Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 31 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HÁTTVIRTIR þingmenn. Þótt fæstir ykkar hafi ef til vill gert sér grein fyrir því eru nú 60 ár síðan Hið íslenska náttúrufræði- félag gaf íslenska ríkinu Nátt- úrugripasafnið, en það var 1. jan- úar árið 1947. Stofngjöfin samanstóð af veglegum bygg- ingasjóði félagsins (þá 82.396,21 kr.) og talsverðu magni nátt- úrugripa, svo sem uppstoppuðum ljónum, krókódílum og fuglum ásamt safni fallegra steina, bóka og fleiru. Á móti skyldi ríkið byggja yfir safnið í Reykjavík, reka það og veita félaginu þar starfsaðstöðu þegar nýtt hús væri risið. Svo illa er nú komið fyrir náttúrugripasafni því sem félagið gaf þjóðinni að gripir liggja undir skemmdum, safnið er í gömlu og óhentugu húsnæði, lokað er hluta ársins og viðhald þess er ekkert, enda hefur safnið engan starfs- mann sem ber ábyrgð á rekstri þess. Í áratugi hafa háttvirtir þingmenn troðið marvaðann í mál- efnum náttúrugripasafnsins og þrátt fyrir góðan vilja margra þeirra hefur lítið áunnist. Eftir nokkurt flakk um bæinn var nátt- úrugripasafninu komið fyrir í ein- um 100 m2 sal við Hverfisgötu árið 1967. Á 100 ára afmæli þess, árið 1989, var húsnæðið stækkað um helming þannig að í dag hefur safnið á að skipa tveimur tæplega 100 m2 sölum, en engu starfsfólki. Síðan gerðist því sem næst ekkert í málefnum safnsins þar til núver- andi menntamálaráðherra, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2006 og lagði fram lagafrumvarp um náttúruminja- safn. Upphaf náttúruminjasafnsins má rekja til Björns Bjarnarsonar, sem síðar varð sýslumaður Dalamanna og þingmaður, en hann hvatti árið 1884 til þess fyrstur manna að koma upp náttúrugripasafni í Reykjavík. Ásamt Stefáni Stef- ánssyni stofnuðu þeir árið 1887 Ís- lenzkt náttúrufræðisfélag sem hafði þetta málefni á stefnuskrá sinni. Félagið lognaðist útaf, enda stofnað í Kaupmannahöfn á náms- árum þeirra. Stefán hélt hins veg- ar merkinu uppi er hann kom til Íslands og stofnaði Hið íslenzka náttúrufræðifélag 16. júlí 1889. Það félag starfar ennþá með þau meginmarkmið að fræða lærða og leika um náttúru landsins og að stuðla að því að hér verði komið upp veglegu náttúruminjasafni. Hið íslenska náttúrufræðifélag hóf strax árið 1889 að safna grip- um og opnaði sýningarsal árið 1890 í húsi Benedikt Gröndals á Vesturgötu 38. Síðar var ákveðið að gefa ríkinu safnið því það hafði vaxið mikið og starfsemin orðin full erfið fyrir félag áhugamanna. Íslenska ríkið eignaðist Nátt- úrugripasafnið árið 1947, er Ey- steinn Jónsson var mennta- málaráðherra. Gunnlaugur Halldórsson teiknaði safnahús sem átti að standa við Háskóla Íslands og var safninu úthlutað þar lóð ár- ið 1952. Það vill svo til að nú, árið 2007, er einmitt verið að byggja hús á þessari lóð, að vísu ekki fyrir náttúruminjasafn, heldur fyrir vax- andi starfsemi Háskólans. Nátt- úruminjasafni voru úthlutaðar margar aðrar lóðir og segja fróðir menn að lóðirnar séu svo margar að varla sé til svo aumur blettur á höfuðborgarsvæðinu að þar hafi ekki einhvern tíma átt að standa náttúruminjasafn. Hver opinber nefndin rak aðra og allar komust að þeirri sömu niðurstöðu að það væri ómögulegt fyrir Íslendinga að eiga ekki glæsilegt náttúruminja- safn, svo mikið sem þjóðin á undir náttúrunni, jafnt til sjávar og sveita. Síðla þings vorið 2006 lagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fram frum- varp að lögum um náttúruminja- safn en það náði ekki afgreiðslu fyrir þingslit. Frumvarpið var svo lagt fyrir Alþingi aftur sl. haust og er nú til umfjöllunar í mennta- málanefnd. Enn hefur kviknað vonarneisti hjá þeirri kynslóð nátt- úrufræðinga og náttúruunnenda sem láta sig einhverju varða að málið komist loksins á rekspöl – en til þess þarf stuðning ykkar al- þingismanna. Miðað við stefnu- skrár og málflutning allra þing- flokka er ómögulegt að sjá annað en að þeir séu mjög fylgjandi þessu máli. Hér skiptir enda miklu máli fyrir menningu, menntun og fræðslu þjóðarinnar og ekki síður fyrir erlenda gesti að safnið verði vakið af svefni sínum. Stofngjöf Hins íslenska náttúrufræðifélags var mjög vegleg á sínum tíma, en þiggjandinn hefur ekki annast hana vel og því þarf að breyta. Frumvarp menntamálaráðherra um náttúruminjasafn, eins þriggja höfuðsafna þjóðarinnar, liggur nú á borðum ykkar þingmanna og hér með skorar stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags á Alþingi Ís- lendinga að samþykkja þetta frum- varp eins fljótt og auðið er svo unnt sé að halda áfram með málið og að endingu að reisa hér og reka veglegt, glæsilegt og vandað nátt- úruminjasafn sem allir geta orðið stoltir af. Við megum ekki til þess hugsa að málið dagi uppi í höndum þingmanna eina ferðina enn. KRISTÍN SVAVARSDÓTTIR, líffræðingur, formaður, HELGI TORFASON, jarðfræðingur, varaformaður, KRISTINN J. ALBERTSSON, jarðfræðingur, gjaldkeri, HILMAR J. MALMQUIST, líffræðingur, ritari, Droplaug Ólafsdóttir, líffræðingur, meðstjórnandi, ESTHER RUTH GUÐMUNDSDÓTTIR, jarðfræðingur, meðstjórnandi, HELGI GUÐMUNDSSON, íslenskufræðingur, meðstjórnandi. Opið bréf alþingismanna Frá stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags: Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar Fyrirlesari er: Kristján Geirsson á framkvæmdarsviði. Kristján Geirsson fjallar um aðgerðir UST og samstarfsaðila vegna strands Wilson Muuga. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15–16 á 5. hæð Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24. Wilson Muuga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.