Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 22
Sjálf segist hún þó ekki geta var- ist þeirri hugsun að hún eigi eftir að gefa þeim nýfædda eitthvað nýtt. „Mér finnst það svolítið erfitt. Hins vegar á ég fullt af garni og hef alltaf ætlað mér að prjóna á litla barnið. Það sýnir kannski í hnotskurn að það krefst meiri fyrirhyggju að gefa gjafir án þess að kaupa nýja hluti því þá er ekki hægt að hlaupa út í næstu búð á síðustu stundu.“ Á bloggsíðu hópsins má lesa um hvernig átakið hefur gengið. Þótt engin meiriháttar vandræði hafi skapast hefur hópurinn þó þurft að hyggja að einu og öðru, eins og t.d. hvernig bjarga á lykkjuföllum á nælonsokkabuxum eða rifum á ballkjólum þegar árshátíð stendur fyrir dyrum, hvernig nauðsyn brýt- ur lög þegar tíundubekkingurinn er á leiðinni í stærðfræðipróf og vas- areiknirinn er týndur eða hvernig hægt er að sauma innkaupapoka úr gömlum gardínum til að komast hjá plastpokakaupum í matvörubúðinni. Hvað sem öðru líður hefur átakið hrint af stað fjörugum umhverf- isumræðum á kennarastofunni í Laugarnesskóla og jafnvel víðar því tveir utan skólans hafa bæst í hóp- inn frá því á bóndadag. Og öllum er frjálst að bætast í lestina að sögn þeirra Rúnu Bjargar og Helenar. „Reyndar hafa margir sagt okkur að þeir hafi ekkert keypt þennan tíma eða dregið verulega úr innkaupum þótt þeir séu ekki „opinberlega“ með. Þannig að kannski erum við miklu fleiri en við höldum.“ V ið erum búin að vera að ræða á kennarastofunni hvers vegna við sitjum alltaf uppi með alla þessa hluti,“ segir Hel- en Símonardóttir, ein þrettán kenn- ara við Laugarnesskóla sem hófu átakið „Þreyjum þorrann og góuna“ á bóndadag. Hópurinn hefur strengt þess heit að kaupa enga hluti aðra en mat, hreinlætisvörur, lyf og ör- yggisvörur þessa tvo mánuði. Sam- kennari Helenar, Rúna Björg Garð- arsdóttir, útskýrir að hugmyndin hafi komið frá Compact-hópnum svokallaða í Bandaríkjunum sem keypti ekkert annað en ofantalið í heilt ár eins og frægt er orðið. Þær segja tveggja mánaða tak- markið hafa ráðist af tilviljun. „Við ákváðum þetta rétt fyrir bóndadag og fannst góð hugmynd að þreyja þorrann og góuna. Það er líka hæfi- lega langur tími en svo kemur í ljós hvort við hættum í átakinu eða höld- um áfram með þetta sem lífsstíl.“ Þær vísa því á bug að kennarar í Laugarnesskóla séu nægjusamari en aðrir. „Ég held að við séum ósköp venjulegt fólk sem er ekki með kaupæði en ekkert sérstaklega sparsamt heldur,“ segir Helen. Rúna Björg kinkar kolli. „Einn vin- ur minn vildi meina að við værum góðærishippar. Enginn gerir þetta nema sá sem á allt af öllu.“ Ósjálfráð viðbrögð að kaupa Þótt nýir hlutir séu bannvara þessa tvo mánuði gildir annað um notaða hluti. „Við erum búin að kíkja í Góða hirðinn og ég fór í Fríðu frænku á dögunum. Það eru margar fínar búðir sem selja notaða hluti,“ segir Rúna Björg. Aðspurðar segja þær erfitt að segja hversu lengi væri hægt að halda svona átak út. „Sennilega er þó hægt að komast ansi langt ef maður má kaupa hluti til að laga eldri hluti með, s.s. stop- pugarn eða bætur á buxur,“ segir Helen og vísar í bloggsíðu Compact- hópsins þar sem bætur voru flokk- aðar með nýjum hlutum. „En í raun held ég að þetta snúist frekar um að hugsa og forgangsraða áður en hlut- irnir eru keyptir,“ bætir Rúna Björg við. Að mati þeirra stallna er hug- arfarið grundvallaratriði. „Þetta gengur ekki bara út á að kaupa ekk- ert,“ segir Rúna Björg. „Við erum að draga úr eftirspurn með þessu. Það er stöðugt verið að ganga á auð- lindir jarðar með því að framleiða hluti sem við þurfum kannski ekki á að halda. Fyrir mig skiptir mestu máli að hugsa þetta svolítið hnatt- rænt.