Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HalldórSnorrason fæddist á Breiða- bólstað á Síðu, V- Skaft. 9. apríl 1924. Hann and- aðist á Landspít- alanum Fossvogi 5. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þórey Einarsdóttir, hús- móðir, f. 18. sept. 1888, d. 29. mars 1989, og Snorri Halldórsson, hér- aðslæknir á Breiðabólstað, f. 18. okt. 1889, d. 15. júlí 1943. Systk- ini Halldórs eru Snorri Páll Snorrason, læknir, og sex hálf- systkini: Sigurbjörg Snorradótt- ir, listmálari, f. 20. feb. 1929, d. 26. nóv. 2005, Guðmundur Snorrason, fyrrv. flugumferð- arstjóri, f. 19. jan. 1931, Egill Snorrason, kaupmaður, f. 26. mars 1936, d. 4. okt. 1994 (móð- ir þeirra var Guðbjörg Tóm- asdóttir), tvíburarnir Sóley og Svanhvít Jónsdætur, húsmæður, f. 22. júní 1931, og Rósa Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir, f. 4. maí 1933 (faðir þeirra var Jón Krist- jánsson). Halldór kvæntist Kristínu Guðbjartsdóttur 24. nóv. 1965 og þau eiga einn son, Magnús Snorra, f. 21. des. 1964, útskr. rafmagnsverkfræðingur frá Harvard College, Bandaríkj- unum (starfar nú sem vís- indamaður og deildarstjóri í Boston). Foreldrar Kristínar voru Helga Pálsdóttir, kaup- maður, frá Seljalandi, Fljóts- hverfi, V-Skaft. og Guðbjartur Magnús Björnsson, forstjóri, frá Álftavatni, Staðarsveit, Snæfells- nesi. Halldór hafði áður eignast tvær dætur, Dóru, hjúkr- sinni, Kristínu (hún gengur und- ir leikkonunafninu Kristín G. Magnús). Fyrsta verkefnið var Tónaspil og Hjónaspil (Private Ear and Public Eye) eftir Peter Shaffer í leikstjórn Kristínar. Farin var hringferð um landið með leikara frá Þjóðleikhúsinu. Á meðal verkefna á þessum fyrstu árum var barnaleikritið Týndi konungssonurinn eftir Ragnheiði Jónsdóttur í leik- stjórn Kristínar sem var sýnt í Glaumbæ (við Tjörnina) og síðar í sjónvarpinu. Á hverju sumri í 36 ár hafa sýningar Light Nights (Bjartar nætur) verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkurborgar. Ferðaleik- húsið hefur farið sýningarferðir með Light Nights víða um Bandaríkin: New York, Chicago, Boston, Minneapolis, Davenport Iowa, Madison Wisconsin og víð- ar. Ferðaleikhúsið var frum- kvöðull íslenskra leikhópa í að færa upp sýningar á Edinborg- arhátíð í Skotlandi, með Oddi- ties eftir Odd Björnsson árið 1978, og svo aftur árið 2000 með Apes’ Society sem var skrifað og leikstýrt af Kristínu. Einnig var Ferðaleikhúsið fyrst íslenskra leikhópa með sýningu í West End-leikhúshverfinu í London. Ferðaleikhúsið sýndi í Tjarn- arbíói hinn víðfræga söngleik Jósep og hans undraverða skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd-Webber undir leikstjórn Kristínar. Á löngum starfsferli Ferðaleikhússins vann Halldór hin margvíslegustu störf. Hann var leiksviðsstjóri, ljósamaður, tæknimaður, smið- ur, auglýsingastjóri og ljós- myndari. Á seinni árum fékkst Halldór við skriftir. Smásögur og ljóð hafa birst eftir hann í Lesbók Morgunblaðsins. Útför Halldórs Snorrasonar var gerð frá Hallgrímskirkju 12. febrúar. unarfræðing og deildarstjóra (móðir hennar er Rannveig Þórarinsdóttir), og Sigurlaugu, yf- irflugfreyju (móðir hennar var María Jónsdóttir). Halldór lauk námi frá Laugarvatns- skóla og Samvinnu- skólanum í Reykja- vík. Hann stundaði einnig nám við verslunarskólann Stanford Hall Col- lege, Loughborough, Englandi. Sautján ára keypti Halldór vörubíl (í félagi við tvo frændur sína) og var í vinnu hjá breska hernum á Akureyri. Á skóla- árunum keyrði hann mjólkurbíla hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann var kokkur á síld- arskipum, t.d. Ottó frá Ak- ureyri, Grindvíkingi frá Grinda- vík og Ingólfi Arnarsyni. Einnig var hann þjónn á Gullfossi, í siglingum milli Bordeaux í Frakklandi og Casablanca í Mar- okkó. Halldór gerðist sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni hf. og síð- ar verslunarstjóri hjá Hús- gagnaverslun Austurbæjar. Einnig var hann forstjóri Orku hf. um tíma. Hann stofnaði heildverslunina Anglo-Icelandic Trading Co., Búvélasöluna og, ásamt öðrum, Nýju-Sendibíla- stöðina. Halldór stofnaði og rak Aðalbílasöluna í rúm fjörutíu ár og er hún elsta starfandi bíla- sala landsins. Halldór stofnaði Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur og hann var jafnframt kosinn fyrsti formaður félagsins. Einnig var Halldór einn af stofnendum kíwanisklúbbsins Esju. Halldór stofnaði Ferðaleikhúsið á gaml- ársdag 1965 ásamt eiginkonu Þegar kvaddur er kær bróðir leitar hugurinn aftur til bernskuár- anna. Þegar ég var átta ára sá ég þennan bróður minn í fyrsta skipti, en Halldór hafði farið tveggja ára í langa ferð með móður sinni Þór- eyju frá Breiðabólstað á Síðu, þar sem faðir okkar var héraðslæknir, norður á Litla-Árskógssand við Eyjafjörð, þegar þau skildu. Það var mikil eftirvænting á Breiðabólstað þegar von var á þessum unglingi til dvalar. Svo birtist hann ljóshærður og lagleg- ur, snyrtilegur og kurteis og varð fljótt hvers manns hugljúfi. Strax fyrsta kvöldið þegar dimmt