Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EN SPENNANDI! ÉG HEF ALDREI KOMIÐ Á FYRIRLESTUR UM DÝRALÆKNINGAR ÁÐUR LANGAR ÞIG Í POPPKORN NEI TAKK ELSKAN ÉG ÞURFTI AÐ FARA Í SPRAUTU Í DAG ER ÞAÐ? ÉG ÞOLI EKKI AÐ LÁTA SPRAUTA MIG! ÞEGAR ÉG VERÐ ORÐINN LÆKNIR SJÁLFUR ÞÁ VERÐUR ÞAÐ ÖRÐUVÍSI... Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI VERÐ ÉG RÉTTU MEGINN VIÐ NÁLINA! SJÁIÐ! APAR! SJÁÐU HVERNIG ÞEIR NOTA BÆÐI FÆTURNA OG HALANN TIL AÐ KLIFRA HÉRNA GETUR MAÐUR SÉÐ HVERNIG DÝRIN HAGA SÉR Í NÁTTÚRUNNI SJÁIÐ HVAÐ APINN ER AÐ GERA! FYRIR FRAMAN ALLA! ÞETTA ER ÓGEÐSLEGT! AF HVERJU MÁ ÉG ALDREI GERA ÞETTA? KOMDU AÐ SKOÐA FUGLANA KALVIN! KOMDU! HVAR KVARTA ÉG YFIR ÞVÍ HVERNIG FARIÐ ER MEÐ SKATTPENINGINN MINN? ELTU BARA ÞETTA FÓLK ÞARNA SPÁÐU Í ÞAÐ! SYNGJANDI OSTRA! VIÐ EIGUM EFTIR AÐ VERÐA FRÆGIR! FYRIRTÆKIÐ MITT ER AÐ MISSA STÆRSTA SAMNINGINN SINN. ÉG VEIT EKKI HVAÐ VIÐ EIGUM AÐ GERA ÉG VERÐA AÐ PASSA MIG AÐ SEGJA EKKERT VIÐ ÖDDU. HÚN Á EFTIR AÐ HAFA ÁHYGGJUR EF AÐ HÚN HELDUR AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ AÐ HVERNIG VAR Í VINNUNNI? ÞAÐ VAR ALVEG YNDISLEGT! ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ TAKA GRÍMUNA AF KAKKALAKKANUM... OG RÚMLEGA ÞAÐ VÖVARNIR VORU MEIRA AÐ SEGJA GERVI. ÞETTA ERU BARA PÚÐAR ÞAÐ MÁTTI REYNA ÞETTA EF ÞIÐ HEFÐUÐ HLAUPIÐ ÞÁ HEFÐI ÉG KOMIST Í BURTU MEÐ PENINGINN MEIRA AÐ SEGJA GLÆPAMENNIRNIR ERU Á HRAÐRI NIÐURLEIÐ Fimmtudaginn 15. febrúarverður haldinn fundur íRegnbogasal Samtakanna’78 þar sem stofnuð verður nefnd til undirbúnings transgender- baráttuhópi. „Transgender er besta orðið sem við höfum í dag, og er regnhlíf- arhugtak yfir fólk sem á einhvern hátt er í óhefðbundinni stöðu með kyn sitt,“ segir Anna Jonna Ár- mannsdóttir, einn af aðstandendum fundarins. „Við viljum ekki nota orðið kynskiptingur sem því miður hefur náð nokkurri útbreiðslu í íslensku. Við lítum á orðið kynskiptingur sem skammaryrði, og teljum það gefa ranga mynd af transgender- einstaklingum.“ Anna segir mikla þörf á að stofna baráttuhóp um transgender-málefni: „Of lengi hefur það fengið að viðgang- ast að ríki og samfélag meini trans- gender-fólki að lifa eins og því er eðli- legt og að eðlileg mannréttindi þess fólks séu virt,“ segir hún. „Allt kerfið, bæði yfirvöld og heilbrigðiskerfið, virðist einblína mjög á kynskiptiað- gerðina, en aðgerðin er ekki aðal- málið, heldur að fólk fái að ráða sér sjálft, og að yfirvöld og heilbrigð- iskerfið séu ekki að reyna að haf vit fyrir fólki.“ Anna getur nefnt mörg dæmi um þær hindranir sem mæta transsexúal einstaklingum á Íslandi: „Nefna má dæmi konu, sem fæðist sem karl- maður. Hún hefur lifað sem kona í áratug, en fær ekki að taka sér kven- mannsnafn lagalega. Til þess gerir hið opinbera þá kröfu að hún sé búin að gangast undir kynskiptiaðgerð,“ segir Anna. „Þá er heilmikil tregða hjá heilbrigðisyfirvöldum að leyfa einstaklingum að gangast undir kyn- skiptiaðgerð. Virðist stefnan vera sú að aðgerðaleysi sé besta leiðin til að forðast mistök.“ Þá nefnir Anna það vandamál að ekki sé lengur hægt að gangast undir kynskiptiaðgerð á Íslandi: „Sá skurð- læknir sem hefur annast aðgerðirnar hér á landi hefur látið eftir sér hafa að hann treysti sér ekki lengur til að framkvæma fleiri aðgerðir að svo stöddu. Aðgerðirnar séu svo fáar að ekki sé hægt að viðhalda færni, en til samanburðar má nefna að til að halda færni í hjartaskurðaðgerðum er mið- að við að læknir framkvæmi ekki færri en 50 aðgerðir á ári,“ segir Anna. Þá þurfa transsexúal einstaklingar og ættingjar þeirra að þola undarlega meðferð heilbrigðiskerfisins: „Ég get nefnt reynslu vinar míns sem þykir hann notaður sem sýningargripur þegar hann kemur inn á sjúkrahús,“ segir Anna. „Honum þykir virtur að vettugi réttur hans til að neita lækna- nemum og öðrum starfsmönnum um skoðunarferðir og réttur hans til einkalífs orðinn að litlu. Þá hef ég séð heimildir um að kona hans er sér- staklega merkt í sjúkraskrám sem kona kynskiptings, og leikur grunur á að það sama gildi um sjúkraskrár annarra fjölskyldumeðlima.“ Allir eru velkomnir á fundinn á fimmtudag. Nánari upplýsingar má finna á slóðinn www.samtokin78.is. Innan Samtakanna ’78 starfar Trans- hópur sem hittist fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Samtökin ’78 eru til húsa á Lauga- vegi 3, 4. hæð. Anna Jonna bloggar um transsex- úal málefni á http://annajonna.blogs- pot.com. Mannréttindi | Undirbúningsnefnd um trans- gender-réttindi stofnuð á fimmtudag Mikil þörf á baráttuhópi  Anna Jonna Ármannsdóttir fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 1961. Hún lauk stúdentspr. frá Tækniskóla Ís- lands 1985, BS- prófi í raf- eindaverkfr. frá Álaborgarháskóla 1989 og stundaði framhaldsnám við sama skóla í hljómburðarfr. Þá lauk hún námi í tölvukerfisfr. árið 2000. Anna hóf störf sem kerf- isstjóri hjá RHÍ 2005. Sambýlis- maður Önnu er Kári Andreassen húsasm. og á hún eina dóttur. STARFSMAÐUR uppboðshúss Christie’s sýnir hér 7.5 karata, fjólubláan demantshring á blaðamannafundi í Genf í Sviss. Reiknað er með að hring- urinn muni fara á um 2.5 - 3 milljónir Bandaríkjadala. Reuters Augnayndi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.