“ „Svo sakar það ekki ef þetta fer að hafa jákvæð áhrif á budduna manns,“ segir Helen. „Besta tilfinn- ingin er þó að vera laus við að finn- ast ég þurfa að kaupa eitthvað. Að fletta ekki lengur bæklingum þegar þeir koma til að sjá hvort mann vanti eitthvað eða finnast maður verða að fara á skipulagsdaga í Ikea því þeir séu núna.“ Rúna grípur orðið. „Það var dá- lítið merkilegt í byrjun að það að fara út að kaupa eru ósjálfráð við- brögð. Hvað tilfinningin að kom- ast í einhverja verslun er uppá- Morgunblaðið/Sverrir Léttir að vera laus við innkaup Hátt í fjórar vikur eru síðan hópur kennara við Laugarnesskóla ákvað að kaupa enga nýja hluti í tvo mánuði. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hleraði hvernig gengi að þreyja þorrann og góuna. Leikhúsmiðar Tíu ára barn hef- ur kannski miklu meira gaman af leiksýningu en nýjum flatskjá fyr- ir Barbí. „Einn vinur minn vildi meina að við værum góðærishippar.“ Nægjusöm Ellefu af þeim þrettán kennurum í Laugarnesskóla sem þreyja Þorrann og Góuna með því að sneiða hjá að kaupa allan óþarfa. þrengjandi. Og uppgötva svo að það er ekkert í henni sem mann vantar því maður á allt. Svo fór ég að hugsa um allt sem ég hef efni á að gera í staðinn, fara oftar í bíó og á kaffihús og njóta lífsins meira.“ Poki úr gömlum gardínum Þar með er ekki sagt að hópurinn hafi ekki rekist á hindranir. „Mér finnst gjafamálin erfiðust,“ við- urkennir Helen sem m.a. hefur gefið ungri frænku sinni leikhúsferð í af- mælisgjöf og í öðrum pakka frá henni leyndist gjafabréf í nudd. Mestu vandræðin fylgdu þó því að finna viðeigandi gjöf fyrir nýfæddan snáða. „Það endaði með því að ég leyfði þriggja ára syni mínum að velja leikföng úr gamla dótinu sínu til að færa þeim litla. Hann hefur aldrei verið eins ánægður að gefa nokkra gjöf enda var hann að gefa meira af sjálfum sér en venjulega.“Morgunblaðið/Ómar http://thorrioggoa.blogspot.com Bækur Rúna Björg og Helen segja einhverja í hópnum eiga erfitt með að sneiða hjá bókaútsölunum. ben@mbl.is daglegtlíf Andrea Björk Pétursdóttir er ellefu ára ballettdansmær sem æfir hjá Klassíska listdansskól- anum. » 25 tómstundir Þegar Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir var á ferðalagi um eyjuna Lamu keypti hún forláta stól sem hún tók með heim. » 24 uppáhald Ralph Lauren er þekktur fyrir klassískan stíl. Sýning hans á haust- og vetrartísku fór ný- lega fram í New York. » 24 tíska ÞESSI níu mánaða hvolpur tók þátt í sýningunni Gæludýr í blóma um helgina en hún er hluti af mikilli blómasýningu sem stendur í heilan mánuð í Baguio sem er rétt fyrir norðan Manila á Filipps- eyjum. Sólskins- hundur Reuters |þriðjudagur|13. 2. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.