Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLENDINGAR þurfa að auka fiskneyslu sína, en neyslan hefur dregist saman undanfarin ár. Lýð- heilsustöð og Landssamband smá- bátaeigenda hafa hrundið af stað átaki sem ber yfirskriftina „Borð- um meiri fisk“. Í tengslum við það hefur Lýðheilsustöð gefið út bækl- ing með 20 fiskuppskriftum og verður hann sendur á öll heimili í landinu í þessari viku. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk- efnisstjóri næringar hjá Lýðheilsu- stöð, segir mikilvægt að fá þjóðina til að auka fiskneyslu. Rannsóknir á neyslunni sýna að á milli áranna 1990 og 2002 dróst neyslan saman um 30% hér á landi. Fiskneyslan sé minnst meðal ungra stúlkna á aldr- inum 15–19 ára. „Þær að borða að meðaltali 15 grömm á dag, sem samsvarar einum munnbita.“ Stuðla þurfi að meiri fiskneyslu enda sé fiskurinn hollur matur. „Margir telja að það sé einmitt fiskinum og lýsinu að þakka hversu magni hágæðapróteina og í honum sé óvenjumikið af snefilefnum auk þess sem feitur fiskur sé auðugur af D-vítamíni og Omega-3 fitusýr- um. Í uppskriftabæklingnum sem landsmenn eiga von á heim til sín næstu daga eru uppskriftir að fisk- máltíðum, sem flokkaðar hafa verið eftir því hversu fljótlegar þær eru í matreiðslu, auk fróðleiks um hrá- efni og fleira. Vonast Lýðheilsustöð og Lands- samband smábátaeigenda til þess að þetta muni stuðla að því að fisk- ur verði á borðum landsmanna að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. Fiskur hefur hækkað í verði að undanförnu og segir Hólmfríður að verðhækkanir kunni vissulega að hafa haft áhrif á fiskneysluna, en fleiri þættir spili inn í. „Unga þjóð- in borðar meira pitsu og skyndibita og fiskur er lítið í skyndiréttum,“ segir hún. Eigum heilsuhreysti fiskinum að þakka Lýðheilsustöð sendir bækling með fiskuppskriftum á öll heimili í landinu Morgunblaðið/ÞÖK Fiskur Anna E. Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, kynnir bæklinginn. heilsuhraust þjóðin hefur verið,“ segir Hólmfríður. Næringargildi fisksins einkennist af ríkulegu LISTAKONAN Yoko Ono sendi á dögunum elstu leik- skólabörnum á leikskólunum Mýri og Lækjarborg sér- hannaða svarta útijakka sem þakklætisvott fyrir söng. Börnin sungu lagið Imagine, friðarsöng Johns Len- nons, þegar Yoko helgaði reit í Viðey fyrir friðarsúlu í október síðastliðnum. Á dögunum sendi hún börnunum jakkana til að minna þau á þennan viðburð, en einnig fengu börnin kort með þakkarorðum. Jakkarnir eru vel við vöxt og eiga eftir að koma börnunum vel þegar þau verða komin í grunnskóla, að því er segir í tilkynningu en á myndinni sjást börnin á Lækjarborg í jökkunum sem Yoko gaf þeim. Fengu útijakka að gjöf frá Yoko Ono Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld eru hvött til að halda áfram á þeirri braut að auka réttindi erlendra ríkisborgara sem setjast hér að í lengri eða skemmri tíma í nýrri skýrslu Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og skorti á umburðarlyndi, ECRI, sem birt er í dag. Um er að ræða þriðju skýrslu ECRI um Ís- land og er þar m.a. vikið að þörfinni fyrir að auka rétt- indi erlendra kvenna sem sæta heimilisofbeldi hér á landi, þörf sem mikið hefur verið til umræðu í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu. Niðurstöður skýrslunnar eru sagðar fengnar með greiningu gagna fremur en einstaklingsviðtölum. Þar er vikið að þeirri tilfinningu margra innflytjenda að þeir séu um of háðir vinnuveit- endum sínum sökum þess að íslenskukunnátta þeirra sé takmörkuð, sem og almenn þekking þeirra á réttindum sínum sem starfsfólks. Þar segir einnig að mörg tilmæli annarrar skýrslunnar hafi ýmist ekki verið fram- kvæmd eða aðeins að hluta, með þeim orðum að „laga- ramminn til að vinna gegn kynþáttahyggju og mis- munum á grundvelli kynþátt- ar bíði þess að vera efldur“. Endurskoðun á ferlinu við veitingu starfsréttinda til er- lendra ríkisborgara er sagt skref í þessa átt. Athygli vekur að at- hugasemd er gerð við skort á aðgerðum stjórnvalda í að draga úr brotum er varða kynþáttafordóma á Netinu, þótt sú vinna sé sögð í fullum gangi um þessar mundir. Í skýrslu ECRI er einnig vikið að lagasetningu frá 2002 sem heimilaði innflytj- endum, sem hafa dvalið á landinu í fimm ár eða lengur, að kjósa í sveitarstjórn- arkosningum. Á hinn bóginn var sagt að upplýsingar um kjörsókn þessa hóps árið 2002 skorti, þótt yfirvöld hefðu síðar upp- lýst að þau hefðu beitt sér fyrir aukinni