Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 29 Í FRÉTTABLAÐINU sunnu- daginn 11. þ. m. er sagt frá því að ég hafi sent Helga Magnúsi Gunn- arssyni saksóknara ritsmíð eftir Róbert R. Spanó prófessor nokkr- um vikum áður en grein Róberts um refsiheimildir í samkeppn- islögunum birtist í Tímariti lög- fræðinga. Samkvæmt upplýs- ingum sem ég tel öruggar er þetta haft eftir saksóknaranum, sem með þessum hætti hefur komið á kreik kjaftasögu um að Róbert hafi skrifað umrædda grein fyrir okkur, sem erum verjendur sak- borninga í svokölluðu olíumáli. Það er rétt, að ég sendi sak- sóknaranum umrædda tímarits- grein í tölvupósti, en það var gert þegar umrætt hefti Tímarits lög- fræðinga var komið í prentun. Áskrifendur tímaritsins fengu því greinina einum eða tveim dögum síðar. Þessu til viðbótar er rétt að fram komi, að Róbert Spanó mun hafa sent ýmsum lögfræðingum greinina til yfirlestrar áður en hún var endanlega tilbúin og ósk- að eftir því að þeir sendu sér at- hugasemdir og ábendingar. Ró- bert vill ekki að ég nafngreini menn sem ég veit að fengu grein- ina til umsagnar. En ætli það sé nú beinlínis trúlegt að Róbert hefði sent drög að grein sinni til annarra aðila til að fá viðbrögð þeirra við efni hennar, ef hún hefði verið skrifuð á vegum verj- endanna? Mér er alveg óskilj- anlegt hvað saksóknaranum í þessu máli gengur til með fleipri af þessu tagi, en með því vegur hann með afar vafasömum hætti að starfsheiðri Róberts Spanó prófessors. Ég varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að saksóknarinn bæði hann afsök- unar. Ragnar Halldór Hall Kjaftasaga frá ákæruvaldinu Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. MEGINREGLURNAR fjórar um viðbúnað sem stuðst er við í skipu- lagi viðbúnaðarstarfs á Norð- urlöndum og víðar og við höfum áður kynnt á þessum vettvangi myndu tvímælalaust verða til þess að styrkja og skýra allt starf að björg- unar- og öryggismálum hérlendis. Reglurnar fjórar, sviðsábyrgð- arreglan, grenndarreglan, sam- kvæmnisreglan og samhæfing- arreglan, eru að sönnu í gildi hér að nokkru leyti en enn vantar þó tals- vert uppá að við höfum tileinkað okkur þær nægilega meðvitað í starfi að björgunarmálum. Það á ekki síst við reglurnar um sviðsá- byrgð, samkvæmni og samhæfingu. Að okkar mati er ástæða til að miða endurskoðun laga um björgunarmál og almannavarnir við þessar reglur. Fjögur viðbúnaðarstig Í samræmi við meginreglurnar fjórar og að því gefnu að hið um margt óljósa hugtak um almanna- varnir verði lagt til hliðar má hugsa sér að við byggjum viðbúnað okkar á fjórum viðbúnaðarstigum sem mið- ast fyrst og fremst við hugsanlegar afleiðingar og nauðsynlegt umfang samvinnu og samhæfingar í aðgerð- um. Útgangspunkturinn er grænt við- búnaðarstig en hver viðbragðsaðili metur hverju sinni í samræmi við sviðsábyrgðarregluna hvenær ástæða er til að færa aðgerðir yfir á annað stig. Öðrum ber þá skylda til að veita aðstoð eftir aðstæðum og umfangi samkvæmt samhæfing- arreglunni. Klár fylgni er milli tíðni tilfella og viðbúnaðarstiga þannig að flest tilfelli falla undir grænt viðbún- aðarstig en fæst undir rautt og svart. Sviðsábyrgðarreglan gildir á öllum stigum og stjórnun fer fram á vettvangi, nema ef til vill í sérstökum tilvikum á svörtu viðbúnaðarstigi. Grænt viðbúnaðarstig er daglegt brauð sem krefst lítillar samhæf- ingar og samvinnu hjá viðbragðs- aðilum. Það ætti við algeng verkefni á borð við umferðarslys og einstaka eldsvoða. Hér samhæfa allir hlut- aðeigandi