndu sök en sprengjan var stór flugeldur sem búið var að breyta í þeim tilgangi að valda sem mestri sprengingu, hávaða og usla. Mennirnir sögðust hafa verið að hefna sín á lögreglunni vegna ítrek- aðra afskipta sem höfð hafa verið af þeim upp á síðkastið vegna síendur- tekinna afbrota. Að sögn lögreglunnar er málið litið mjög alvarlegum augum og eru lög- reglumenn uggandi um starfsöryggi sitt, sem og friðhelgi einkalífs síns og fjölskyldna sinna. Með sprengingunni myndaðist mikil almannahætta að mati lögreglu en sprengjan var sprengd við raðhús með fleiri íbúum. Segir lögregla ljóst að flugeldinn hafi aldrei átt að nota sem slíkan eða í þeim tilgangi sem hann er framleiddur til heldur til að virka sem sprengja. Handteknir fyrir hefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.