vitund nýbúa um réttindi þeirra fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar síð- asta vor. Þörf fyrir nýja stofnun Sérfræðingar ECRI vekja máls á óvenju fáum kærum frá innflytjendum vegna brota á réttindum þeirra og eru yfirvöld hvött til að auka vitund um réttarstöðu þeirra. Þeir ráðleggja íslenskum stjórnvöldum „eindregið“ koma á fót sérstakri stofnun, eða nefnd, sem hafi það að meginmarkmiði að vinna gegn kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kyn- þáttar á landsvísu. Nauðsyn- legt sé að slík stofnun sé óháð og ábyrg og að hún annist aðstoð við fórnarlömb og rannsókn þeirra mála og hafi auk þess rétt til að taka þátt í dómsmálum og fylgjast með lagasetningum. Þá er mælt með að hún upplýsi al- menning um mismunun á grundvelli kynþáttar. Með sama hætti eru stjórnvöld hvött til að styðja við starfsemi alþjóðlegra menningarmiðstöðva og tryggja þeim nauðsynlegan mannafla og starfsfé. Að auki er lagt til að kenn- arar fái viðeigandi þjálfun og að rannsóknir á stöðu minni- hlutahópa verði efldar, svo einhverjar af 105 ráðlegg- ingum ECRI séu nefndar í þessari upptalningu. Fjölmörg tilmæli í nýrri skýrslu Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og skorti á umburðarlyndi Efla þarf sóknina gegn fordómum Morgunblaðið/RAX Fjölbreytni Einsleitni íslensks samfélags hefur vikið fyrir margbreytilegra þjóðfélagi á síðasta aldarfjórðungi. „OKKUR vantar fleira gott fólk,“ segir Guðmundur Guðlaugsson, sveit- arstjóri í Skagafirði, og vísar þar til auglýsingar í atvinnublaði Morgun- blaðsins á sunnudag þar sem auglýst eru ýmis laus störf í sveitarfélaginu svo sem við skóla, rannsóknir og sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt undir ofangreindri fyrirsögn. „Það er mikill hugur í okkur hér og verið að reyna að byggja upp og bæta í atvinnuþróunina ef við getum orðað það sem svo,“ sagði Guðmundur og að það væru mörg tækifæri í Skagafirði sem vert væri að huga að og þeir væru áhugasamir um að fá nýtt fólk til byggðarlagsins. Þarna væru marg- vísleg störf sem krefðust menntunar og þeim myndi fjölga í framtíðinni að líkindum, þar sem það væri að byggj- ast upp háskólaumhverfi í byggðar- laginu. „Það eru miklar vonir bundn- ar við fjölgun starfa í rannsóknageir- anum og fleira í tengslum við háskóla og háskólauppbyggingu á Hólum og Sauðárkróki og jafnvel víðar í sveitar- félaginu,“ sagði Guðmundur. „Vantar fleira gott fólk“ BRÝNT er að aðstandendur geð- klofasjúklinga fái fræðslu um eðli sjúkdómsins og geti lært að takast á við hann ásamt hinum sjúka. Þetta segir Krist- ófer Þorleifsson, geðlæknir og sér- fræðingur endur- hæfingarmið- stöðvar geðsviðs Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Kleppi, en í næstu viku hefst þar skipulagt námskeið fyrir að- standendur geðklofasjúklinga. Kristófer segir að í framtíðinni sé stefnt sé að því að halda þessi nám- skeið reglulega fyrir aðastandendur geðklofasjúklinga og fólks sem þjá- ist af geðhvarfasýki. Sjúkdómur sem fólk þarf að kljást við alla ævi Kristófer kveðst telja mikla þörf á námskeiðum sem því sem nú er að hefjast. „Þetta er sjúkdómur sem fólk er að kljást við alla sína ævi og mjög hátt hlutfall þeirra, sem berj- ast við þennan sjúkdóm, verður ör- yrkjar og stendur oft illa í samfélag- inu. Þeim vegnar best sem hafa styrkar fjölskyldur bak við sig. Þetta fólk einangrast félagslega og ef það á ekki fjölskyldur á það eng- an að,“ segir Kristófer. Eitt af kjarnaatriðum í meðferð geðsjúkra sé að hlúa að fjölskyldum þeirra sem veikir eru og upplýsa þær. Að námskeiðinu koma tveir geð- læknar, tveir geðhjúkrunarfræðing- ar, sálfræðingur, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, listmeðferðarfræðingar og sjúkraþjálfari. Það verður haldið í endurhæfingarmiðstöðinni á Kleppi, en þar er nú búið að setja undir einn hatt þá starfsemi sem áð- ur féll undir dagdeild, göngudeild, iðjuþjálfun og Bergiðju. Hún nýtur stjórn þverfaglegs teymis en þar stendur m.a. til að byggja upp öfl- ugt fræðslustarf. Afþreying fyrir sjúklinga Í miðstöðinni er stefnt að því að auka þjónustu, veita sjúklingum tækifæri til afþreyingar og fé- lagslegrar samveru í hvetjandi um- hverfi, undirbúa sjúklinga fyrir út- skrift og aðstoða þá við að komast í áframhaldandi þjálfun annars stað- ar eftir útskrift. Læri á sjúk- dóminn Kristófer Þorleifsson Námskeið fyrir aðstand- endur geðklofasjúklinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.