aðgerðir sínar og byggja á mikilli reynslu af verkefnum af þessu tagi. Allir eiga fulltrúa í sam- hæfingarstöðinni í Björgunarmið- stöðinni Skógarhlíð en hún skiptir ekki sköpum um árangur. Gult viðbúnaðarstig kallar hins vegar á talsverða samhæfingu og samvinnu viðbragðsaðila enda verða aðgerðir þá flóknari og afleiðing- arnar víðtækari og þörf er á þátt- töku fleiri viðbragðsaðila. Hringrás- arbruninn er ágætt dæmi um slíkt ástand þar sem verkefnið var ekki eingöngu að slökkva eld og stjórna umferð heldur þurfti að rýma byggð og kalla til fleiri viðbragðsaðila, svo sem björgunarsveitir og Rauða krossinn. Hér er eftir sem áður fyrst og fremst byggt á þeirri reynslu sem áunnist hefur í daglegum störfum og æfingum, hver aðili sinnir sínu dag- lega ábyrgðarsviði og skipulag rask- ast ekki. Samhæfingarstöðin gegnir mikilvægu hlutverki. Þetta á einnig við næstu viðbúnaðarstig nema ef til vill í sérstökum tilvikum á svörtu viðbúnaðarstigi. Rautt viðbúnaðarstig lýsir neyð- arástandi sem krefst mikillar sam- hæfingar og samvinnu margra við- bragðsaðila, gjarna af fleiri en einu starfssvæði. Það getur til dæmis átt við þegar alvarlegar náttúruhamfar- ir verða, rýma þarf byggð og sam- hæfa aðgerðir margra viðbragðs- aðila af ólíkum svæðum. Samhæfingarstöðin gegnir lykilhlut- verki í slíku tilviki en sviðsábyrgð- arreglan er engu að síður í fullu gildi og menn vinna eftir sama skipulagi og þeir eiga að venjast, samanber samkvæmnisregluna. Stjórnun að- gerða fer fram á vettvangi. Svart viðbúnaðarstig getur átt við atburði sem mörgum finnst ef til vill nær óhugsandi að við getum staðið frammi fyrir, alvarlegri, utanaðkom- andi ógn þar sem gæti komið til kasta æðstu ráðamanna þjóðarinnar við að stýra aðgerðum og samhæf- ingu. Fyrst á þessu stigi gæti komið til þess að bregða þyrfti út af hefð- bundnu stjórn- og samhæfing- arkerfi. Stjórnun getur farið fram í samhæfingarstöðinni eða þar sem hentar hverju sinni. Sívirk samhæfingarstöð Lykillinn að því að þetta fyr- irkomulag geti virkað er að samhæf- ingarstöðin sé virk allan sólarhring- inn, árið um kring. Reynslan sýnir að samræming og samhæfing strax í upphafi aðgerða getur skipt sköpum um árangur. Í þessu sambandi má ekki gleyma þáttum sem innviðir samfélagsins byggjast á, svo sem samgöngum, orku-, vatns- og upp- lýsingaveitu, félagslegri aðstoð og fleiru. Jafnframt verður að huga að nauðsynlegri samhæfingu aðila sem starfa á svæðisvísu og taka þá einnig tillit til þeirra þátta sem skipta sam- félagið meginmáli. Hver aðili sem hefur hlutverk í björgunarmálum ætti því að tilnefna fulltrúa í samhæfingarstöðina og uppfylla þannig skyldu viðbragðs- aðila til að vinna saman og samhæfa bæði aðgerðir og viðbragðsáætlanir. Tryggja verður reglulega endurnýj- un starfsmanna í samhæfingarstöð- inni, á tveggja til fjögurra ára fresti, og góða tengingu við viðbragðsaðila og vettvangsreynslu. Einnig er ávinningur af því að fá meiri skilning á mikilvægi samhæfingar út í raðir björgunarmanna. Þetta fyr- irkomulag tryggir þannig sívirkt lærdóms- og endurnýjunarferli á báða bóga. Stuðningur við stjórnun á vettvangi Nauðsynlegt er að í samhæfingarstöðinni verði farið skipulega yf- ir áætlanir í ljósi að- gerða og þær leiðréttar ef tilefni er til. Þó er mikilvægt að hafa í huga að vinna við áætlanir, undirbúning og leiðrétt- ingu þarf fyrst og fremst að fara fram á grænu og gulu viðbún- aðarstigi, eins og sýnt er á myndinni. Á rauðu viðbúnaðarstigi og svörtu er einfaldlega svo