var orðið dró hann mig út á tún og lét mig leggjast á bakið og fór að kenna mér stjörnumerkin. Þó að aldursmunur væri sjö ár fékk ég fljótt leyfi til að elta hann og það breyttist lítið þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1943 þegar faðir okkar dó. Halldór fór í Laugarvatnsskóla og Samvinnuskólann og í verslun- arskóla í Englandi með Jóhanni Sigurðsyni, sem varð umboðsmað- ur Ferðaskrifstofu ríkisins, Flug- félags Íslands og síðar Flugleiða í Englandi. Á sumrin fór Halldór á síldar- skip og þá vildi ég gera það líka og byrjaði 16 ára. Stuttan tíma var ég skikkaður til að vera kokkur, en færðist undan því vegna kunnáttu- leysis, en var þá vinsamlega bent á að Halldór bróðir væri vinsæll kokkur á Grindvíkingi og þar með var málið útrætt. Einu sinni voru mörg skip í vari fyrir norðan Grímsey og fengum við tveir félagar lánaða skektuna og rerum út í Grindvíking og tók- um Halldór um borð og rerum í land í Klettavík á norðurströnd- inni, þar sem var keðja upp, svo við gátum heimsótt okkar nyrstu eyju. Halldór var yfirvegaður og úr- ræðagóður og eignaðist marga góða vini, sem ég fékk að fylgjast með í útilegur og á skemmtistaði borgarinnar, áður en aldur leyfði. Hann sá um rekstur húsgagna- verslunar Austurbæjar fyrir Ás- björn Ólafsson, var þjónn á nýja Gullfossi fyrsta árið, stofnaði sendibílastöð á Silla og Valda-lóð- inni við Aðalstræti og síðar Að- albílasöluna á sama stað árið 1955 og rak hana á fimmta áratug með miklum sóma. Halldór kvæntist Kristínu G. Magnús leikkonu og eiga þau soninn Magnús Snorra, sem er verkfræðingur búsettur í Bandaríkjunum. Kristín er mikil dugnaðarkona, sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans í far- sælu hjónabandi. Fyrir átti Halldór Dóru, hjúkr- unarfræðing, og Sigurlaugu, flug- freyju, miklar myndarkonur. Að leiðarlokum viljum við Snorri bróðir og fjölskyldur okkar og frændgarður þakka Halldóri fyrir farsæla samfylgd og votta systrum hans fyrir norðan, Sóleyju, Svan- hvíti og Rósu Guðrúnu, börnum hans og fjölskyldum þeirra og Kristínu okkar samúð og óskum þeim Guðs blessunar. Guðmundur Snorrason. Halldór Snorrason ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR JÓNASSON, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, laugardaginn 10. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Magnús Guðmundsson, Stella B. Baldvinsdóttir, Ævar Guðmundsson, Guðrún B. Eyjólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG SIGURRÓS JÓHANNSDÓTTIR, Mið-Mói í Fljótum, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 3. febrúar. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 17. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Páll Ragnar Guðmundsson, Guðmundur Óli Pálsson, Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Sigríður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flateyri, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 8. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 17. febrúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Kristín Bjarnadóttir, Ingimundur Guðmundsson, Guðrún Bjarnadóttir, Guðmundur Björn Hagalínsson, G. Skúli Bjarnason, Halldóra Margret Ottósdóttir, Sæþór Mildinberg Þórðarson, Marta Margret Haraldsdóttir, Þórður Sæberg Bjarnason, Ulla Faag og aðrir afkomendur. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA BJARNADÓTTIR STEFÁNSSON, Walpole, Massachusettes, Bandaríkjunum, lést fimmtudaginn 25. janúar. Frank Stefánsson, Rósa S. Livonius, Hilmar T. Stefánsson, Frank A. Stefánsson jr., tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓNSSON endurskoðandi, Fannborg 8, Kópavogi, lést laugardaginn 10. febrúar sl. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Hulda Rebekka Guðmundsdóttir, Kolbrún Þórðardóttir, Bjarni Harðarson, Bjarni Þórðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Arnþór Þórðarson, Dröfn H. Friðriksdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, amma og langamma, RAGNHILDUR PÉTURSDÓTTIR frá Rannveigarstöðum, Álftafirði eystra, lést á Hrafnistu föstudaginn 2. febrúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall hennar. Hreiðar B. Hreiðarsson, Ragnhildur Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislegi pabbi minn, sonur okkar, bróðir, mágur og unnusti, HLYNUR HEIÐBERG KONRÁÐSSON, lést af slysförum fimmtudaginn 8. febrúar. Hugi Snær Hlynsson, Konráð Eggertsson, Jakobína Guðmundsdóttir, Perla Lund Konráðsdóttir, Högni Hallgrímsson, Rósa Hjörvar. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR SÍMONARDÓTTIR, Hafsteini, Stokkseyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi aðfara- nótt sunnudagsins 11. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Tómas Karlsson, Viktor Símon Tómasson, Ásrún Sólveig Ásgeirsdóttir, Karl Magnús Tómasson, Anna Sigríður Pálsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Guðsteinn Frosti Hermundsson, Símon Ingvar Tómasson, Þórdís Sólmundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.