mikið í húfi að ekki gefst ráðrúm til slíkrar vinnu. Þegar til aðgerða á rauðu og svörtu viðbún- aðarstigi kemur verða menn einfald- lega að vera tilbúnir. Samhæfingarstöðin ætti eingöngu að gegna því hlutverki sem nafn hennar felur í sér, það er að vera vettvangur samhæfingar, nokkurs konar stoðdeild fyrir viðbragðsaðila á vettvangi, því stjórnun aðgerða verður alltaf að fara fram á vettvangi nema í algjörri neyð, til dæmis þegar svart viðbúnaðarstig er í gildi. Stöð- in er alltaf virk en umfang starfsem- innar hverju sinni fer eftir eðli og umfangi þeirra verkefna sem verið er að fást við hverju sinni. Sveitarfélögin axla ábyrgð Við höfum nú í þremur greinum gert ítarlega grein fyrir sýn okkar á hugmyndafræði og skipulag björg- unarmála. Tilefni þessara skrifa okkar er ekki síst sú ákvörðun rík- isstjórnarinnar í tengslum við brott- hvarf varnarliðsins að endurskoða lög um almannavarnir, auka sam- starf viðbragðsaðila og „huga að því að koma á fót miðstöð þar sem tengdir verði saman allir aðilar sem koma að öryggismálum innanlands, hvort heldur vegna náttúruhamfara eða vegna hættu af mannavöldum,“ eins og segir í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu bera ábyrgð á fjölmörg- um þáttum sem lúta að öryggi og velferð þorra þjóðarinnar. Þau gera sér grein fyrir að í brothættu en kröfuhörðu nútímasamfélagi eru ör- yggi og velferð óaðskiljanleg hugtök í augum borgaranna. Þau eru tilbúin að axla sívaxandi ábyrgð á því að skapa öruggt og þróttmikið sam- félag og bjóða eindregið fram krafta sína og sjónarmið við endurskoðun á skipulagi björgunarmála. Samhæfing, samvinna og aftur samhæfing Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jón Viðar Matthíasson fjalla um meginreglur og hugmynda- fræði björgunarmála »Reynslan sýnir aðsamræming og sam- hæfing strax í upphafi aðgerða getur skipt sköpum um árangur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vilhjálmur er borgarstjóri, formaður stjórnar SHS og formaður almannavarnanefndar höfuðborg- arsvæðisins. Jón Viðar er slökkviliðs- stjóri SHS og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar. Jón Viðar Matthíasson Yfirlit yfir lykilatriði í fyrirkomulagi björgunarmála. Viðbragðsaðilar starfa á grænu, gulu, rauðu eða svörtu viðbúnaðarstigi eftir eðli mála og í samræmi við meginreglurnar fjórar. Þörfin fyrir samhæfinu vex í sam- ræmi við umfang og afleiðingar. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 168,6 fm glæsilegt endaraðhús á fallegum útsýnisstað við Fjallalind í Kópavogi. Húsið sem stendur innst í botnlanga skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, hol, stofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnher- bergi, þvottahús og fataherbergi. Húsið er á þremur pöllum. Mikil lofthæð er á efri hæð. Hiti í plani. V. 49,9 m. Fjallalind – Glæsilegt 174,6 fm stórglæsileg íbúð á 3. hæð (öll efsta hæðin) auk 25,6 fm bíl- skúrs, alls 200,2 fm. Íbúðin skiptist í hol, stórar stofur, eldhús með borðkrók, þvottahús, búr, svefnherbergisgang, fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Fallegt útsýni. V. 49,8 m. Stórholt Glæsilegar 139,9 fm 4ra herbergja efri sérhæðir auk 33,2 fm bílskúrs í fallega hönnuðum tvíbýlihúsum við Lindarvað í Reykjavík. Alls er hver hæð því 173,1 fm með bílskúr. 50 fm svalir fylgja hverri íbúð í suður. Eignunum er skilað fullbúnum án gólfefna. Hægt er að fá eignirnar 5 herbergja. V 40,9 m. Lindarvað – Nýbygging – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.